Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 Uppeldi og forvarnir gegn tóbaksreykingum unglinga MORGUNBLAÐIÐ Leiðandi uppeldishœttir vœnlegnstir JIGRÚN Aðalbjamardóttir, prófessor við Háskóla ís- lands, hefur unnið að lang- tímarannsókn á áhættuhegð- un unglinga, þar sem 1300 i reykvískum unglingum var jfylgt eftir frá 14 ára til 17 ára aldurs. Spumingalistar voru lagðir fyrir unglingana þrjú ár í röð til að kanna m.a. reykingar þeirra, uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina. Aður hafa verið birtar niðurstöður um tóbaksreykingar unglinga, þar sem fram kom að þær hafa aukist veru- lega hin síðari ár. Árið 1994 reykti tæpur fímmtungur nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur, tæpur fjórðungur ári síðar þegar unglingarnir voru komnir í 10. bekk og þriðjungur þeirra tæpum tveimur árum síðar. Áhyggjur af reykingum unglinga stafa ekki ein- göngu af því að þeir bíði tjón á heilsu sinni þegar fram líða stund- ir, heldur einnig vegna þess að rannsóknir benda til þess að reyk- til drangurs ✓ I forvarnastarfi gagnvart tóbaksreyking- um unglinga er m.a. brýnt að efla skilning foreldra á mikilvægi leiðandi uppeldis- hátta. Þessa ályktun draga Sigrún Aðal- bjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson í skýrslu sem Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér um tengsl tóbaksreykinga unglinga við uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson. ingar tengist neyslu á öðrum lög- legum og ólöglegum vímuefnum. Nú hafa þau Sigrún og Leifur Geir Hafsteinsson unnið úr könn- uninni upplýsingar um tengsl tó- baksreykinga við uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina. Tóbaksvamanefnd veitti Sig- rúnu styi’k tii tölfræðilegrar út- vinnslu gagnanna, en Rannsókna- ráð íslands, Hug- og félagsvísinda- deild og Rannsóknasjóður Háskóla Islands veittu styrki til að standa að gagnasöfnun og undirbúningi gagna fyrir tölfræðilega úrvinnslu. Uppeldishættir í rannsókninni vom notaðar mælingar á uppeldisháttum for- eldra, sem byggja á þekktum til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir eru hvorki uppáþrengj- andi né setja bömunum stólinn fyrir dyrnar. Þeir sýna börnunum og mikla hlýju og upp- örvun. ►Eftirlátir foreldrar bregðast vel við hugmyndum bama sinna, leyfa töluverða sjálfsstjóm og sýna þeim hlýju. Hins vegar setja þeir börn- unum ekki skýr mörk. Þeir eru undanlátssamir og forðast beina árekstra. ► Skipandi foreldrar stjórna börn- unum með boðum og bönnum og kenningum bandarísku fræðikon- unnar D. Baumrind. Hún teflir fram fjórum tegundum uppeldis- hátta: leiðandi, eftirlátum, skipandi og afskiptalausum. ►Leiðandi foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af barninu og taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota Morgunblaðið/Þorkell þeir refsa þeim fyrir misgjörðir. Reglur eru skýrar. Þeir vænta þess að skipunum þeirra sé hlýtt án útskýringa, nota því sjaldan röksemdir og sýna bömunum litla hlýju og uppörvun. ►Afskiptalausir foreldrar ala börnin upp í stjórnleysi, setja ekki mörk og gera ekki kröfur til þeirra. Þeir bregðast ekki við hug- myndum þeirra og veita þeim ekki stuðning. í raun vanrækja þeir hlutverk sitt sem foreldrar. Helstu niðurstöður Rannsóknin skiptist í tvo hluta. I fyrri hlutanum var athugað hvort uppeldishættir foreldra tengdust því hvort unglingar reyktu við 14 ára aldur. Einnig var athugað hvort 14 ára unglingar reyktu fí’ekar ef foreldrar þeirra og vinir reyktu. í seinni hlutanum var at- hugað hvort þeir unglingai’ sem ekki reyktu 14 ára vora byrjaðir að reykja 17 ára með hliðsjón af uppeldisháttum og reykingum for- eldra og vina við 14 ára aldur ung- linganna. Rannsókn þessi er einmitt merk fyrir þá sök, að fylgst er með sama hópi unglinga í nokkur ár. Lang- tímarannsóknir af þessum toga gera t.d. kleift að skoða hvort til- teknir þættir eins og uppeldishætt- ir foreldra og reykingar foreldra og vina spái um hvort unglingar sem ekki reykja 14 ára verði byrj- aðir að reykja 17 ára gamlir. Sig- rún og Leifur Geir taka þó fram, að gætilega þurfi að fara í ályktunum um beint orsakasamband. Helstu niðurstöður úr fyrri hluta rannsóknarinnar vora þær að: ►Þeir 14 ára unglingar sem bjuggu við leiðandi uppeldishætti voru ólíklegri til að reykja en ung- lingar sem bjuggu við afskipta- lausa, skipandi og eftirláta uppeld- ishætti. Aðeins 7% unglinga leið- andi foreldra reyktu daglega við 14 ára aldur á móti 18% unglinga eft- irlátra, 24% unglinga skipandi og 41% unglinga afskiptalausra for- eldra. Hér má því sjá að hlutfall unglinga sem reykir og býr við af- skiptalausa uppeldishætti er sexfalt hlutfall unglinga leiðandi foreldra. ►Hærra hlutfall 14 ára unglinga reykti daglega ef foreldramir reyktu. Þannig reyktu 36% ung- linga foreldra sem reyktu en að- eins 13% unglinga foreldra sem reyktu ekki. ►Mjög sterk tengsl komu fram á milli reykinga vina og reykinga unglinga við 14 ára aldur. Ungling- ar voru margfalt líklegri til að reykja ef nánir vinir þeirra reyktu. Þannig reyktu 73% þeirra ung- linga sem áttu nána vini sem reyktu, á móti 8% þeirra unglinga sem áttu vini sem ekki reyktu. I seinni hluta rannsóknarinnar var eins og fyrr segir athugað hvort uppeldishættir foreldra og reykingar foreldra og vina við 14 ára aldur unglinganna, tengdust því hvort unglingar væra byrjaðir að reykja 17 ára. Hér vora aðeins athugaðir þeir unglingar sem ekki reyktu 14 ára. Helstu niðurstöður vora þær að: ►Þeir unglingar sem bjuggu við leiðandi uppeldishætti voru ólík- legri til að reykja en þeir unglingar sem bjuggu við skipandi og af- skiptalausa uppeldishætti. Hlutfall unglinga leiðandi foreldra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.