Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 11 Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir. í GRÍMSVÖTNUNUM. Áður var gryQugröftur tímafrekt verkefni í vorferðum. Nú er einfaldlega boraður upp ískjarni til að mæla vetrará- komu, eðlisþyngd o.fl. Þórdís jarðfræðingur mælir kjarnann, Sjöfn skráir og leiðangurstjórinn Magnús Tumi er lengst tii hægri. KONURNAR voru liðtækar við að stinga upp köggla og þíða með heitri vatnsbunu í tunnu til nota á heitavatnsborinn. Borað var niður á botn í Grímsvötnum og ísstíflunni austan við þau til að koma niður sjálfritandi þrýstiskypjurum. snjó. Hefur m.a. verið framleitt rafmagn við hitamun fyrir skjálftamæli sem sendir stöðugt niður í Vatnsfell og áfram til Reykjavíkur. Voru 1988 boraðar þrjár holur í hnjúkinn en áður aðr- ar minni og ófullkomnari. Þarna er semsagt á svolítilli auðri móbergsbungu í 1720 m hæð upp úr jökulbreiðunni komin með hugviti og ómældu erfiði nothæf aðstaða til rannsókna á þessu öfl- ugasta jarðhitakerfí jarðar undir jökli, sem er einsdæmi í veröld- inni. Þann ógnarkraft og hve miklu máli skiptir að vita hvað þarna er að gerast fengum við hugmynd um þegar gaus í Grim- svötnum fyrir tæpum tveimur ár- um og vísindamönnum varð star- sýnt á hversu gríðarlega hratt gosið bræddi ísinn og landsmenn allir máttu sjá þann heljarkraft sem þar losnaði úr læðingi í Skeið- arárhlaupi með hrikalegum jaka- burði niður í byggð. Hin praktíska undirstaða til rannsókna á þessum stað eru skálarnir á Grímsfjalli, því þvílík stórviðri skella á þessum hæstu jökulbungum að ekki er hættandi út jafnvel hraustustu jökum, þótt „þeir, sem á snjóbíl um firnindin fara, fjandi eru það kaldir menn“, eins og Sigurður Þórarinsson lýsti þeim í Ijóði. Fólk verður oft að bíða af sér óveðrin í öruggum skála. Enda er tíðasta máltæki í slíkum ferðum: Hann er alveg að rífa af sér! í 3 hreppum og tveimur heimsálfum Þessum mikilvægu húsum á litla hnjúknum upp úr Vatnajökli sýnist nú samkvæmt glænýjum lögum Á GRÍMSFJALLI. Horft úr dyrum nýja skálans til þess gamla og vatnsbræðslupottsins haganlega á hlaðinu. í baksýn má greina kletta- brúnina á syðri barmi Gímsvatna. ÞÓTT jökullinn sígi á er gjáin eftir vatnsflauminn frá Gjálpar- gosinu 1996 enn býsna hrikaleg með öskubornum ísjökum á báðar hliðar. Jöklafararnir Finnur, Haildór og Magnus Tumi í botni gjárinnar. um mælitækjum. í 15 ár er á þess- um litla heita hóli upp úr jöklinum búið að framleiða orku fyrir rann- sóknatæki með jarðhitavirkjun, en líka leiða heita gufuna til baðs og til að afla vatns til matar með hug- vitsamlegum bræðslupotti á hlað- inu, þar sem heit gufa leikur um innri pott sem mokað er í ís og frá Alþingi vera skákað stjórnun- arlega sínu í hvern hreppinn ásamt tilheyrandi jökulsprungum og kötlum á leið upp að þessari byggð. Gamli skálinn er þá vænt- anlega í Skaftárhreppi, Nýi skál- inn með bræðslupottinum á hlað- inu í Bárðdæla - eða Skútustaða- hreppi og líklega fellur gufubaðið með kömrunum í hlut hins nýja Homafjarðarbæjar, sem gæti nú verið handleggur, því allur úr- gangur er fjarlægður. Er byggðin þá komin í þrjár sýslur. Og rann- sóknasvæðið sem menn brjótast út á til mælinga og rannsókna af þreki miklu skiptist á 10 hreppa (fyrir sameiningu sveitarfélaga). Að auki er svo Vatnajökull sem kunnugt er raunverulega í tveimur heimsálfum, þar sem annar helm- ingurinn situr á Ameríkuflekanum og hinn á Evrópuflekanum. Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Hvernig þessum „nautshaus" datt í hug að jafna byggð landins með því að skipta Vatnajökli í hreppa- ræmur virkar óneitanlega bros- lega á einn elsta „íbúa Gríms- vatnahrepps", sem fyrst fór í vorferð með jöklamönnum 1959. Varla halda lagasmiðir að byggða- menn hafl aflað sér hefðarréttar með að reka fé á jökla eða veiða silung í Grímsvötnum eða að ein- falt sé að draga hreppamörk á sískríðandi klaka, eða hvað? Sem fyrr sagði hafa vorleiðangr- ar JÖRVA lengst af farið úr Jökul- heimum og upp Tungnaárjökulinn. En eftir framhlaup fyrir fáum ár- um var Tungnaárjökull svo kol- sprunginn að sú leið varð ófær. Nú varð komist í Grímsvötn austan megin frá, farinn vegur frá Smyrlabjargarvirkjun og gist í Jöklaseli, þeim fína skála Jökla- ferða úr Hornafirði við jökulrönd- ina, áður en daginn eftir var haldið upp Skálafellsjökul á snjóbíl Landsvirkjunar, fjórum sérútbún- um jeppum og 6 vélsleðum, enda stór leiðangur. Þurfti að draga sleða með þungum farangri, 2-3 tonnum af eldsneyti, einu og hálfu tonni af rannsóknatækjum og álíka af mat og dóti, auk leiðangurs- mannanna 22ja, sem voru þar fyrri vikuna og sumir allan tímann. Leiðangursstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson, nýkjörinn formaður JÖRVA og sérfræðingur um Grímsvatnagos og eldgosið síð- asta. Að þetta er lifandi jökull blasti við þar sem ég sat einn daginn í sólinni á pallinum við skálann á Grímsfjalli, sem vetrarsnjónum hafði verið mokað frá, með dýrð- legt útsýni til Öræfajökuls, Þumals og Lómagnúps niðri í sveit. Þama blöstu við þær breytingar sem orð- ið hafa á leiðinni upp á Grímsfjall, enda hefi ég ekki komið þar í yfír áratug. í vestri blasir við suður- brún Grímsvatna og hryggurinn sem þræddur var upp að vestan sem virðist orðinn mjórri og vara- samari leið að feta sig eftir. Og þama hafa myndast katlar, sem sennilega verður þó hægt að fara sunnan við áfram þegar Tungnaár- jökullinn verður fær aftur innan skamms. Að austan sést enn þetta gífurlega útfall sem varð þegar hljóp úr Grímsvötnum í Gjálpar- gosinu með slíkum látum að ísþak- ið ofan á vatnsrásinni hrundi og varð gjá, sem er þó mikið farin að síga saman. Austanmegin verður nú að krækja sveig norður fyrir út- fallið á leið upp á fjallið. En í brekkunni eru greinilegar fjórar nýjar sprungur, sem þarf að fara varlega yfir á leið upp og ofan í Grímsvötnin. Jökullinn er eitthvað sprungnari í kjölfar umbrotanna, sem urðu fyrir tveimur árum, auk þess sem ákoman á jökulinn mælist nú minni í vetur en mörg undanfarin ár, í Grímsvötnum 3,2 m þykk eða um 70% af því sem hún hefur verið að jafnaði. Hafa sprungur frá sl. sumri því ekki hu- list eins af vetrarsnjó og má búast við að austan megin verði meira sprungið þegar líður á sumarið. Mér varð hugsað til þess að á ís- landskorti, sem bandaríski pró- fessorinn okkar hafði, var strikað- ur beinn vegur yfír jökulinn að austanverðu frá Jöklaseli á Gríms- fjall. Nokkuð djarft, þó vanir jöklamenn séu sér meðvitandi um hreyfingar í þessum lifandi jökli. Þó bar á góma að allir séu sér enn betur meðvitandi um viðsjárverð- an jökulinn eftir að Bryndís Brandsdóttir og bandarískur fé- lagi hennar lentu fram af norður- brún Grímsvatna á leið í skálann í forleiðangri í maí til að setja út skjálftamæla. En í maílok höfðu Magnús Tumi, Hannes Haraldsson og fleiri farið og komið út mælun- um, sem prófa skyldi að lesa af í þessari ferð. Grímsvötnin, þau eru góður staður Jöklarannsóknafélagið hefur lengi staðið að rannsóknum á Vatnajökli í vaxandi samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans, Vegagerðina, Landsvirkjun, Orku- stofnun .og Veðurstofuna, enda mikið í húfi fyrir þessar stofnanir og raunar landsmenn alla vegna eldgosa og hlaupa niður á Skeiðar- ársand. Þess vegna eru til lang- tímatölur um ákomu snævar, breytingar á hæð yfirborðs íshell- unnar, jarðhita og jarðhræringar. En hingað til hefur aðeins verið komið að gosum