Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ i i ? I f 1 } I •*. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman á aukafundi í New York dagana 8.-10. júní. Eina viðfangsefnið verður að ræða baráttuna gegn ólöglegri framleiðslu, sölu, dreifíngu og neyslu á fikniefnum. Sameinuðu þjóðirnar ætla að leggjast á eitt í baráttunni og fulltrúar 185 landa munu vonandi sameinast um yfírlýsingu, sem markar upphaf átaksins. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér forsendur „fíkni- efnafundar“ Sameinuðu þjóðanna, sem verður að líkindum öflugasta samkoma sem haldin hefur verið um fíkniefnavandann. - J I ' >V. | * /f ' ' ■ * f mi % FÁTÆKIR bændur afla sér og sínum lífsviðurværis með ræktun ópíumvalmúa. Sameinuðu þjóðirnar ætla að leggja mikla áherslu á að bjóða þeim aðra kosti. RÁTT FYRIR að fíkni- efnafundur Sameinuðu þjóðanna hefjist ekki fyrr en á morgun, mánudag, liggur þegar fyrir hver verða helstu áhersluefnin, enda hefur undirbún- ingur fundarins staðið lengi. Þjóð- arleiðtogamir ætla að sameinast um áætlun til að ná tökum á fíkni- efnavandanum, hvernig draga eigi úr eftirspum og hvemig eigi að draga úr og að lokum útrýma ólög- legri ræktun ópíumvalmúans, kóka- jurtarinnar og annarra fíkniefna, sem ræktuð em úti í náttúranni. Sú útrýming á að nást árið 2008. Þjóðarleiðtogarnir ætla einnig að leita lausna til að ráðast gegn verk- smiðjuframleiddum fíkniefnum, eins og amfetamíni, og setja aðild- arþjóðunum ákveðinn frest til að bæta löggjöf sína, með það að markmiði að vinna gegn peninga- þvætti, sem er fylgifiskur fíkniefna- sölu, tryggja framsal fíkniefnasala írá einu landi til annars og bæta upplýsingagjöf landa á milli um samtök fíkniefnasala. Sameinuðu þjóðimar hafa greini- lega tekið þann pól í hæðina að eng- inn árangur náist nema markið sé sett nógu hátt. Leiðtogar öflugustu ríkja vestrænna koma til fundarins, þ.á m. Bandaríkjanna, Frakklands, Italíu, Spánar, Bretlands og Kanada, en þangað koma líka full- trúar þeirra landa sem mestur straumur fíkniefna kemur frá, s.s. Kólumbíu, Mexíkó, Bólivíu og Perú. , Sameinuðu þjóðimar telja, að þeg- ar svo margir þjóðarleiðtogar leggi hönd á plóg sem raun ber vitni skapist raunveralegur grandvöllur til að berjast gegn þessum vágesti á alþjóðavísu. En hvers vegna taka Sameinuðu þjóðimar við sér núna? Vissulega hafa þær áður samþykkt ýmsar að- gerðir til að spoma við dreifingu og neyslu fíkniefna, síðast 1988, en ár- angurinn hefur látið á sér standa vegna togstreitu aðildarþjóðanna. „Framleiðsluþjóðirnar“ hafa átt undir högg að sækja innan samtak- anna, því sumir hafa viljað varpa allri ábyrgðinni á alþjóðlegum fíkniefnavanda á þær. Þær hafa hins vegar vísað á „neysluþjóðirn- ar“ og sagt að ef engin væri eftir- spumin myndi framleiðsla fátækra þjóða sjálfkrafa leggjast af. Heimurinn verður sífellt minni og mörkin milli norðurs og suðurs, austurs og vesturs, era að hverfa. Eina skynsamlega leiðin til að berj- ast gegn fíkniefnunum er því sú sem Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið að fara, að berjast saman gegn framleiðslu og neyslu um all- an heim. Sameinuðu þjóðimar hafa líka lýst því yfir að ekki dragi aukin tækni úr þeim kjarkinn. Þrátt fyrir að stundum sé haft á orði að glæpa- menn hafi einstakt lag á að vera ávallt skrefi á undan yfirvöldum í tæknimálum, þá mega þeir sín von- andi lítils gegn gervihnattaeftirliti og alþjóðlegu upplýsingaflæði, sem Sameinuðu þjóðimar ætla sér óspart að beita. Upplýsingar frá gervihnöttum munu t.d. gera kleift að bregðast við hart, sé ræktun óp- íumvalmúa eða kókajurtar hafin á nýju svæði. Rísavaxinn markaður „Fíkniefnamarkaðurinn veltir um 400 milljörðum Bandaríkjadala á ári og er því stærri en markaður með olíu og gas, stærri en efna- og lyfjamarkaðurinn og veltan er tvisvar sinnum meiri en í allri bíla- framleiðslu heimsins," sagði Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna í erindi sem hann hélt þegar honum var veitt heiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Kingston á Jamaica í apríl sl. Hann benti á, að ekkert land væri laust við ólögleg fíkniefni. „Verkefni þjóðarleiðtoga, sem hittast á aukafundi allsherjar- þingsins, er risavaxið og það snertir framtíð ungs fólks um allan heim. Við getum ekki vikist undan því.“ Talan sem aðalritarinn nefndi er svo stjamfræðileg að það er erfitt að átta sig á henni. 