Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 33'
seinustu árum. Mér reiknast það til
að þau hafi tvöfaldast frá ári til árs
seinustu þrjú árin. íslendingar
flytja nú þegar út mikið af sjávaraf-
urðum til Kína, auk þess sem við
höfum mikið til ykkar að sækja á
sviði jarðvarma. Frá 1995 hafa sér-
fræðingar frá ykkur dvalið í
Tanggu, sem er rétt hjá Tianjin þar
sem verið er að þróa tækni til að
beisla jarðorkuna til húshitunar. Því
verkefni er nú lokið en
sérfræðingarnir eru að
vinna sunnar í landinu að
öðru verkefni á sama
sviði. Þekking ykkar á
nýtingu jarðorku er mjög
dýrmæt fyrir okkur.
Vatnið á þeim slóðum sem íslensku
sérfræðingai'nir eru að vinna, hefur
sama hitastig og vatnið hér á landi.
Sérfræðingarnir ykkar eru núna að
gera tillögur að því hvernig megi
nota jarðvarmann til að framleiða
rafmagn fyrir suðurhluta landsins
og Tíbet. Tíbet hefur þegar raf-
magn en það er mjög dýrt og við er-
um að reyna að fínna hagkvæmari
leiðir.“
Xiang segir íslenskt hugvit á sviði
iðnaðar einnig vekja áhuga Kín-
verja. „í fyrra fluttum við út frá
ykkur eina vél til að framleiða mat-
arbakka. Þeir eru frá Silfurtúni og
eru umhverfisvænir. Núna eru
þessir bakkar að fara á markað og
ég er viss um að þeir eiga eftir að
reynast vel og að við eigum eftir að
kaupa fleiri vélar í þessum tilgangi.
Eg hef þegar skrifað skýi-slu til kín-
verskra stjórnvalda, þar sem ég
óska eftir því að viðskipti við Island
verði aukin. Þið hafið svo margt eft-
irsóknarvert. Þótt ekki sé nema
þetta mengunarleysi, sem er ykkar
stærsti kostur og þið ættuð að varð-
veita með öllum ráðum og dáð. Þið
seljið okkur ómengaðar sjávaraf-
urðir og umbúðir sem leiða enga
mengun af sér. Þetta eru áherslur
sem ég hef haldið mjög á lofti í mjög
nákvæmlega unninni skýrslu fyrir
eftirmann minn.“
Islendingar hrifnir af kín-
verskri hönnun og framleiðslu
- Hvað kaupum við af Kínverjum
í dag?
„Þið flytjið allt mögulegt inn frá
Kína. Það er dálítið merkilegt að ís-
lendingar virðast mjög hrifnir af
öllu sem kínverskt er; fótum, mat,
húsbúnaði. Það kom okkur á óvart
en vissulega er það stolt okkar og
gleði að Islendingar skuli vera
hrifnir af okkar hönnun og fram-
leiðslu."
Eg verð að viðurkenna að ég er
meðal þeirra sem falla kylliflatir
fyrir kínverskri hönnun. I kínversk-
um fatnaði felst eitthvert sérstakt
lítillæti í glæsileikanum, hugsunin á
bak við matargerð þeirra, gerir
matinn að list - hann verður að vera
litríkur fyrir augað, hljóma vel fyrir
eyrað, ilma vel fyrir nefíð og auðvit-
að að bragðast vel - og kínversk
húsgagnagerð er með því fegurra
sem ég sé. Fallegur viður, listilega
útskorinn, hvort heldur um er að
ræða borð, stóla, skápa, hillur og
svo eru það allir þessir lampar. Kín-
verskan fatnað er hægt að fínna hér
í verslunum, matvöru frá Kína og
veitingahús með kínverskum blæ. -
En er einhver farinn að flytja inn
húsgögn?
„Nei, það get ég nú ekki sagt. En
það ætti kannski einhver að athuga
það. Eg hef orðið var við það, þegar
Islendingar koma inn á
heimili mitt, að þeir hafa
mikinn áhuga á borðum
mínum og lömpum og það
hefur komið fyrir að fólk
vill kaupa það,“ segir Xi-
ang hlæjandi. „En það er
nú einu sinni svo, að þetta eru mínir
persónulegu munir og fara með mér
aftur til Kína.“
- Hvernig sérðu framtíðina fyrir
þér í viðskiptum þjóðanna tveggja?
„í framtíðinni eru ótal möguleik-
ar. A þessu ári lítur út íyrir að
útflutningur frá íslandi til Kína
verði um 40 milljónir bandaríkja-
dala. Á fyrsta ársfjóðungi þessa árs
var hún 10 milljónir bandaríkjadala.
