Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGU 7. JÚNÍ 1998 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
SJÓMANNADAGURINN
er haldinn hátíðlegur í
dag í sextugasta sinn frá
upphafi. Það er ekki tilviljun
að sjómönnum er tileinkað-
ur einn dagur á ári, í byrjun
júní, þegar bjartsýni vorsins
er mest, því að þessi stétt
manna hefur gert landanum
það mögulegt að byggja
þetta harðbýla land með
þeim undrum að þar er nú
þjóðríki, sem samkvæmt
skýrslum er með ríkustu
ríkjum heims. Undirstaða
þess auðs er fiskurinn í sjón-
um og það er því eðlilegt að
þjóðin haldi sjómannadag-
inn hátíðlegan einu sinni á
ári, til heiðurs mönnunum,
sem sækja auðinn í greipar
Ægis.
Hafrannsóknastofnunin
gaf út tillögur um heildar-
afla fyrir nokkrum dögum
og er hrygningarstofn
þorsks, langmikilvægustu
afurðar íslenzks sjávarút-
vegs, enn stækkandi og tel-
ur stofnunin óhætt að auka
heildarkvótann um 32 þús-
und tonn á næsta fiskveiði-
ári. Verður leyfilegur afli
samkvæmt tillögunum því
250 þúsund tonn af þorski.
Er það væn búbót fyrir
þjóðarbúið, því að verðmæti
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
þess afla er hátt í 3 milljarð-
ar íslenzkra króna.
Sjávarútvegsráðherra
hefur að öllu leyti stuðzt við
tillögur fiskifræðinga.
Pannig dregst rækjuaflinn
saman um 15 þúsund tonn
og ýsuafli um 10 þúsund
tonn. Ufsa-, karfa-, stein-
bíts- og grálúðuafli stendur í
stað. Skarkolaaflinn minnk-
ar um tvö þúsund tonn en
afli í öðrum kolategundum
er óbreyttur. Loks minnkar
síldarafti um 30 þúsund tonn
en gert er ráð fyrir að sú
ákvörðun verði endurskoðuð
eftir nýjar stofnstærðar-
mælingar í haust. Leyfður
humarafli verður óbreyttur
og hörpudisksafli eykst um
1.800 tonn. Loks er útlit fyr-
ir að loðnuafli verði tæpum
200 þúsund lestum meiri en
á síðustu vertíð.
Fyrir rúmlega hálfum
öðrum áratug var heildar-
þorskaflinn, sem rann inn í
íslenzkt þjóðarbú, 460 þús-
und tonn á ári. Síðan komu
nokkur mögur ár, veiðin
brást og fiskifræðingarnir í
Hafrannsóknastofnun
hringdu viðvörunarbjöllum.
Brugðizt var við og heimild-
ir til veiða takmarkaðar við
kvóta. Lægst komst heildar-
aflinn niður í 155 þúsund
tonn, sem er aðeins þriðj-
ungur þess sem aflinn var
áður.
Þessar hörðu aðgerðir,
sem gripið var til og miðuð-
ust allar við að ná hrygning-
arstofninum upp úr þessari
gífurlegu lægð, hafa síðan
verið að bera árangur og
síðustu þrjú árin hefur
reynzt unnt að auka heildar-
þorskkvótann, sem nú er
218 þúsund tonn en verður á
næsta fiskveiðiári 250 þús-
und tonn eins og áður sagði.
A þessum erfiðleikaárum
hefur margt breytzt. Islend-
ingum hefur til dæmis lærzt
að nýta hráefnið mun betur
og hlutar af verðmætinu,
sem áður var hent, eru nú
nýttir til hins ýtrasta.
Þannig hefur starf sjó-
mannsins breytzt mikið á
þessum árum og það til
góðs, enda er nauðsynlegt
að fara vel með auðlind, sem
er ekki óþrjótandi.
