Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 72
S3.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes llfTRl Premium Partner fHtYguuMiiftife Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF Whpl hewlett Il/JI packard MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Siglt á tjörn ' í Papey FRÆNDURNIR Guðmundur Már Karlsson og Ragnar Rafn Eðvaldsson voru að sigla fleyi sínu á tjörn í Papey í gær. Þeir voru ánægðir með smíðina en sögðu vatnið í tjörninni nokkuð kalt til að vaða í. Þeir höfðu verið í heimsókn frá því á sunnudag hjá ömmu Guðmundar, sem á sumarbú- stað í eynni, en fóru til Djúpa- vogs í gær. Sýn kaupir 22,73% í móðurfélagi íslenska útvarpsfélagsins Fjórir hluthafar eiga tæplega 70% hlutaQárins SÝN hf. hefur keypt hlutabréf Jóhanns J. Ólafssonar stórkaupmanns, Har- alds Hai-aldssonar framkvæmdastjóra og Guðjóns Oddssonar kaupmanns í Fjölmiðlun hf., móðurfélagi Islenska útvarpsfélagsins. Þremenningarnir Jó- hann, Haraldur og Guðjón áttu samtals 22,73% í Fjölmiðlun hf. Að Sýn hf. standa að mestu leyti aðrir hluthafar Fjölmiðlunar, þ.e. Jón Ólafsson, stjórnarformaður Sýnar, Fjölmiðlunar og Islenska útvarpsfélagsins, Sigur- jón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður, Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur, Gunnar Þór Ólafsson útgerðarmaður og Stöðvar 3 hópurinn svokallaði. Söluverð hlutabréfanna fæst ekki gefið upp. Jón Ólafsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigurður G. Guðjóns- son og Gunnar Þór Ólafsson eiga nú samtals tæplega 70% hlut í Fjöl- miðlun hf., Sýn á 22,73% og Stöðvar 3 hópurinn svonefndi innan við 10%. I fréttatilkynningu frá íslenska útvarpsfélaginu segir að þessi við- skipti séu áfangi í stofnun öflugs ís- lensks fyrirtækis á sviði margmiðl- unai' og afþreyingai- sem gengur undir vinnuheitinu Norðurljós. Haft er eftir Jóhanni J. Ölafssyni í fréttatilkynningu frá Islenska út- varpsfélaginu að áhugavert og skemmtilegt hafi verið að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins en nú taki ný verkefni við og hann muni sjálfsagt dreifa fjárfestingum sínum víðar en áður. Haraldur Haraldsson tekur undir með Jóhanni í samtali við Morgun- blaðið og segir að að baki séu átta reynslurík og mjög skemmtileg ár við að byggja upp Islenska útvarps- félagið. „Það er að mestu leyti búið að gera það sem þurfti að gera og framtíð fyrirtækisins er björt. Ég er mjög ánægður með verðið og mun dreifa fjárfestingum mínum í fleiri körfur." Guðjón Oddsson segir enga sér- staka ástæðu hafa verið fyrir söl- unni. Hann hafi fengið gott tilboð í hlutabréfin og ákveðið að ganga að því. „Islenska útvarpsfélagið er á góðu róli eftir kröftuga uppbygg- ingu á undanförnum árum.“ Lærdómsríkt samstarf Jón Ólafsson segir samstarfið við þremenningana, sem nú hverfa á braut, hafa verið afar lærdómsríkt. „Þeir búa yfir mikilli reynslu og hafa gegnt mjög mikilvægum trún- aðarstörfum í íslensku viðskiptalífi. Við munum halda uppbyggingu fé- lagsins áfram og stefnum að því að setja hlutabréf þess á markað hér- lendis og erlendis innan tveggja ára.“ Með fyrirhugaðri stofnun Norð- urljósa verður Stöð 2, Skífunni, Sýn, Regnboganum, Bylgjunni, ís- landíu, Fjölvarpi, Stúdíó Sýrlandi og Stjömunni steypt saman í eitt fé- lag. Óskað hefur verið eftir áliti Samkeppnisstofnunar á samruna félaganna og er þess að vænta í lok júlí. Morgunblaðið/RAX Halldór Guðbjarnason gagnrýnir greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar og átelur bankaráð Landsbankans Vill láta rannsaka tilurð svarbréfa um laxveiðar HALLDÓR Guðbjamason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbanka Is- \~~Sftands, segist í svari við greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. um réttarstöðu fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans hljóta að fara fram á að rannsakað verði hvernig staðið var að svarbréfum Lands- bankans um laxveiðiferðir til við- skiptaráðherra. Halldór sendi for- manni bankaráðs Landsbankans svar sitt vegna greinargerðar Jóns Steinars sl. þriðjudag. Gagnrýnh- hann gi'einargerðina harðlega og átelur