Ykkar fólk er núna að leita að
markaði fyrir fleiri vörutegundir og
ýmsa tækni og hugbúnað í Kína. Ég
sé ekki hvers vegna það ætti ekki að
ganga upp, en ég vona að næsta
skrefið í viðskiptum landanna verði
í samvinnufélag um verkefni. Þá er
ég að tala um lítil og meðalstór
verkefni sem báðar þjóðirnar vinna
að.“
- Hvað með samgöngur á milli
landanna?
„Það er auðvitað möguleiki sem
ekki hefur verið gerð könnun á. En
því ekki, þegar fram líða stundir.
Hver þjóð hefur sínar sterku hlið-
ar. Á íslandi fundum við Kínverjar
land sem hefur allt aðrar
sterkar hliðar en við höf-
um. Síðan höfum við
sterkar hliðar sem þið
hafíð ekki. Þegar tvær
þjóðir með ólíkar sterkar
hliðar mætast, geta báð-
ar hagnast á því.“
Þið gætuð nýtt auðæfi
ykkar miklu betur
- Þú segir að Kínverjar eigi
margt til okkar að sækja á sviði
jarðhita. Hvað gætum við sótt til
ykkar í sambandi við nýtingu á auð-
lindum landsins?
„íslendingar gætu lært mikið í
landbúnaði af Kínverjum. Það er
sérkennilegt að horfa upp á það
hvað þið leggið mikla áherslu á
ræktun búpenings og á jörðinni
ræktið þið mest gras handa búpen-
ingnum. Ef ég mætti ráða ykkur
heilt, myndi ég segja ykkur að
beina athyglinni að garðyrkju og
byggja upp gróðurhúsin ykkar. Ef
þið hafið ekki kunnáttu til þess hér,
ættuð þið að fá kínverska sérfræð-
inga til að hjálpa ykkur. I Kína, þar
sem við höfum svipað loftslag og
hér, erum við að rækta miklu,
miklu fleiri tegundir af grænmeti
og ávöxtum og í margfalt meira
magni en hér. Og þá er ég ekki að
tala um gróðurhús. Við erum með
útiræktun á tegundum sem þið álít-
ið ekki hægt að rækta við það lofts-
lag sem hér ríkir, bæði í blómum,
ávöxtum og grænmeti. Þið flytjið
inn ókjör af ferskum matvælum
sem þið gætuð hæglega ræktað
sjálf.
Síðan ættuð þið líka að efla iðnað
ykkar á fleíri sviðum en í fískfram-
leiðslu. Það getur verið hættulegt
fyrir litla þjóð að byggja afkomu
sína eingöngu á einni tegund iðnað-
ar. Ef þið hafíð ekki af! til að vinna
úr iðnaðarvörum með þeirri orku
sem þið búið yfir, ættuð þið að fara í
samvinnu við aðra þjóð, til dæmis
Kína. Þið búið yfír nægri orku til að
fara út í rafeindabúnað, gætuð til
dæmis tekið að ykkur að framleiða
íhluti í rafeindatækni - ekki aðeins
fyrir ykkar eigið land, heldur einnig
til útflutnings.
Þið gætuð nýtt auðævi ykkar svo
miklu betur. Ég tel nauðsynlegt
íyrir Islendinga að byggja efna-
hagslíf sitt á mörgum sviðum - ekki
bara einu. Þið eruð háþróað ríki og
þjóðin býr við góðan efnahag. En
þið gætuð náð svo miklu hærra, ef
þið lituð í kringum ykkur og gerðuð
ykkur grein fyrir þeim ónotuðu auð-
ævum og tækifærum sem þið búið
yfir.“
- Nú ert þú á fórum til Kína eftir
að hafa varið einum fímmta hluta af
starfsævi þinni hér. Hvað tekur við?
„Ég er að fara á eftirlaun, en
eins og ég sagði, þá er ég mjög
hrifinn af Islandi og íslensku þjóð-
inni. Það er ástæðan fyrir því að
ég hef valið að starfa hér. Ég hef
reynt að koma á góðum samskipt-
um milli þjóðanna, ekki bara í við-
skipum, heldur vináttu líka. Ef ég
væri ekki að fara á eftir-
laun, myndi ég starfa
hér áfram. Ég hef reynt
að gera mitt besta og ég
vona að sú vinna sem ég
hef lagt af mörkum eigi
eftir að þróast og dafna.
Ég á þá ósk til handa Islandi að
það eigi eftir að verða enn
sterkara í alþjóðaviðskiptum en
það er í dag.
