Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 21/6 - 27/6
► SÉRA Helga Soffía
Konráðsdóttir,
sdknarprestur í Háteigssókn,
var kjörin formaður
Prestafélags íslands á
aðalfundi þess á mánudag.
Þetta er í fyrsta sinn sem
kona gegnir embætti
formanns Prestafélagsins.
►NÝIR eigendur hafa tekið
við Hótel Húsavík. Það er
eignarhaldsfélag í eigu
þrennra hjóna en þau keyptu
hlut Páls Þórs Jónssonar
núverandi hótelsljdra.
►TVÍSÝNAR horfur eru í
vatnsbúskap Landsvirkjunar
í haust. Vegna þurrka eru
minnkandi líkur taldar á að
fyrirtækinu takist að fylla
miðlunarlón si'n og gæti
komið til skerðingar á
afgangs- og ótryggðri orku.
►Hrossaútflutningur er
hafinn og fóru fyrstu hrossin
til Immingham á Englandi.
Ekkert hafði verið flutt út af
hrossum síðan bann var sett
á útflutning hrossa fyrr á
árinu í kjölfar hitasóttar.
►HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
víkur sýknaði Framkvæmda-
sjóð íslands og Framsóknar-
flokkinn af kröfum Vífílfells
ehf. um endurgreiðslu tæpra
100 milljóna króna vegna
kaupa fyrirtækisins á hluta-
bréfum í Gamla-Álafossi hf.
og Fargi hf. í niðurstöðum
dómsins kom m.a. fram að
helsti tilgangur samnings-
gerðarinnar hafí verið að
nýta uppsafnað tap fyrir-
tækjanna til lækkunar skatta
en þó sé ljóst að málsaðilar
hafi hins vegar allir gert sér
grein fyrir að brugðið gæti
til beggja vona um hvort
tapsfrádrátturinn nýttist.
Deilan við hjúkntnar-
fræðinga óleyst
DEILA hjúkrunarfræðinga og spítal-
anna er enn óleyst, en uppsagnir stórs
hluta hjúkrunarfræðinga taka gildi um
mánaðamót. Uppsagnirnar munu hafa
víðtæk áhrif á rekstur Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Ríkisspítalanna og hafa
ýmsir sagt að neyðarástand blasi við.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra sagði í vikunni að reynt yrði að ná
saman næstu daga, en skipuð hefur ver-
ið nefnd ráðuneytisstjóra til að leita
lausna. Þá hafa fimm fagstéttir á Ríkis-
spítölum ákveðið að segja upp störfum,
alls um 150 manns. Þetta eru læknarit-
arar, lyfjatæknar, matarfræðingar,
matartæknar og vélfræðingar.
Forsetafrúin til
lækninga í Seattle
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir, for-
setafrú, hélt til Seattle í Bandankjun-
um til lækninga á miðvikudag. í reglu-
bundinni rannsókn lækna nýlega kom í
ljós að hvítblæðið sem Guðrún greindist
með í fyrra hafði tekið sig upp á ný. Var
það mat þeirra að hún færi strax til
Seattle í beinmergsflutning.
Guðjón Þórðarson fær
þrjár milljónir
GUÐJÓN Þórðarson landsliðsþjálfari
hefur fengið dæmdar 3 milljónir lö-óna í
bætur auk málskostnaðar en gerðar-
dómur komst að því
að riftun verktaka-
samnings Knatt-
spymufélags ÍA við
Guðjón í desember
1996 hefði verið ólög-
mætur. í niðurstöðu
dómsins kom fram að
Guðjón hefði ekki
brotið neitt af sér
sem réttlætti brott-
rekstur en stjóm ÍA rak hann fyrir að
hafa vanrækt starfsskyldur sínar við fé-
lagið. Niðurstaða gerðardómsins er
endanleg.
Clinton í Kína
HANDTAKA þriggja kínverskra and-
ófsmanna varpaði skugga á upphaf
umdeildrar heimsóknar Bills Clintons
Bandaríkjaforseta til Kína sem hófst á
fimmtudag. Bandarísk stjórnvöld
mótmæltu handtökunum en Clinton,
sem hefur verið harðlega gagnrýndur
fyrir að láta viðskiptahagsmuni koma
niður á baráttunni fyrir mannréttind-
um, sagði að þær myndu þó ekki grafa
undan þeirri stefnu hans að bæta sam-
skiptin við kínversk stjórnvöld. Kín-
verjar vísuðu allri gagnrýni á bug sem
afskiptum af innanríkismálum Kín-
verja.
