Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 21
Bergljót Jónsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Björgvin
Ihugar að hætta í haust
„MÉR Iíkar illa að reka menningarstofnun með halla,“ segir Bergljót
Jónsdóttir framkvæmdastjóri Björgvinjarhátíðarinnar.
NORSK dagblöð hafa sagt frá því
undanfarna daga að Bergljót Jóns-
dóttir framkvæmdastjóri Listahá-
tíðarinnar í Björgvin hafí á fundi
með stjóm hátíðarinnar tekið sér
frest til haustsins áður en hún
svarar endanlega hvort hún vilji
halda starfi sínu áfram. Upphafleg-
ur samningur Bergljótar rennur út
í í haust og stjóm hátíðarinnar hef-
ur mikinn áhuga á að ráða
Bergljótu áfram til starfans.
Þrátt fyrir óánægju almennings í
Björgvin með ákvörðun Bergljótar
í vor um að fella niður hefðbundinn
hátíðarsöng við opnun hátíðarinnar
eru stjórn hátíðarinnar og norskir
fjölmiðlar á einu máli um að
Bergljót hafi unnið gott starf við
Björgvinjarhátíðina og tekist að
blása nýju lífi í hana og gera hana
að einni fjölbreyttustu og fram-
sæknustu listahátíðinni á Norður-
löndum. Fyrir fáeinum vikum
slógu norskir fjölmiðlar því upp að
Bergljót ætti bara að fara aftur
heim til íslands en nú kveður við
annan tón og flestir á einu máli um
að mikill missir væri að þessari
kjamakonu frá íslandi.
„Eg hef fengið tilboð um að fram-
lengja samninginn og ég hef ekki
svarað því ennþá. Eg er í viðræð-
um við stjórn hátíðarinnar,“ sagði
Bergljót í samtali við Morgunblað-
ið. Það eru nokkrir hlutir sem þarf
að skoða sérstaklega vel, t.d. fjár-
veitingar frá opinbemm aðilum,
sem þurfa að verða hærri, en nú
nema þær 38 prósentum af heildar-
kostnaði við hátíðina.
Hin 62 prósentin eru peningar
sem við finnum sjálf, annað hvort
með miðasölu eða stuðningi einka-
aðila. Eg vil mjög gjarnan að hátíð-
in njóti stuðnings frá atvinnulífinu
en hlutfallið milli hins opinbera og
einkageirans þarf að vera helming-
ur á móti helming. Það er lágmark-
ið.“
Bergljót segir starfið mjö spenn-
andi á margan hátt. „ Þetta er líka
mjög erfitt starf og það reynir
vemlega á að þurfa að sækja rúm-
lega 12 milljónir út í atvinnulífið og
gegnum miðasöluna en 20 milljónir
er sú fjárhæð sem hátíðin þarf.
Mér líkar illa að reka menningar-
stofnun með halla, ég hef aldrei
gert það og þetta er í fyrsta sinn
sem ég stend frammi fyrir því, þó
svo að ákvörðan um hallarekstur
sé ekki tekin af mér heldur stjóm
hátíðarinnar..
Bergljót segir að Björgvinjarhá-
tíðin njóti mun lægri styrks frá
hinu opinbera en flestar aðrar
norskar menningarstofnanir en
skýringuna á mismuninum segist
hún ekki hafa á reiðum höndum.
„Kannski það sé eitthvað til í því
sem Ase Kleveland fyrrverandi
menntamálaráðherra sagði fyrir
þremur áram: „Björgvinjarhátíðin
klárar sig alltaf.“ En nú segi ég að
það sé ekki hægt að ganga útfrá
því sem vísu að sex manneskjur
klári sig af því að reka stærstu
listahátíð á Norðurlöndunum án
þess að fá almennilegan stuðning
frá opinberam aðilum.“
Bergijót segir að afstaða hennar
nú til áframhaldandi ráðningar sé á
engan hátt tengd viðbrögðunum
við ákvörðun hennar um að fella
niður hátíðarsönginn við setningu
Listahátíðarinnar í vor. „Þetta hef-
ur ekkert með það að gera enda lá
tilboð stjórnarinnar fyrir áður en
hátíðin í vor hófst en hún gekk af-
skaplega vel,“ segir Bergljót Jóns-
dóttir framkvæmdastjóri Listahá-
tíðarinnar í Björgvin í Noregi.
BALEt
BALENO
Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
aflmiklar vélar • samlæsingar
rafmagn í rúðum og speglum
• styrktarbita i hurðum •
• samlitaða stuðara •
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf,
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, slmi S5S15 SO. Isafjörður: Bilagarður ehf,Grænagarði, simi 4S6 30 95. Keflavik: BG
bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og buvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17.
SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR.VITARA2,5 LV6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega
í j,
tj wmm /SíbJ, a