Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.06.1998, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Einföld hönnun fremur en dramatískir búningar SMIRN OFF-fatahönnun- arkeppnin var haldin á Jónsmessunótt undir berum himni á Vega- mótastíg í Reykjavík. Þrátt fyrir að rigndi á áhorfend- ur var umgjörðin hin glæsileg- asta með tiiheyrandi reyk og flóðljósum. Tíu keppendur voru * valdir til að sýna á úrslitakvöld- inu og komu dómarar frá Bret- landi til að velja sigurvegarann. Að þeirra sögn er lögð áhersla á að flíkumar séu klæðilegar og söluhæfar og hefur þróunin verið sú að „búningahönnun" með dramatísku og ævintýralegu yfir- bragði hefur vikið fyrir einfald- ari hönnun. Sigurvegarinn að þessu sinni varð hin 26 ára gamla Ragnheið- ur Jónsdóttir og er þetta í annað sinn sem hún tekur þátt í keppn- inni. Ragnheiður lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Iðnskólanum nú í vor en tekur sér sæti í textíl- deild Myndlista- og handíðaskól- ansíhaust. Það vakti athygli áhorfenda að einn einfaidasti kjóll keppninnar skyldi sigra, enda hefur hönnun keppninnar siðstu ára einkennst af sérstökum efnum í dramat- ískri og skrautlegri útfærsiu. Þemað að þessu sinni var „ham- skipti“ eða „metamorphosis" og máttu keppendur útfæra hug- myndina eftir eigin sköpunar- gleði. Að sögn Ragnheiðar hefur þróun Smirnoff-keppninnar ver- ið sú að meiri áhersla er lögð á að hanna fót fremur en búninga. Með því sé verið að stuðla að tískuhönnun söluvænlegs fatn- aðar, enda keppninni ekki ætlað að vera listræn keppni í bún- bví meira sem eg 6 r .A. ffgrímur " Axelsdóttir, sem hrepy SIGURVEGARINN í keppninni: TOLIE - „léreftsprufa er lykilatriði í hamskiptum hugmyndar yfir í fl£k“. Hönnuður: Ragnheiður Jónsdóttir. ingahönnun. „Ég reyndi að fara alveg eftir þeim linum sem voru lagðar og dómnefndin var mjög ánægð með það hvað kjóllinn var sölulegur en samt ferskur," sagði Ragnheiður, en kjólinn saumaði hún sjálf úr hvítum hör. Ragnheiður verður fulltrúi Is- lands í lokakeppninni, sem haldin verður í Berlín i júlí. Framundan er annasamur undirbúningur hjá henni því samkvæmt reglum keppninnar má hún útfæra hönn- un sína enn frekar og búa til fleiri eintök. „Áður var keppnin þannig að gerðar voru þijár útgáfur af sömu hugmynd. Núna ertu með hugmynd sem er svo breytt í fjöldaframleiðshiútgáfu. Ég má breyta sniðinu en yfirbragðið verður það sama. Nýi kjóll- inn verður flóknari og öfgakenndari en sá fyrri.“ Að sögn Ragnheiðar er Smirnoff-fatahönnunar- keppnin mjög virt og sigurvegarinn hefur mikla möguleika á að koma sér á framfæri sem hönnuður. Keppnin sé mjög mikilvæg fyrir hönnun hérna heima og eigi skilið mikla at- hygli. Framtíð Ragn- heiðar sjáifrar er ósniðið efni en draum- urinn er að mennta sig enn frekar í fataiðnaðinum er- lendis og aldrei að vita nema kjólar hennar verði sýnd- ir á sýningarpöll- um Parísar innan fárra ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.