Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 4^
3
i
j
I
j
4
S
1
4
j
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
u
4
4
4
4
i
i
4
AÐSENDAR GREINAR
Launamál ógna starfsemi
barna- og ung’linga-
geðdeildar Landspítala
Samstarfssamn-
ing eða sameigin-
legt framboð?
ið mætt í vetur með því að fjölga
starfsfólki ofvirkniteymis en einnig
með auknu vinnuálagi þess starfs-
fólks sem fyrir var.
Þótt biðlistinn hafí minnkað er
áfram fyiirsjáanleg mikil þörf, því
að áætlað er að 2-3% barna séu of-
virk. Áhyggjuefni er að stór hluti
sálfræðinga á Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans hverfur til
betur launaðra starfa annars stað-
ar strax um næstu áramót og jafn-
vel fyrr ef fer sem horfir. Fyrsti
sálfræðingurinn er á förum þar
sem hún hefur fengið mun betur
launað starf hjá annarri ríkisstofn-
un. Þar er henni tekið fagnandi
vegna langrar og mikillar reynslu
af vinnu með börn og unglinga með
geðræn vandamál. Undrunarefni
er að yfirstjóm Ríldsspítala skuli
ekki gera sér grein fyrir því hvaða
afleiðingar fólksflótti sérhæfðra
starfsmanna hefur fyrir stofnun
eins og þessa. Viðhorfið virðist
vera að alltaf komi maður í manns
stað. Getur það verið vegna fjar-
lægðar yfirstjómenda frá starf-
seminni og þekkingarleysis? Þó
svo starfsemi ofvirkniteymisins
njóti velvildar stjómenda Bama-
og unglingageðdeildar Landspítal-
ans og núverandi stjórnanda
geðsviðs Ríkisspítala, virðist stuðn-
ingur þeirra einskis mega sín þeg-
ar um er að ræða kaup og kjör eða
að standa við gerða samninga.
Það hefur tekið tæpan áratug að
byggja upp þessa þjónustu en það
þarf ekki nema nokkra mánuði til
að eyðileggja hana. Þetta er á valdi
stjórnvalda
Stjórnvöld bera ábyrgð á því að
samninganefnd ríkisins leyfist að
koma fram á þann hátt við ýmsar
heilbrigðisstéttir sem raun ber
vitni og er raunar fáheyrt að eins
miklum tíma og orku sé eytt í
samningaviðræður sem hér á landi.
Fyrst og síðast er verið að brjóta á
hinum almenna borgara og í okkar
tilfelli börnum og unglingum. Ný-
leg skoðanakönnun leiddi í ljós að
meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi
því að meira fé sé varið til heil-
brigðismála en stjórnvöld ætla sér
greinilega að hundsa þann vilja
þjóðarinnar.
Það er einnig sárt til þess að vita
að fólk sem vill vinna með börn og
unglinga með alvarleg hegðunar-
vandamál og hefur hvað mesta
þekkingu á því sviði skuli þurfa að
flæmast úr starfí sínu vegna vilja-
leysis stjórnvalda.
Höfundar eru sálfræðingar á bama-
og unglingageðdeild Landspítala.
www.mbl.is/fasteignir
Málfríður
Lorange
FYRIR utan
glugga Barna- og
unglingageðdeildar-
innar við Dalbraut
standa sýrenutrén
senn í blóma. Það er
órækt í garðinum
því garðyrkjufólkið
á Ríkisspítölum hef-
ur enn ekki haft
tíma til að sinna
okkur. Smám saman
færist meiri ró vfir
húsið þegar fólk fer í
sumarfrí og legu-
deildirnar tvær,
barnadeild og ung-
lingadeild hafa nú
verið sameinaðar
vegna sumariokunar. Veturinn og
vorið hafa einkennst af gífurlega
mikilli vinnu starfsfólks og margir
eru orðnir örmagna þegar þeir
komast í frí. Við sem skrifum þessa
grein finnum að þessi þreyta er
annars eðlis en oft áður. Þessari
þreytu fylgir uppgjöf og jafnvel
visst kæruleysi því að við gerum
okkur grein fyrir því að starf okkar
hefur ekki verið og verður trúlega
ekki metið til réttra launa á meðan
við störfum á Ríkisspítölum og því
blasa uppsagnir við.