Og jafnvel þótt ég sé að fara á
eftirlaun, þá mun ég alltaf leggja
mitt af mörkum til að aðstoða ís-
lendinga. Þótt ég sé að yfirgefa Is-
land, er ég ekki að yfirgefa Islend-
inga. Þegar maður hefur verið
svona lengi í einhverju landi,
fimmta hluta starfsævi sinnar, þá
hefur það öðlast sérstakan sess í
huga manns. Ég mun halda áfram
að leita leiða til að styrkja samband
þessara tveggja þjóða. Ég mun
halda áfram að gera mitt besta.“
Hér ættu þeir
að reyna að
finna tungl-
tilfinninguna
í framtíð-
inni eru ótal
möguleikar í
viðskiptum
___________MINNINGAR
SOFFÍA GUÐBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
+ Soffía Guðbjörg
Jónsdóttir
fæddist í Deildar-
tungu í Reykholts-
dal í Borgarfirði 24.
desember 1925.
Hún lést á Landspít-
alanum 14. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Hannesson, bóndi í
Deildartungu, og
kona hans, Sigur-
björg Björnsdóttir
úr Skagafírði. For-
eldrar Jóns voru
Hannes Magnússon
og Vigdís Jónsdóttir í Deildar-
tungu en foreldrar Sigurbjarg-
ar voru Björn Bjarnason bóndi
á Brekku í Seyluhreppi í Skaga-
fírði og Soffía G. Björnsdóttir,
kennd við Sólheimagerði í
Blönduhlið. Soffía ólst upp í
Deildartungu og eru systkini
hennar: Hannes, f. 1914, raf-
virkjameistari í Reykjavík,
Björn, f. 1915, d. 1978, bóndi í
Deildartungu, Vigdís, f. 1917,
hússtjórnarskólastjóri í Borgar-
firði og síðar í Reykjavík,
Andrés Magnús, f. 1919, bóndi í
Deildartungu, Sveinn Magnús,
f. 1921, d. 1939, Ragnheiður, f.
1928, fóstra í Reykjavík, og
Guðrún, f. 1931, búsett í
Reykjavík.
Soffía eignaðist eina dóttur
með Þorsteini Þórðarsyni,
bónda á Brekku í Norðurárdal í
Borgarfirði, Sigur-
björgu, f. 24. sept-
ember 1955, ónæm-
isfræðing á _ Til-
raunastöð HI í
meinafræði á Keld-
um. Maður Sigur-
bjargar er Árni Þór
Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri og
varaborgarfulltrúi,
f. 30. júlí 1960. Börn
þeirra eru Sigurður
Kári, f. 9. nóvember
1986, Arnbjörg
Soffi'a, f. 4. ágúst
1990, og Ragnar
Auðun, f. 26. desember 1994.
Soffía stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti 1940-42
og Húsmæðraskólann á Varma-
landi 1946-47 og lauk kennara-
prófi frá Handíðaskólanum í
Reykjavík 1951. Hún var kenn-
ari við Húsmæðraskólann á
Blönduósi 1951-52, Staðarfelli í
Dölum 1952-1953, Héraðsskól-
ann í Skógum 1953-54 og á Isa-
firði 1954-55. Sofft'a var ráðs-
kona hjá Andrési bróður si'num
í Deildartungu 1956-1963. Hún
stundaði nám í saumastofu-
rekstri í Danmörku 1963-64 og
var verkstjóri á saumastofu
Hagkaups 1964-80 og hjá Ceres
1980-1996.
Utför Soffíu verður gerð frá
Fossvogskirkju mánudaginn 29.
júní og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Nú hnígur sól að sævarbarmi
sígur húm á þreytta jörð.
Nú blikar dögg á blómahvarmi,
blundar þögul fuglahjörð.
í hjjóðrar nætur ástarörmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Axel Guðmundsson.)
Sumarið hefur verið óvenju veður-
sælt sunnanlands til þessa. Júnímán-
uður heilsaði með hverjum sólskins-
deginum á fætur öðrum svo samjöfn-
uð finna menn vart á þessari öld. Það
hefur verið heiðríkja í lofti og fagi’ir
dagar en skjótt bregður sól sumri.
Meðan sólin kastaði hlýjum geislum
sínum yfír láð og lög háði tengda-
móðir mín helstríð sitt.
