Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ísland er lifandi land.
Hvergi er þetta sann-
ara en þar sem jarð-
hiti kraumar undir
stærstu jökulhettu
Evrópu, Vatnajökli,
með nýlegum nátt-
úruhamförum. Þar er
því alveg sérstakt
tækifæri til margvís-
legra rannsókna, sem
aldrei eru umfangs-
meiri en nú í kjölfar
gossins í Gjálp. Elfn
Pálmadóttir fylgdist
með þessum einstöku
rannsóknum í vorleið-
angri Jöklarann-
sóknafélagsins og
rannsóknastofnana í
Grímsvötn, sem nú
stóð í tvær vikur með
þáttöku 35 leiðang-
ursmanna.
UPP ÚR miðri jökulhettu
Vatnajökuls, á syðri barmi
hinna merkilegu Grímsvatna,
stendur hnjúkur með jarðhita
í upp úr ísnum og dugar til að
þama á Grímsfjalli hefur Jökla-
rannsóknafélagið með árunum get-
að komið upp þremur húsum til af-
nota í rannsóknaferðum, sem er
undirstaða þess að á þessum við-
sjárverða jökli er komin brúkleg
rannsóknastöð. Þegar ekkert fé
var að hafa í jöklarannsóknir,
fundu Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur og dr. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur upp á því snjallræði
að stofna 1950 Jöklarannsóknafé-
lag íslands með áhugafólki í bland
við vísindamenn, enda sögðu þeir
að ekki væri síður mikilvægt að
koma farartækjum með rann-
sóknamönnum á þennan ómögu-
lega stað og hafa hjálp sjálfboða-
liðanna við að leysa nauðsynleg
vísindaverk. Eftir að vað fannst á
farartálmanum Tungnaá var 1955
ráðist í að byggja skála í Jökul-
heimum við sporð Tungnaárjökuls-
ins, sem lengst af hefur verið væn-
legust leið til að komast á farar-
tækjum upp jökulinn. 1957 var svo
í vorleiðangri byggður á Gríms-
fjalli gamli skálinn svonefndur,
1987 var þangað fluttur stærri
skáli og fyrir 4 árum þriðja húsið,
sem er snyrtilegur kamar með los-
unarmöguleikum, gufubaði og
handpumpaðri sturtu og geymslu,
sem nú var lögð undir rannsókna-
miðstöð með tölvum og sjálfvirk-
Vísindi á Vatnajökli
RANNSÓKNIR í Grímsvötnum
á Vatnajökli veita einstakt tæki-
færi, sem varla fæst annars
staðar. Þarna er eitt öflugasta
jarðhitakerfí jarðar. Hvergi í
veröldinni er jarðhiti og slík
eldvirkni undir jökli svo nokkru
nemi. Til viðbótar hafa menn nú
í fyrsta skipti tækifæri til að sjá
hvernig jökullinn bregst við eld-
gosi eins og varð 1996 í Gjálp. I
Surtsey gátu vísindamenn séð
hvernig móbergsfjall myndast
undir sjó og nú er í fyrsta skipti
hægt að fylgjast með hvernig
móbergsljall myndast undir
jökli. Rannsóknaferðir á Vatna-
jökul að vori hafa heldur aldrei
verið umfangsmeiri en í fyrra
og nú í júní, þar sem fara fram
margvíslegar merkilegar mæl-
ingar og verið er að koma fyrir
sjálfritandi mælingum til fram-
búðar - enda skiptir okkur ís-
lendinga óhemju máli hvað
kraumar þarna undir Vatna-
jökli. Sú ályktun að e.t.v. sé að
hefjast nýtt óróatímabil í Vatna-
jökli byggir á tvennu, að því er
Magnúsi Tumi Guðmundsson út-
skýrir. Annars vegar að gossag-
an sýnir að eldvirkni í Vatna-
jökli virðist lotubundin, með tíð-
uimeldgosum í 60-80 ár og álíka
löngu rólegu tímabili á milli, og
því;megi vera að 60 ára löngu
róíegu tímabili sé lokið með
þéssu gosi. Hins vegar hefur
jarðskjálftavirkni farið vaxandi
siðustu 20 árin, sem bendir til
að óróatímabil geti verið í nánd.