Helmingur hjúkrunarfræðinga
hefui- sagt upp störfum á Barna-
og unglingageðdeild Landspítalans
þegar þetta er skrifað. Fleiri há-
skólamenntaðar stéttir eru í sömu
stöðu og hjúkrunarfræðingar en
þessar stéttir hafa beðið eftir úr-
skurði félagsdóms í máli Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga gegn rík-
issjóði íslands um ógildingu á
kjarasamningi frá 5. júlí 1997.
Þessi dómur er fallinn eins og
kunnugt er.
I þeim kjarasamningi var ákveð-
ið að taka upp nýtt launakerfi fyrir
háskólamenntað fólk. Fyrir sál-
fræðinga voru gerðir mjög sam-
bærilegir samningar og við undir-
skrift , þeirra samninga var gert
heiðursmannasamkomulag við
framkvæmdastjórn Ríkisspítala
um að föst yfirvinna yrði færð inn í
dagvinnutaxtakaup. Einnig var það
sameiginlegur skilningur samn-
ingsaðila í Karphúsinu að sálfræð-
ingar með yfir tveggja ára starfs-
reynslu myndu fara í svokallaðan
B-ramma vegna langrar menntun-
ar sinnar og ábyrgðar. Hér má
bæta við að sálfræðinám er langt
nám, minnst 6 ár og margir sál-
fræðingar með viðbótarnám, t.d.
sérfræðingsnám eða doktorsgráðu.
Við langflesta aðra sálfræðinga hjá
ríki, sveitarfélögum og öðrum
stofnunum hefur þetta gengið eftir
nema hjá Ríkisspítölum. Ef stjórn
Ríkisspítala hundsar þetta sam-
komulag verða sálfræðingar á Rík-
isspítölum ásamt sálfræðingum á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur lægst
launuðu sálfræðingar á öllu land-
inu.
Landspítalinn er háskólasjúkra-
hús og miklar kröfur gerðar til sál-
fræðinga bæði hvað varðar mennt-
Sigríður D.
Benediktsdóttir
un og sérhæfingu og flest okkar
eru með langa starfsreynslu og
sérnám. A Bama- og unglingageð-
deild Landspítalans fer fram sér-
hæfð starfsemi sem vísað er í af
öllu landinu. Má þar nefna grein-
ingu og meðferð ofvirkra barna og
unglinga. Það hefur tekið mörg ár
að byggja upp þá þjónustu sem for-
eldrum þessara bama og unglinga
er boðið upp á. Starfsfólk fór til
Stjórnvöld bera ábyrgð
á, segja Málfríður
Lorange og Sigríður
D. Benediktsdóttir,
framkomu samninga-
nefndar ríkisins.
Bandaríkjanna (að miklu leyti á
eigin kostnað vegna þess að mjög
litlu fé er varið til símenntunar sál-
fræðinga hjá Ríkisspítölum) til að
kynna sér þar þau úrræði sem í
hvað mestu áliti eru í heiminum í
dag. Margar nágrannaþjóðir okkar
eru fyrst nú að taka upp þessi
vinnubrögð. Það má því segja að
við séum í fararbroddi hér í Evr-
ópu og hefur verið leitað til okkar
um ráðgjöf í þessum efnum frá öðr-
um löndum. Ofvirkniteymi Barna-
og unglingageðdeildar Landspítal-
ans, sem er þverfaglegt teymi
lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa,
geðhjúkmnarfræðinga og listmeð-
ferðarfræðings, hefur ásamt því að
stunda greiningu og meðferð of-
virkra barna haldið námskeið fyrir
foreldra og fagfólk nokkrum sinn-
um á ári. Langur biðlisti hefur ver-
ið eftir þjónustu við börn með
hegðunarerfiðleika þar með talið
ofvirkni á Barna- og unglingageð-
deild Landspítalans. Því hefur ver-
Misskilningur Steingríms J.
Steingrímur J. Sigfússon hefur
sent frá sér greinargerð þar sem
hann mælir með því að samstarfs-
samningur sé gerður. Hann vill að
Alþýðubandalagið gangi til við-
ræðna við aðra flokka um samstarf
en áður þurfi Alþýðubandalagið að
gera það upp við sig hvaða málefni
flokkurinn ætli að leggja áherslu á
í þeim viðræðum. Sex manna hóp-
ur innan Alþýðubandalagsins hef-
ur einnig sent frá sér skýrslu þar
sem bent er á þá leið að „á auka-
landsfundinum í sumar verði sam-
þykkt að gera Alþýðuflokknum og
öðrum vinstriöflum tilboð um sarry
fylkingu fyrir næstu kosningar. í
því tilboði yrði tilgreint hvaða mál-
efni Alþýðubandalagið setur á odd-
inn í því samstarfi."