íslendingar hafa náð mikl-
um og góðum árangri bæði á
sviði veiða og vinnslu. Tækni
hefur aukizt svo og vísinda-
legar rannsóknir á lífríki
hafsins. Á öllum þessum
sviðum eru Islendingar í
fremstu röð þjóða og þeir
hafa m.a. verið fengnir til
þess að miðla öðrum þjóðum
af reynslu sinni og þekkingu.
Sjómannadagurinn er
hjartfólginn þjóðinni og
hann er haldinn hátíðlegur
um allt land, enda eðlilegt
þar sem sjávarfangið er und-
irstaða velmegunar í land-
inu. Velmegunar, sem unnt
er að státa af á alþjóðavett-
vangi.
Morgunblaðið sendir sjó-
mönnum og landsmönnum
öllum árnaðaróskir í tilefni
dagsins.
SJÓMANNADAGURINN
PEIR JÓNAS OG
danska skáldið I.P.
Jacobsen áttu því ým-
islegt sameiginlegt, en
Jacobsen var nær
þröngu andrúmi efnis-
hyggjunnar en Jónas
_ og það reið ef til vill baggamun-
inn. Þeir áttu ekkert sameiginlegt í
trúarefnum. í raun er merkilegt
hve margir náttúrufræðingar létu á
þessum árum að sér kveða í skáld-
skap. Jónas sneri Kossavísum Adel-
berts von Chamisso, en hann var
þýzkt skáld á öndverðri 19. öld, en
auk þess þekktur náttúrufræðingur.
Helgi Pjeturss nefnir hann einnig í
ritgerðinni, Jónas Hallgrímsson og
menn honum líkir. Það var engin til-
viljun að Jónas hafði áhuga á skáld-
skap hans, svo margt sem þeir áttu
sameiginlegt. H.C. 0rsted er í hópi
víðfrægustu vísindamanna Dana.
Hann tók undir sinn verndarvæng
jarðfræðikennara Jónasar, J.G.
Forchhammer (1794-1865) sem varð
þekktasti jarðfræðingur Dana þá.
Jónas hefur vafalaust velt fyrir sér
hugmyndum 0rsteds um náttúru-
andann án þess þær græfu undan
guðstrúarsannfæringu hans. Þegar
Jónas Hallgrímsson endurskapar
kvæði L.A. Feuerbachs, Ljós er
upphaf alls, á íslenzka tungu er það
honum sérstök áskorun vegna þess
hve hugmyndirnar eru líkar fomum
átrúnaði um sköpun heimsins og
andlegri tilvistarsögu þeirra ásatrú-
armanna sem fluttu goðsagnir með
sér út hingað til Islands og unnu úr
þeim efnivið í mikilvægan sígildan
skáldskap. Þannig kemst Jónas í
eftirsóknarverða nálægð við hug-
myndaheim þeirra sem ortu Völu-
spá og önnur eddukvæði. Hann
hafði endumýjað skáldskaparlegt
form þessara fyrirrennara sinna og
notað það við ýmis
tækifæri, jafnvel end-
umýjað dróttkvæðan
hátt ef því var að
skipta; t.a.m. í Magn-
úsarkviðu, hljómfögr-
um tvítugum flokki
um Magnús Stephensen konfer-
enzráð, þar sem hann talar svo fal-
lega um hagbjai*tan dag, enda hafði
enginn beitt sér eins gegn rímum á
undan Jónasi og Magnús og víkur
hann vafalaust að því í Magnús-
arkviðu þegar hann tíundar ágæti
hans,
Fár gat svo fyrri
fúllhugaður bugað
illavillu,
aldaspellis gjald.
Áður hafði Jónas ort um Guðrúnu
konu Magnúsar og notað ljóðahátt
en jafnframt endurskapaðan mála-
hátt til bragðbætis. I Galdraveiðinni
hafði hann jafnvel ungur slengt
saman ljóðahætti og fomyrðislagi
en auk þess vitnað í vísukorn í
Hervarar sögu, skýringalaust.
