Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ á sá VINSÆLASTA rokksveit heims um þessar mundir er án efa bandaríska hijómsveitin Smashing Pumpkins. Síðustu þrjár breiðskífur hafa selst í bílförmum og það þó þær hljómi oftar en ekki frek- ar sem einræða sjúklings á sálfræð- ingsbekk en hrífandi og skemmtilegt popp. Leiðtogi sveitarinnar, Billy Corgan, hefur stundað það um árabil að sálgreina sjálfan sig á sviði og í hljóðveri af nöpru miskunnarleysi og í heilt ár sté hann alltaf á svið í bol merktum Zero til að undirstrika að hann væri ekkert. Þrátt fyrir þetta hafa vinsældir sveitarinnar stöðugt aukist og eiga vísast eftir að aukast enn, ekki síst í Ijósi þess að Corgan hefur náð að hreinsa svo til í hug- skotinu að hann segist nánast ham- ingjusamur, eins og má reyndar heyra á síðustu skífu sveitarinnar, Adore. William Patrick Corgan fæddist 17. mars 1967. Þegar hann var á bamsaldri skildu foreldrar hans og þegar hann var fimm ára skildi móðir hans Billy og yngri bróður hans eftir hjá föðumum, Bill Corg- an eldri. Bill eldri var tónlistarmað- ur og alltaf á ferð og flugi svo það kom í hlut nýrrar eiginkonu, hans, Penelope, að ala drengina upp að mestu leyti. Þá var það að Penelope og Bill eldri skildu og hún tók að sér öll börnin, tvö sem hún átti með Bill og stjúpbömin að auki. Pen- elope tók saman við annan mann og eignaðist með honum son svo fjöl- skyldan var orðin býsna stór og fjölskyldutengslin óljós. Þessa flækju hefur Billy Corgan borið innra með sér og það hefur gert honum erfitt fyrir; hann kennir þessari flóknu fjölskyldu um það hversu erfitt honum reynist að mynda varanlegt samband við aðra, ekki síst þar sem hann upplifði það að foreldrar hans, sem áttu heima fræðingsbekk Vinsælasta rokksveit heims um þesar mundir er Smashing Pumpkins, sem sendi frá sér fjórðu breiðskífuna á dögunum. Arni Matthíasson segir lög hljómsveitar- innar oftar en ekki hafa hljómað sem ein- ræða sjúklings á sálfræðingsbekk. ekki síst þegar hann sá til félaga síns leika á rafgítar. Hann hóf að safna fyrir gítar af álíka ákafa og hann hafði safnað homaboltaspjöld- um og bað sína nánustu um að gefa sér frekar peninga en hluti í afmæl- is-, jóla- og tækifærisgjafír. Á end- anum hafði hann safnað fyrir gítar sem Billy Corgan eldri keypti fyrir hann, ódýra Les Paul-eftirlíkingu. Billy segir að faðir hans hafi ekki farið leynt með vantrú á að hann SMASHING Pumpkins 1993; D’Arcy Wretzky, Billy Corgan, James Iha og Jimmy Chamberlin. skammt frá honum á æskuárunum, hefðu hafnað sér. 10.000 hornaboltaspjöld Billy Corgan var hávaxinn sem barn og hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum, sérstaklega homabolta. Meðal annars safnaði hann horna- boltaspjöldum af mildlli ástríðu, telst svo til að hann hafi átt 10.000 spjöld þegar best lét. Smám saman vék íþróttaáhuginn fyrir tónlistinni, myndi ná tökum á gítarnum og ein- setti sér að koma á óvart og allar frístundir næstu ára fóm í gítarleik. Fyrsta hljómsveitin, The Mar- ked, lék goth-rokk, þunglamalegt og uppskrúfað. Billy Corgan segist hafa haft fruminnblástur sinn frá Bauhaus og Cure, en Jimmy Cham- berlin, sem síðar varð besti vinur hans og trommuleikari í Smashing Pumpkins, hélt upp á Led Zeppelin og Deep Purple. Þessi blanda varð grunnur að Smashing Pumpkins með parinu James Iha á gítar og D’Arcy Wretzky á bassa. Billy Corgan valdi nafn á sveitina, Smashing Pumpkins, maukuð grasker, en mjög