Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 31/5 - 6/6 Kröftugur jarðskjálfti á Suðurlandi ►ODDVITASKIPTI urðu í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna í vikunni. Að loknum fundi í Valhöll síð- degis á föstudag vék Árni Sigfússon úr sæti sem odd- viti. í stað hans kom Inga Jóna Þórðardóttir en hún skipaði þriðja sæti á fram- boðslistanum í sfðustu borgarsfjórnar- kosningum. ► Vöruskiptajöfnuður var 16,6 milljörðum króna lakari það sem af er árinu miðað við í fyrra. Þessa mánuði voru fluttar út vör- ur fyrir 40 milljarða króna, en inn fyrir 52,3 milljarða fob. Því var halli á vöru- skiptum við útlönd sem nam 12,3 milljörðum króna. Á sama tfma í fyrra voru vöruskipti hagstæð um 4,3 milljarða þannig að alls nam breytingin milli ára 16,6 milljörðum króna. ► Undirbúningsfundur nýrra stjórnmálasamtaka var nú í vikunni. í forsvari samtakanna er Sverrir Hermannsson en auk hans eru aðrir áhugamenn um stofnun nýrra stjórnmála- samtaka. Meginmarkmið þessara samtaka verður að afnema núverandi kvóta- kerfi. ► Þingsályktunartillögu stjórnarandstæðinga um að skipuð yrði sérstök rann- sóknarnefnd um málefni Landsbanka íslands var hafnað af stjórnarsinnum. Sögðu stjórnarliðar m.a. að einstök rannsóknarefni í tillögu stjómarandstæð- inga væm þegar til með- ferðar hjá þar til bærum aðilum. STERKUR jarðskjálfti reið yfir Suður- land kl. 21.37 á fimmtudagskvöldið. Skjálftinn átti upptök sín í Litlu Skarðsmýrai’fjalli, og var hann metinn á 5,3 stig á Richters-kvarða. Lék allt á reiðiskjálfi í Hveragerði en skemmdir urðu þó óvenilegar fyrir utan tjón í gróðurhúsum og á innanstokksmunum sem duttu úr hillum. í kjölfar skálftans fylgdi annar minni um klukkan 23 og mældist hann 4,5 á Richter. í framhaldi af stóra skjálftanum fóru Almannavarn- ir í viðbragsstöðu en henni var aflétt á föstudag þar sem eðlilega dró úr virkni skjálftanna. Skjálftarnir fundust víða um Suðurland, Reykjanes, Vestmanna- eyjar og undir Vestur-Eyjafjöllum. ÍE fær athugasemd TÖLVUNEFND gerði mjög alvarlegar athugasemdir við erfðarannsóknh- sem unnar eru á vegum íslenskrar erfða- greiningar og samstarfslækna þess. í bréfi sem nefndin ritaði og sendi ÍE og samstarfslæknum þess, þá segir að full- trúar nefndarinnar hafi farið í eftirlits- ferð í aðsetur ÍE 27. maí og komið hafi i ljós alvarlegir misbrestir á að læknam- ir og ÍE fari eftir skilmálum þeim sem nefndin setti til að tryggja persónu- vemd þess fólks sem tekur þátt í um- ræddum rannsóknum. Forsvarsmenn ÍE mótmæltu bréfi Tölvunefndar og skrifuðu sjö læknar, sem átt hafa sam- starf við fyrirtældð, út harðorða yfirlýs- ingu í mótmælaskyni við vinnubrögð nefndarinnar. ÍE var veittur frestur til 20. júní til að gera úrbætur en fram að þeim tíma skuli öll vinnsla óheimil. Fyr- irtækið lagði fram tillögu að vinnutil- högun í vikunni. Aukning í bflasölu SALA á nýjum fólksbílum jókst um tæp 40% í maí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 1.449 fólksbílar en 1.036 bílar í maí 1997 sem er 39,8% aukning. Lestarslys í Þýzkalandi HRAÐLEST á leið frá Miinchen til Hamborgar með yfir 400 farþega inn- anborðs fór um kl. 11 að staðartíma á miðvikudag út af sporinu og skall á um 200 km hraða á vegbrú sem lá yf- ir teinana, í smábænum Eschede um 30 km norðan við Hannover. í gær höfðu björgunarmenn fundið 102 lík í braki lestarinnar, en um 300 manns slösuðust, margir alvarlega. I fyrstu var talið að áður en lestin lenti á brúnni hefði hún rekizt á bíl sem hefði fallið á teinana út af annarri vegbrú. Frá þessari kenningu var fljótt horfið og telja rannsakendur slyssins nú líklegast að brotið hjól á fremsta farþegavagninum hafi valdið því að lestin fór út af teinunum með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta er alvarlegasta lestarslysið í sögu Þýzkalands frá því 1945, en