Þannig minnir síðasta línan í Batt-
eríska syndranum, Æ koma mein
eftir munað, einnig á eddukvæði og
sumt annað á líkingar í fomum
skáldskap, síðasta lína þriðja erind-
is, Þótti mér hvert strá stynja minn-
ir á orð Þorgils skarða í sögu hans
þótt merkingin sé önnur.
Lokaorð fyrmefnds erindis í Ad
amicum em eins og sjá má í anda
sköpunarsögu biblíunnar sem var
hugsun Jónasar eins eðlileg um-
gjörð og sjálft andrúmsloftið, en þó
er upphaf þess sótt í heiðna ljóðlist
um goðsöguleg átök og ragnarök. I
þessu kvæði hafnar hann skilyrðis-
laust allri algyðistrú þegar hann
segir hiklaust að guð stjómi öllu í
tilverunni og talar um allt sjáandi
eilífa elsku í 11. erindi, líklega sem
skírskotun til kærleika Krists,
Pá sá alfaðir
sem öllu stýrir...
(8. erindi.)
í þessu kvæði, sem er öðmm
þræði reist á fornum arfi eddu-
kvæða, verður Jónasi enn hugsað til
Hávamála og vitnar í þau af venju-
legri velþóknun,
Ungurvaregforðum,
fór eg einn saman
fóðursviptur
er mér fremst unni;
Allt á þetta sér ýmsar hliðstæður
í ljóðum Jóns Þorlákssonar og
Bjarna Thorarensens, en Jónas til-
einkar sér bragarhátt hins fyrr-
nefnda um hinn síðar nefnda í vor-
vísu eins og alkunna er. En Hann
hefur ekki síður forn kvæði í huga
þegar hann íslenzkar Hóraz, Að þú
mér fyrr úr heimi hallist sem er
endurhljómur úr Sólarljóðum. í AI-
heimsvíðáttunni sem er sprottið úr
hugmyndum Schillers kemur Völu-
spá enn við sögu,
Ekkert sem ríkir
og Óskapnaður
svo að ekki sé nú talað um fyrrnefnt
erindi eftir Feuerbaeh.
í Völuspá segir,
Árvaralda
það er ekki var
var-a sandur né sær
né svalar unnir;
jörð fannst æva
né upphiminn
gap var ginnunga,
en gras hvergi.
M
HELGI
spjall
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 6. júní
SKÖMMU FYRIR BORG-
ar- og sveitarstjómarkosn-
ingar urðu nokkur orða-
skipti á milli Morgunblaðs-
ins og Bryndísar Hlöðvers-
dóttur, alþingismanns Al-
þýðubandalags fyrir
Reykjavíkurkjördæmi. Til-
efhi þeirra var, að þingmaðurinn hafði sakað
Morgunblaðið um að „kasta grímunni“ rétt
fyrir kosningar. I forystugrein Morgun-
blaðsins var bent á, að blaðið hefði aldrei
lýst yfír hlutleysi í þjóðmálaumræðum
heldur hefði það þvert á móti mjög ákveðn-
ar skoðanir og lýsti þeim í forystugreinum,
þ.e. leiðurum og Reykjavíkurbréfum. Þær
skoðanir hefðu hins vegar engin áhrif á
fréttaflutning blaðsins eða aðra umfjöllun
um máleftii líðandi stundar, svo sem frétta-
skýringar og aðrar úttektir blaðamanna á
einstökum málum.
I Morgunblaðinu í gær, fóstudag, birtist
svo önnur grein eftir Bryndísi Hlöðvers-
dóttur, þar sem hún fjallar um þau sjónar-
mið Morgunblaðsins, sem lýst var í tilefni
af fyrri grein hennar og segir m.a.: „ ... en
jafnframt hefur það gerzt að fyrir kosning-
ar má skynja blaðið sveigja í átt til Sjálf-
stæðisflokksins. Ég vil fullyrða, að þessi
viðleitni nái ekki aðeins til ritstjórnar-
greina heldur líka til þeirra fréttaskýringa
og úttekta blaðamanna, sem leiðarahöfund-
ur vill meina að taki ekkert mið af þjóð-
málastefnu blaðsins en sé fyrst og fremst
ætlað að miðla upplýsingum."
