Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HRÍSEY EA 10, „hákarlaskip“. Skútan var líklega smíðuð í Skotlandi um 1860-1870 og kom til íslands upp úr 1880. Hríseyin varð einna langlífust hákarlaskipanna. Var hún notuð alla þá tíð sem gert var út á hákarl við Lslandsstrendur eða til ársins 1924. Eftir að hákarlaveiðum var hætt stóð þetta gamla skip lengi uppi á Oddeyrartanga á Akureyri við hús Gránufélagsins. Morgunblaðið/Þorkeli annað en hún sleit sínar festar og lagði af stað á fullri ferð. Hún var ekki með nein segl né mótor heldur sigldi bara á reiðanum í gegnum brim og boða í brjáluðu veðri. Hall- dór bóndi á Baa sá til hennar, hringdi og sagði: „Skipið er að fara þarna út.“ „Já, við sendum bát eftir því en höfum ekki náð því.“ „Hverjir eru þarna um borð?“ „Það eru engir um borð.“ „Þið ljúgið því. Ég sé að minnsta kosti einhverja veru við stýrið aftur á,“ sagði Halldór. „Þetta var Helga, unga stúlkan sem kramdist undir skipinu þegar verið var að sjósetja það,“ segir Hannes. Forsagan er sú, að Helga EA 2 var keypt til íslands nokkru fyrir aldamót. Hún var smíðuð í Englandi 1874 og hét upphaflega „Onward". Þegar sjósetja átti skipið misstu menn það á stjómborðshliðina. Við það varð það slys, að ástmey yngsta smiðsins varð undir skipinu. Hún var flutt stórslösuð um borð og lögð í koju stjómborðsmegin, þar sem hún dó. Eftir þetta urðu menn jafn- an varir við svip Helgu. Var sagt að hún hefði varið skipið áföllum og oft- sinnis gefíð sjómönnunum merki um yfirvofandi hættu. Þegar hún birtist þeim drifu þeir sig alltaf í land, jafn- vel þótt blíðskaparveður væri. Þeir sem sáu Helgu stíma í land héldu hiklaust á eftir henni og komust þannig ósjaldan hjá því að lenda í mannskaðaveðrum. Þrír kútterar fórust Þegar við höldum áfram röltinu segir Hannes og bendir á seglskip: Sigldi ómönnuð í tilefni sjómannadagsins verður opnuð sýning á meira en hundrað líkönum af bátum og skipum, sem flest eru eftir Grím Karlsson. Hannes Þ. Hafstein, sem safnað hefur líkönunum saman og heldur utan um sýninguna, sagði Hildi Friðriksdóttur frá nokkrum skipanna. Mögnuðust er sagan af Helgu EA 2, sem sleit sig lausa og sigldi ómönnuð út á haf. FYRSTA íslenska varðskipið, var smíðað í Englandi 1899 sem tog- ari. Það var 325 hestöfl með 47 mm fallbyssu. Vestmannaeyingar söfnuðu fyrir skipinu, þar sem breskir togarar voru svo aðgangs- harðir á miðum Eyjabáta á þessum árum, að þeir eyðilögðu gjarnan fyrir þeim veiðarfærin. Líkanið smiðaði Sigurður Jónsson. VERIÐ var að bera fjölda skipslíkana inn í Sjó- mannaskólann þegar blaðamann bar að garði fyrr í vikunni. Við enda eins gangsins stóð Hannes Þ. Haf- stein og stjómaði mönnunum með harðri hendi: „Hingað, strákar! Hvað eruð þið með þama? Nei, er þetta ekki Oðinn, sem seldur var úr landi. Hann fer þangað inn,“ skipaði hann fyrir hárri röddu um leið og hann benti inn í eina skólastofuna. Eftir að Hannes hætti hjá Slysa- vamafélaginu hefur hann ár hvert starfað við undirbúning sjómanna- dagsins. Að þessu sinni fór drjúgur tími í að safna saman líkönum úr öllum áttum og koma þeim fyrir til sýningar. Hann horfir stoltur á af- raksturinn þar sem hann gengur um ganga Sjómannaskólans og seg- ir frá einu og einu skipi. Bætir við að þessa sýningu ætti ekki nokkur maður að láta framhjá sér fara. Sagan af Helgu EA 2 Mögnuðust er sagan um Helgu EA 2, en tvö líkön af henni má finna á jarðhæðinni; annað sem er eins og skipið var í upphafi en hitt eftir breytingu. „Brúin var tekin og stýr- ið fært aftur á þilfar. Eftir það var hún notuð sem birgðaskip með tunnur og salt norður á Hólmavík. Söguna af Helgu hefur Grímur Karlsson líkanasmiður og fyrrver- andi skipstjóri skráð, en faðir hans, Karl Dúason, var á skipinu árin 1919 og 1920,“ segir Hannes. Hannes man vel eftir umtalinu um Helguna þegar hann var á sfld fyrir norðan 1944 eða um það leyti sem atburðurinn átti sér stað. „Það var síðla sumars 1944, að hún lá við festar á Drangsnesi. Það var ekkert HARALDUR Ágústsson skipstjóri á Guðmundi Þórðarsyni (t.v.) var fyrstur til að ná tökum á notkun kraftblakkarinnar við veiðar á torfu- fiski. Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II (t.h.) var fyrsti maðurinn í heiminum sem kastaði á sfld með asdic-tæki um borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.