Yfirgnæfandi stuðn-
ingnr við páskasam-
komulagið
FYLGISMENN páskasamkomulags-
ins hlutu yfírgnæfandi stuðning í þing-
kosningunum sem fram fóru á Norður-
írlandi á fímmtudag. Allt bendir þó til
þess að andstæðingar samkoimilagsins
hafi hlotið a.m.k. 25 sæti á þinginu en
þeir þurfa 30 sæti til að hafa starfsemi
þess í hendi sér. Flokkur hófsamra
kaþólikka, SDLP, hlaut flest atkvæði í
fyrsta sæti í kosningunum en svo virð-
ist sem Sambandsflokkur Ulster,
UUP, muni þó hljóta flest sæti á þing-
inu.
Lán IMF til Rússa
ekki nógu hátt
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hef-
ur samþykkt að veita Rússum 670
milljóna dala lán, jafnvirði 47 milljarða
íslenskra króna. Sjóðurinn, sem í síð-
ustu viku frestaði veitingu lánsins,
féllst á lánveitinguna eftir að hafa
kynnt sér boðaðar efnahagsaðgerðir
rússnesku stjórnarinnar. Lánið er þó
ekki talið duga til þess að draga á
sannfærandi hátt úr efnahagskrepp-
unni í Rússlandi.
►HÆSTIRÉTTUR Banda-
ríkjanna felldi í vikunni úr
gildi lög sem kveða á um að
forsetinn geti beitt neitunar-
valdi á einstakar greinar í
lögum um útgjöld og skatta
án þess að hafna lögunum í
heild. Niðurstaðan er sögð
draga mjög úr möguleikum
forseta á að skera niður út-
gjöld.
►OPEC-ríkin hafa komið sér
saman um að draga úr fram-
leiðslu oli'u um 1,35 milljónir
tunna á dag. Þrátt fyrir að
yfirlýsing þessa efnis hafi
enn ekki nægt til að hækka
olíuverð er samkomulagið
talið sigur fyrir samtökin.
►FÓTBOLTABULLUR hafa
gert mikinn usla í tengslum
við heimsmeistarakeppnina /
knattspymu. Frakkar hafa
tekið málið föstum tökum og
á fimmtudag voru þrír Þjóð-
verjar dæmdir í ársfangelsi
án möguleika á náðun vegna
þátttöku í slagsmálum. Þá
vorú 100 drukknir Englend-
ingar handteknir í Calais í
Frakklandi og Ostend í Belg-
íu eftir að þeir gengu ber-
sersgang á föstudag.
►CARLOS Belo, biskup á
Austur-Tímor, átti í vikunni
viðræður við B.J. Habibie,
forseta Indónesfu, um leiðir
til að bæta ástandið á eyj-
unni. Að viðræðunum loknum
hvatti Belo sljórnvöld í
Indónesfu til að auka borg-
araréttindi íbúa eyjarinnar
og draga úr herliði sínu þar.
►KRISTILEGIR demókratar
með Helmut Kohl kanslara
Þýskalands í broddi fylking-
ar eiga á brattann að sækja í
skoðanakönnunum en kosið
verður í Þýskalandi eftir
fjórar vikur.
Breyting RÚV í hlutafélag könnuð í menntamálaráðuneyti
BSRB gegn áformum
um breytt útvarpslög
í menntamálaráðuneytinu er
unnið að því að athuga hvernig best
verði staðið að því að breyta Ríkis-
útvarpinu (RÚV) í hlutafélag í eigu
ríkisins. Meðal hugmynda sem fram
hafa komið í þeirri vinnu er að út-
varpsstjóri verði æðsti stjórnandi
RÚV hf. í daglegum rekstn og hann
ráði aðra starfsmenn RÚV hf. án
umsagnar eða tillagna annarra að-
ila, gagnstætt því sem nú er. Þá eru
hugmyndir uppi um að leggja niður
Menningarsjóð útvarpsstöðva og
Framkvæmdasjóð RÚV.
Fimm manna starfshópur á veg-
um Ríkisútvarpsins, svokallaður St-
arfshópur um framtíðarsýn RÚV,
hefur fjallað um hugmyndir
menntamálaráðuneytisins og telur
þær flestar afar jákvæðar. For-
mannsfundur Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja (BSRB) lýsir
hins vegar yfir eindreginni and-
stöðu við áform Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra um að hluta-
félagavæða Ríkisútvarpið (RÚV) og
segir að RÚV eigi að vera „al-
mannaútvarp sem lýtur almanna-
stjóm“.
í minnisblaði Harðar Einarsson-
ar hrl., sem vinnur að endurskoðun
lagaákvæða um RÚV fyrir mennta-
málaráðuneytið, segir m.a. að RÚV
yrði sveigjanlegra í rekstri yrði því
breytt úr ríkisstofnun í hlutafélag. í
minnisblaðinu segir einnig að hug-
myndir séu uppi um að mennta-
málaráðherra fari með hlut ríkisins
í félaginu, en í því fælist m.a. að
hann skipaði stjórn félagsins, sem
hefði yfirumsjón með rekstri hluta-
félagsins.