Þessi fullyrðing Bryndísar Hlöðvers-
dóttur stenzt ekki og sýnir m.a. vanþekk-
ingu hennar á rekstri fjölmiðla nú á tímum,
sem út af fyrir sig er skiljanleg. Hvemig
ætti þingmaðurinn að þekkja vinnubrögð
og aðstæður á ritstjórn Morgunblaðsins?
Nú eru rúmlega 100 manns starfandi á rit-
stjórn blaðsins. Þessi fjöldi starfsmanna
ritstjórnar hefur margvíslegar skoðanir á
þjóðmálum, sem hafa engin áhrif á ráðn-
ingar þeirra enda vita forráðamenn blaðs-
ins ekkert um þær og spyrja aldrei. Ef
blaðamaður gerist alþingismaður eða borg-
arfulltrúi er talið, að það fari ekki saman
við starf á ritstjórn blaðsins. Hins vegar
hefur blaðið markað þá afstöðu, að það eigi
ekki við um varaþingmenn eða varafulltrúa
í borgarstjórn Reykjavíkur eða í öðrum
sveitarstjómum og skiptir þá engu um
hvaða stjórnmálaflokk er að ræða.
Ef ritstjórar blaðsins óska t.d. eftir því
fyrir sveitarstjórnarkosningar að skrifuð
sé fréttaskýring eða gerð úttekt á dagvist-
armálum á höfuðborgarsvæðinu væri ein-
faldlega óhugsandi að fá nokkurn blaða-
mann tO þess að vinna slíkt verk skv. póli-
tískri forskrift. Megináherzla er lögð á að
draga fram í dagsljósið upplýsingar um
stöðu slíkra mála og gæta jafnræðis í um-
fjöllun á milli flokka og framboðslista.
I ljósi gamallar sögu blaðanna er skiljan-
legt að það taki fólk, sem hefur aðrar
stjórnmálaskoðanir en Morgunblaðið, tíma
að átta sig á þessum veruleika eða fallast á
að svona sé þetta. Það tekur tíma en með
faglegum vinnubrögðum á ritstjórn blaðs-
ins mun þessi veruleiki smátt og smátt
komast til skila.
Það er hins vegar fróðlegt í þessu sam-
bandi að geta þess, hvernig bandarísk dag-
blöð leysa þennan vanda, þ.e. að koma í veg
fyrir þá tOfínningu lesenda sinna að skoð-
anir blaðanna móti fréttaflutning þeiira,
fréttaskýringar eða aðra umfjöllun. Þau
gera það með því að skilja á milli hinnar al-
mennu ritstjórnar og leiðararitstjórnar
blaðanna. Hinn heimskunni ritstjóri Wash-
ington Post, Benjamin Bradlee, sem nú er
orðinn 77 ára gamaO en gegnir enn áhrifa-
stöðu á blaðinu, var ritstjóri yílr blaðinu
öllu nema leiðurum þess og svonefndri leið-
arasíðu. Benjamin Bradlee hafði engin
áhrif á stjórnmálastefnu Washington Post.
Á blaðinu sjálfu er þessu lýst þannig, að
þetta sé eins og spurningin um ríki og
kirkju. Hvor aðilinn um sig eigi að njóta
fullkomins sjálfstæðis. Slík skipting hefur
hins vegar ekki verið á íslenzkum blöðum
og heldur ekki á blöðum í Evrópu a.m.k.
ekki að nokkru marki. Og til þess að sýna
Bryndísi Hlöðversdóttur fulla sanngirni er
ástæða tO að undirstrika, að hún er ekki
ein um að hafa þá skoðun, sem vitnað var
til hér að framan. Andstæðingar Morgun-
blaðsins í fiskveiðistjórnunarmálum hafa
hvað eftir annað haldið því fram, að frétta-
flutningur blaðsins á því sviði væri litaður
af skoðunum blaðsins. Það er heldur ekki
rétt en breytir ekki því, að þær fullyrðing-
ar hafa bæði talsmenn LÍU og aðrir sett
fram.