í júní það ár, rétt eftir stríðslok, fórust 102 þeg- ar bandarísk herflutningalest skall á lest með þýzkum stríðsföngum. Þetta er í fyrsta sinn sem nýjasta gerð þýzkra hraðlesta, Inter-City Express (ICE), lendir í alvarlegu slysi, en þær hafa verið í umferð frá 1991. Þær aka eftir teinum sem eru sérlagðir fyrir þær og ná allt að 280 km hraða á áætlunarleiðum. Hörmungar í Afganistan LAUGARDAG fyrir hvítasunnu riðu geysiharðir jarðskjálftar yfir fjalla- héruð í norðurhluta Afganistans og lögðu mörg þorp í rúst. Sá harðasti var 7,1 á Richterskvarða. Talið er að allt að 4.000 manns hafi látið lífið, álíka margir og fórust í skjálftum sem urðu á sömu slóðum í febrúar. Um 1.500 slösuðust. Erfiðlega geng- ur að flytja hjálpargögn til nauð- staddra á svæðinu vegna skorts á þyrlum. ►ÞRJÁTÍU óbreyttir borg- arar að minnsta kosti féllu og rúmlega hundrað særðust þegar eritrískar herþotur gerðu sprengjuárús á borg- ina Mekele í Eþíópíu öðru sinni á fóstudag, að því er sjónarvottar greindu frá. Eþíópíu- og Erítreumenn deila um 400 ferkílómetra grýtt landsvæði sem báðir gera tilkall til. Erítrea var lýst sjálfstæð frá Eþíópíu í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslu 1993, og hafði landamæradeilan milli rfkj- anna verið friðsamleg um árabil þar til að skarst í odda 6. maí sl., en síðan þá hafa þessi tvö fátækustu ríki Af- ríku staðið í hernaðarátök- um. ►PASCAL Milo, utanríkis- ráðherra Albaniu, varaði við því í vikunni að Kosovo-hér- að í Serbíu væri „á barmi allsherjarstrfðs" og skoraði á þjóðir heims að grípa strax til aðgerða til að binda enda á „þjóðernishreinsanir“ Serba í héraðinu. Um 20.000 Kosovo-AIbanar hafa nú flú- ið héraðið. ►VERKFALL flugmanna hjá franska flugfélaginu Air France hófst á mánudag. Samningaviðræðum um lausn á vinnudeilunni var frestað á föstudagskvöld, en auk flugmanna standa franskir lestarstjórar nú í verkfallsaðgerðum, skipu- leggjendum heimsmeistara- keppninnar í knattspymu til hrellingar. Hún á að hefjast 10. júní. ►BREZK stjómvöld til- kynntu á föstudag, að kjarn- orkuendurvinnslustöðinni f Dounreay á Skotlandi verði lokað. Fögnuðu fslenzk stjórnvöld ákvörðuninni. FRÉTTIR Bréf Tölvunefndar til íslenskrar erfðagreiningar Aðför að starfsheiðri hjúkrunarfræðinga HJÚKRUNARFRÆÐINGAR sem starfa hjá Islenskri erfðagreiningu í Þjónustumiðstöð rannsóknaverk- efna mótmæla harðlega vinnu- brögðum Tölvunefndar gagnvart þeirri starfsemi sem þar fer fram. í bréfi Tölvunefndar til íslenskrar erfðagreiningar og samstarfslækna sem birst hefur í fjölmiðlum komi fram ávirðingar sem ekki sé hægt að sitja undir án andmæla. í yfirlýsingu hjúkrunarfræðing- anna segir að allt starfsfólk Þjón- ustumiðstöðvarinnar hafi farið á námskeið og kynnt sér ítarlega vinnuferli, vinnubrögð og öryggis- mál varðandi meðferð persónuupp- lýsinga og annarra rannsókna- gagna. Með bréfi sínu dragi Tölvu- nefnd í efa hæfni hjúkmnarfræð- inga til að starfa samkvæmt hjúkr- unarlögum og siðareglum hjúkrun- arfræðinga. „Við viljum benda á að rétt til að stunda hjúkrun og kalla sig hjúkr- unarfræðinga hafa þeir einir sem hafa til þess leyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Samkvæmt hjúkrunarlögum er okkur skylt að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál sem við fáum vitneskju um í starfi, nema lög bjóði annað, og helst þagnarskyldan þó látið sé af starfi. í siðareglum hjúkrunarfræðinga kemur einnig skýrt fram að hjúkr- unarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og fag- mennsku. Frumskylda hans er að virða velferð og mannhelgi skjól- stæðings. Allir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá Islenskri erfðagreiningu í Þjónustumiðstöð rannsóknaverk- efna hafa áralanga reynslu af störf- um innan heilbrigðiskerfisins og kunna manna best að fara með per- sónulegar