Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Frumleiki og hljómfegurð MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju og Hörður Askelsson organisti eru á tónleikaferðalagi til Norðurlanda og Eistlands. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og Jónas Tómasson. Hörður Áskelsson lék á nýtt orgel dómkirkjunnar í Bergen á einleiks- tónleikum á Listahátíð í Bergen. Þar lék hann m.a. verk eftir Þorkel Sig- urbjömsson, Jón Nordal og Jónas Tómasson og vöktu tónleikamir mikla athygli. Mótettukórinn hefur þegar haldið fimm tónleika. Þeir fyrrstu vom hluti af listahátíðinni í Bergen 30. maí. Kórinn söng einnig í dómkirkjunni í Ósló 1. júní og fékk þar góðar viðtökur. Á miðvikudag söng kórinn í Egel- brektskirkjunni í Stokkhólmi og í Uppsaladómkirkju á fimmtudag. Kórinn söng í Klettakirkjunni í Helsingfors 6. júní og síðustu tón- leikar verða í Tallinn 8. júní í tilefni opinberrar heimsóknar forseta ís- lands til Eistlands. Gagnrýnendur hrifnir Vel hefur verið skrifað um kórinn, stjórnandann og íslensku tónskáld- in. Bergens Tidende hefur lítið ann- að en gott að segja um stjómandann Hörð Askelsson og sérstakt lof hlýt- ur Jón Nordal fyrir verk sín. Tón- listargagnrýnandinn Espen Selvik segir að hápunktur tónleika Mótettukórsins hafí verið tónverkið Óttusöngur að vori eftir Jón Nordal og lofar söngvarana Þóm Einars- dóttur og David Clegg. Hann segir líka að tónlist þeirra Þorkels Sigur- bjömssonar, Jónasar Tómassonar og Jóns Nordals hafi verið spenn- andi og höfðað til hlustenda, boðið hafi verið í senn upp á frumleik og hljómfegurð. Verk Hjálmars H. Ragnarssonar, Te Deum for a capp- ella kor, þykir gagnrýnandanum hófsamt en um leið nútímalegt og lifandi. Morgunblaðið/Jim ÞEIR voru hýrir á svip ungu sveinarnir í Drengjakór Laugarnes- kirkju, þegar ljósmyndari smellti af þeim mynd á æfingu. Ellefu hlutu heiðursstyrki SPRON HEIÐURSSTYRKIR Menningar- og styrktar- sjóðs SPRON vora afhentir við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær, laugardaginn 6. júní. 11 einstaklingar og hópar hlutu styrld, alls að upphæð sex milljónir króna. Styrkþegar em: Heiðursstyrk- ir að upphæð kr. 1.000.000: Caput-hópurinn fyrir framúrskarandi vandaðan hljóðfæraleik og frum- kvæði í flutningi nýrrar tónlistar og Ferðafélag ís- lands fyrir 70 ára farsælt starf að ferðamálum í landinu. Styrkurinn er veittur með hliðsjón að sam- starfssamingi Ferðafélags íslands og SPRON. Heiðurstyrkir að upphæð kr. 500.000: Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona, fyrir glæsilegan söng á íslensku ópemsviði og lifandi túlkun í smærri sem stærri verkum; Bókaútgáfan Bjartur fyrir ein- stakt hugmyndaríki á sviði bókaútgáfu og kynn- ingu á hvers konar nýsköpun í bókmenntum; Kammersveit Reykjavíkur fyrir vandaðan list- flutning og áratuga starf við uppbyggingu tónlist- arlífs í Reykjavík og Sumartónleikar í Skálholti fyrir að kynna landsmönnum hið breiða svið kirkjutónlistar með öflugu tónleikahaldi og örva um leið íslensk tónskáld til afreka á því sviði. Heiðursstyrkir að upphæð kr. 400.000: Islenska óperan, myndlistarkonan Rúrí, Bergljót Arnalds, rithöfundur og leikkona, Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri og Samtökin Gróður fyrir fólk í land- námi Ingólfs fyrir markvisst og öflugt starf að gróðurvemd