Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 17
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 17
ÍÞRÓTTIR
ur vakið mikla athygli og víst er að
engum kæmi á óvai-t þótt sæist til
Owens í kyrtli og með kerti í frí-
stundum sínum frá boltanum, svo ró-
lyndislegt er fas hans utan vallar.
Innan vallar tekur hins vegar við
miskunnarlaus og yfírvegaður mark-
varðahrellir, sem gefst aldrei upp og
sækir fram af leiftrandi sjálfstrausti,
sem jafnvel félagar hans hjá Liver-
pool segja að sé ógnvekjandi.
Sjálfstraust leikmannsins þarf hins
vegar ekki að koma á óvart. Ovenju
glæsilegur ferill hefur nefnilega verið
sem dans á rósum. Þrátt fyrir ungan
aldur hefur verið fylgst vel með
markaskorun Owens á undanfömum
árum. Hæstu einkunnir í akademíu
enska knattspyrnusambandsins og
markakóngstitlar alh-a unglinga-
flokka eru tæpast tilviljunin ein og
eitthvað hlaut að rætast úr stráknum
sem tíu ára gamall sló markamet
Ians Rush í flokki skólapilta.
„Owen var alltaf bestur í sínum ár-
gangi,“ segir Bryn Jones, kennari
hans í Hawarden drengjaskólanum.
„Hann beið ekki eftir að hlutirnir
kæmu af sjálfu sér, heldur fram-
kvæmdi og var alltaf á ferðinni, með
eða án boltans. Hann var afar bráð-
þroska.“
Velgengnin hefur ekki stigið strák
til höfuðs, ekki enn að minnsta kosti.
Þannig segist hann vera fullsáttur
við 10.000 punda vikulaunin sín (1,2
milljónir ísl. króna) og sjö ára samn-
inginn við Liverpool, sem hann skrif-
aði undir fyrir fáum mánuðum. Auk-
inheldur segist hann ekki hafa í
hyggju að flytja úr foreldrahúsum á
næstunni, en viðurkennir þó að á
dögunum hafí hann byrjað að borga
heim! Hann ætti líklega að hafa efni
á því. Þótt tíu þúsund pund séu aðeins
tæpur fjórðungur af því sem t.d. Bri-
an Laudrup mun fá hjá Chelsea á
viku, er það samt dágóð summa og
ekki spillir íyrir risasamningur við
Umbro íþróttavörufyrirtækið, sem
færir honum hálfa milijón sterl-
ingspunda árlega næstu fimmtán árin.
Pantaður í byrjunarliðið
Alkunna er hversu íhaldssamur
Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Bng-
lendinga, hefur verið á leikmanna-
hóp sinn. Leikmenn, sem átt hafa
undir högg að sækja hjá félagsliðum
sínum, hafa nánast „átt“ sæti vís í
landsliðinu meðan sterkir menn í
feiknaformi hafa verið úti í kuldan-
um löngum stundum. Því kom það
kannski ekki svo mjög á óvart þegar
í ijós kom að þjálfarinn kaus fremur
að láta Teddy Sheringham, leikmann
Manchester United, leika í framlinu
liðsins á HM ásamt fyrirliðanum Al-
an Shearer. Þeh- félagar eru gamal-
reyndir í fremstu stöðum enska liðs-
ins og hafa oft náð vel saman. Marg-
ir vildu sjá Owen ásamt Shearer í
framlínunni, en Hoddle bað menn að
sýna biðlund; hans tími myndi koma.
Lineker
helsta
hetjan
EITT helsta goð Michaels
Owens er enski framherjiun
Gary Lineker, sem lengi gerði
garðinn frægan með landslið-
inu og stórliðum, eins og
Barcelona og Tottenham.
Hann segist hafa grátið sáran
þegar Lineker misnotaði víta-
spyrnu á HM ‘90 og enska liðið
féll út.
„Ég hef alltaf viljað lfkjast
Gai*y Lineker," segir Owen.
„Hami var ótrúlegur í HM ‘90
á ftalíu og markheppni hans
og útsjónarsemi var með ólík-
indum.“ Ekki spillti fyrir, að
Lineker lék eitt timabil með
Everton, en Owen var stuðn-
ingsmaður í æsku, enda lék
faðir hans með liðinu. „Ég hélt
alltaf með Everton og Gary
var hetjan mín í liðinu. Ég
reyni að taka mér hann til fyr-
irmyndar, enda er hann einn
besti leikmaður allra tíma.“
Biðlund enskra knattspyrnuá-
hugamanna varði þó ekki lengi. Eftir
dapra frammistöðu Sheringhams og
glæsilegt mark varamannsins Owens
í tapleiknum gegn Rúmeníu var
morgunljóst hvert stefndi og bylgja
skilaboða skall á herbúðum enska
landsliðsins. „Gefðu Owen tækifær-
ið!“, „Hættu þessari þrjósku!“ eða
jafnvel „Hann er okkar eina von“
voru dæmi um uefni bréfanna sem
send voru og Hoddle gat ekki annað
en valið snillinginn unga í byrjunar-
liðið gegn Kólumbíu. Mark gerði
hann ekki í fyrrakvöld, en hraði
hans, áræði og útsjónarsemi skaut
varnarmönnum Kólumbíu ítrekað
skelk í bringu og nær öruggt má
telja, að ofangreindir eiginleikar
hans verði eitt helsta vopn Englend-
inga gegn geysisterku liði Argent-
ínumanna í sextán liða úrslitunum á
þriðjudag.
Reuters
PRINSARNIR Charles og Harry voru mættir til Lens til að hvetja
sína menn í leiknum gegn Kólumbíu.
Ótrúlega
snöggur!
GEYSILEGUR hraði hefur
jafnan verið talinn einn
helsti styrkur Michaels
Owens sem knattspymu-
manns og ítrekað hefur
hann komið vamarmönn-
um í vandræði með því að
sækja hratt beint á þá.
Mætti helst líkja Owen við
Hollendinginn Marc
Overmars í þessu sam-
bandi, en Owen hefur
mælst hlaupa hundrað
metrana á 10,9 sek.
Eittafmeistaraverkum vöíkswagen erCaddy.
Verð er frá kr. 991.967.- án vsk.
Volkswagen Transporter er mest
seldi sendibill á Islandi ánð 1996.
Verð er frá kr. 1.305.220.- án vsk.
Nýi LT sendibfllinn er sá stærstl ístórri fjölskyldu
atvinnutækja frá Volkswagen,
Verð á lágþekju er frá kr. 2.273.092.- án vsk.
NýkynslóðVWGolf, eins vinsælasta fólksbils
allra tlma, nú glæsilegri en nokkru siiinlfyrr.
Verð er trá kr. 1.104.000,- án, vsk
'Þæreru margar góðarstundirnar sem
fólk hefur átt i Caravelle hópferðabílnum.
Verð er frá kr. 2.420.000.- með vsk.
Transporter Double Cab eru ódrepandi
vinnuþjarkar sem aldrei gefast upp.
Verð er frá kr. 1.518.072.- án vsk.
Allar gerðir Transporter fást fjórhjóladrífnar.
Verð er frá kr. 1.702.811.- án vsk.
Volkswagen Polo er snöggur og lipur bíll
sem kemur sífellt á óvart.
Verð er frá kr. 793.574.- án vsk.
Volkswagen
Oruggur á alla vegu!
Transporter háþekjanhéntar þeim sem
þurfa meira rými fyrir vörur.
Verð er frá kr. 1.638.554.- án vsk.
HEKLA