Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 28.06.1998, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 9 FLUG TIL STOKKHÓLMS ...kr. 22.400 -aðra leiðina kr. 14.900. Brottför 6., 16., 20. júli og heimkoma 20. eða 26. júlí. NDRRÆNA FE RÐAS K RIFSTO FAN Laugavegur 3 • Sími 562 6362 • smyril-icelanil@isholf.is m oesn i Léttir störf og fjölgar frístundum •Verbfrá 14.900 kr. Afl 0,8 til 2,5 hestöfl Eigum hörkutæki fyrir erfiðustu aðstæðurnar VETRARSOL Hamraborg I -3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 Sími: 533 -4040 ÁLFTAHÓLAR - ÚTSÝNI. Mjög góð og mikið endurnýjuð 3ja herb. ib. á 3. hæð í litlu fjölb. Parket og flísar. Stórar suðursv. Hús og sameign í góðu ástandi. Stutt í þjónustu og skóla. Verð 6,3 millj. Mikið útsýni. 9163 KAPLASKJÓLSVEGUR - LAUS. 3ja herb. íb. á 4. hæð með herb. í risi. Mikið útsýni. Hús viðgert og málað. Góð staðsetning. Áhv. 3,5 millj. Verð 7,1 millj. LAUS STRAX. 9158 SÖRLASKJÓL. Góð 4ra herb. íb. á 2. haeð í góðu þríbýli með frábæru útsýni. 3 svefn- herbergi. Hús í góðu standi, fallegur garður. Góð staðsetning. Áhv. 5 m. Hagst. lán. Verð 7,9 millj. 9160 FROSTAFOLD - BILSKÚR. Mjög góð 3ja herb. íb. á jarðhæð með sérinngang og -garði. Vandaðar innr. og tæki. Þvhús og búr. Stærð 79 fm auk bílskúrs. Hús I mjög góðu ástan- di. Áhv. 5,1 m. Byggsj. rík. Ekkert greiðslumat. 9134 LANGHOLTSVEGUR. Vorum að fá í sölu góða 4ra herb. íbúð á miðhæð í þríbýli með góðum garði og geymsluskúr. 3 svefnherb. íbúð og hús í góðu ástandi. Verð 7,8 millj. 9171 HLIÐARHJALLi - KÓP - BÍLSK. Nýl. 131 fm neðri sérhæð í tvíb. ásamt stæði i bílsk. 3 svefnherb. 2 stofur, sjónvarpshol, allt sér. Baðherb. allt flísal. Hús i góðu ástandi. Frábær staðsetning. Áhv. 5,0 m. byggsj. Verð 11,2 millj. Ath. skipti á minni eign mögul. 9101 VESTURBERG - GLÆSIL. ÚTSÝNI. Vorum að fá í einkasölu mjög gott og vel umgengið einbýlishús á fallegum útsýnisstað með suðvesturverönd og sólskála. Stærð 202 fm. Sérbygg. 33 fm bilskúr. Hús í toppstandi. Verð 14,5 m. 9169 LAUFÁSVEGUR - LAUST. Mjög gott 265 fm einbýlishús á þremur hæðum. Mögul. að hafa séríb. í kj. Á miðhæð eru stofur, herbergi og eldhús og 3 rúmg. herb. og baðherbergi uppi. Húsið er í mjög góðu ástandi, vel staðsett með góðri lóð. Allar nánari uppl. á skrif- st. 9074 Ármúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur í DAG VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Það má skrifa mér á dönsku eða ensku og yrði ég mjög glöð og þakklát þeim sem skrifa mér. Heimilisfangið er: Hanne Burmester, Lille Vraj, Dk-4400 Kalundborg, Danmark. Tapað/fundið Veski týndist í Arbænum Hver þekkir viðkomandi? ER EINHVER sem þekkir hafa samband við verslun viðkomandi á þessari Hans Petersen, Austurveri, mynd? Þeir sem það gera í síma 570 7555 eða eru vinsamlegast beðnir að 570 7556 (Gunnar Kristinn). Rangt farið með í fréttum í FRÉTTUM Sjónvarpsins var verið að sýna nýja stóla, að gott væri að hafa góða stóla fyrir fyrirmenn þegar þeir koma í heimsókn til landsins. I sömu frétt var sagt að þegar