Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 33 iðismunum vegna þess að þeirra vandi var aldrei greindur og brugð- ist við honum. Börnin verða fyrir miklum vonbrigðum með skólann og ná ekki að fylgjast með og getur það hæglega leitt til þess að öll ein- kenni OA komi fram. Það að nota hægra heilahvelið mikið getur m.a. lýst sér í lesblindu og það er mikilvægt að slíkt sé rétt greint í byrjun en ekki meðhöndlað með lyfjum. Ég hef heyrt að neðangreint geti hjálpað: 1. Börnin þurfa stundum á því að halda að geta notað snertiskynið um leið og þau eiga að nota sjón- rænar aðferðir við lærdóm. Það myndi stundum geta hjálpað að láta þau t.d. kreista mjúkan bolta þegar þau eiga að læra í skólastofunni eða heima. Þau ná þá að nota vinstra heilahvelið betur með sjónrænni einbeitingu og halda athygli sinni með því móti. 2. Það getur verið mjög árang- ursríkt að snerta barnið létt, t.d. leggja hönd á öxl þess eða höfuð, barnið virðist heju-a og skilja betur vegna snertingarinnar. 3. Kenna barninu að valhoppa, það þjálfar beitingu beggja heila- hvela. 4. Þjálfa barnið að drippla/boppa bolta með bæði vinstri og hægri hendi. 5. Láta barnið segja til vegar þegar við erum að aka, spyrja það t.d. í hvaða átt á ég að beygja? 6. Flokka hluti, t.d. heima fyrir eftir t.d. lögun, stærð, lit. Mundu að því erfiðara sem barn- inu reynist þetta því meiri ástæða er að æfa þetta. Það eru til ýmsar meðferðir til að hjálpa fólki sem notar meira hægra heilahvelið, t.d. það sem kallað er sjónmeðferð (vision therapy), og hlustunanneðferð (auditory/listen- ing therapy). Þessi meðferð hefur gefið mjög góða raun og hafa marg- ir, t.d. lesblindir, náð tökum á sín- um vanda og náð að nýta sér sína sérstöku sjónrænu hæfileika. Nefna má að menn eins og Albert Ein- stein, Leonardo da Vinci og Thom- as Alva Edison áttu allir við þennan vanda að etja, sem er í raun sér- stakur hæfileiki ef menn fá að njóta sín. 4. Heilbrigt mataræði, vítamín o.fl. Við erum það sem við borðum, gott mataræði er gulli betra, að því þarf að huga. Ennfremur er mjög liklegt að flestir þurfi að taka vítamín. Gott fjölvítamín gerir öll- um börnum mjög gott og myndi vafalaust ekki gera annað en minnka vandann. 5. Candida Albicans Candida albicans er sveppur, sem er hluti af eðlilegri þaiTnaflóru manna. Jafnvægi í þarmaflórunni getur raskast og þá getur candida vaxið og aukist. Slíkt ójafnvægi hef- ur mismunandi áhrif á fólk. Þetta getur valdið ofþreytu, sykurfysn, höfuðverk og ýmsum hegðunar- vandamálum. Ekki er langt síðan að þessi áhrif voru sönnuð. Dr. Willi- am Shaw birti niðurstöður fyrstu rannsókna sinna í Journal of Clin- ical Chemistry árið 1995 (Vol. 41, no. 8). I þessum rannsóknum voru ýmsh- hópar barna með afbrigðilega hegðun, svo sem ofvirkir með ein- beitingarskort og einhverfir. Astandið má meðhöndla með því að gefa lyf sem heitir nystatin og með því að gefa lactobacillus acidoph- ylus, sem er baktería sem m.a. finnst í jógúrt og AB mjólk. (ath. ef barnið hefur ofnæmi fyrir mjólkur- próteini (casein) þá má fá acidoph- ylus í duftformi). Ástæðna ofangreinds ójafnvægis í þarmaflóru er oft að leita til sýkla- lyfja. Sýklalyf sem t.d. eru oft gefin við eyrnabólgu í ungum börnum drepa ekki bara skaðlegu bakterí- una heldur líka acidophylusinn. Candida og acidophilus þrífast á sykri og ef acidophylus er ekki til að dreifa þá dafnar candida. Þetta