einnig vinnubrögð bankaráðs- ins fyrir að bh'ta greinargerðina at- hugasemdalaust. Villandi framsetning Halldór segir margt í greinargerð Jóns Steinars bæði villandi sett fram og meiðandi fyrir sig, málsástæðum sé snúið við og rangar ályktanir dregnar. Halldór segir m.a. að niðurstaða Jóns Steinars vai'ðandi ábyi-gð ^fcánkastjóranna fyrrverandi á því að - bankinn sendi viðskiptaráðherra röng svör um laxveiðar, sé ekki studd lagalegum rökum. Hann kveðst hafa verið í góðri trú um að svarbréfin innihéldu réttar upplýs- ingar er hann undirritaði þau ásamt öðrum bankastjóra. Hann kveðst vilja að rannsakað verði með hvaða hætti bréfin voru tekin saman, hver vann verkið, tilurð undirritunar sinn- ar og hvers vegna hægt sé að full- yrða að hlutur hans í þessu sé hinn sami og kollega hans. Halldór fer í svarinu einnig hörð- um orðum um ályktanir og niður- stöður Jóns Steinars um kostnað vegna veiðiferða bankastjóranna og um ferðakostnað. Hann segir að uppsetning og orðalag virðist bein- linis til þess fallið að draga hann að ósekju inn í umræður um mál sem ekki snerti störf hans eða persónu. í umfjöllun um ferðakostnað virðist sem hlutunum sé hreinlega snúið við og reynt að gera þær skýringar, sem hann hafi gefið, tortryggilegar og flytja lagaskyldu bankaráðsins á hans herðar. í álitsgerð tveggja hæstaréttar- lögmanna, Péturs Guðmundarsonar og Hákonar Árnasonar, sem unnin var að beiðni Halldórs Guðbjai'na- sonar og fylgir svarbréfi hans, segir að ekki verði séð að Halldór beri starfslega ábyrgð á þeim mistökum sem urðu við samantekt svarbréfa bankastjóranna varðandi laxveiði- kostnað. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segist telja álitsgerð lögfræðinganna mjög athyglisverða. Helgi var ekki reiðu- búinn í gær að tjá sig um svar Hall- dórs Guðbjarnasonar en segist reikna með að þessi mál verði tekin fyrir á næsta fundi bankaráðsins. Helgi segist aðspurður ekki geta litið svo á að Halldór sé að fai-a formlega fram á rannsókn á tiiurð svarbréfa Landsbankans eins og hann orði þau mál í svari sínu til bankai'áðsins. Ef hins vegar komi fram bein ósk um rannsókn verði hún tekin fyrir í bankaráðinu. ■ Bréf Halldórs/14 ■ Lögpersónan/15 74% hlutur í Lýsi hf. seldur ELLEFU innlendir fjárfestar hafa keypt 120 m.kr. hlut í Lýsi hf., undir forystu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, sem jafnframt er stærsti ein- staki hluthafinn með 34,4% eignarhlut, að verðmæti 60 milljónir króna. Stefnt er að skráningu á Aðallista Verðbréfaþings innan 3ja ára auk þess sem Ijóst er að fyrirtækið mun flytjast til Grindavíkur í framtíðinni. Styrktarsjóður frumkvöðulsins Tryggva Ólafssonar og afkomendur hans munu eiga 26% í fyrirtækinu. Fimm fyrirtæki í Grindavík, Þor- björn, Fiskanes, Gjögur, Stakkavík og Vísir, eiga samanlagt 10,5% og Sjóvá-Aimennar skráðu sig fyrir 9%. Aðrir hluthafar eru Bakkavör í Reykjanesbæ, Nesfiskur í Garði, Haraldur Böðvarsson á Akranesi og verkfræðistofan Meka sem sinnir aðallega hönnun og ráðgjafaþjón- ustu í fiskiðnaði. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri markmið félagsins að taka þátt í vænlegum verkefnum af þessu tagi. „Hér er um að ræða fyrirtæki sem hefur gengið í gegnum miklar breytingar á 60 ára ferli sínum. Lýsismenn búa að mikilli þekkingu á vinnslu lýsis og fiskafurða sem má að stórum hluta þakka framsýni Tryggva Ólafssonar og fjölskyldu hans í gegnum árin. í dag koma 75% af tekjum fyrirtækisins frá erlendum mörkuðum en félagið flytui' út vör- ur og hráefni til rúmlega 30 landa". Hann bætir því við að fyrirtækið hafi skilað hagnaði á síðasta ári í fyrsta sinn um nokkurt skeið auk þess að hafa náð að auka stöðug- leika í rekstri sínum með fjölgun framleiðsluafurða á síðustu árum. ■ Ellefu aðilar kaupa/Bl Morgunblaðið/Jim Smart Styttist í nýjan Laugaveg NÚ STYTTIST óðum í að vegfarendur á Laugavegi geti notið endurbótanna sem þar hafa staðið yfir. Framkvæmdum á að ljúka hinn 15. þessa mánaðar og það verða ekki síst kaupinenn við Laugaveginn sem koma til með að gleðjast yfir nýju útliti götunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.