Winston Churchill kom til landsins 1941, hefði hann gist í Höfða, en það er ekki rétt. Hann gisti aldrei í Höfða. Þetta er í annað skipti í röð sem Sjónvarpið birtir um þetta frétt. í öldinni okkar 1941 má sjá allt um þennan jiðburð og þar kemur ekki fram að hann hafí gist í Höfða. Pétur Pétursson. Frímerkjasafnarar VILL ekki einhver sem safnar frímerkjum deila áhugamáli sínu með danskri konu? Ég hef safnað ís- lenskum frímerkjum nokk- uð lengi og langar að kom- ast í bréfasamband við ís- lenskan safnara. VESKI týndist í Árbænum föstudaginn 19. júní, líklega á leiðinni úr Sparisjóði vél- stjóra að Landsbanka í Rofabæ. Veskið er svört hliðartaska. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 5676 eða 567 2300. Fundarlaun. Armbandsúr týndist ARMBANDSÚR týndist sl. fimmtudag í Laugai'dain- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 3948. Dýrahald Kettlingur í óskilum LÍTILL, svartur kettling- ur, svolítið loðinn með app- elsínugul augu, er í óskilum í Grænatúni í Kópavogi. Þessi kettlingur hefur verið í reiðileysi undanfarna daga. Upplýsingar í síma 564 2163. Páfagaukur týndist í Seljahverfi GRÆNN og gulur páfa- gaukur, mjög gæfur, týnd- ist frá Seljabraut í Selja- hverfi fyrir rúmum 3 vik- um. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega láti vita í síma 557 5413 eftir kl. 14. Tveir kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar óska eft- ir góðu heimiii. Kassavanir. Upplýsingar í síma 552 8396 eftir kl. 20. Kettlingar fást gefins KISUMAMMA og fjórir kassavanir yndislegir kett- lingar, þai' af einn blandað- ur skógarköttur, fást gef- ins. Upplýsingar í síma 554 1676. Læða og kettlingur óska eftir heimili ÁRSGÖMUL yndisleg læða ásamt svörtum 13 vikna kettlingi óskar eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 899 8539 og 564 1041. SKAK llmsjón Margcir Pétursson Staðan kom upp á atskákmótinu í Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. Jan Timman (2.635), Hollandi, hafði hvítt og átti leik gegn Andras Adoijan (2.490), Ungverjalandi. 20. Rxf7! Rc5(Svartur mátti ekki þiggja riddarafórnina, 20. _ Kxf7 má svara með 21. Rd4 _ Dc8 22. Rxe6 _ Hxe6 23. Hxe6 _ Dxe6 24. Hd7+ og svarta drottningin fellur) 21. Hd8+ _ Hxd8 22. Rxd8+ _ Rxb3 23. Rxc6 _ Hxel+ 24. Rxel _ Rcl 25. Rxa7 _ Rxa2 26. Rd3 (Endataflið er nú auðunnið. Hvítur er peði yfir og svarti riddarinn er í prísund á a2) _ Bh6 27. Rc8 _ b5 28. Ra7 _ Rcl 29. Rxcl _ Bxcl 30. b4 _ Kf7 31. Kfl _ Ke6 32. Ke2 _ Kd5 33. Kd3 og Adorjan gafst upp. HVÍTUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI // ettu twer-fekÁ: ^tóraséu<QÍi}s jngasamnmginn, um iþrðtiasho'^!'' Víkverji skrifar... RÍKISBANKARNIR hafa leikið við þjóðarsálina síðustu mánuði og misseri, nánast matað hana á um- ræðuefnum. Það er við hæfi að minna á það nú, þegar júlímánuður fer í hönd, að það var 1. dag júlímánaðar fyrir 112 árum (1886) að starfsemi Landsbanka íslands hófst. Hinn rík- isbankinn, Búnaðarbankinn, hóf einnig starfsemi 1. júlí en 44 árum síðar en Landsbankinn (1930). Landsbankinn