í Vatnajökli 1934 og 1983. Þá varð tiltölulega lítið gos sem kom upp sunnanvert í Grímsvötnum og við sáum öskulag á ísnum og í vatn þegar við kom- um þar eftir hlaup um veturinn. En nú hefur í fyrsta skipti verið hægt að fylgjast frá upphafi með, mæla og skoða eldgos undir jökli og meðfylgjandi hlaup. Aðaltil- gangurinn með þessum umfangs- miklu rannsóknum nú er því að kanna lögun og eðli nýja fjallsins úr Gjálpargosinu og reyna að varpa nýju ljósi á hvernig Gríms- gögnum. Þarf að sækja diskana reglulega og vinna af þeim. Var Fiona frá Cambrigde farin til þess og reyndust mælarnir virka í öflugu tölvunum sem komnar voru upp í „geymsl- unni“ á Grímsfjalli. Allmiklar þyngdarmælingar voru gerðar í vestanverðum Vatnajökli. Er þá breytileiki á þyngdarsviði jarðar frá einum stað til annars notaður til að kanna jarðlagabyggingu á svæðinu öllu, t.d. hvernig inn- viðir eldstöðvanna stóru skera sig úr berginu umhverfis. Með skjálftamælingum og þyngdar- mælingum er stigið stórt skref til frekari skilnings á eðli þessa virkasta eldgosasvæðis lands- ins. Ymislegt fleira var á dagskrá, ákomumælingar víða á jöklin- um, en mjög lítil úrkoma hefur verið í vetur, ákoman í Grím- svötnum aðeins mælst 3,2 metr- ar. Ákomumælingar eru gerðar á sléttunni sunnan Hvannadals- hnjúks og einnig gerðar þyngd- armælingar til könnunar á byggingu Öræfajökuls. Voru nú MEÐ í'ssjánni, sem dregin er af sleða um gosstöðv- arnar og jökulinn, er reynt að mæla lögun fjallsins sem myndaðist og útfallsins og fá nákvæma mynd af gosstöðvunum. teknir 20 punktar sem vantaði í það punktanet sem byijað var að mæla sumarið 1996. Leiðangrinum fylgdi Sæ- mundur Oskarsson verkfræð- ingur með það verkefni að mæla hátíðnijarðleiðni á jöklin- um, til að reikna út langdrægni sendistöðva. Tók hann tvö snið þvert yfir jökulinn, frá Köldu- kvíslaijökli til Breiðubungu og hitt frá Mariutungum að Morsáijökli. Er hann búinn að mæla um allt land slíka hátfðni- jarðleiðni, sem er mjög mis- munandi, en átti eftir jökulinn. Er ætlun hans að búa til há- tíðnijarðleiðnikort af landinu, sem hann kvaðst hugsanlega ljúka á þessu ári. Til viðbótar fóru í leiðangrin- um fram ýmiskonar smíðar og undirbúningur vegna mæli- tækja. Þessi nýi jarðskjálfta- mælir Veðurstofunnar og bún- aðurinn sem fylgist með Gríms- fjalli krefst aukinnar orku og nýrrar gufuaflstöðvar á Gríms- Qalli. Undanfarin tvö ár hefur verið þarna jarðskjálftamælir sem hluti af neti, svokölluðu Hotspot-verkefni, og sólarsellur á Grímsfjalli notaðar til að framleiða rafmagn í það, en oft orðið rafmagnslaust þar eð sól- arsellurnar hverfa undir ís hálft árið. Því er áformað að setja í sumar upp svokallaða SÍL-stöð fyrir sjálfvirkt net skjálftamæla Veðurstofúnnar, sem getur staðsett skjálfta á nyög stuttum tíma. Til þess þarf meiri orku og því ætlunin að bæta við jarðhitavirkjunina og jafnvel bæta við sólarsellum, sem verða þá búnar afísingar- búnaði frá holunni til að halda þeim ísfríum á vetrum; jafn- framt að setja á holuna búnað til að þétta vatn úr henni sem upp kemur til að nýta það í skálanum. Rekstur rannsókna á miðjum Vatnajökli er ekki ein- falt mál og margur vandi sem þarf að leysa. Allar þessar rannsóknir á Grímsvatnasvæðinu hafa ekki aðeins gildi fyrir jarðfræði ís- lands, heldur líka víðtækara gildi. Á Suðurskautslandinu eru vísindamenn t.d. við rannsóknir á áhrifum eldgosa á stöðugleika jökuls og hugsanleg áhrif þeirra á veðurfar, með tilliti til þess að eldgos gætu stórlega breytt eig- inleikum jökulfssins og síðan veðurfari. VÍTT og breitt um jökulinn hafa verið settir út 40 skjálftamælar sem hlusta á alla skjálfta sem þar verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.