Kjarninn í grein Bryndísar Hlöðvers-
dóttur hér í blaðinu í gær, föstudag, er hins
vegar sá, að finna megi eitt augljóst dæmi
um, að pólitísk afstaða Morgunblaðsins
hafí haft áhrif á ritstjórnarlega umfjöllun
þess fyrir síðustu kosningar. Þingmaður-
inn rifjar upp, að fyrir kosningarnar 1994
hafi Morgunblaðið boðið Árna Sigfússyni,
þáverandi borgarstjóra, að svara spurning-
um lesenda Morgunblaðsins um borgar-
mál. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi ósk-
að eftir sömu þjónustu á þeim tíma og ekki
fengið á þeirri forsendu, að þetta efni sneri
einungis að borgarstjóranum í Reykjavík.
Þegar hún hafi fyrir kosningarnar nú sem
borgarstjóri farið fram á hið sama hafi
henni verið tilkynnt, að blaðið byði ekki
lengur upp á þessa þjónustu vegna þess, að
nútíma vinnubrögð krefðust annarra leiða.
Síðan segir þingmaðurinn: „Það sem var
svo sjálfsagt fyrir fjórum árum var allt í
einu orðið gamaldags fjölmiðlun og fékk
sama dóm og skoðanir undirritaðrar fengu
í leiðaranum 21. maí sl. Með hliðsjón af yf-
irlýstum stuðningi blaðsins við Sjálfstæðis-
flokkinn í Reykjavík verður að telja það
ansi hæpið að tilvOjun ein hafi ráðið því, að
umræddur dálkur féll niður um leið og
Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta
sinn í Reykjavík eftir áratuga valdaskeið.“
í þessu sambandi er rétt að vekja at-
hygli á, að Morgunblaðið lýsti ekki yfir
stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í Reykja-
vík fyrir síðustu borgarstjómarkosningar,
eins og þingmaðurinn heldur fram, en það
er önnur saga. Aðalatriði málsins er hins
vegar þetta: í upphafi þessa árs hóf Árvak-
ur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins starf-
rækslu á nýjum fjölmiðli, netútgáfu Morg-
unblaðsins og við þann fjölmiðil stapfa nú
þegar um 10 manns. Auk þess að reka dag-
lega fréttastarfsemi allt árið um kring í
beinni samkeppni við ljósvakamiðlana eru
netútgáfunni ætluð margvísleg önnur verk-
efni, sem henta vel þessum nýja fjölmiðli
unga fólksins og framtíðarinnar. Yfirburðh-
netútgáfu era m.a. þeir, að rýmið er nánast
takmarkalaust. Á ritstjórn Morgunblaðsins
hafa þegar verið teknar nokla-ar ákvarðan-
ir varðandi önnur verkefni netútgáfunnar
en beinan fréttaflutning. Þessi miðill er
sérlega vel tO þess fallinn að sinna sam-
skiptum almennings og t.d. stjórnvalda og
þá ekki sízt í sveitarstjórnum. Spurningar
og svör til borgarstjórans í Reykjavík tóku
mikið pláss á síðum Morgunblaðsins og það
pláss er svo sannarlega takmörkuð auð-
lind! Þess vegna var tekin sú ákvörðun að
færa þetta efni yfir í netútgáfuna, eftir að
hún kom til sögunnar en auka þessa þjón-
ustu jafnframt á þann veg, að lesendur
blaðsins um land allt, í hvaða sveitarfélagi
sem væri, gætu beint fyrirspurnum til
frambjóðenda allra flokka hvar sem væri.
Þess vegna var engin þjónusta við lesendur
blaðsins felld niður heldur var hún stór-
aukin.
