Morgunblaðið - 14.06.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 14.06.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EÞÍÓPSKIR þorpsbúar fagna hermönnum á leið tii átakasvæðanna við Iandamæri Eþfópíu og Erítreu. X m i t íK-í 1 % Átök vegna landamæradeilu Eþíópíu og Erítreu Gamlir bandamenn berast á banaspjót Erítrea fékk sjálfstæði frá Eþíópíu árið 1993, tveimur árum eftir að ráðamenn ríkjanna steyptu marxistastjórninni í Addis Ababa. Aðskilnaðurinn var frið- samlegur en þessir gömlu bandamenn berast nú á banaspjót vegna þess að landamæri ríkjanna hafa aldrei verið af- mörkuð nógu skýrt frá nýlendutímanum. ITALIR stofnuðu nýlendu í Erítreu árið 1890 og Bretar fóru með stjóm landsins frá 1941 þar til Eþíópíustjóm innlimaði það 1952 með samþykki Sameinuðu þjóðanna. Erítrea var gerð að héraði í Eþíópíu tíu árum síðar og eftir sameininguna hóf Þjóðfrelsisfylking Erítreu baráttu fyrir sjálfstæði með skæruhemaði. Erítreumenn börðust fyrst gegn her Haile Selassie Eþíópíukeisara þar til honum var steypt af stóli árið 1974. Eþíópíski herinn tók þá völdin í sínar hendur og stofnaði sósíalískt ríki. Mengistu Haile Miriam komst til valda þrem árum síðar og undir hans stjóm barði herinn niður alla andspyrnu með harðri hendi. Gamlir vopnabræður deila Núverandi ráðamenn Eþíópíu vora flestir í Þjóðfrelsisfylkingu Tigre, sem barðist með Þjóðfrels- isfylkingu Erítreu gegn Mengistu. í sameiningu tókst þeim að steypa einræðishemanum af stóli árið 1991 og nýju ráðamennirnir í Add- is Ababa launuðu Erítreumönnum samstarfið með því að veita þeim sjálfstæði tveimur áram síðar. Ríkin tóku strax að munn- höggvast um landamærin en von- ast var til að deilan yrði leyst með friðsamlegum hætti. Tekist er á um 400 ferkílómetra hrjóstragt landsvæði, Badme, sem Erítreu- menn saka Eþíópíumenn um að hafa innlimað. Átök, sem blossuðu upp á landsvæðinu í maí, hafa magnast smám saman og nú er svo komið að hætta er á allsherjar- stríði milli ríkjanna. „Fáránleg" deila Margir erlendir stjórnarerind- rekar í Afríkuríkjunum eiga erfitt með að skilja hvers vegna svo mik- il harka hefur færst í deiluna, segja hana „fáránlega" og „ómerkilega". ATAKASVÆÐIÐ í EÞÍÓPÍU SUDAN Rauðahaf ERITREA', . Massawa ® Asmara 0 f| Zalambessa ® Mekele'- 1 Atakasvæðið EÞÍÓPÍA 100 km - V •, YEMEN .v 4 \ W v'v, /djibouti 0 Addis Ababa Heimild: Royal Geographic Sociely Landamæri ríkjanna hafa aldrei verið afmörkuð nógu skýrt Tígremenn og Erítreumenn hafa eldað grátt silfur Eiga næg vopn til að heyja mjög blóðugt stríð Erítreumenn skírskota til korta af löndunum, sem ítölsku nýlendu- herrarnir gerðu, og segja þau sanna að Eþíópíumenn hafi lagt undir sig erítreskt landsvæði. Til era þó önnur kort frá nýlendutím- anum sem benda til þess að svæðið hafi tilheyrt Eþíópíu. Embættismenn í báðum ríkjun- um hafa sagt að á landamæra- svæðinu kunni að finnast gull og ýmsir verðmætir málmar. Frétta- skýrendur segja hins vegar að auðlindimar geti ekki verið nógu verðmætar til að það borgi sig fyr- ir ríkin að heyja blóðugt og kostn- aðarsamt stríð vegna þeirra. Margir fréttaskýrendanna telja að eina skýringin á átökunum sé sú að leiðtogar landanna - Isaias Afewerki, forseti Erítreu, og Mel- es Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu - séu einfaldlega í víga- hug. Báðir hafa þeir hvatt til þess að deilan verði leyst með friðsam- legum hætti en samt haldið áfram að auka vígbúnaðinn við landa- mærin. Tigremenn gegn Erítreumönnum Þótt ráðamenn ríkjanna tveggja hafi verið bandamenn í stríðinu við Mengistu og marxistastjórn hans hefur alltaf verið allmikil spenna í samskiptum þeirra frá því Erítrea varð sjálfstætt ríki fyrir fimm ár- um. Erítreumenn