Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 21 um í samkeppni við úlönd og verð- um að búa fólki þau skilyrði að það vilji starfa hér. Það getum við gert með því að leggja mikla áherslu á menntun barnanna, styrkja at- vinnulífið og ekki síst menningar- lífið.“ Inga Jóna segir að fólk gerir aðrar kröfur til lífsins gæða nú en fyrir nokkram áram. „Höfuðborg- in þarf að bregðast við og sinna lífi borgarbúa. Við þurfum að huga að því hvar fólk geti byggt sér hús, hvernig umhverfi borgarbúa er og hve mikla möguleika fólk eigi til að njóta útivistar.“ Reykjavíkurlistinn hefur ekki framtíðarsýn, að mati hennar. „Sjálfstæðismenn stjórnuðu af framsýni og athafnagleði, en það gerir R-listinn ekki. Ríkisstjórnin, undir forystu sjálfstæðismanna, hefur nú skapað afar góð skilyrði og sveitarstjórnir verða að nýta sér það og fylgjast með tímanum. Auðvitað verðum við að sinna dag- legum framkvæmdamálum, hvar eigi að malbika og hvar leikskólar eigi að rísa, en við verðum líka að geta horft lengra fram á veg. Ef framsýni sjálfstæðismanna hefði ekki ráðið ríkjum í höfuðborginni árum saman hefði hún aldrei haft jafn sterka stöðu og raun ber vitni. Það hefur verið eftirsóknarvert að búa hér, ungt fólk hefur farið til útlanda í nám en skilað sér heim aftur, í lifandi og fallega borg.“ Forystu Reykjavíkur glutrað niður sjálfstæðismenn fylgja eftir hug- myndum sínum um að tengja efstu bekki grunnskólans við at- vinnulífið og taka tillit til fjöl- breyttra þarfa nemenda. „Verk- efnin eru ótal mörg, en ég er sannfærð um að ef við sköpum borgarbúum góðar aðstæður þá leysist sköpunarkraftur þeirra sjálfra úr læðingi. Fólki þarf að líða vel í borginni, það verður að geta treyst því að börnin njóti góðrar menntunar og að borgin okkar sé örugg og að vel sé búið að öldruðum og þeim sem höllum fæti standa." Höfuðborgarbarnið frá Akranesi Inga Jóna fæddist á Akranesi fyrir 46 áram. Faðir hennar, Þórð- ur Guðjónsson, er Skagamaður, en móðir hennar, Marselía S. Guð- jónsdóttir, er frá Olafsfirði og þar var Inga Jóna oft í bernsku. „Ég hef sterkar taugar til Akraness og einnig norður. Þrátt fyrir að ég sé ekki fædd í Reykjavík þá lít ég á mig sem höfuðborgarbarn. Ég á það sameiginlegt með flestum landsmönnum að hafa mikinn metnað fyrir hönd höfuðborgar landsins. Þennan hug landsmanna til borgarinnar fann ég vel þegar ég var framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og ferðaðist víða um land á ári hverju til skrafs og ráðagerða. Þess vegna er ég mjög ósátt við umræðu um togstreitu milli landsbyggðar og borgarinn- ar.“ Inga Jóna segir að togstreita milli landsbyggðar og þéttbýlis eigi að vera liðin tíð. „Við eigum að hugsa um landið í heild, hvort það heldur sterkri stöðu sinni. Þar hef- ur Reykjavíkurborg verið í for- ystu, en núverandi meirihluti hef- ur verið að glutra þeirri forystu niður. Metnaðar- leysið fyrir hönd höfuðborgar landsmanna er algert. Það er til dæmis algengt viðkvæði meiri- hlutans að Reykjavík eigi ekki að gera meira en önnur sveitarfélög, borginni beri engin skylda til þess, sem er rangt. Þetta kemur meðal annars fram í menningarmál- um, þar sem vinstri menn hafa þó löngum þóst hafa for- ystu, mikið talað en lítið gert. Eitt gleggsta merki þessa var þegar vinstri menn vora við stjórnvölinn 1978-1982. Það kjörtímabil stóð grannur Borgar- leikhússins óhreyfður. Og núver- andi borgarstjóri velti því fyrir sér af hverju í ósköpunum Reykjavík ætti að styðja rekstur leikhúss, það gerðu önnur sveitarfélög ekki. Ég er hins vegar ófeimin að horfast í augu við að höfuðborg hefur allt öðrum og meiri skyldum að gegna en önnur sveitarfélög. Metnaðarleysi núverandi meiri- hluta er mikið hættumerki.“ En kjósendur eiga ef til vill auð- veldara með að átta sig á baráttu- málum líðandi stundar en hug- myndum um framtíðarþróun? „Það má vel vera, en þá verðum við bara að standa okkur betur í því að koma þessu til skila til kjós- enda. Stjórnmálamenn verða að hafa framtíðarsýn. Þeir mega ekki einblína á dægurmálin og hvaða málefni séu líklegust til vinsælda hjá kjósendum hverju sinni.