Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
100 ár frá fæðingu
Sigfúsar Jónssonar
HINN 29. júní 1898 fæddist að
Hofstöðum í Miklaholtshreppi
piltur er síðar átti eftir að setja
mark sitt á sögu Morgunblaðs-
ins í tímans rás. Hann fæddist þeim hjón-
um Jóni Þórðarsyni og Kristínu Hannes-
dóttur er þá voru þar í vinnumennsku hjá
Hjörleifi bónda Björnssyni. Fyrir áttu þau
hjón fjögur börn, Þorstein, Elínu, Þorberg
og Áma, en þrem árum síðar fæddist Jón.
Rétt fyrir jólin árið 1900 fór Jón Þórðar-
son til Stykkishólms að sækja nauðsynjar
fyrir jólahátíðina. Hann ætlaði að verða
samferða öðrum manni á heimleiðinni, en
sá tafðist svo Jón þrammaði einn af stað
upp Kerlingarskarðið með allþunga byrði.
Veður fór þá versnandi, hlóð niður snjó og
færðin þyngdist. Fjölskylda og heimilisfólk
á Hofstöðum beið ferðamannsins, en ár-
angurslaust. Samferðamaðurinn sem átti
að verða sneri aftur og komst kalinn til
byggða í Helgafellssveit. Er það fréttist
suðuraf var ljóst að slys hafði orðið. Gerð
var tilraun til leitar en ótíðin var svo mikil
að ekki var fært um fjallið svo vikum skipti.
Undir lok janúar gerði loks þíðu og fóru
menn enn til leitar. Fannst lík Jóns hátt í
skarðinu. Hann var jarðaður að Miklaholti
3. febrúar 1901.
Nú urðu mikil umskipti hjá Kristínu og
bömum hennar. Börnunum var komið fyrir
á bæjum í sveitinni, Þorsteinn ólst upp á
Hofstöðum, Elín á Miðhrauni, Þorbergur á
Borg, Ami á Ytra-Lágafelli og Jón ólst upp
á Syðra-Lágafelli. Sigfús fylgdi hins vegar
móður sinni, fyrst að Amartungu í Staðar-
sveit, en þegar Sigfús var 11 ára fluttust
þau í Stykkishólm.
Sigfús vann öll venjuleg störf í Stykkis-
hólmi og þegar hann þroskaðist vann hann
í nokkur ár við verslunarstörf. Hugur hans
stefndi til frekari menntunar og komst
hann til verslunamáms í Kaupmannahöfn
en aðeins í einn vetur.
Þá lá leiðin til Reykjavíkur og komst
hann fljótlega til starfa hjá endurskoðunar-
skrifstofu, Centralanstalten. Það fyrirtæki
sá um endurskoðun á reikningum Arvak-
urs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins.
Það var gæfuspor sem stigið var árið
1923 er stjóm Arvakurs hf. réð Sigfús
Jónsson til starfa á skrifstofu Morgun-
blaðsins. Hann starfaði í fyrstu sem gjald-
keri fyrirtækisins en varð brátt í raun auk
fytrgreinds starfs bæði skrifstofustjóri
þess og framkvæmdastjóri, enda þótt hann
bæri ekki þann titil fyrr en 1942.
Morgunblaðið var á tímamótum er Sig-
fus Jónsson réðst í þjónustu þess. Að baki
vom mikil erfiðleikaár. En nú fór að verða
bjartara framundan. Ári síðar réðust tveir
ungir og dugmiklir menn sem ritstjórar,
þeir Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson,
og má segja að þá hefjist framfaratímabil í
sögu blaðsins. Valtýr varð brátt einn af að-
alhluthöfum Árvakurs og meðlimur stjóm-
ar félagsins. Með þeim Sigfúsi tókst mildð
og gott samstarf og vinátta, sem hélst með-
an báðir lifðu.
Þótt nú kæmu mörg hagstæð ár lyr-
ir rekstur blaðsins skipti um til
hins verra í kreppunni 1931 til
1939 og kom það ekki síst niður á
þjónustufyrirtækjum eins og dagblöðum.
Sigfús og samstarfsmenn hans hjá Árvakri
þurftu því á öllum kröftum að halda til að
tryggja reksturinn. Kom þá til liðs við fyr-
irtækið faðir þess sem þetta skrifar, Sveinn
M. Sveinsson í Völundi. Hann lagði fram
allmikið fé á þeirra tíma mælikvarða og
settist í stjóm félagsins ásamt þeim Guð-
mundi Ásbjömssyni, Hallgrími Benedikts-
syni og Valtý Stefánssyni. Með Sveini og
Sigfúsi tókst hið ágætasta samstarf og hitt-
ust þeir mjög oft, jafnvel daglega til þess
að fara yfir málin.
Þegar kom fram á stríðsárin fór mjög að
vænkast hagur blaðanna. Fór þá Árvakur
að huga að vélakaupum fyrir prentsmiðju,
en þangað til hafði öll prentun farið fram
hjá Isafoldarprentsmiðju hf. Einnig leigði
það fyrirtæki blaðinu húsnæði fyrir skrif-
Ekki verður hjá því komist að samtvinna
sögu Sigfúsar Jónssonar og Morgunblaðsins eins
og störfin við blaðið voru honum eitt og allt.
stofu, ritstjóm og afgreiðslu. Fyrst var
keypt dagblaðapressa og síðan setjaravélar
og tók Arvakur alfarið við rekstri alls
prentverks 1. júh' 1948. Varð þá Sigfús
prentsmiðjustjóri fyrirtækisins ásamt
framkvæmdastjórastörfum. Hann var fljót-
lega kosinn í stjóm Félags prentsmiðjueig-
enda og bættust þá kjarasamningar við
prentara ofan á fyrra annríki.