Af framangreindu má sjá, að ákvörðun,
sem Bryndís Hlöðversdóttir telur að sé af
pólitískum rótum runnin hefur ekkert með
pólitík að gera. Hún snýst um tæknilegar
framfarir. Til viðbótar því að flytja þetta
efni á netútgáfuna mun Morgunblaðið á
næstu mánuðum og misserum flytja marg-
víslegt annað efni á netútgáfuna. Þar má
nefna það gífurlega magn greina, sem blað-
ið fær sent tO birtingar í prófkjörum
stjórnmálaflokkanna svo og fyrir kosning-
ar, hvort sem er til sveitarstjóma eða Al-
þingis. f framtíðinni verður þetta efni birt í
fullri lengd í netútgáfunni en í mun styttri
útgáfu í blaðinu sjálfu.
I grein sinni hér í blaðinu í gær, föstu-
dag, heldur Bryndís Hlöðversdóttir því
fram, að Morgunblaðið hafi í ritstjómar-
greinum íyrir síðustu kosningar ekki geng-
izt að fullu við málflutningi sínum eins og
hún orðar það, heldur lagt frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins orð í munn. Ekki er
ljóst, hvort þingmaðurinn á við, að blaðið
hafi verið að leggja línur fyiúr frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins í kosningabar-
áttunni en kjarni málsins er sá, að í
Reykjavíkurbréfum fyrir kosningar var
einfaldlega verið að fjalla um þau pólitísku
viðhorf, sem uppi voru fyrir kosningarnar.
Þingmaðurinn segir: „Málflutningur blaðs-
ins gekk út á það að benda fólki á það, að ef
Reykjavíkurlistinn héldi meirihluta í borg-
inni þá væri það mikilvægur hlekkur í
frekara samstarfi svokallaðra vinstri
flokka og að þess vegna gæti fólk í þessum
kosningum verið að hefja til vegs í stjórn-
málum forystumenn vinstri manna og
hugsanlega Kvennalista! Það voru engin
rök færð íyrir því af hverju það væri
óæskOegt - þess vegna hljómar svona mál-
flutningur eins og hver annar hræðsluáróð-
ur.“
Var þessi ábending Morgunblaðsins ekki
rétt?! Var það ekki einmitt niðurstaða allra
talsmanna vinstri flokkanna eftfr kosning-
arnar, að sigur Reykjavíkurlistans og
vinstri framboðin í öðram sveitarfélögum
væru mikilvægur hlekkur í framtíðarsam-
starfi vinstri flokkanna?!
Landsbanka-
málið
MIKIL UMFJOLL-
un hefur verið um
hið svonefnda
Landsbankamál á
síðum Morgunblaðsins frá því að það
kom upp um páska. í þeirri umfjöllun
hefur verið lögð áherzla á eftirfarandi: í
fyrsta lagi að birta ítarlegar fréttir af
málinu. í öðru lagi að tryggja að allur al-
menningur ætti greiðan aðgang að öllum
skýrslum og greinargerðum, sem lagðar
hafa verið fram um málið. Þess vegna hef-
ur blaðið birt í heild allar slíkar skýi-slur og
greinargerðir. Sumum hefur þótt nóg um
lengd þess texta en Morgunblaðið hefur
verið þeirrar skoðunar að í umræðum um
svo mikilvægt mál væri höfuðatriði, að les-
endur þess ættu beinan aðgang að texta
þessara greinargerða sjálfra en ekki ein-
ungis að útdráttum, sem blaðið sjálft hefði
unnið. Þess vegna var t.d. blaðamanna-
fundur bankaráðs Landsbanka Islands hf.
fyrir skömmu um Lindarmálið svonefnda
birtur í heOd, nánast hvert orð, sem féll á
þeim blaðamannafundi af hálfu forráða-
manna bankaráðsins er að fínna hér á síð-
um blaðsins.