á höfuðborgarsvæðinu. Fer með aðalhlutverk í óperu eftir Britten ÍSLENSK sópransöngkona, Guð- rún Jóhanna Jónsdóttir, búsett í Lundúnum, fer um þessar mundir með aðalkvenhlutverkið í upp- færslu Mayer-Lismann óperannar á Turn of the Shrew eftir Benjamin Britten og er sýningin framlag óp- erahússins til Spitalfield Marcet tónlistarhátíðarinnar sem nú er haldin í leikhúsi sem stendur í hjarta þessa gamla útimarkaðar borgarinnar. Guðrún Jóhanna lauk framhalds- námi í söng frá Trinity College of Music í Lundúnum árið 1996 og fór með aðal sönghiutverkið í ópera- uppfærslu skólans við brautskrán- ingu. Frá þeim tíma hefur hún unn- ið að því að afla sér hvers kyns reynslu á óperasviðinu og komið víða fram auk þess að starfa með einu af fjölmörgum litlum óperufélögum í borginni, The Mayer-Lismann Opera, bæði sem söngvari og sviðsstjóri í tveimur uppfærslum þess. Aðalkvenhlutverkið í þessari óperu Brittens er stærsta hlutverk Guðrúnar Jóhönnu til þessa og segir hún að í því felist mikil viður- kenning fyrir sig. The Tum of the Shrew bygg- ist á skáldsögu eftir Henry James og segir frá ungri kennslukonu sem ræður sig til kennslu tveggja bama á sveitasetri nokkra. Látin kennslukona og ráðsmaður staðar- ins ganga aftur og ofsækja ungu konuna og börnin í þessari magn- þrangnu draugasögu sem lýkur með harmrænum hætti. Síðasta sýning óperannar á hátíðinni verð- ur í dag sunnudag, 7. júní. I vik- unni stóð til að halda námskeið um óperauppfærslur undir stjóm söngkonunnar, kennarans og leik- stjórans, Jeanne Henny, í tengsl- um við hátíðina og vora gestir þess frá vinafélagi Covent Garden óper- unnar. Guðrún stefnir að því að halda sína fyrstu einsöngstónleika hér heima að námi loknu í ágúst nk. og lítur á það sem stórt skref sem hún hlakkar til að takast á við. Að öðra leyti segir hún ýmislegt í bígerð hjá sér. Henni sé að takast að verða sér úti um umboðsmann og þá taki væntanlega við ferðir og hæfnispróf hjá ýmsum óperafélögum. „Oftar en ekki er þetta spurning um heppni - og mikla þolin- mæði!“ segir Guðrún að lokum. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir Vortónleikar drengjakórs Laugarnes- kirkju DRENGJAKÓR Laugarneskirkju heldur vortónleika í Langholts- kirkju mánudaginn 8. júní kl. 20. Drengjakórinn er nú að ljúka sínu áttunda starfsári og í honum eru 44 drengir á aldrinum 8-19 ára. Deild eldri félga hefur nú starfað í tvo vetur og sungið með kómum á tónleikum og við önn- ur tækifæri. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari er Peter Máté. Ennfremur hefur Björk Jónsdóttir, söngkona, að- stoðað við raddþjálfun undan- farna vetur. Drengjakórinn er á förum í söngferðalag til Englands í þess- um mánuði. Þar munu þeir heim- sækja félaga sína úr drengjakór Crosfield-skólans í Reading, en þeir voru gestir drengjakórsins á síðasta ári og héldu nokkra tón- leika hér á landi. Ennfremur halda þessir þrír drengjakórar sameiginlega tónleika í St. Mich- ael’s Comhill Church í City of London 23. júní. Lancer 75 hestöfl •öryggispúðar fyrír ökumann og farþega •Fjarstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvíndur með slysavörn •Rafhitun í framsætum •Rafstýrðir upphitaðir útispeglar •Vindskeið o.m.fl. MITSUBJSHILANCER kostarfrakr. 1.350.000 HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.