“ Inga Jóna hefur margar hug- myndir um að hvaða málum eigi að vinna til að leggja grunn að framtíð höfuðborgarinnar. Hún segir að núverandi meirihluti hafi ekki hugað mikið að atvinnulífinu í borginni og engin sérstök svæði verið skipulögð undir fyrirtæki. Þessu þurfi að breyta. Þá vilji Metnaðarleysið fyrir hönd höfuðborgar landsmanna er al- gert. Það er til dæm- is algengt viðkvæði meirihlutans að Reykjavík eigi ekki að gera meira en önnur sveitarfélög, borginni beri engin skylda til þess. Þetta er rangt, en kemur meðal annars fram í menningarmálum, þar sem vinstri menn hafa þó löngum þóst hafa forystu Hún hefur bæði kynnst lands- málapólitíkinni og sveitarstjórnar- málum og segir hvort tveggja hafa verið ánægjulegt og lærdómsríkt. „Sveitarstjórnai-málin hafa það fram yfir landsmálin að þau eru unnin í svo mikilli nálægð við fólk. Það skiptir mig miklu máli að vera í góðum tengslum við fólk og þær aðstæður sem það býr við. Þetta segi ég ekki eingöngu sem stjómmála- maður, þótt þetta sé vissulega ómetanlegt í starfinu, heldur hef ég alltaf nærst á miklum mannlegum sam- skiptum." Hún segist eiga erfitt með að lýsa sjálfri sér. „Ég hef heyrt sagt að ég sé hörð, en ég kannast ekki við það í sjálfri mér. Reyndar finnst mér ég afskaplega mjúk. Ég er í vogarmerkinu, en geri nú ekki mikið úr þeirri speki, þótt ég lesi stjörnuspána af og til mér til gam- ans. Ég er eflaust fylgin mér og mínum skoðunum. Líkast til er það bæði í eðli mínu og uppeldi. Mikið keppnisskap er mér meðfætt og ég hef barist fyrir ýmsum málefnum. Ég var til dæmis baráttumann- eskja fyrir kvenréttindum sem for- maður Kvenréttindafélags íslands í þrjú ár. Kvenréttindi eru auðvit- að mannréttindi og sem formaður Kvenréttindafélagsins átti ég hlut að stofnun Mannréttindaskrifstofu íslands.“ Inga Jóna er líka alin upp við ást á ljóðum og tónlist. Hún segir sér mjög mikilvægt að geta verið úti í náttúrunni og sjálf hafi hún alið börn sín upp við það. Frí- stundirnar eru fjölbreytilegar, hún fer reglulega á völlinn og stundar leikhús. Hún segist vera lánsöm í lífinu. „Ég á mjög trausta fjölskyldu og góða vini sem staðið hafa með mér í gegnum þykkt og þunnt. Ég er mikil fjölskyldumanneskja. Við Geir leggjum okkur fram um að nýta tíma okkar með fjölskyldunni vel, því hann er svo dýrmætur," segir Inga Jóna Þórðardóttir, odd- viti borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins. FRÉTTIR DÓMARAR rýna í frímerkjasöfn á sýningunni Frímerki 98. Morgunblaðið/Halldor Bílafrí- merki og ferðir páfa Á SÝNINGUNNI Frímerki 98 sem Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara stendur fyrir kennir ýmissa grasa og er þar að finna mörg forvitnileg frímerkja- söfn. Bæði er um að ræða þekkt islensk frímerkjasöfn og söfn sem hafa ákveðið þema, t.a.m. bflafrfmerki eða ferðir páfa um heimsbyggðina. Sýninguna, sem haldin er í til- efni 30 ára afmælis LIF, er að finna í safnaðarheimili Bústaða- kirkju. Hún hófst síðastliðinn fimmtudag og lýkur í dag, sunnudag. --------------- Tveir harðir árekstrar í Borgarfírði TVEIR harðir árekstrar urðu í Borgarfirði á föstudag. Flutninga- bifreið ók á fólksbíl skammt fyi'ir neðan Kolás í Borgarfirði á föstu- dagskvöld. Stúlka sem var farþegi í fólksbílnum var flutt á sjúkrahús á Akranesi en að sögn læknis þar var ekki um alvarlega áverka að ræða. Flutningabíllinn var að aka fram úr nokkrum bílum sem voru að hægja á sér þegar fremsti bíllinn beygði út á afleggjara að sumarbú- staðahverfi. Lenti flutningabíllinn á bílnum sem kastaðist út af veginum. Aftanákeyrsla vegna kinda á þjóðveginum Þá var tvennt flutt á heilsugæslu- stöðina í Borgamesi eftir aftaná- keyrslu á þjóðvegi 1 í Norðurárdal í Borgarfirði á fóstudag. Má rekja or- sök slyssins til kinda sem voru á veginum þegar þrjá bíla bar að. Fremsta bílnum tókst að sveigja hjá kindunum, en annar bíllinn snögg- hemlaði og lenti þá þriðji bíllinn aft- an á honum. Skemmdust báðir bíl- arnir mikið við áreksturinn. Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal á flestar gerðir bifreiða. Vönduð vara á góðu verði. ALVÍB er eini lífeyrissjóðurinn sem flytur þér þessar fréttir! Þrjú verðbréfasöfn sem taka mið af aldri sjóðfélaga ^ ^ Ævisafn I Ævisafn II Ævisafn III (16-44 ára) (45-64 ára) (65 ára og eldri) Hlutabréf 35% 25% 15% Skuldabréf 65% 75% 85% Heimsæktu okkur eða hringdu í dag og fáðu frekari upplýsingar um hvernig þú getur sniðið ávöxtunina að þínum óskum - sem félagi í ALVÍB. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.