í þriðja lagi, að blaðið væri opið fyrir öll-
um greinaskrifum um málið innan ákveð-
inna efnislegra marka. I þessu sambandi
hefur orð verið á því haft að Sverrir Her-
mannsson, fyrrverandi bankastjóri, hafi
skrifað mikið í blaðið á þessum tíma. Það
er rétt en það hefðu allir aðrir, sem við
sögu komu einnig getað gert, ef þeim sjálf-
um hefði hentað. Morgunblaðið er einfald-
lega opinn vettvangur fyrir fólk til þess að
lýsa skoðunum sínum og fjalla um einstök
mál. Það hefur aldrei komið til greina að
takmarka fjölda greina, sem einstaklingar
geta skrifað í blaðið. Svemr Hermannsson
hefur ekki verið einn um það að verja
hendur sínar hér í blaðinu á undanfórnum
vikum í mörgum gi’einum. Það hefur t.d.
Sigurður Gissurarson, sýslumaður á Akra-
nesi, einnig gert eins og lesendur hafa
væntanlega tekið eftir. Þegar um er að
ræða málefni, sem mjög harðar umræður
eru um, leggur Morgunblaðið áherzlu á að
flýta birtingu slíkra greina. Það hefur bæði
átt við um Landsbankamálið en líka t.d. á
undanförnum vikum um hálendismálin.
í fjórða lagi hefur Morgunblaðið viljað
gefa öllum helztu núverandi og fyi’rverandi
forystumönnum Landsbankans færi á að
lýsa sjónarmiðum sínum til þessara miklu
mála í viðtölum við blaðið. Það hefur Hall-
dór. J. Kristjánsson, núverandi aðalbanka-
stjóri Landsbankans gert svo og Sverrir
Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri.
Öðrum fyrrverandi bankastjóram og íyrr-
verandi og núverandi bankaráðsformönn-
WÆwM’
WmM
A
Á AUSTURVELLI
Morgunblaðið/Golli
um hefur verið boðið það sama og væntan-
lega munu a.m.k. einhverjir úr þeirra hópi
sjást í viðtölum hér í blaðinu á næstunni.
Með þessum hætti hefur Morgunblaðið
viljað auðvelda lesendum sínum að fylgjast
rækilega með umræðum um eitt mesta
mál, sem upp hefur komið á síðari helmingi
þessarar aldar í íslenzku þjóðlífi um leið og
þeir sem mest koma við sögu hafa haft alla
möguleika á að verja hendur sínar og
skýra sjónarmið sín og það á að sjálfsögðu
að vera lýðræðislegur réttur hvers einasta
manns.
Kvótakerfið
og fískveiði-
stjórnun
FISKVEIÐI-
stjórnun og kvóta-
kerfið hafa komið
til umræðu á ný á
undanförnum vik-
um og liggja til
þess nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna
vonbrigði margra yfir þvi, að ríkisstjórnin
skyldi ekki selja veiðiréttinn í norsk-ís-
lenzka síldarstofninum, eins og nokkrir ráð-
herrar höfðu hvað eftfr annað gefið í skyn op-
inberlega að yrði gert. I annan stað er ástæð-
an sú, að nú hefur verið ákveðið að auka
þorskkvótann veralega og þehri aukningu
hefur verið úthlutað án þess að nokkurt end-
urgjald komi fyrir. Verðmætin, sem útgerð-
inni hafa þannig verið afhent endurgjalds-
laust nema um 25 milljörðum króna. Þessi
úthlutun hefúr vakið reiði almennings. í
þriðja lagi er ástæðan sú, að Sverrir Her-
mannsson, fyrrverandi bankastjóri, hefur
lýst því yfir, að hann hyggist setja á stofn
nýja stjórnmálahreyfingu til þess að berj-
ast gegn núverandi kerfi.
