Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Reuters SERGEI Kíríjenkó og Borís Jeltsín á fundi með helstu frammámönnum banka og iðnaðar í Rússlandi. Kírijenko eflist við fyrstu eldraunina Sergej Kíríjenko, hinn ungi og óreyndi forsætisráðherra Rússlands, virðist hafa staðist fyrstu eldraunina með sóma og afstýrt pólitískri og efnahagslegri upp- lausn í landinu - í bili að minnsta kosti. EGAR umrótið á róss- nesku fjármálamörkuð- unum náði hámarki fyrir rámri viku töldu nokkur dagblöð í Moskvu að stjórn Sergejs Kíríjenkos forsætisráð- herra kæmist ekki hjá því að fella gengi rúblunnar. Gengisfell- ing hefði leitt til verðhækkana og skert lífskjör almennings frekar, valdið félagslegri og pólitískri upplausn og stefnt umbótastefnu stjórnarinnar í mikla hættu. Nú er hins vegar ljóst að hrakspár blaðanna rætast ekki að þessu sinni því stjórninni hef- ur tekist að verja rúbluna, í bili minnsta kosti. Þótt því fari fjarri að stjórnin hafi unnið fullnaðar- sigur í baráttunni við efnahagsvandann eru flestir sammála um að Kíríjenko hafi eflst við eldskírnina, öðlast meiri virðingu og standi sterkari að vígi en áður. Það ætti að koma honum til góða þegar næsta kreppa skellur á. Hylltur erlendis Kíríjenko lét ekki vandamálin heima fyrir aftra sér frá því að fara til Frakklands á miðvikudag og Lionel Jospin forsætisráð- herra hyllti hann þar sem hold- tekju nýs og kröftugs Rússlands. „Hann hefur komið mönnum nokkuð vel fyrir sjónir. Hann hefur verið kraftmikill og virðist mun sjálfsöruggari en fyrir nokkrum vikum,“ sagði Dmítrí Trenín, fréttaskýrandi í Moskvu. „Hann er enn pólitískur léttvigt- armaður, sem hefur engan flokk eða samtök á bak við sig, og reið- ir sig aðeins á stuðning Borís Jeltsíns forseta. En vinni hann sig út úr þessari kreppu, sem virðist líklegt, verður hann í betri aðstöðu til að standa af sér næstu storma.“ Jospin er ekki eini vestræni leiðtoginn sem hefur mært Kíríj- enko. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst bera fullt traust til forsætisráðherrans og fór lof- samlegum orðum um „trausta stefnu“ hans í fjármál- Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sendi svipuð skilaboð, en Þjóðverjar eru helstu lánardrottnar og fjárfestar Rússa í Evrópu. Almenningur sáttur við forsætisráðherrann Franujanga Kíríjenkos hefur jafnvel mælst vel fyrir meðal al- mennings í Rússlandi. Ef marka má viðhorfskönnun, sem frétta- stofan Interfax birti á miðviku- dag, var rúmur helmingur Rússa ánægður með nýleg sjónvarpsá- vörp hans um efnahagsvandann og þykir það góð útkoma þar sem stjórnmálamenn hafa verið í litlum metum þar í landi. Kíríjenko er 35 ára íyrrver- andi bankastjóri og orkumála- ráðherra og hafði aðeins gegnt ráðherraembættinu í nokkra mánuði þegar Jeltsín tilnefndi hann forsætisráðherra og fól honum hið vandasama verkefni að rétta efnahaginn við. Tilnefn- ingin mæltist illa fyrir í Dúmunni, neðri deild þingsins, og hún var ekki samþykkt fyrr en við þriðju atkvæðagreiðslu eftir að Jeltsín hafði hótað að rjúfa þing og boða til kosninga. Kíríjenko þótti of ungur og reynslulítill til að geta farið iyrir stjórninni og tekist á við efna- hagsvandann. Kíríjenko hefur nú