Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 35
+ Gísli Ingólfsson
fæddist í Merki-
garði í Skagafirði
12. september 1918.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Sauðár-
króki 5. júní síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Reykjakirkju í
Skagafirði 20. júní.
Gamall vinur minn
og félagi, Gísli Ingólfs-
son, bílstjóri og fyrr-
verandi bóndi á Lauga-
bóli, er látinn tæpra
áttatíu ára að aldri. Laugaból var
heiti á nýbýli, sem var reist í landi
Steinsstaða í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði. Þar er nú risinn skóli
og skemmtigarður Lýtinga. Hafði
Gísli gert þar túnasléttu á mel-
bungu við nýbýlið, sem síðar var
lögð undir hin nýju mannvirki;
skólann og skemmtigarðinn. Má
segja að sú breyting hafi verið tím-
anna tákn, þegar þróunin er í þá
átt að vilja gera eitthvað annað í
sveitum en að búa.
Gísli horfði á þessar breytingar
og var þeim um margt hlynntur.
Hann taldi þvi ekki eftir sér að
víkja þegar þörf sveitarfélagsins
kallaði og hélt suður eins og við
margir og gerðist kaupmaður um
skeið. Hann var alla tíð sinnaður
fyrir kaupskap og kom það meðal
annars fram í margskonar við-
skiptum sem hann átti í á meðan
hann bjó á Laugabóli (Steinsstöð-
um). Bílar voru honum ekld fastir í
hendi sæi hann fram á góða sölu
eða að gera mætti bílaskipti eins
og alvanalegt var um miðja öldina.
Seinna kom hann sér upp góðu
hestakyni og þessi þrautreyndi bíl-
stjóri, sem vissi allt um vélar,
þekkti ekki síður vel til hesta; var
tamningamaður góður og gat séð
svo sjaldan brást, hvort efni var í
ótömdum fola.
Gísli var vel ættaður, kominn í
fóðurlegg af Daníel Sigurðssyni,
pósti. Ingólfur, faðir Gísla, og
Jónína Einarsdóttir, móðir hans,
bjuggu fyrstu ár sín í Merkigarði,
sem var næsti bær sunnan við
Steinsstaði, en á Steinsstöðum
hafði Daníel póstur búið. Seinna
fluttist Ingólfur og fjölskylda að
Bakkaseli í Öxnadal, þar sem hann
rak greiðasölu í fjölda ára. Bakka-
sel var á þeim árum kunnur veit-
ingastaður við þjóðveginn, en um
staðinn orti Davíð þjóðskáld þess-
ar kunnu ljóðlínur:
Það er annað að kveðja á Kotum
enkomastíBakkasel.
Þetta urðu stundum orð að
sönnu fyrir okkur sem áttum leið
um í misjöfnum veðrum og færð í
fym daga.
Ingólfur ekki síður en Gísli var
fær hestamaður og urðu þess
mörg dæmi þann tíma sem ég var
samvistum við þá feðga á Lauga-
bóli (Steinsstöðum) skömmu fyrir
1950. Steinsstaðir voru síðasti
bærinn sem ég bjó á með foreldr-
um mínum áður en við fluttumst til
Akureyrar vorið 1939, svo mér
voru allir staðhættir kunnugir.
Það var nokkur sáluhjálp í því að
vera kominn á kunnar slóðir og
ekki skaðaði það góða atlæti sem
ég naut hjá Skagfirðingum þá og
síðar. Laugabólsmenn eru áreiðan-
lega einhvers staðar í því sem ég
hef skrifað, svo kærkomnir voru
þeir mér.
Mig langar aðeins að víkja að
þeim hestum, sem þeir Gísli og
Ingólfur faðir hana voru að fást við
og venja undir aga á meðan ég
dvaldi á Laugabóli (Steinsstöðum).
Fyrstan skal telja jarpskjóttan
fola, lipurlega vaxinn, sem fremur
orðhvöt kona í sveitinni átti og
vantaði nú að yrði taminn. Ingólfur
varð við bón konunnar um tamn-
ingu, en hann gætti fjár á eyðibýl-
inu Steinsstöðum og
reið þangað á tryppun-
um sem hann var að
temja kvölds og
morgna. Fljótlega
huldu hólar reiðmann-
inn sýnum þegar hann
hélt á beitarhúsin, en
fremur auðvelt var að
fylgjast með tamning-
unni eftii’ því hvað
hann var fljótur að
hverfa úr augsýn.
Honum gekk vel með
þann skjótta og brátt
hvarf hann eins og
eldibrandur með Ingólf milli hól-
anna. Svo sagði Ingólfur fulltamið
og konan kom að sækja Skjóna og
skellti nokkrum köpui-yrðum á
Ingólf í leiðinni og kvaðst treysta
því að skepnan kæmist úr sporum.