vandamál hefur lengi verið þekkt og reyndar voru í upphafi (a.m.k. í Bandaríkjunum) sýklalyfjatöflur húðaðai' með nystatini, sem var ætl- að að halda candida í skefjum. Þetta var hins vegar bannað og var ætl- unin að nystatin yrði gefið sérstak- lega með sýklalyfjum. Það hefur þó sennilega gleymst því það var ekki gert. Margir læknai' taka það fram að á meðan á lyfjagjöf stendur eigi viðkomandi að borða mikið af jógúrt eða AB mjólk til að halda magni acidophylus réttu og halda þar með candida í skefjum. 6. Thyroid/skjaldkirtils- hormón Skj aldkii-till framleiðir thyroid og ef framleiðsla þess er of mikil getm- það valdið einkennum eins og of- vh'kni og einbeitingarskorti. Ég held að það sé tiltölulega einfalt að prófa þetta en slík óregla mun ekki vera algeng í börnum. Til eru dæmi frá Bandaríkjunum þar sem börn með einkenni ofvirkni og einbeit- ingarskorts, sem orsakast hafa af of mikilli framleiðslu skjaldkh'tils- hormóns, hafi verið á ritalini árum saman til að hylja einkennin áður en raunverulegur vandi uppgötvað- ist og var meðhöndlaður. 7. Salisílsýra (salicylates) Læknirinn Ben Feingold upp- götvaði að salisílsýra, sem finnst m.a. í mat og drykk, getur haft mik- il áhrif á hegðun sumra barna. Salisílsýra finnst í ýmsum efnum sem notuð eru til að lita mat og gefa honum bragð, vinberjum, tómötum, möndlum, aspirini og mörgum öðr- um fæðuflokkum. Feingold sá að ef salisílsýra var útilokuð úr fæði sumra barna hafði það mjög góð áhrif á hegðun þeirra og hefur þetta hjálpað mörgum, sem hafa þjáðst af einkennum ofvirkni o.fl.4 Lokaorð Ritalin er á lista bandaríska lyfjaeftirlitsins (DEA) yfir lyf, sem eftirlit verður að hafa með (Class II Drug and a controlled substance). Lyf er sett á þennan lista þegar mikil hætta er talin á að það geti valdið misnotkun og ávana. Það hef- ur enda komið í ljós að ritalin er nú misnotað í bandarískum skólum. Lyfið er tekið inn með sama hætti og kókaín og áhrifín eru þau sömu. Dr. Eric Heiligenstein er forstöðu- maður heilsugæslunnar í Wisconsin háskóla. Hann og fleiri segja frá þvi í grein sem birtist á Internetinu og heitir The Ritalin Racket, að mis- notkun ritalins sé orðin ansi áber- andi í háskólum i Bandaríkjunum. Þar eigi nemendur mjög auðvelt með að fá efnið skv. lyfseðli, án þess að þurfa mikið á því að halda, og deili því síðan út ýmist frítt eða gegn greiðslu. Ég veit ekki hvernig eftirlit er með notkun lyfsins hér á landi en mér virðist sem notkun þess hafi stóraukist. Hvað er foreldrum sagt þegar læknirinn eða aðrir mæla með lyfinu? Foreldrar hugsa auð- vitað sem svo að ef læknirinn mælir með þessu þá hlýtur þetta að vera besti kosturinn og án aukaverkana. Eru allir aðrir kostir athugaðir í stöðunni áður en ritalin er gefið börnum? - Eru þeir áhrifavaldai' sem hér að framan er minnst á skoðaðir? Ritalin á að vera algjör þrautalending, allir aðrir kostir eiga að vera þrælskoðaðir áður en til lyfsins er gripið en ég óttast að svo sé ekki og þar af leiðandi sé fjöldinn allur af íslenskum börnum á ritalini, sem eiga alls ekki að vera það. 1 Is methylphenidate like cocaine? Volkow, Nora, et al, Archives of General Psychiatry, 52. hefti júní 1995, bls. 456-463. 2 Using psychostimulants to treat behavioural disorders of children and ado- lescents; Dulcan, Mina, Journal of Child and Adolescents Psychopharmacology, 1. bindi, nr. 1,1990. Physicians’ Desk Reference; Ar- ky, Ronald, M.D., Medical Consultant, Med- ical Economics, Montvale, New Jersey, 1996. og MS Encarta encyclopedia 98, undir ritalin. 