er þó ekki elzta starfandi peningastofnun í landinu. Það er Sparisjóður Siglufjarðar, stofnaður 1873. Víkverji ætlar ekki að bera vatn í bakkafullan [laxajlækinn með frekari umfjöllun um bankastarfsemi á land- inu bláa. XXX GALDUR og kukl koma við þjóð- arsöguna allt frá landnámi. Það var þó ekki fyrr en eftir siðaskipti sem galdrafárið náði hámarki. Stein- inn tók sum sé úr á seinni hluta 16. aldar. Þá voru meintir galdramenn á bál bornir. Alls voru 22 íslendingar brenndir (21 karl, 1 kona). Tveir voru líflátnir með öðrum hætti. Það var 4. dag júlímánaðar árið 1685 sem síð- asta galdrabrennan brann á íslandi. Hjátrú og hindurvitni voru ær og kýr þess aldarháttar sem hér kemur við sögu. Fyrirmyndin að galdra- brennum var reyndar utanaðkom- andi. Á Alþingi árið 1630 var lesinn upp boðskapur frá Kristjáni konungi IV., gefinn út í Danmörku 1617, sem fjallaði um refsingu þeirra er fóru með galdur. Galdrabrennur voru m.ö.o. ekki séríslenzkt fyrirbrigði, en ljótur blettur engu að síður á þjóðar- sögunni. Spurning er hvort menn séu ekki bornir á „mannorðsbál" enn í dag, þótt nútímalegri aðferðir séu nýttar, þegar sá gállinn er á almenningsálit- inu og þjóðarsálinni. XXX VIÐSKIPTARÁÐHERRA svar- aði fyrir stuttu fyrirspurn um eignir og skuldir íslenzkra heimila. Þau reyndust í sæmilegum álnum. Ái'ið 1997 voru eignir taldar sem hér segir (samsvarandi tölur frá 1990 innan sviga): 1) Bifreiðar 90.479 m.kr. (60.051 m.kr.). 2) íbúðir 589.237 m.kr. (422.000 m.kr.). 3) Fjáreignir án lífeyrissjóða 241.219 m.kr. (131.285 m.kr.). 4) Lífeyrissjóð- ir 341.506 m.kr. (125.560 m.kr.). Samtals töldust eignir heimilanna 1997 með lífeyrissjóðum kr. 1.262.441 m.kr. (738.905 m.kr. 1990). Skuldir heimilanna sama ár námu 385.736 m.kr. (170.726 m.kr. 1990), þar af kr. 217.163 m.ki'. við húsnæðislánasjóði (78.883 m.kr. 1990). Tæplega helmingur eignanna, 46,7%, er í húsnæði. Annar stærsti eignaþáttur eru lífeyrissjóðir, rúm- lega fjórðungur, 27,1%. Fjáreignir nema tæpum fimmtungi heildar- eigna, 19,1%. Loks bílaflotinn, 7,2%. XXX SKULDIR heimila í landinu hafa samt sem áður vaxið hlutfallslega meir en eignir á þessu árabili, 1990 til 1997. Skuldir heimila sem hlutfall (%) af ráðstöfunartekjum hafa aukizt úr 80,2% árið 1990 í 133 % árið 1996 og 135,4% í fyrra (áætlað). Langstærst- ur hluti heildarskulda eru húsnæðis- lánaskuldir, 56,3%. Fimmtungur heildarskulda er við innlánsstofnanir, 20,6%. Skuldir við lífeyrissjóði 10,2%, LIN 9,8%, tryggingafélög 2,1% og eignaleigur 1% heildarskulda. í svari ráðherra kemur fram að samanburður á hreinni eign og skuldum milli landa sé ýmsum ann- mörkum bundinn. Skuldir sem hund- raðshluti af ráðstöfunartekjum eru 133 hér á landi, 113 í Japan, 109 í Bretlandi og Kanada, 69 í Frakk- landi, 34 á Italíu. Hrein eign á sama mælikvarða er 663 í Japan, 651 á Ítalíu, 556 í Bretlandi, 548 í Banda- ríkjunum, 502 í Kanada, 478 á íslandi og 449 í Frakklandi. Sá hefur nóg sér nægja lætur, sögðu spakir menn fyrr á tíð!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.