gegnt emb- ættinu í hálfan annan mánuð og sýnt hvað í honum býr. Honum hefur tekist að binda enda á verkfall námamanna, sem ollu miklu uppnámi með því að hindra lestasamgöngur í Síberíu, og gert ráðstafanir til að auka traust fjárfesta á efnahag Rúss- lands. Fjármagnsflóttinn stöðvaður í fyrstu röktu rússnesk stjóm- völd umrótið á fjármálamörkuð- unum einkum til fjármálakrepp- unnar í Asíu, lægra olíuverðs og spákaupmennsku erlendra gjald- eyrisbraskara. Jeltsín viður- kenndi þó á fóstudag að þetta væri aðeins hluti skýringarinnar því umrótið hefði einnig átt rætur að rekja til fjölmargra vandamála heima fyrir, sem stjóm Viktors Tsjemomyrdíns, forvera Kíríjenkos, tókst ekki að leysa. Þessi vandamál urðu til þess að erlendum fjárfestum leist ekki á blikuna og þeir lögðu á flótta með fjármagnið, enda höfðu margir þeirra tapað miklu fé vegna kreppunnar í Asíu. Afleið- ingin var sú að gengi rússneskra verðbréfa snarlækkaði, vextir ríkis\úxla hækkuðu og gengis- lækkun rúblunnar vofði yfir. Fjárfestamir höfðu einkum áhyggjur af mikilli skuldasöfnun Rússa erlendis, gífurlegum fjár- lagahalla, einkum vegna lélegrar skattheimtu og lægra olíuverðs, og ólgu á vinnumarkaðnum vegna ógreiddra launa. Skuldimar hlóðust upp og ríkið varð að selja víxla til að greiða vexti af eldri líkisvíxlum. Stjórn Kíríjenkos brást skjótt við, boðaði strangt aðhald í ríkis- fjármálum og kvaðst ætla að minnka útgjöld ríkisins um 12%. Seðlabankinn þrefald- aði vexti sína, hækkaði þá í 150%, og stjómin hamraði á því að geng- isfelling rúblunnar kæmi ekki til greina. Jeltsín lýsti því yfir að Rússar hefðu næga varasjóði til að verja rúbluna. Yfirmaður skattheimtunnar var rekinn og stjómin lof- aði að grípa til harðra aðgerða gegn skattsvikumm til að minnka fjárlagahall- ann. Þessar ráðstafanir og vísbendingar um að alþjóðlegar lánastofn- anir væra tilbúnar að koma Rússum til hjálpar ef þörf krefði urðu til þess að gengi verðbréf- anna tók að hækka aftur og vext- ir ríkisvíxla lækkuðu. „Til marks um mikið hugrekki“ „Aðgei'ðir stjómvalda era vissulega til marks um mikið hugrekki og þau hafa sannfært fjárfesta um að fastgengisstefnan sé einn af hornsteinum allrar efnahagsstefnunnar," sagði Lauretta Gell, starfskona evr- ópska verðbréfaíyrirtækisins MCM. Hún bætti þó við að fjárfestar teldu þörf á „allróttækum að- gerðum“ á næstunni til að leysa fjárhagsvandann og biðu eftir frekari staðfestingu á því að um- bótum og einkavæðingu yrði haldið áfram. Gell sagði að biðlund fjárfest- anna gæti brostið ef Rússar fengju ekki lán frá alþjóðlegum lánastofnunum og ef stjómin stendur ekki við loforðin um sparnaðaraðgerðir. Aðrir óttast að fleiri lán verði aðeins til þess að auka enn vanda ríkissjóðsins. Jeltsín lætur að sér kveða Rod Pounsett, greinahöfundur Russia Today, segir að umrótið á mörkuðunum hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir ráðamennina í Moskvu. Þeir hafi loksins áttað sig á því að þeir geti ekki fram- fylgt efnahagsstefnu sinni án þess að gera sér fyrst grein fyrir hugsanlegum viðbrögðum alþjóð- lega fjármagnsmarkaðarins. Pounsett hefur eftir Constant- in Vojtsekhovítsj, fréttafulltrúa Kíríjenkos, að stjórnin þurfi að