Soffía Guðbjörg Jónsdóttir fædd-
ist í Deildartungu á aðfangadag jóla
árið 1925. Hún var dóttir merkis-
hjónanna Jóns Hannessonar bónda í
Deildartungu og Sigurbjargar
Björnsdóttur úr Skagafirði og var
hún sjöunda barn þeirra. Jón Hann-
esson í Deildartungu var sonur Vig-
dísar Jónsdóttur frá Deildartungu
og Hannesar Magnússonar frá Vil-
mundarstöðum og voru þau hjón bú-
andi í Deildartungu. Jón var yngstur
sjö systkina en hann átti fímm syst-
ur og einn bróður sem lést 18 ára
gamall. Þegar Hannes Magnússon
lést árið 1903 langt um aldur fram
kom það í hlut Jóns að taka við for-
sjá Deildartungubúsins ásamt móður
sinni. Jón var þá 18 ára gamall. Lið-
lega tvítugm- að aldri gekk hann í
Bændaskólann á Hvanneyri til að
búa sig enn frekar undir það hlut-
verk að taka við föðurleifð sinni. Á
þessum tíma kynntist Jón Sigur-
björgu Björnsdóttur sem þá stund-
aði nám í Hvítárbakkaskóla en þau
gengu í hjónaband vorið 1913. Sigur-
björg var Skagfírðingur í báðai- ætt-
ir. Faðir hennar var Björn Bjarna-
son bóndi á Brekku í Seyluhreppi
sem þá vai- ekkjumaður og átti einn
son, Andrés Björnsson skáld. Hann
kvæntist síðar og átti 7 börn með
seinni konu sinni og eru þrjú þeirra
á lífi, Anna, Sigurlaug og Andrés,
fyrrverandi útvarpsstjóri. Móðir Sig-
urbjargar var Soffía Guðbjörg
Björnsdóttir sem ættuð var úr Fljót-
um og Blönduhlíð en hún bjó lengst í
Sólheimagerði í Akrahreppi þar til
hún fluttist í Deildartungu til Sigur-
bjai-gar dóttur sinnar. Þar dvaldist
hún síðustu 20 ár ævi sinnar. Soffía
eignaðist 4 börn með manni sínum
og ólst Sigurbjörg upp með þeim
hálfsystkinum sínum. Sigurbjörg var
annáluð dugnaðarkona, skarpgreind
og hæfíleikarík. Hún einsetti sér að
afla sér menntunar með þeim tak-
mörkunum sem efnaleg gæði og tíð-
arandi gátu sett ungum stúlkum í ár-
daga 20. aldar. Hún fór á Hvítár-
bakkaskóla í Borgarfirði og á þeim
slóðum réðst auðna hennar. I sam-
einingu tókust Jón Hannesson og
Sigurbjörg Björnsdótth- á við það
verk að stýra stórbúinu í Deildar-
tungu og mun það mál allra sem til
þekktu að þeim hafi farist það einkar
vel úr hendi. Bæði tóku þau hjón
virkan þátt í félagsmálum sveitar
sinnar samhliða bústörfum og áunnu
sér virðingu og traust sveitunga.
I þessu umhverfi ólst Soffía
tengdamóðir mín upp í stórum
systkinahópi, hópi sem var óvenju
samheldinn og er það raunar enn
þann dag í dag. Óhætt er að fullyrða
að Deildartunguheimilið hafi verið
mikil menningarmiðstöð í héraði, þar
var ávallt mannmargt og þar voru
vafalítið teknar margvíslegar
ákvarðanir sem vörðuðu sveitina
miklu. Systkinin í Deildartungu leit-
uðu sér öll hagnýtrar menntunar.
Soffía stundaði nám í Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi og lauk
kennaraprófi frá Handíðaskólanum í
Reykjavík 1951. Næstu ár fékkst
hún við kennslu en var ráðskona hjá
Andrési bróður sínum í Deildar-
tungu 1956-1963. Um það leyti var
athafnamaðurinn Pálmi Jónsson í
Hagkaup að hefja verslunarrekstur
og kostaði hann þá Soffíu, en þau
voru systrabörn, til náms í Dan-
mörku einn vetur, þai- sem hún lærði
saumastofurekstur. I di’júgan hálfan
annan áratug veitti hún síðan for-
stöðu saumastofu Hagkaups en m.a.
fyrir frumkvæði Hagkaups og
saumastofunnar urðu á þessum tíma
stórfelldar breytingar í fatatísku,
ekki síst kvenna. Árið 1980 réðst
Soffía til saumastofunnar Ceres í
Kópavogi þar sem hún var verkstjóri
þar til hún lét af störfum fyrir um
tveimur árum.