Ingólfur hefði væntanlega ekki
skemmt hann. Það krimti eitthvað
í Ingólfi og konan steig á bak hin
hressasta. Svartá rennur í boga
undan grænum bakka fyrir neðan
Laugaból og lá vegur að vaðrofi
mjög greinilegu. Skjóni tók á
sprett eflaust fyrir ótímabæra
hvatningu frá konunni og greip
stökkið þegar kom niður á bakk-
ann langt utan vegar. Ingólfur
fórnaði höndum þegar hann sá að-
farirnar í því Skjóni snarstansaði á
blábakkanum og hvolfdi konunni
af sér út í ána. Hún sneri renn-
blaut til baka með hestinn í taumi,
hellti sér yfir Ingólf og sagði hon-
um að skila hestinum fulltömdum.
Það gerði hann skammlaust. Ég sá
þegar konan reið á Skjóna burt úr
tamningunni. Hann tiplaði rúm-
lega fetið og ýtti hún við honum
steig hann valhopp stutt og rólega,
en hraðar fór hann ekki. Þar fór
gæðingur fyrii- lítið.
Gísli hafði augun hjá sér þegar
hestar voru annars vegar. Eitt
haustið var hrossum smalað saman
á hrossamarkað, en síðan átti að
reka þau á sláturmarkað á Akur-
eyri. Réttað var í Mælifellsrétt og
valin úr sláturhrossin, m.a. tveir
átta vetra hestar frá Litla-Dal sem
aldrei hafði verið lagt við. Var ann-
ar rauðgrár en hinn silfurgrár.
Báða þessa hesta keypti Gísli und-
an hnífnum. Sá rauðgrái stóð ekki
unir væntingum en sá silfurgrái
fríkkaði eftir því sem tíminn leið
og varð upplagt gæðingsefni. Gísli
lagði alúð við tamninguna og brátt
leið að vori. En þá meiddist sá grái
illa á öðrum afturfæti svo hann
varð líka að fara undir hnífinn.
Þannig er þetta nú. Gleðigjöfunum
er ekki sjálfgefið líf.
Þótt töluverð saga sé af hesta-
mennsku Gísla var bflaútgerð um
langan tíma aðalatvinna hans fyrir
utan búskapinn. Þó við værum að-
eins málkunnugir á fyrstu árunum
eftir stríð áttum við saman nokkur
viðskipti og ég man svo langt að ég
lánaði honum fólksbfl sem ég átti
kæmi hann til Akureyrar til að
sinna erindum. Seinna þegar ég
var farinn að aka vörubflum kom
hann á hertrukki til Akureyrar
sem hann hafði keypt hjá Sölu-
nefnd setuliðseigna. Við höfðum
bílaskipti og ég byrjaði að aka vör-
um á þessum hertrukki milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Vegir
voru þá lítt lýsanlegir fyrir þeim
sem aka um í dag, en breytingin er
hluti af framförunum, sem komu
ekki nema að litlu leyti kynslóð
Gísla til góða. Ótrúlegum fjármun-
um var sóað á ónýtum vegum, en
við héldum jafnvel í barnaskap
okkar að þetta ætti að vera svona.
Gísli stundaði ekki atvinnurekstur
með bfla að neinu ráði eftir 1950,
en hann átti bílinn frá mér, sem
hann fékk í skiptum fyrir her-
trukkinn árin fyrir 1950 þegar ég
var í Skagafirði. Hann þurfti á bfl
að halda heima við á Laugabóli til
að geta ekið með aðdrætti yfir
Svartá og flutt þaðan afurðir. Síðan
kom brú og upp úr því þurfti hvorki
að aka fólki né bera yfir ána.
Það var oft skemmtilegt á
Laugabóli (Steinsstöðum) tímann
sem ég var þar. Margir voru til
heimilis og oft margt spjallað. Gísli
átti fjóra bræður og minnir mig að
einn þeirra, sem nú er látinn, hafi
haft fasta viðveru á heimilinu og
hinir komið þegar vel lá á þeim.
Gísli var fráskilinn þegar þetta var
og Jónína stóð fyrir heimilinu af
miklum myndarskap með Ingólf
sér við hlið. Gísli var líka skráður
bóndi og hefur þá haft hálfgerðan
ráðskonusamning við móður sína.
Hann átti tvo syni, Ingólf Dan og
Axel Hólm. Ég man eftir Ingólfi
Dan ungum, ljóshærðum og glað-
legum eins og allt þetta fólk var yf-
irleitt. Axel kynntist ég síðar.
Hann var líkur Gísla í útliti og
hreyfingum og hafði ég gaman af
að kynnast honum. Hann bjó þá á
nýbýli frá Fremra-Svartárdal,
gömlu ættaróðali afkomenda Guð-
mundar á Vindheimum, Arna og
bræðra hans, en hans son var Ind-
riði á Irafelli. Axel var giftur
yngstu dóttur Moniku á Merkigili
og fannst mér mikið jafnræði með
þeim hjónum.