í vorferð JÖRVA, Raunvís-
indastofnunar Háskólans,
Landsvirkjunar og Veðurstofu
eru markmiðin að kortleggja
mekanismann kringum eld-
stöðvarnar og væntanleg kviku-
hólf undir jöklinum við Gjálp og
líka í Skaftárhlaupum, fínna
hvað veldur því að vatnið hleyp-
ur úr Grímsvötnum við þessa
stöðu en ekki einhveija aðra og
yfirleitt að reyna að búa til lík-
an af því sem er að gerast þarna
undir.
fssjármælingar á gosstöðvun-
um eru því mikilvægar til að fá
nokkuð nákvæma lögun á fjall-
ið sem myndaðist og með
þyngdarmælingum til að fínna
hvers konar berg þar er,
bólstraberg eða bara ösku-
hrúga, jafnfram sem gerðar
eru segulmælingar. Einnig
voru nú settar út stikur til að
skoða hvernig ísinn skríður inn
í gostöðina og breiðir yfír öll
ummerki.
f annan stað fóru fram heita-
vatnsboranir í Grímsvötnum,
sem er alveg nýr þáttur, og
mun hugsanlega varpa nýju
ljósi á hvernig Grímsvatna-
hlaup byija. Eftir stóra hlaupið
fyrir tæpum tveimur árum eru
miklar breytingar á þröskuldin-
um sem hefur hemil á vatns-
hlaupinu, þar sem ísstiflan úr
vötnunum laskaðist töluvert og
þynntist, svo að hlaup verða við
lægri vatnsstöðu en áður. Varð
lítið hlaup í vetur og einnig lek-
ur úr vötnunum. Grímsvötnin
hafa því staðið lágt, ís flætt inn
í þau og íshellan þykknað,
hvort sem það hefur áhrif til
frambúðar eða ekki. Tókst að
bora í útfallinu holu niður á
botn og setja sjálfritandi þrýsti-
skynjara á botninn. Og í bor-
holu í sjálfum Grímsvötnum
verður samskonar þrýstiskynj-
ari, sem nú var komið fyrir, og
mun radíósendir í framhaldi
senda upplýsingar um botn-
þrýstinginn, þ.e. þungann á
vatnssúlunni, á Grímsfjall og
þau gögn flutt áfram í bæinn.
Eftir það er gamall draumur að
verða að veruleika, að verði
komin sjálfvirk skráning á
vatnshæð Grímsvatna, sagði
Magnús Tumi.
Svo er reyndar að sjá en á
eftir að staðfesta, að ýmsir sig-
katlar á sjálfu Grímsvatnasvæð-
inu séu núna að dýpka, sem
bendir þá til þess að jarðhiti sé
að aukast. Það gætu verið áhrif
gliðnunar á svæðinu í kjölfar
gossins. Við það verður bergið
vatnsgengara og grunnvatn
leitar lengra niður í bergið að
rótum heitrar Grímsvatnaeld-
stöðvar og vinnur þar meiri
varma.
Þriðja stóra verkefnið í þess-
um vorleiðangri eru jarð-
skjálftamælingar á Vatnajök-
ulssvæðinu til að kortleggja
kvikuhólfín í jarðskorpunni.
Það verkefni er á vegum Bryn-
dísar Brandsdóttur á Raunvís-
indastofnun í samvinnu við vís-
indamenn í Cambridge, og með
fullkomnum tækjum fengnum
að láni frá bandarískum tækja-
bönkum. Búið var að koma fyr-
ir 25 skjálftamælum út um
jökulinn og seinni vikuna var
komið fyrir 16 mælum á Bárð-
arbungu. Þá eru komnir á
jökulinn yfír 40 skjálftamælar
sem hlusta á alla skjálfta sem
þar verða. Er hver þeirra knú-
inn af sólarsellum og útbúinn
með harðan disk, sem safnar