upplýsingar. Til að vinna samkvæmt lögum og virða siðaregl- ur hjúkrunarfræðinga þurfum við ekki tilsjónarmann Tölvunefndar. Benda má á að í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna eru engar sjúkraskýrslur, unnið er með nöfn, kennitölur og sjúkdómsgreiningar einstaklinga sem samstarfslæknar hafa lagt til að taki þátt í viðkom- andi rannsóknum og þess er gætt að um algeran aðskilnað milli per- sónuauðkenna og blóðsýna sé að ræða. Þeir sem vinna með persónu- legar upplýsingar sjá aldrei niður- stöður blóðsýna einstaklinga og þeir sem vinna á rannsóknastofum sjá aldrei nein persónuauðkenni. Þetta ferli ásamt lögum og reglum sem hjúkrunarfræðingar vinna eftir, tryggir þá nafnleynd sem Tölvu- nefnd gerir kröfur um og nafn launagreiðanda hefur engin áhrif á það. Með hliðsjón af ofangreindu og þeirri staðreynd að unnið var sam- kvæmt vinnuferli þvi sem Tölvu- nefnd hafði lagt til eru viðbrögð fulltrúa Tölvunefndar með öllu óskiljanleg,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinganna. Undir hana rita: Berglind Frey- móðsdóttir, Guðfinna Sif Svein- björnsdóttir, Guðrún Jóna Guð- laugsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Halldóra Gröndal, Ingibjörg Þór- hallsdóttir og Siv Oscarsson. Árbítur í Stýri- mannaskólanum í TILEFNI af 60 ára afmæli sjó- mannadagsins ákváðu Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla Islands, og Guðjón Ár- mann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, að bjóða fulltrúaráði sjómanna- dagsins í Reykjavík og Hafnar- firði og stjórn Hollvinasamtaka Sjómannaskólans í morgunkaffi í gærmorgun til að kynna skólana. Áður en sest var að morgunverði ávarpaði Hannes Hafstein, fyrr- verandi formaður Slysavarnafé- lags íslands, hópinn fyrir framan Stýrimannaskólann þar sem nú stendur yfir sýning hátt á annað hundrað báts- og skipslíkana. Tónleik ar KRISTINS SI ópe CLSCLYYlt JÓNASl þriðjudaginn 9. júní kl. 20.30 ÞJOÐLEIKHUSINU Miáasala í Þjóáleikkúsinu Algengt að fyrirtæki greiði eftirlit KOMIÐ hafa fram spurningar um réttmæti þess að laun eftirlitsaðila hjá ÍE, sem Tölvunefnd skipar, séu greidd af fyrirtækinu sjálfu. Bent hefur verið á að þessi tengsl kunni að hafa áhrif á störf eftirlitsaðilanna og rýra gildi þeirra. Olafur W. Stef- ánsson skrifstofustjóri dómsmála- ráðuneytisins, sem Tölvunefnd heyrir undir, segir það á ábyrgð Tölvunefndar hvernig launagreiðsl- um skuli háttað. „Menn eru að agnúast vegna þess að laun séu greidd af fyrirtækjunum sjálfum en þessi þóknun er að jafn- aði ákvörðuð af þeim sem skipa eft- irlitsaðilana," sagði Ólafur. „Þetta er hins vegar víða í þjóðfélaginu og má nefna sem dæmi eftirlit með happ- drættum sem algjörlega er greitt af þeim sjálfum. Fleiri dæmi mætti nefna en í tilfelli ÍE er það Tölvu- nefndar að ákveða hvaða skilmála hún setur. Ég tel þó að nefndin hljóti að tryggja að slíkir menn séu óháðir. Þetta fyrirkomulag mun þó hafa verið rætt innan nefndarinnar og kann því að taka breytingum." -------------------- Tekinn á 142 km hraða LÖGREGLAN á Húsavík stöðvaði ökumann í Ljósavatnsskarði á fóstu- dag og mældist hann á 142 km hraða. Var ökumaðurinn sviptur ökuleyfi á staðnum. Lögregla boðar nú hertar aðgerðir gegn hraðakstri um allt land. í fyrradag svipti lög- reglan á ísafirði mann ökuleyfi til bráðabirgða en hann vai- staðinn að því að aka á 70 km hraða í bænum, þar sem hámarkshraði er 35 km á klukkustund. ------•-♦“•---- Bílvelta við Grundarfjörð BÍLL valt við Grundará við Grund- arfjörð um fjögurleytið aðfaranótt laugardags. Fjórir voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús í Stykkis- hólmi til skoðunar. Meiðsl þeirra reyndust minniháttar og fóru þeir heim að skoðun lokinni en bíllinn er töluvert skemmdur, að sögn lögreglu í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.