tóku t.a.m. upp eigin gjaldmiðil í nóvember, sem skaðaði viðskiptatengsl ríkjanna. Við aðskilnaðinn misstu Eþíópíu- menn hafnir sínar við Rauðahaf og það hefur einnig kynt undir spenn- unni. Chester Crocker, aðstoðaratan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hef- ur ennfremur bent á að þótt Tígre- menn, sem eru áhrifamestir í stjórn Eþíópíu, og Erítreumenn hafi barist saman gegn Mengistu hafi alltaf verið grannt á því góða með þeim. Ekki sé rétt að líta svo á að allir Eþíópíumenn séu að berjast við Erítreumenn. „Reynd- in er sú að það era Tígremenn og Erítreumenn sem berast á bana- spjót.“ Tígre er við landamærin að Erítreu og þótt samskipti þjóð- anna hafi verið mikil hafa alltaf verið úfar með þeim og það kann að vera undirrót fjandskaparins milli Meles Zenawis og Isaias Afewerki. Enginn skortur á vígvélum Þegar Erítrea fékk sjálfstæði skiptu ríkin á milli sín vígvélunum sem her Mengistu fékk frá Sovét- ríkjunum og fleiri kommúnista- ríkjum á síðasta áratug. Bæði Af- ríkuríkin eiga því nægan vopna- búnað til að heyja mjög mann- skætt stríð þótt þau séu á meðal fátækustu landa heims. Talið er að Erítreumenn eigi 200-300 skriðdreka og Eþíópíu- menn 350-400. Bæði ríkin eiga gnótt stórskotaliðsvopna og geta sjálf framleitt skotfæri fyrir fót- göngulið sitt. Eþíópíumenn eiga um 30 MiG-orrustuþotur, smíðað- ar í Sovétríkjunum, og flugher þeirra er mun öflugri en hinn er- ítreski. Erítreumenn standa þó betur að vígi að því leyti að þeir eiga nýrri vélar þar sem þeir hafa keypt sex ítalskar herþotur. Ibúar Eþíópíu era 60 milljónir og fimmtán sinnum fleiri en íbúar Erítreu, sem éru um fjórar millj- ónir. Fastaher Eþíópu er með 120.000 menn undir vopnum og þrefalt fjölmennari en her ná- grannaríkisins. Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem bæði ríkin geta hæglega þrefaldað mannaflann með því að bæta við varaliðsmönnum, fyrr- verandi hermönnum og sjálfboða- liðum. Fari allt á versta veg gæti því um hálf milljón manna tekið þátt í hernaðinum. Þótt Erítreumenn séu miklu fá- mennari er Ijóst að þeir geta veitt Eþíópíumönnum öfluga mót- spymu þar sem þeir búa yfir mik- illi reynslu af stríðsrekstri eftir 30 ára frelsisstríð. Blossi upp allsherjarstríð milli ríkjanna stendur Eþíópía verr að vígi að því leyti að landið liggur ekki að sjó og er háð höfnum Erít- reu. Eþíópíumenn gætu því orðið uppiskroppa með eldsneyti drægist stríðið á langinn og hætta er á efnahagshruni missi eþíópísk fyrirtæki aðganginn að erítreskum höfnum. í nánum tengslum við Bandaríkin Bæði ríkin hafa verið í nánum hernaðarlegum tengslum við ísra- el og Bandaríkin. ísraelar hafa þjálfað herflugmenn beggja ríkj- anna og Bandaríkjamenn hafa séð þeim báðum fyrir vopnum. Á síð- ustu tveim árum hafa Eþíópíu- menn fengið bandarísk vopn fyrir sjö milljónir dala, andvirði 500 milljóna króna, og Erítreumenn fyrir fjórar milljónir dála, tæpar 300 milljónir króna. Þessi aðstoð er liður í tilraunum Bandaríkjamanna og Israela til að halda íslömsku stjórninni í ná- grannaríkinu Súdan í skefjum. Erítreumenn hafa stutt uppreisn- armenn í suðurhluta Súdans, og litlu munaði að þeir lentu í stríði við Jemena vegna deilu um eyjar í Rauðahafi. Bandaríkjamenn hafa reynt að knýja stjórnvöld í Eþíópíu og Erít- reu til að leysa landamæradeiluna í samningaviðræðum en án árang- urs. Bandaríkjastjórn hefur bent á ráðamenn landanna tveggja sem dæmi um nýja kynslóð stjórnmála- manna í Afríku, fyrrverandi upp- reisnarleiðtoga sem aðhyllist lýð- ræði og markaðshyggju og séu að gerbreyta þessari stríðshrjáðu og fátæku álfu. I ljósi síðustu atburða virðist þetta bjartsýna mat harla barnalegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.