Af þessu tilefni er ástæða til að árétta og
undirstrika grundvallarsjónarmið Morgun-
blaðsins í þessu máli. Morgunblaðið hefur
ekld barizt gegn kvótakerfinu sem slíku og
t.d. ekki lagt til að sóknarmark yrði tekið
upp á nýjan leik. Morgunblaðið hefur hins
vegar barizt gegn því, að útgerðarfyrir-
tækin fengju kvótanum úthlutað án endur-
gjalds en gætu svo stundað viðskipti með
hann sín í milli, selt og veðsett eins og um
eign væri að ræða. Röksemdir blaðsins fyr-
ir þessum grundvallarsjónarmiðum eru
þau, að fiskimiðin eru sameign íslenzku
þjóðarinnar og það er fráleitt að úthluta
þessum verðmætum til fámenns hóps án
þess að endurgjald komi fyrir á sama tíma
og þessi hópur getur keypt og selt þessi
verðmæti ein og hver vill. I þessu kerfi er
fólgin mesta eignatilfærsla í allri sögu ís-
lenzku þjóðarinnar og við hana verður ekki
unað. Morgunblaðið hefur bent á, að ekki
er hægt að selja það sem aðrir eiga og það
er heldur ekki hægt að veðsetja það sem
aðrfr eiga. Þetta eru þau meginsjónarmið,
sem Morgunblaðið hefur barizt fyrir. í því
felst, að blaðið gerir ekki athugasemdir við
kvótakerfið sem slíkt heldur þá staðreynd,
að kvótanum er úthlutað án endurgjalds.
Kvótakerfið sjálft hefur ekki reynzt illa
sem fiskverndarkerfi, þvert á móti.
Þá er spurt, hvort Morgunblaðið muni
taka upp stuðning við stjómmálahreyfingu
Sverris Hennannssonar vegna þess, að hún
hyggist taka upp baráttu gegn núverandi
kerfi. I því sambandi er ástæða tO að taka
fram tvennt. I fyrsta lagi liggur ekkert fyrfr
um það, hver stefna þeirrar stjómmálahreyf-
ingar verður í fiskveiðistjómunarmálum.
Það á eftir að koma í ljós. Þvi hefur stundum
verið haldið fram, að Morgunblaðið hafi stutt
stefnu Alþýðuflokksins í þessu máli. Það er
rangt. Það hefur verið umtalsverður munur
á málflutningi Alþýðuflokksmanna og Morg-
unblaðsins um fiskveiðistjómun.
Til þess að sýna hvað afstaðan tO fisk-
veiðistjórnunar getur verið flókin má
kannski minna á ummæli Matthíasar
Bjarnasonar, fyrrum þingmanns og ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins, sem nú er einn
helzti stuðningsmaður Sverris Hermanns:
sonar á vettvangi stjórnmálanna. I
æviminningum Matthíasar, sem út komu
fyrir nokkrum árum hafði Matthías þessi
orð um fiskveiðistjórnunarstefnu Morgun-
blaðsins:“ En ég nenni ekki að tala við hann
... (ritstjóra Morgunblaðsins) um fiskveiði-
stjórnun. Það er eins og blessaður drengur-
inn hafi fengið höfuðhögg og lemstrað taug-
ina, sem sér um það svið.“
I öðra lagi má kannski minna á, að það
tók Morgunblaðið á fjórða áratug að skapa
sér þá sjálfstæðu stöðu, sem blaðið hefur
nú á fjölmiðlamarkaðnum á Islandi og á
vettvangi þjóðmálanna. Það er ekki á
stefnuskrá blaðsins að taka upp nein tengsl
við nokkurn stjórnmálaflokk eða stjórn-
málahreyfingu. Þá hefði öll sú barátta verið
til einskis.
„Með þessum
hætti hefur Morg-
unblaðið viljað
auðvelda lesend-
um sínum að
fylgjast rækilega
með umræðum
um eitt mesta mál,
sem upp hefur
komið á síðari
helmingi þessarar
aldar í íslenzku
þjóðlífí um leið og
þeir sem mest
koma við sögu
hafa haft alla
möguleika á að
verja hendur sín-
ar og skýra sjón-
armið sín og það á
að sjálfsögðu að
vera lýðræðisleg-
ur réttur hvers
einasta manns.“