3 MS Encarta encyclopedia 98, undir ritalin eða Methylphenidate. 4 Matur og litar- og bragðefni eru algeng or- sök einkenna ofvirkni og einbeitingarskorts l\já börnum; Boris og Mandel, Annals of All- ergy, vol. 72, no. 5 mai 1994, bls. 462 til 468. Höfundur er héraðsdómslögmaður. + Ingólfur Björns- son fæddist á Hamri í Laxárdal 27. nóvember 1908. Hann lést á Dvalar- heimili aldraðra, Sundabúð, í Vopna- firði 25. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björn Eyjólfsson bóndi á Hamri í Laxárdal og Ásta Elísa Jónas- dóttir frá Bjarna- stöðum í Bárðardal. Eignuðust þau íjóra syni, Ingólfur dó í æsku, Eiður er látinn, og síðan Ingólf og Guðmund, sem er látinn fyrir allmörgum árum. Ingólfur gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sesselju Benediktsdóttur frá Þorvaldsstöðum, 10. desember 1943. Hún var dóttir Benedikts Stefánssonar bónda á Þorvalds- stöðum og konu hans Sólveigar Stefánsdóttur húsfreyju. Sess- elja og Ingólfur eignuðust eina Árið 1910 flytjast foreldrar Ing- ólfs að Fagradal á Hólsfjöllum og bjuggu þar í fimm ár, fluttust síðan að Ai-naiwatni í Þverfellsdal í Vopnafirði og bjuggu þar allmörg ár áður en þau fluttust ofan í Vopnafjörð. Ingólfur fór úr föðm'- húsum um fermingaraldur og var í vinnumennsku í Möðrudal og víðar á Fjöllum. Allan sinn þroska tók hann því út á heiðarbýlunum, og alla sína ævi unni hann heiðunum og þó sérstaklega Mælifellsheiðinni þar sem hann átti sínar mestu ynd- isstundir bæði fyrr og síðar, og þar dvaldi hugur hans löngum eftir að hann var kominn á dvalarheimilið Sundabúð en þangað fór hann 1992. Hann var maður víðáttunnar og veðranna og fannst alltaf jafngam- an í heiðinni bæði sumar og vetur hvort sem gekk vel eða illa, og sjaldan var hann kátari en þegar komið var í kofa að kvöldi eftir góð- an smaladag. Ingólfur var afar góð- ur fjármaður og mjög fjárglöggur, hann átti gott og afurðamikið fé sem hann lagði sig fram við að fóðra eins vel og hægt var enda skilaði það sér aftur í góðum arði af búinu. Til marks um elsku Ingólfs til heiðarinnar og kindanna sinna þá var það ekki ósjaldan að hann tæki hest sinn og hnakk þegar leið á sumar og „skryppi“ dagstund í heiðina til að sjá hvort ekki væri nú allt í lagi með gróður og skepnur. Þegar heim kom aftur var eins og hann hefði fengið vítamínsprautu, var allur léttari og hressari. Ingólfur giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Sesselju Benediktsdótt- ur frá Þorvaldsstöðum í Vopnafirði 10. desember 1943 og hófu þau bú- skap þar á móti Stefáni, bróður Sesselju. Hinn 6. febrúar 1952 gerði skyndilega aftakaveður. Stef- án var þá á leið heim úr kaupstað og mætti í þessu veðri örlögum sín- um. Varð hann úti örskammt frá bænum. Þorvaldsstaðir voru innsti bær í byggð í Selárdal, víðáttumikil og erfið heiðajörð. Allir aðdrættir þangað voru langir og seinfarnir sökum bleytumýra og djúpra gilja, en jörðin góð sauðfjárjörð og heyöflun góð bæði á túni og engj- um. Vegna þessa voveiflega at- burðar brugðu þau búi á Þorvalds- stöðum um vorið og fengu ábúð í Vatnsdalsgerði og bjuggu þar síð- an, fyrst sem leiguliðar, en keyptu svo jörðina og bjuggu þar þangað til þau hættu búskap árið 1988. Vatnsdalsgerði var fremur kosta- rýi- þegar Ingólfur kom þangað en með þrautseigju og dugnaði tókst honum að gera hana að einni af betri jörðum hreppsins. Ingólfur var gi-annvaxinn meðal- maður á hæð, kvikur í spori og ekki burðarmaður að sjá, en það kom í Ijós þegai' gengið var til verka að dóttur, Kristínu S. Ingólfsdóttur, f. 5.10. 