Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 41 I I ( I I ( ( ( ( ( ( ( ( I ( I I ( I I I FRETTIR Ný þjónustustöð Olíufélagsins Bflavörur o g veitingasala NÝ þjónustustöð Olíu- félagsins á Ártúnshöfða í Reykjavík verður opn- uð með formlegum hætti í dag. Hefur þar risið 600 fermetra bygg- ing í stað þeirra 120 fer- metra sem áður voru þar undir þaki. Auk eldsneytis og bílavöru eru þar í boði matvörur og sælgæti og þar er einnig veitingastaður. Geir Magnússon, for- stjóri Olíufélagsins, sagði orðið löngu brýnt að endurnýja stöðina á Ártúnshöfða, sem tekin var í notkun árið 1971. Sagði hann æskilega meðalendingu bensín- stöðvar kringum 20 ár því ýmis tækni og aðbúnaður úrelt- ust hreinlega á svo löngum tíma. Hann sagði söluna á þessari sölu- hæstu bensínstöð fyrirtækisins til margra ára hafa dalað síðustu miss- erin en með samræmdri þjónustu á nýrri stöð og bættum aðbúnaði væri nú vöm snúið í sókn. Framkvæmdir við stöðina hófust í janúar eftir nokkuð langan undir- búning og tóku þær því fimm og hálfan mánuð. Arkitektar eru Arki- tektar sf. en verkfræðingar Olíufé- lagsins, þeir Stefán Guðbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, önnuðust byggingarstjórn og sam- ræmingu framkvæmda. Húsið er stálgrindahús og fóru um 100 tonn af stáli í grindina sem er án annarra burðarveggja. Framhlið þess er um 100 fermetra veggur úr 19 mm hertu gleri. Segja þeir þetta stærsta einstaka glervegg landsins úr ein- földu gleri. Hita- og neysluvatns- lagnir eru úr plasti og er notað svo- kallað „rör í rör“ kerfí. Er stöðin fyrsta húsið í Reykjavík sem sam- þykkt er með þessu kerfi. Saman- lögð lengd raflagna hússins er 50 km og snjóbræðslukerfi lóðarinnar, sem er 8 þúsund fermetrar, er 6 km. Glerið í veitingasalnum er þrefalt og hljóðeinangrað. Fjárfestingin tvöfold á við venjulega stöð Geir Magnússon segir að kostnað- ur við byggingu stöðvarinnar og búnað sé ekki langt frá 160 milljón- um, nokkurn veginn tvöfaldur kostnaður stöðvar af venjulegri stærð sem sé á bilinu 70 til 90 millj- ónir króna. Eldsneytisdælur stöðvarinnar eru 14 á þremur eyjum og er bæði um að ræða möguleika á sjálfsafgreiðslu og þjónustu. Þá eru á lóðinni 60 Morgunblaðið/Jim Smart HÁTT í 40 manns starfa á vöktum í nýju þjón- ustustöðinni á Ártúnshöfða sem er opin frá 7 að morgni til miðnættis. Stöðvarstjóri er Kol- brún Héðinsdóttir og með henni er Pálmar Viggósson, rekstrarstjóri bensínstöðva. fólksbílastæði og fjögur fyrir stóra bfla. Innan dyra er rekin Hraðbúð Esso, sú fjórtánda í röðinni; Nesti sem selur veitingar út um bflalúgur sem og í veitingasal, og Subway- staður, annar slíkra sem Olíufélagið opnar. Stöðvarstjóri er Kolbrún Héðinsdóttir. Opnunarhátíð verður á stöðinni í dag, laugardag, og verður þá giillað og boðið upp á tónlist á milli klukk- an 13 og 15. Fram koma m.a. Lög- reglukórinn, Casino og Páll Óskar. Fram til 1. júlí verður í gildi fjög- urra króna opnunarafsláttur á sjálfsafgreiðsludælunum og kostar lítrinn af 95 oktana bensíni þar 71,40 kr. SPECTRORIIC TS-400 Handsími Bílasími Festing í bíl með 12V hleðslutæki, handfrjálsri notkun, tengingu f. loftnet og loftnetskapli. Hleðslutæki f. 230V, 120 klst. NiMH rafhlaða, ktfA 37 ■ 108 Reykjavik 688-2800 - Fax. 568-7447 SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Nafnveró útgáfu: Útgefandi: Lýsing á flokki: Skráningardagur á VÞÍ: Viðskiptavakt á VÞÍ: Sölutímabil: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Skilmálar: Umsjón með skráningu: n SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Skráning skuldabréfa á Verðbréfaþingi íslands Um opinn flokk er að ræða. Nafnverö er allt að 3.000.000.000 kr. Nú þegar hafa verið gefin út skuldabréf að verðmæti 300.000.000 kr. og verður viöbótarútgáfa tilkynnt til Verðbréfaþings fslands og skráö á þinginu eftir því sem við á. Sparisjóður Hafnarfjaróar, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Heiti flokksins er 2. flokkur 1998. Bréfin em til 15 ára og bera 4,75% vexti. Bréfin eru vaxtagreiðslubréf og eru vextirgreiddir þann 25. maí ár hvert, i fyrsta sinn 25. maí 1999 og í síöasta sinn 25. mai 2013, af uppfærðum höfuðstól skuldarinnar. Höfuðstóll og verðbætur eru greidd út með einni greiðslu þann 25. maí 2013. Verðbréfaþing (slands hefur samþykkt að skrá þegar útgefin skuldabréf og munu þau verða skráð 3. júli 1998. Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði og Kaupþing hf, kt. 560882-0419, Ármúla 13A, 108 Reykjavík, verða með viðskiptavakt á flokknum á VÞÍ. 25. mai 1998 - 30. desember 2001. 5,00% Bréfm era seld gegn staðgreiöslu. Lágmarksupphæð er 5.000.000 kr. Sparisjóöur Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði. Skráningarlýsing og önnur gögn varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Strandgötu 8-10,220 Hafnarfirði slmi: 550-2000, myndsendir: 550-2001. GARÐHUSGOGN r I I Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 1 2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.