leggja meiri áherslu á að bæta almanna- tengslin og ímynd sína meðal erlendra fjár- festa. Ráðamennimir hafi hingað til látið hjá líða að senda markaðnum jákvæð skilaboð og það hafi torveldað þeim að takast á við vandamálin. Þessu sé Kíríjenko staðráðinn í að breyta. Jeltsín forseti virðist einnig hafa áttað sig á þessu og hefur ekki legið á liði sínu að undan- förnu. Þegar Tsjernomyrdín var forsætisráðherra átti forsetinn það oft til að halda sig til hlés þegar stormarnir geisuðu og láta aðra um að taka á sig sökina. Ábyrgðinni var velt yfir á stjórn- ina og hún síðan rekin. Forsetinn hefur hins vegar tekið virkari þátt í aðgerðum stjórnar Karíjen- kos vegna fjármálaumrótsins og notað hvert tækifæri til að styðja hana. að Stjórnin hefur um. ekki unnið fulian sigur Fjárfestum leist ekki á blikuna Reuters Austurrísk- ur skopbjór AUSTURRÍSK námsmær held- ur á lofti bjórflöskum með skopmyndum af Gerhard Schröder, kanzlaraefni þýzka Jafnaðarmannaflokksins (SPD), og Oskar Lafontaine, formanni SPD. Sigl-ölgerðin í Salzburg hefur tekið upp á því að merkja bjórflöskur úr sinni framleiðslu með slíkum skopmyndum í til- efni komandi þingkosninga í Þýzkalandi. A hverri flösku í 6 flaskna kippu er mynd af einum þeirra stjórnmálamanna, sem mest ber á í kosningabarátt- unni. Á hverjum miða stendur kjörorðið „Kjósið að minnsta kosti rétta flösku“, en á þýzku getur „flaska“ líka haft merk- inguna „bjáni“. ------♦ ♦♦----- Atvinnu- leysi eykst íJapan Tokyo. Reuters. ATVINNULEYSI í Japan jókst enn í aprílmánuði og er nú 4.1%, en svo hátt hefur hlutfall atvinnulausra ekki verið síðan mælingar hófust árið 1953. Fjöldi atvinnulausra er talinn enn ein vísbendingin um slæma stöðu efnahagsmála í Japan en japanska ríkisstjórnin lofaði að bregðast skjótt við. Á fjármála- mörkuðum túlkuðu menn tölurnar hins vegar sem sönnun þess að efnahagur Japana væri alls ekki á uppleið. Þriðja mánuðinn í röð jókst at- vinnuleysi í Japan og hafa menn af því miklar áhyggjur. Þetta er í fyrsta skipti sem hlutfall atvinnu- lausra í Japan fer yfir 4% og vöraðu hagfræðingar við því að ástandið ætti enn eftir að versna og að þess væri ekki langt að bíða að hlutfall atvinnulausra Japana yrði hærra en í Bandaríkjunum. Þar er hlutfall at- vinnulausra 4,3% en sérfræðingar benda á að hlutfallstalan í Japan mælist yfirleitt lægri en veruleildnn gefi tilefni til. Áhrif á neyslu Shimpei Nukaya, sérfræðingur í gerð efnahagsáætlana, sagði að mikilvægt væri að tekin yrðu skref til að lækka atvinnuleysistölur því ella færa þær að hafa áhrif á neyslu, þvert á vilja stjórnvalda. Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, hyggst endui-vekja sérstaka atvinnumálanefnd sem í sitja ráð- herrar úr ríkisstjórn hans og telja fréttaskýrendur að nefndin muni hafa næg tilefni til svartsýni er hún kemur saman í fyrsta sldpti síðan í febrúar 1998. Fjármálamarkaðir leiða jafnan hjá sér tölur um hlutfall atvinnu- leysis en að þessu sinni ollu fréttir af auknu atvinnuleysi þvi að lang- tímavextir lækkuðu mjög, verð á hlutabréfum lækkaði einnig um 1% á mörkuðum í Tókýó og jenið var áfram afar veikt gagnvart dollaran- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.