Ég kynntist Soffíu fyrir um 13 ár-
um þegar við Sigurbjörg dóttir
hennai- hófum sambúð. Eins og títt
er um tengdasyni þá fylgdi því nokk-
ur kvíði að heimsækja tengdamóður-
ina í fyrsta skipti. Þær áhyggjur
voru sannarlega óþarfar eins og síð-
ar kom á daginn. Soffía var ákaflega
góð í viðkynningu, hrein og bein en
um leið hlý og tók hún mér vel þegar
í upphafi. Hún vai- ekki margorð,
raunar hefur mér verið sagt að strax
í æsku hafí krókurinn beygst að því
sem verða vildi, hún hafí verið dug-
leg og vinnusöm og síst notað tímann
í skraf. Það mun vera ættarfylgja úr
föðurætt Jóns Hannessonar að vera
ekki að flíka skoðunum sínum og til-
finningum í tima og ótíma. Nei, Soff- *"
ía var ekki margmál um sína hagi, en
iðin vai- hún og eljusöm svo af bar og
aldrei féll henni verk úr hendi. Hún
var sístarfandi, einnig í frístundum
sínum nýtti hún tímann við lestur
góðra bóka eða naut þess að sauma
og prjóna á ættingja og vini, ellegar
sinna garðinum sínum á Kaplaskjóls-
veginum, hjá okkur Sigurbjörgu eða
í Tunguhlíð, en það er landskiki úr
Deildartungu þar sem hún og tvær
systur hennar byggðu sér hús í byrj-
un níunda áratugarins. Eins og allt
annað sem hún tók sér fyrir hendur «.
sinnti hún þessum störfum af ein-
skærri natni og útsjónarsemi. Soffía
var mikil útivistarkona. Lengstum
hélt hún hesta hér í borginni, um
tíma ásamt Sigurbjörgu dóttur sinni,
og hafði unun af að fara í útreiðar-
túra um nágrenni Reykjavíkur. Sund
stundaði Soffia líka af kappi og var
ótrúlegt að fylgjast með dugnaði
hennar í veikindunum nú í vetur,
hvernig hún af mætti iðkaði sundið
þótt hún fylgdi vart fótum. Soffía
veiktist fyrir um áratug af krabba-
meini. Þá tókst að ráða niðurlögum
vágestsins en hann gerði að nýju
vart við sig í lok síðasta árs.
Það var ekki stíll Soffíu að bera
sig illa þótt móti blési. Þannig var oft
erfítt fyrir okkur sem íylgdumst með *"
henni, bæði aðstandendur og eins
hjúkrunarfólk, að skynja raunveru-
lega líðan hennar, andlega .og líkam-
lega, því aldrei fékkst hún til að
kvarta. Jafnaðargeð hennar og
æðruleysi vakti aðdáun en einnig
sársauka því vitaskuld vissum við
hvert stefndi. Vafalítið hefur hún
hugsað sitt þótt hún héldi sínu striki
og léti á engu bera. Soffía var sér-
lega góð og náin dótturbörnum sín-
um sem sóttu mikið til ömmu sinnar
og áttu í skjóli hennar sitt annað ,
heimili. I nútímasamfélagi er ekki
lítils virði fyrir ung börn að alast upp
í nánum tengslum við eldri kynslóð-
ir. Þvi láni áttu börnin mín, Sigurð-
ur, Arnbjörg og Ragnar, að fagna.
Alltaf var Soffía boðin og búin að
gæta barnanna okkar Sigurbjargar
þegar við vorum fjarverandi um
lengri eða skemmri tíma. I faðmi
hennai- undu börnin sér einstaklega
vel og bjuggu við mikið ástríki.
Söknuði þeirra og missi verður ekki
lýst í orðum. Orð fá heldur ekki lýst
þeirri þakkarskuld sem ég stend í
við tengdamóður mína fyrir allt það
sem hún var mér og þeim sem mér
eru kærastir. Á kveðjustund þakka
ég samfylgdina. I hjörtum okkar lifír
minning um ástríka móður, ömmu og -
tengdamóður, minning sem er um-
vafín heiðríkju og hlýju, minning þar
sem fegurðin mun ríkja ein.
Arni Þór Sigurðsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimii'kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta biund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka. .
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku amma. Við kveðjum þig
með sárum söknuði en þökkum þér
um leið fyrir allar góðu stundirnar.
Við þökkum þér fyrir það hvað þú
varst alltaf væn við okkur, gerðir
svo margt fyrir okkur og með okk-
ur. Við söknum þín sárt og skiljum
ekki hvers vegna þú varst tekin frá
okkur svo snemma, en við minn-
umst þín með gleði og með þá gleði
og góðar minningar í huganum
reynum við að brosa í gegnum tárin.
Þín barnaböm,
Sigurður, Arnbjörg og Ragnar.