Það virðist hafa farið framhjá
Steingrími og sexmenningunum að
þetta er þegar búið að gera. í lok
stjómmálaályktunar síðasta lands-
fundar Alþýðubandalagsins segir
eftirfarandi: „Með þessum ábend-
ingum hefur landsfundur Alþýðu-
bandalagsins samþykkt fyrir sitt
leyti hver eigi að vera höfuðmál
flokksins á næstu árum. f þessum
atriðum er sá efniviður sem Al-
þýðubandalagið leggur fram í sam-
eiginlega málefnaskrá eða í verk-
efnaskrá vinstri manna til fjögurra
ára.“ Alþýðubandalagið hefur því
þegar ákveðið hvaða málefni skulu
sett á oddinn. Viðræðum við Al-
þýðuflokk og Kvennalista er svo
gott sem lokið. Niðurstaðan mun
liggja fyrir á landsfundinum næstu
Hugmyndir Steingríms
um samstarfssamning
milli flokkanna byggj-
ast ekki bara á vitlaus-
um forsendum, segir
Þorvarður Tjörvi
Olafsson, heldur eru
þær líka ótrúverðugar.
>- ■
lagi er hugmynd Steingríms ótrú-
verðug vegna þess að sameiginleg-
ur málefnagrundvöllur flokkanna
þriggja liggur fyrir. Hvað er því til
fyrirstöðu að flokkamir bjóði fram
saman?
Vinstra vor?
í síðustu kosningum bauð Al-
þýðubandalagið kjósendum upp á
vinstra vor. Það gekk til kosninga
með ítarlega og góða stefnuskrá.
Það var bara ekki nóg. Kjósendur
refsuðu félagshyggjuöflunum fyrir
samstöðuleysi sitt og kusu yfir sig
kaldan vetur afturhaldsins. Enn á
ný tókst Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokknum að deila og drottna;: '
Göngum ekki í sömu gildruna aft-
ur. Stöndum saman og bjóðum Is-
lendingum upp á sameiginlegt
framboð félagshyggjufólks í næstu
alþingiskosningum.
Höfundur er formaður Verðandi,
samtaka ungs alþýðubandalagsfólks
og óháðra.
NÆSTU helgi verð-
ur vonandi minnst sem
einnar af stærstu
stundunum í íslenskri
stjómmálasögu á síð-
ari helmingi þessarar
aldar. Um næstu helgi
verður tekin ákvörðun
um það hvernig sam-
vinnu félagshyggju-
flokkanna skal háttað.
A að fara í sameigin-
legt framboð eða láta
sér nægja að gera
samstarfssamning þar
sem flokkarnir skuld-
binda sig til að vinna
saman eftir kosningar
en bjóða fram í þrennu
lagi? Agreiningur er innan Alþýðu-
bandalagsins um hvora leiðina á að
fara.
helgi og þá er bara að
taka næsta skref sem
er ákvörðun um sam-
eiginlegt framboð.
Trúverðugleiki
Það er ekki nóg með*-
að hugmynd Stein-
gríms um samstarfs-
samning milli flokk-
anna byggist á vitlaus-
um forsendum heldur
eru þær líka ótrúverð-
ugar. I fyrsta lagi
vegna þess að fólkið í
flokkunum hefur lært
að vinna saman, sam-
hentir hópar fólks hafa
orðið til hringinn í
kringum landið. Þetta fólk mun
ekki láta segja sér að hverfa aftur
ofan í gömlu skotgrafimar. I öðru
Þorvarður Tjörvi
Ólafsson
29. Ólympíuleikarnir
I C E L A N D
; ,4. * .
Jjf VIÁL
í eðlisfræði
Dagskrá dagsins
Flestir erlendu þátttak-
endanna 410 koma í
dag meö flugi til
landsins og dvelja á 6 hótelum í kringum
Laugardalshöllina, vettvang sjálfrar keppn-
innar. íslenskt ungmenni fylgir hverjum 5
táninga hópi allar stundir til 10. júlí og
stuðlar að öryggi keppenda og vellíðan
meðan á leikunum stendur. í kvöld býöur
Reykjavíkurborg pátttakendum I Fjöl-
skyldugarðinn en (slenskur landbúnaöur
býöur lambakjöt I grillveisluna. Litríkir fán-
ar leikanna og peysur þátttakenda munu
setja svip á Reykjavík á komandi 8 dögum.