Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 11

Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 11 Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir. í GRÍMSVÖTNUNUM. Áður var gryQugröftur tímafrekt verkefni í vorferðum. Nú er einfaldlega boraður upp ískjarni til að mæla vetrará- komu, eðlisþyngd o.fl. Þórdís jarðfræðingur mælir kjarnann, Sjöfn skráir og leiðangurstjórinn Magnús Tumi er lengst tii hægri. KONURNAR voru liðtækar við að stinga upp köggla og þíða með heitri vatnsbunu í tunnu til nota á heitavatnsborinn. Borað var niður á botn í Grímsvötnum og ísstíflunni austan við þau til að koma niður sjálfritandi þrýstiskypjurum. snjó. Hefur m.a. verið framleitt rafmagn við hitamun fyrir skjálftamæli sem sendir stöðugt niður í Vatnsfell og áfram til Reykjavíkur. Voru 1988 boraðar þrjár holur í hnjúkinn en áður aðr- ar minni og ófullkomnari. Þarna er semsagt á svolítilli auðri móbergsbungu í 1720 m hæð upp úr jökulbreiðunni komin með hugviti og ómældu erfiði nothæf aðstaða til rannsókna á þessu öfl- ugasta jarðhitakerfí jarðar undir jökli, sem er einsdæmi í veröld- inni. Þann ógnarkraft og hve miklu máli skiptir að vita hvað þarna er að gerast fengum við hugmynd um þegar gaus í Grim- svötnum fyrir tæpum tveimur ár- um og vísindamönnum varð star- sýnt á hversu gríðarlega hratt gosið bræddi ísinn og landsmenn allir máttu sjá þann heljarkraft sem þar losnaði úr læðingi í Skeið- arárhlaupi með hrikalegum jaka- burði niður í byggð. Hin praktíska undirstaða til rannsókna á þessum stað eru skálarnir á Grímsfjalli, því þvílík stórviðri skella á þessum hæstu jökulbungum að ekki er hættandi út jafnvel hraustustu jökum, þótt „þeir, sem á snjóbíl um firnindin fara, fjandi eru það kaldir menn“, eins og Sigurður Þórarinsson lýsti þeim í Ijóði. Fólk verður oft að bíða af sér óveðrin í öruggum skála. Enda er tíðasta máltæki í slíkum ferðum: Hann er alveg að rífa af sér! í 3 hreppum og tveimur heimsálfum Þessum mikilvægu húsum á litla hnjúknum upp úr Vatnajökli sýnist nú samkvæmt glænýjum lögum Á GRÍMSFJALLI. Horft úr dyrum nýja skálans til þess gamla og vatnsbræðslupottsins haganlega á hlaðinu. í baksýn má greina kletta- brúnina á syðri barmi Gímsvatna. ÞÓTT jökullinn sígi á er gjáin eftir vatnsflauminn frá Gjálpar- gosinu 1996 enn býsna hrikaleg með öskubornum ísjökum á báðar hliðar. Jöklafararnir Finnur, Haildór og Magnus Tumi í botni gjárinnar. um mælitækjum. í 15 ár er á þess- um litla heita hóli upp úr jöklinum búið að framleiða orku fyrir rann- sóknatæki með jarðhitavirkjun, en líka leiða heita gufuna til baðs og til að afla vatns til matar með hug- vitsamlegum bræðslupotti á hlað- inu, þar sem heit gufa leikur um innri pott sem mokað er í ís og frá Alþingi vera skákað stjórnun- arlega sínu í hvern hreppinn ásamt tilheyrandi jökulsprungum og kötlum á leið upp að þessari byggð. Gamli skálinn er þá vænt- anlega í Skaftárhreppi, Nýi skál- inn með bræðslupottinum á hlað- inu í Bárðdæla - eða Skútustaða- hreppi og líklega fellur gufubaðið með kömrunum í hlut hins nýja Homafjarðarbæjar, sem gæti nú verið handleggur, því allur úr- gangur er fjarlægður. Er byggðin þá komin í þrjár sýslur. Og rann- sóknasvæðið sem menn brjótast út á til mælinga og rannsókna af þreki miklu skiptist á 10 hreppa (fyrir sameiningu sveitarfélaga). Að auki er svo Vatnajökull sem kunnugt er raunverulega í tveimur heimsálfum, þar sem annar helm- ingurinn situr á Ameríkuflekanum og hinn á Evrópuflekanum. Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Hvernig þessum „nautshaus" datt í hug að jafna byggð landins með því að skipta Vatnajökli í hreppa- ræmur virkar óneitanlega bros- lega á einn elsta „íbúa Gríms- vatnahrepps", sem fyrst fór í vorferð með jöklamönnum 1959. Varla halda lagasmiðir að byggða- menn hafl aflað sér hefðarréttar með að reka fé á jökla eða veiða silung í Grímsvötnum eða að ein- falt sé að draga hreppamörk á sískríðandi klaka, eða hvað? Sem fyrr sagði hafa vorleiðangr- ar JÖRVA lengst af farið úr Jökul- heimum og upp Tungnaárjökulinn. En eftir framhlaup fyrir fáum ár- um var Tungnaárjökull svo kol- sprunginn að sú leið varð ófær. Nú varð komist í Grímsvötn austan megin frá, farinn vegur frá Smyrlabjargarvirkjun og gist í Jöklaseli, þeim fína skála Jökla- ferða úr Hornafirði við jökulrönd- ina, áður en daginn eftir var haldið upp Skálafellsjökul á snjóbíl Landsvirkjunar, fjórum sérútbún- um jeppum og 6 vélsleðum, enda stór leiðangur. Þurfti að draga sleða með þungum farangri, 2-3 tonnum af eldsneyti, einu og hálfu tonni af rannsóknatækjum og álíka af mat og dóti, auk leiðangurs- mannanna 22ja, sem voru þar fyrri vikuna og sumir allan tímann. Leiðangursstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson, nýkjörinn formaður JÖRVA og sérfræðingur um Grímsvatnagos og eldgosið síð- asta. Að þetta er lifandi jökull blasti við þar sem ég sat einn daginn í sólinni á pallinum við skálann á Grímsfjalli, sem vetrarsnjónum hafði verið mokað frá, með dýrð- legt útsýni til Öræfajökuls, Þumals og Lómagnúps niðri í sveit. Þama blöstu við þær breytingar sem orð- ið hafa á leiðinni upp á Grímsfjall, enda hefi ég ekki komið þar í yfír áratug. í vestri blasir við suður- brún Grímsvatna og hryggurinn sem þræddur var upp að vestan sem virðist orðinn mjórri og vara- samari leið að feta sig eftir. Og þama hafa myndast katlar, sem sennilega verður þó hægt að fara sunnan við áfram þegar Tungnaár- jökullinn verður fær aftur innan skamms. Að austan sést enn þetta gífurlega útfall sem varð þegar hljóp úr Grímsvötnum í Gjálpar- gosinu með slíkum látum að ísþak- ið ofan á vatnsrásinni hrundi og varð gjá, sem er þó mikið farin að síga saman. Austanmegin verður nú að krækja sveig norður fyrir út- fallið á leið upp á fjallið. En í brekkunni eru greinilegar fjórar nýjar sprungur, sem þarf að fara varlega yfir á leið upp og ofan í Grímsvötnin. Jökullinn er eitthvað sprungnari í kjölfar umbrotanna, sem urðu fyrir tveimur árum, auk þess sem ákoman á jökulinn mælist nú minni í vetur en mörg undanfarin ár, í Grímsvötnum 3,2 m þykk eða um 70% af því sem hún hefur verið að jafnaði. Hafa sprungur frá sl. sumri því ekki hu- list eins af vetrarsnjó og má búast við að austan megin verði meira sprungið þegar líður á sumarið. Mér varð hugsað til þess að á ís- landskorti, sem bandaríski pró- fessorinn okkar hafði, var strikað- ur beinn vegur yfír jökulinn að austanverðu frá Jöklaseli á Gríms- fjall. Nokkuð djarft, þó vanir jöklamenn séu sér meðvitandi um hreyfingar í þessum lifandi jökli. Þó bar á góma að allir séu sér enn betur meðvitandi um viðsjárverð- an jökulinn eftir að Bryndís Brandsdóttir og bandarískur fé- lagi hennar lentu fram af norður- brún Grímsvatna á leið í skálann í forleiðangri í maí til að setja út skjálftamæla. En í maílok höfðu Magnús Tumi, Hannes Haraldsson og fleiri farið og komið út mælun- um, sem prófa skyldi að lesa af í þessari ferð. Grímsvötnin, þau eru góður staður Jöklarannsóknafélagið hefur lengi staðið að rannsóknum á Vatnajökli í vaxandi samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans, Vegagerðina, Landsvirkjun, Orku- stofnun .og Veðurstofuna, enda mikið í húfi fyrir þessar stofnanir og raunar landsmenn alla vegna eldgosa og hlaupa niður á Skeiðar- ársand. Þess vegna eru til lang- tímatölur um ákomu snævar, breytingar á hæð yfirborðs íshell- unnar, jarðhita og jarðhræringar. En hingað til hefur aðeins