400 milljarðar Bandaríkjadala era 28,8 billjarðar, eða 28.800 milljarðar króna. Kofi Annan ritaði einnig formála að skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand fíkniefnamála í heiminum, en hún kom út á síðasta ári. Þar sagði aðalritarinn, að þrátt fyrir að neysla fíkniefna hafi fylgt mann- kyninu í aldir, þá hafi fíknin breiðst svo út um heiminn síðastliðna fimm áratugi að bregðast yrði hart við á alþjóðavísu. „Sameinuðu þjóðunum er skylt að eiga framkvæði að því að vekja almenning til vitundar um fíkniefnavandann, sem lætur að sér kveða hjá öllum þjóðfélagshópum allra þjóða,“ sagði aðalritarinn. 700 þúsund fjölskyldur rækta kókajurt og valmúa Samkvæmt upplýsingum Sam- einuðu þjóðanna er áætlað að um fjórar milljónir manna hafi lífsvið- urværi af ræktun kókajurtarinnar og ópíumvalmúa, eða um 700 þús- und fjölskyldur í Asíu og Suður- Ameríku. Þetta era fátækir bænd- ur, sem verða að treysta á þessa framleiðslu til að sjá sér og sínum farborða. Pino Arlacchi, forstöðumaður þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóð- anna sem hefur fíkniefnamál á sinni könnu, United Nations International Drag Control Programme (UNDCP), hefur lagt á það áherslu að gefa verði þessum bændum í Asíu og Suður-Ámeríku færi á að hætta ræktun kókajurtar og ópíumvalmúa, með því að styðja þá til annarra verka. ÚNDCP hef- ur sett sér það markmið að útrýma ólöglegri ræktun á næsta áratug. „í baráttunni gegn fíkniefnum þarf að leggja mesta áherslu á að sannfæra íbúa heimsins um að hægt sé að út- rýma vandanum, í stað þess að sætta sig við hann,“ var haft eftir Pino Arlacchi í fréttabréfi Samein- uðu þjóðanna í síðasta mánuði. „Ráðstefna Allsheijarþingsins markar upphaf stríðsins gegn fíkni- efnum og mun sannfæra fólk um að við getum náð marki okkar um fíkniefnalausan heim.“ Pino Arlacchi er enginn nýliði í baráttu gegn glæpum, því hann fór fremstur í flokki þegar ítalska rík- isstjómin snerist gegn skipulagðri glæpastarfsemi þar í landi. Honum vex ekki nýtt verkefni í augum og hefur lýst því yfir að ræktunar- svæði kókajurtar og ópíumvalmúa í heiminum sé samanlagt um 4.500 ferkílómetrar, „aðeins á stærð við hálft Puerto Rico. Það er því engin ástæða til að ætla að ekki sé hægt að stöðva þessa framleiðslu á ára- tug.“ UNDCP hefur um hríð aðstoðað þau lönd, þar sem fíkniefnafram- leiðslan er mest, til að gefa bænd- um þar kost á að hafa í sig og á með öðram hætti. Það er gert með því að styðja stjórnvöld landanna á breiðum granni til aukinnar sjálfs- bjargar og hagsældar, með þvi að byggja upp menntun, heilsugæslu, stjómkerfið sjálft, tryggja fæðu- framboð, veita þeim lán og aðgang að mörkuðum. Á undanfómum ald- arfjórðungi hefur víða tekist ágæt- lega til. Ræktun á kókajurt dróst til dæmis saman um 95 af hundraði í Perú og í héraði í Pakistan, þar sem valmúarækt var landlæg, hillir nú undir að henni verði alveg hætt. Það sama á við um Tæland. En góður, jafnvel frábær, árang- ur hér og þar um heiminn hefur ekki dregið úr framboði fíkniefn- anna, því um leið og jurtir era rifn- ar upp með rótum á einum stað er plantað á öðram. Samkvæmt upp- lýsingum UNDCP er ástæðan sú, að fjárveitingar hafa verið tak- markaðar og því ekki verið hægt að hjálpa öllum mögulegum ræktend- um og ræktunarlöndum til sjálfs- bjargar á annan hátt. Á síðastliðn- um tíu árum var 700 milljónum Bandaríkjadala (um 50 milljörðum króna) varið til þróunaraðstoðar, sem hafði það markmið eitt að tryggja aðra kosti en ræktun óp- íumvalmúa og kókajurtar og dugði skammt. Árið 1995 rann til dæmis aðeins 1,5% af allri þróunaraðstoð til þessa verkefnis. Sameinuðu þjóðirnar ætla að snúa við blaðinu og tryggja að að- ildarríkin láti miklu meira fé af hendi rakna til þróunarstarfs af þessu tagi, svo hægt verði að ráðast til atlögu á öllum ræktunarsvæðum heimsins. Svo er auðvitað hugsanlegt að ræktendur vilji alls ekki láta af iðju sinni, þrátt fyrir að annar kostur bjóðist og skipulögð glæpasamtök taka afskiptum vart þegjandi. Þess vegna leggja Sameinuðu þjóðirnar einnig mikla áherslu á herta lög- gæslu. „Ekki verður hægt að upp- ræta ólöglega ræktun nema með al- þjóðlegu átaki. Ríkisstjórnir, al- þjóðlegar stofnanir, óopinberar stofnanir, þróunarsjóðir og fjár- málastofnanir eiga þarna hlutverki að gegna,“ segir í yfirlýsingu UNDCP vegna væntanlegs fundar Allsherjarþingsins. Þar kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.