eru deildar mein: ingar um hvaðan það sé sprottið. í bréfi til aðdáendaklúbbs sveitarinn- ar sagði Corgan að sig hefði dreymt Gene Simmons úr Kiss sem sagt hafi að Joe Strummer, gítarleikari Clash, væri grasker, drukkið og maukað. í viðtali fyrir nokkru sagði Wretzky aftur á móti að nafn sveit- arinnar væri eldra en hún, Billy Corgan hafi verið búinn að finna nafnið áður en hann var búinn að stofna hljómsveit. Smashing í þessu sambandi þýði ekkki maukað eða kramið heldur sé það úr breskri ensku og þýði frábært. Rétt þýðing væri því frábær grasker. Vel gekk að komast á samning og Virgin plötuútgáfan gaf út fyrstu skífuna, Gish, sem kom út 1991. Sú seldist í 350.000 eintökum, sem þótti harla gott fyrr frumraun, en hvarf þó í skuggann af annarri merkis- plötu sem gefin var út stuttu síðar, Nevermind Nirvana. Framan af þótti Smashing Pumpldns standa mjög í skugganum af þeirri sveit og víst er að Corgan tók samkeppnina mjög alvarlega. Þrátt fyrir góðan byr í upphafs- siglingunni var mikið að gerjast inn- an sveitarinnar. Iha og Wretzky slitu samvistir með látum og Cham- berlin eyddi öllu sínu fé í dóp og það af sterkari gerðinni. Þegar vinna hófst við breiðskífu númer tvö var Corgan að niðurlotum kominn vegna sífellds rifrildis Wretzkys og Ihas, aukinheldur sem Chamberlin hvarf í fimm daga heróínsukk um það leyti sem vinna var að hefjast. Corgan segir að hann hafi ekki get- að hugsað um annað en að hann þyrfti að gera betri plötu en Nevermind. Það hvíldi á honum eins og mara, svo þungt reyndar að um tíma gafst hann upp á plötunni. Atvik þróuðust síðan svo að Corgan tók plötuna að mestu upp sjálfur, lék á öll hljóðfæri nema trommurn- ar. í kjölfarið kallaði hann félaga sína saman og setti þeim úrslita- kosti; annaðhvort tækju þeir sig saman í andlitinu og gæfu hljóm- sveitinni allt sem þeir ættu eða hann myndi finna sér nýja áhöfn. Liðsmenn sættust á það og Cham- berlin fór í fyrstu meðferðina af mörgum. Milljónasala Siamese Dream gerði hljómsveit- ina heimsfræga og seldist í miHjón- um eintaka, en þó Corgan hafi gert plötuna einn að mestu leyti hefur hann ævinlega lagt áherslu á að hún sé hljómsveitarplata, að hann sé í hljómsveit og gæti ekki samið þá tónlist sem hann er að semja í dag nema fyrir samstarfið við þau Iha og Wretzky og á þeim tíma Cham- berlin. Það tók að vísu tíma fyrir sveitina að komast upp á lagið með að spila lögin á Siamese Dream, en með æfingunni hafðist það. Tónleikaferðin sem fylgdi í kjöl- far útgáfunnar tók hálft annað ár og liðsmenn voru búnir að ákveða að taka sér gott frí áður en vinna hæfist við næstu skífu. Corgan var þó ekki enn búinn að hreinsa úr sálarkirnunni og þremur dögum eftir að tónleikaferðinni lauk var hann sestur við að semja lög á næstu plötu. Samhliða því náði hann að setja saman B-hliðasafn svona rétt til að halda aðdáendum við efnið. Lagasmíðai’ á breiðskífuna nýju gengu vel og snemma ljóst að ekíd dygði ein plata til að koma öllu fyr- ir. Eftir átök við útgáfuna féllust menn á að rétt væri að Corgan fengi að ráða; hann hafði haft rétt fyrir sér hingað til. Hann ákvað að platan yrði tvöföld og setti á hana nafnið Mellon Collie and the Infini- te Sadness, sem eins konar orðaleik um melancholy / þunglyndi til að spotta sjálfan sig. I viðtali um líkt leyti og platan kom út sagðist hann vona að hún yrði kynslóð hans álíka verk og The Wall Pink Floyd varð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.