verið komið að gosum í Vatnajökli 1934 og 1983. Þá varð tiltölulega lítið gos sem kom upp sunnanvert í Grímsvötnum og við sáum öskulag á ísnum og í vatn þegar við kom- um þar eftir hlaup um veturinn. En nú hefur í fyrsta skipti verið hægt að fylgjast frá upphafi með, mæla og skoða eldgos undir jökli og meðfylgjandi hlaup. Aðaltil- gangurinn með þessum umfangs- miklu rannsóknum nú er því að kanna lögun og eðli nýja fjallsins úr Gjálpargosinu og reyna að varpa nýju ljósi á hvernig Gríms- gögnum. Þarf að sækja diskana reglulega og vinna af þeim. Var Fiona frá Cambrigde farin til þess og reyndust mælarnir virka í öflugu tölvunum sem komnar voru upp í „geymsl- unni“ á Grímsfjalli. Allmiklar þyngdarmælingar voru gerðar í vestanverðum Vatnajökli. Er þá breytileiki á þyngdarsviði jarðar frá einum stað til annars notaður til að kanna jarðlagabyggingu á svæðinu öllu, t.d. hvernig inn- viðir eldstöðvanna stóru skera sig úr berginu umhverfis. Með skjálftamælingum og þyngdar- mælingum er stigið stórt skref til frekari skilnings á eðli þessa virkasta eldgosasvæðis lands- ins. Ymislegt fleira var á dagskrá, ákomumælingar víða á jöklin- um, en mjög lítil úrkoma hefur verið í vetur, ákoman í Grím- svötnum aðeins mælst 3,2 metr- ar. Ákomumælingar eru gerðar á sléttunni sunnan Hvannadals- hnjúks og einnig gerðar þyngd- armælingar til könnunar á byggingu Öræfajökuls. Voru nú MEÐ í'ssjánni, sem dregin er af sleða um gosstöðv- arnar og jökulinn, er reynt að mæla lögun fjallsins sem myndaðist og útfallsins og fá nákvæma mynd af gosstöðvunum. teknir 20 punktar sem vantaði í það punktanet sem byijað var að mæla sumarið 1996. Leiðangrinum fylgdi Sæ- mundur Oskarsson verkfræð- ingur með það verkefni að mæla hátíðnijarðleiðni á jöklin- um, til að reikna út langdrægni sendistöðva. Tók hann tvö snið þvert yfir jökulinn, frá Köldu- kvíslaijökli til Breiðubungu og hitt frá Mariutungum að Morsáijökli. Er hann búinn að mæla um allt land slíka hátfðni- jarðleiðni, sem er mjög mis- munandi, en átti eftir jökulinn. Er ætlun hans að búa til há- tíðnijarðleiðnikort af landinu, sem hann kvaðst hugsanlega ljúka á þessu ári. Til viðbótar fóru í leiðangrin- um fram ýmiskonar smíðar og undirbúningur vegna mæli- tækja. Þessi nýi jarðskjálfta- mælir Veðurstofunnar og bún- aðurinn sem fylgist með Gríms- fjalli krefst aukinnar orku og nýrrar gufuaflstöðvar á Gríms- Qalli. Undanfarin tvö ár hefur verið þarna jarðskjálftamælir sem hluti af neti, svokölluðu Hotspot-verkefni, og sólarsellur á Grímsfjalli notaðar til að framleiða rafmagn í það, en oft orðið rafmagnslaust þar eð sól- arsellurnar hverfa undir ís hálft árið. Því er áformað að setja í sumar upp svokallaða SÍL-stöð fyrir sjálfvirkt net skjálftamæla Veðurstofúnnar, sem getur staðsett skjálfta á nyög stuttum tíma. Til þess þarf meiri orku og því ætlunin að bæta við jarðhitavirkjunina og jafnvel bæta við sólarsellum, sem verða þá búnar afísingar- búnaði frá holunni til að halda þeim ísfríum á vetrum; jafn- framt að setja á holuna búnað til að þétta vatn úr henni sem upp kemur til að nýta það í skálanum. Rekstur rannsókna á miðjum Vatnajökli er ekki ein- falt mál og margur vandi sem þarf að leysa. Allar þessar rannsóknir á Grímsvatnasvæðinu hafa ekki aðeins gildi fyrir jarðfræði ís- lands, heldur líka víðtækara gildi. Á Suðurskautslandinu eru vísindamenn t.d. við rannsóknir á áhrifum eldgosa á stöðugleika jökuls og hugsanleg áhrif þeirra á veðurfar, með tilliti til þess að eldgos gætu stórlega breytt eig- inleikum jökulfssins og síðan veðurfari. VÍTT og breitt um jökulinn hafa verið settir út 40 skjálftamælar sem hlusta á alla skjálfta sem þar verða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.