1943. Hún er gift Ara G. Hall- grímssyni vélgæslu- manni á Vopnafirði, f. 24.11. 1938. Eiga þau fjög^ur börn. Þau eru: 1) Margrét Arna, f. 22.11. 1961, giftist Sigurði Jen- sen, þau slitu sam- vistir, þeirra dóttir er Eydís, f. 18.11 1987. 2) Ingólfur Bragi, f. 3.8. 1963, sambýliskona hans er Helga Jakobsdóttir frá Hvammstanga, f. 28.10. 1965, eiga þau eina dóttur, Glódísi, sem fædd er 18.8. 1995. 3) Stefanía Hall- björg, f. 18.12. 1969. 4) Guð- mundur Ari, f. 4.1. 1977. Sonur Sesselju fyrir hjónaband er Sig- urður Þ. Olafsson bóndi í Vatns- dalsgerði, f. 18.4. 1938. títför Ingólfs fór fram frá Vopnafjarðarkirkju 2. júní. seiglan og úthaldið var með ólík- indum. Það var alveg sama hversu mikið og lengi unnið var, alltaf virt- ist hann eiga í fórum sínum orku til viðbótar. I umgengni var hann dagfarsprúður og rólegur og skipti sjaldan skapi. Ekki var það vegna þess að hann skorti skap heldur kunni hann mjög vel að stilla því í hóf og missti sjaldan stjórn á því. Erfitt gat verið að átta sig á því sem honum bjó í brjósti þar sem hann var afskaplega dulur og orð- fár um eigin hagi og hugsanir. Þó var hann fremur glaðsinna og tók gríni og glensi ágætlega og gat vel gert að gamni sínu þegar svo bar undir. Fáskiptinn var hann um annarra hagi og aldrei heyrði ég hann leggja illt orð til nokkurs manns. Fremur var það, ef á ein- hvern var hallað, að hann reyndi að finna viðkomandi málsbætur nokkrar. Mín fyrstu kynni af Ingólfi voru í göngum í Mælifells- heiði haustið 1952. Þá var ég 13 ára kaupstaðarstrákur, óharðnaður og alls óvanur smalamennsku og fjár- ragi. Var ekki laust við að sumir gangnamenn hefðu horn í síðu minni og teldu að ég yrði þeim ein- göngu til byrði og erfiðleika, þar sem ég væri bæði ókunnugur og fákunnandi. Voru höfð uppi ýmis stóryrði við gangnaforingja og honum tjáð að það væri af og frá að ég yrði með þeim í smalamennsk- unni og best væri bara að senda mig heim þegar þeir færu að smala um morguninn. Var ég gráti nær yfir þessum ósköpum og svaf lítið um nóttina, en um morguninn þeg- ai- byrjað var að raða niður til smölunar kom Ingólfur til mín og sagði að það væri best að ég kæmi með sér, við skyldum sjá til hvort ekki gæti ræst eitthvað úr mér. Eftir þessa fyrstu göngu og tilsögn Ingólfs var ég tekinn sem fullgild- ur smalamaður í Mælifellsheiði eft- ir það. Allan sinn búskap í Vatnsdals- gerði átti hann upprekstrarland í Mælifellsheiði og þar dvaldi hugur hans löngum. Það var gaman að fylgjast með honum þegar verið var að leggja af stað með lambféð í heiðina, og þá ekki síður á haustin þegar farið var í göngurnar. Þá var eins og hann yrði allur annar mað- ur, augun tindruðu af áhuga og gleði. Nú er hann lagður af stað á hinar víðáttumiklu heiðar drottins og vafalaust finnur hann sína Mælifellsheiði þar. Farðu í friði, kæri faðir, tengda- faðir, afi og langafi. Kristín, Ari, börn og barnabörn. Annan þessa mánaðar var Ingólfur Björnsson, fyrrverandi INGOLFUR BJÖRNSSON bóndi á Þorvaldsstöðum og í Vatnsdalsgerði, til grafar borinn frá Vopnafjarðarkirkju að við- stöddu fjölmenni. Mig setti