Ekki verður hjá því komist að samtvinna
sögu Sigfúsar Jónssonar og Morgunblaðs-
ins eins og störfin við blaðið vora honum
eitt og allt. Verður því haldið áfram og
skýrt frá gangi mála.
Nú var svo komið að Morgunblaðið hafði
sprengt af sér húsnæðið, prentvélin orðin
allt of afkastahtil og tók átta klukkustundir
að prenta upplagið. Nú varð að fara að
byggja. Lóðin að Aðalstræti 6 fékkst keypt,
en þá hófst baráttan við að fá fjárfestingar-
leyfi og byggingarleyfi. Samstarf komst á
við eigendur Vélsmiðjunnar Héðins um að
sameina lóðimar Aðalstræti 6A og Aðal-
stræti 6B og byggja húsið sameiginlega og
gera margbrotna sameignarsamninga.
Um þetta leyti féll faðir undirritaðs frá,
og varð að samkomulagi í fjölskyldu okkar,
að undirritaður tæki sæti hans í stjórn Ár-
vakurs hf. hinn 15. desember 1951. Tókst
strax góð og farsæl samvinna okkar Sigfús-
ar. Nú fékk undirritaður að reyna hve
traustan og heilsteyptan mann Sigfús hafði
að geyma.
Hann lét sér mjög annt um starfsfólk
fyrirtækisins, enda vinsæll vinnuveitandi
og lá öllum starfsmönnum gott orð til hans,
enda reyndist hann því hollráður jafnt við
störf þess sem og í einkalífi. Hann fann vel
til þeirrar ábyrgðar sem honum var falin af
stjóm og starfsmönnum blaðsins.
Undirrituðum er alltaf minnisstætt þegar
hann var að ræða við stjómarmenn, þegar
fór að nálgast áramót, hverjir möguleikar
væra á því að greiða starfsfólkinu nokkra
jólauppbót á umsamin laun. Sigfús lagði
metnað sinn í að hafa safnað í gildan sjóð af
þessu tilefni og var aldrei ánægðarí en þeg-
ar hægt var að gera vel við fólkið.
Sá sem þetta ritar vill htillega minn-
ast á upphaf byggingarinnar við
Aðalstræti, enda var okkur Sigfúsi
fahð að sitja í byggingamefnd
hússins ásamt Valtý Stefánssyni og Sveini
Guðmundssyni í Héðni. Það barst í tal
hvemig félag okkar væri í stakk búið að
standa undir svo miklum framkvæmdum
og byggingarkostnaði. Þá sagði Sigfús:
Völundur hf. leggur til timbrið, glugga og
hurðir, H. Benediktsson leggur til steypu-
styrktarjám, sement og þakjárn, Sveinn í
Héðni greiðir vinnulaunin og ég skal vera
gjaldkerinn og ef til vill get ég komið með
smágreiðslur þegar mikið liggur við. Þetta
sagði Sigfús með bros á vör og varð mér
þetta minnisstætt. En allt fór þetta vel að
lokum og stóð félagið við allar skuldbind-
ingar sínar þegar upp var staðið. En allt
reyndi þetta á Sigfús og ráða þurfti fram
úr mörgum erfiðleikum, en honum tókst
það farsællega. Hann hafði til að bera bæði
áræðni og framsýni, sem þó var blönduð
þeirri varfærni sem stýrði lausn vandamál-
anna farsællega í höfn. Eins og áður sagði
varð eigi sundur greind ævi og saga Sig-
fúsar annars vegar og svo Morgunblaðs-
ins, eins um allar framfarir og velgengni
um áratuga skeið. Sigfús starfaði sam-
fleytt hjá Árvakri hf. og Morgunblaðinu í
45 ár; hann kom tæpra 25 ára og lét af
störfum sjötugur.
Sigfús var mikill bókamaður, átti mikinn
og góðan bókakost og las mikið, hafði gam-
an af ljóðum og var mikill aðdáandi Einars
Benediktssonar. Hann var áhugasamur og
glúrinn laxveiðimaður og vel virtur og dáð-
ur af félögum sínum við þá íþrótt. Oft
veiddu þeir saman Sigfús og Viggó Jónsson
í Isafoldarprentsmiðju.
Sigfús var heilsuhraustur lengst af ævi
sinnar. Þó fór að bera á veikindum hin síð-
ustu starfsárin og eftir að hann lét af störf-
um 1. júlí 1968 var hann oft heilsuveill.
Sigfús Jónsson kvæntist Krístínu Guð-
jónsdóttur 17. september 1925, en hún lést
1. desember 1957. Þeim varð ekki barna
auðið. Sigfús hafði alla tíð gott samband við
systur sína Elínu sem gift var Ólafi Ey-
vindssyni, og hennar fjölskyldu.
Eftir að Sigfús lét af störfum fylgdist
hann vel með því sem var að gerast niður á
blaði. Hann bauð mér og ritstjóranum oft í
kaffi og þótti gaman að spjalla um hvað
væri helst títt neðan af blaði og lét sér í alla
staði umhugað um allar framfarir og vel-
gengni íyrirtækisins. Sigfús Jónsson lést
27. júlí 1975, þá orðinn 77 ára.
Haraldur Sveinsson.