Þegar ég komst til vits og ára
fannst mér Gísli og bræður hans
vera ungir menn. A þeim tíma var
órafjarri sanni að fólk eltist hvað
þá að nokkrum dytti í hug af þessu
aldurslausa og unga fólki, að ein-
hver ætti eftir að deyja kominn um
áttrætt. Ungt fólk er eflaust svona
þenkjandi enn í dag og má heyra
það og sjá á ýmsu. Þegar til aldur-
dómsins kemur þá léttir hann mik-
ið að hafa verið innan um
skemmtilegt fólk og hafa haft
nokkra ánægju af að gefa því gæt-
ur. Jafnvel fimmtíu ára afmælis-
veisla er minnisstæð af því engar
veislur síðan hafa verið með líkum
blæ. Ég man ekki hvað Ingólfur
Daníelsson var gamall, en hann
átti rnerkisafmæli og upp á það
skyldi haldið. Veisluföng voru nóg
og sveif á gesti og gangandi, en
mikið var sungið, bæði hjartnæm
ættjarðarlög og svo hinar áleitn-
ustu gangnavísur. Bændur voru þá
enn mikið fyrir smalamennskur.
Um nóttina fóru síðan gestir að
tínast í burtu í niðamyrkri. Morg-
uninn eftir var hringt og hafði þá
einn gestanna ekki skilað sér
heim. Tóku menn því ekki ólíklega,
enda hafði hann verið við skál.
Leið svo morgunninn að ekkert
fréttist, en þeir sem voru
smámsaman að vakna á Laugabóli
töluðu um mikla veislu og við hæfi,
þar sem um höfðingja eins og
Ingólf var að ræða.
Nyrst á hlaðinu á Laugabóli og
sneri stafni til árinnar hafði verið
hrófað upp skemmu til bráða-
birgða, en hún var síðar rifín. Sá
fyrsti sem gekk um hlaðið um
miðjan morgun sá ekki betur en
einhver gestanna hefði skilið eftir
skó sína við skemmudyrnar. Hugði
hann ekki að því frekar en gekk
inn aftur og sagði að auðsjánlega
hefði einhverjum verið brátt að
komast heim, því hann hefði hlaup-
ið upp úr skónum norður á hlað-
inu. Þegar betur var að gáð lá
týndi maðurinn á grúfu innan við
dyrnar; hafði auðsjáanlega fallið
um þrepskjöldinn, sem var nokkuð
breið fjöl, og sofnað.
Gamlir menn deyja með eftirsjá
í huga. Við vitum það sem vorum
meðreiðarsveinar skammt eða
stutt af ævinni að margs var að
minnast. Þeir verða líka hvfldinni
fegnir ef þá hrjá harðir sjúkdómar.
Minn gamli félagi, Gísli Ingólfsson,
þjáðist af astma seinni hluta æv-
innar. Gott er ef eitthvað hefur
verið til sem létti honum þá erfið-
leika. En nú er þetta búið. Hann
var jarðsunginn að Reykjum í
Tungusveit, næsta bæ norðan
Laugabóls, og á stutt að fara um
þau grænu lönd og rismiklu kletta-
borgir, sem í einn tíma voni í senn
lífsvettvagnur hans og athafnasvið.
Far vel.
Indriði G. Þorsteinsson.
GÍSLI
INGÓLFSSON
+
Okkar ástkaera
KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Grenigrund 28,
Akranesi,
er látin.
Sigurður Vilii Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir,
Guðmundur Þórir Sígurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir,
Pálína Sigurðardóttir,
Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
og langamma,
ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR,
Glaðheimum 16,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 30. júní kl. 13.30.
Helga Bergþórsdóttir,
Haraldur Bergþórsson,
Guðlaug Bergþórsdóttir, Magnús Jónsson,
Hjördís Bergþórsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Helgi J. Bergþórsson, Sjöfn Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
KRISTJÁN HANNESSON,
Suðurgötu 73,
Hafnarfirði,
áður Lambeyri,
Tálknafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 13.30.
Börn hins látna.
+
Elskuleg móðir okkar,
SVAVA ÓLAFSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. júní nk. kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingólfur Jökulsson,
Garðar Jökulsson,
Stefán Jökulsson.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÁSGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Flúðaseli 80,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 16. júní sl.
Útförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn
29. júníkl. 13.30.
Kristjana Kjartansdóttir, Rúnar Grímsson
Kjartan Rúnarsson, Ásgeir Rúnarsson,
Óskar Rúnarsson, Atli Rúnarsson, Daði Rúnarsson.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför,
GUNNARS S. MALMBERGS
gullsmiðs,
Helga Ragnarsdóttir,
Baldur Malmberg,
Tómas Ó. Malmberg,
Arndís B. Bjargmundsdóttir,
Alexander Arndísarson.