hljóð- an þegar ég frétti lát þessa aldna vinar míns, þótt ekki kæmi það á óvart. Glíma hans við elli kerlingu var búin að vera löng og ströng, og sú glíma endar aldrei með bræðrabyltu. Ingólfur og Sesselja hófu bú- skap á Þorvaldsstöðum sem var innsti byggði bær í Selárdal, árið 1941. Éinnig var þar bróðir Sesselju, Stefán, og aldraður faðir þeirra systkina, Benedikt, sem lést árið 1947. Það var ekki fyrir neina aumingja að búa á Þorvalds- stöðum, en þar sem bæði hjónin voru harðdugleg og hagsýn bún- aðist þeim vel, en vinnudagurinn var oft langur og strangur. Það út- heimti þrotlausa vinnu að stunda sauðfjárbúskap á þessari land- miklu heiðajörð en þetta átti við Ingólf, hann var fjármaður í þess orðs gömlu góðu merkingu, afar fjárglöggur og átti afurðagott fé sem hann fóðraði vel. Hann var maður heiðarinnar: Heiðin var hans heimur og þar gerðust hans ævintýri í blíðu og stríðu. Aldrei var Ingólfur glaðari en þegar vel- heppnuðum smaladegi var lokið, og sest var við létt spjall yfir kaffi og brennivínstári í gangnakofan- um á Aðalbóli. Mér er alltaf minn- isstætt þegar ég kom í fyrsta sinn á Þorvaldsstaði, unglingspiltur frá Krossavík að fara í mína fyrstu göngu í Mælifellsheiði, og átti að smala Þorvaldsstaðaland daginn áður eins og venja var á þeim tíma. Ég gleymi aldrei þéttu og hlýju handtaki þeirra hjóna Sesselju og Ingólfs, og þetta fyrsta handtak á hlaðinu á Þor- valdsstöðum innsiglaði þá vináttu sem entist ævilangt. Öm árabil bjuggum við gangnamenn í Mæli- fellsheiði að einlægri gestrisni og hjartahlýju húsbændanna á Þor- valdsstöðum, sem aldrei brást hvernig sem á stóð, og seint verð- ur fullþakkað. En skjótt skipast veður í lofti. Hinn 6. febrúar 1952 brast skyndilega á aftaka norð- vestan hríðarbylur, það var síðasti hríðarbylurinn sem Stefán Bene- diktsson á Þorvaldsstöðum tókst á við, og beið lægri hlut. Stefán varð úti á leið heim úr kaupstað skammt frá bænum. Þá um vorið flutti fjölskyldan búferlum að Vatnsdalsgerði. Vatnsdalsgerði er ekki landmikil jörð en vel í sveit sett og leynir á sér varðandi land- kosti, þar er fegurst bæjarstæði í Vopnafirði. Ingólfur og fjölskylda hans hófust þegar handa með um- bætur, enginn ræktunarmöguleiki var látinn ónýttur, byggt glæsilegt íbúðarhús, útihús og vélageymsla af vönduðustu gerð. Nú er Vatns- dalgerði eitt glæsilegasta býli í Vopnafirði og þó víðar væri leitað. Ingólfur var svo sannarlega ein af hetjum hversdagslífsins, þrek hans og seigla var á stundum nán- ast ofurmannlegt. Hann sóttist ekki eftir frama eða vegtyllum, var samvinnumaður og framsókn- armaður af gamla skólanum, hafði til að bera ríkulegt brjóstvit ásamt með hyggindum sem í hag koma. Var góður heim að sækja og naut almennra vinsælda. Dyggilega studdur af tröll- tryggri eiginkonu og fjölskyldu gat hann að búskaparlokum í Vatnsdalsgerði litið með stolti yfir handarverk sín og sagt: Sjá þetta er harla gott. Árið 1988 brá Ingólfur búi og keyptu þau hjónin hús í Vopnafjarðarkauptúni og bjuggu þar til 1992. En frá þeim tíma hafa þau verið á Dvalarheim- ili aldraðra, Sundabúð, þar sem Ingólfur lést. Um leið og ég votta eiginkonu, börnum, tengdabörn- um og barnabarnabörnum samúð mína, kveð ég Ingólf frá Gerði eins og venjulega. Vertu blessaður og sæll, gamli vinur, og þakka þér fyi'ir komuna. Gunnar Sigmarsson frá Krossavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.