í fréttatilkynningu frá BSRB er
hins vegar varað við þeirri sam-
þjöppun á pólitísku valdi sem fælist
í því að fela „menntamálaráðherra
einum yfirráð yfir þessari mikil-
vægu stofnun,“ eins og segir í
fréttatilkynningunni. „BSRB vill
sterkt og öflugt Ríkisútvarp, upp-
lýsinga- og menningarmiðil sem
þjóni landsmönnum öllum, al-
mannaútvarp sem lýtur almanna-
stjórn," segir ennfremur.
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
Slegið í miðnætursól
• •
Olvunarakst-
ur sannaður
á vettvangi
SÝNATÖKUBÍLL Ríkislögreglu-
stjóra var tekinn í notkun aðfara-
nótt laugardagsins og lét lögreglan
í Reykjavík nokkra ökumenn blása
í öndunarmæli á vettvangi. Mælir-
inn gefur niðurstöðu um áfengis-
magn í blóði ökumanns á staðnum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni flýtir þetta mikið fyrir af-
greiðslu á málum, þar sem grunur
er um ölvunarakstur, þar sem nið-
urstaða fæst á vettvangi og ekki
þarf lengur að senda menn í blóð-
sýni, nema þeir séu of ölvaðir til
slíkrar sýnatöku eða þeir streitist á
móti.
Bíllinn verður staðsettur víða
um land á næstu vikum til að
kanna ástand ökumanna.
HEYSKAPUR er hafinn á
Mjósyndi í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu. Að sögn bóndans á
bænum, Bjarka Reynissonar, er
það á svipuðum tíma og í fyrra
en þó er heldur betri spretta nú
en á síðasta ári. Á Mjósyndi er
ræktað tún um 45 hektarar og
tekur það um tíu daga að hirða
túnin ef góður þurrkur næst. Það
eru tvö ár síðan Bjarki tók að
hirða túnin með rúlluböggum en
áður var hann með súðþurrkun.
Á Mjósyndi býr Bjarki ásamt
konu sinni Vaigerði Gestsdóttur
og eiga þau fimm börn.
Viljayfirlýsing fímm aðila undirrituð á Isafírði
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
VIÐ undirritun, Bergur Torfason, Fjórðungssambandi Vestfirðinga,
Halldór Halldórsson, bæjarsljóri ísaQarðarbæjar, Bjöm Teitsson,
skólameistari Framhaldsskóla VestQarða, Páll Skúlason, rektor Há-
skóla íslands, og Kristín Jónsdóttir frá Endurmenntunarstofnun HÍ.
f C L A
ísland - landið hlýja í
norðri með Ijósmyndum
Sigurgeirs Sigurjónssonarl
er langmest selda bókin fyrirj
erlenda ferðamenn.
Fróðlegur texti eftir Torfa H. Tulinius.
{>
FORLAGIÐ
Fæst á íslensku, ensku,
sænskn, norsku, döns
itélsku, spænsku
Laugavegi 18 • Slmí 615 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500
Stefnt að
rekstri fjar-
náms í haust
UNDIRRITUÐ var viljayfirlýsing
um fjarnám á vegum Háskóla ís-
lands á ísafirði á föstudag. Auk Há-
skólans standa að yfirlýsingunni
Endurmenntunarstofnun Háskólans,
Fjórðungssamband Vestfirðinga,
bæjarstjórn ísafjarðarbæjar og
framhaldsskðli Vestfjarða á ísafirði.
Stefnt er að því að tekið verði upp
samstarf um rekstur fjarnáms á ísa-
firði skólaárið 1998 til 1999 en nú
þegar er hafinn undirbúningur að
því. Gert er ráð fyrir að kennt verði í
byrjun í rekstrar- og viðskiptanámi
Endurmenntunarstofnunar Háskól-
ans en einnig er í undirbúningi að
flytja fyrirlestra og námskeið úr
deildum Háskólans með hinu nýja
kerfi.
Framhaldskóli Vestfjarða á ísa-
firði mun hýsa aðstöðu fyrir fjar-
skiptabúnað og kennslu í húsnæði
sínu að Torfnesi á ísafirði.
----------------
Rólegt í mið-
bænum
ÓVENJU fámennt var i miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt laugardags-
ins og fór allt skemmtanahald vel
fram að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík. Áætlað er að um 1.500 manns
hafi verið þar á ferli á milli 3 og 5 um
nóttina.
Hertar aðgerðir lögreglu í mið-
bænum eru komnar í framkvæmd og
búið er að fjölga lögreglumönnum í
bænum, bæði einkennisldæddum
sem óeinkennisklæddum. Auk þess
notar lögreglan nú færanlegar eftir-
litsmyndavélar við löggæslustörf.