Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 72
S3.Lausnir
Nýherja fyrir
Lotus Notes
llfTRl Premium Partner
fHtYguuMiiftife
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
Whpl hewlett
Il/JI packard
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Siglt
á tjörn
' í Papey
FRÆNDURNIR Guðmundur
Már Karlsson og Ragnar Rafn
Eðvaldsson voru að sigla fleyi
sínu á tjörn í Papey í gær. Þeir
voru ánægðir með smíðina en
sögðu vatnið í tjörninni nokkuð
kalt til að vaða í.
Þeir höfðu verið í heimsókn
frá því á sunnudag hjá ömmu
Guðmundar, sem á sumarbú-
stað í eynni, en fóru til Djúpa-
vogs í gær.
Sýn kaupir 22,73% í móðurfélagi íslenska útvarpsfélagsins
Fjórir hluthafar eiga
tæplega 70% hlutaQárins
SÝN hf. hefur keypt hlutabréf Jóhanns J. Ólafssonar stórkaupmanns, Har-
alds Hai-aldssonar framkvæmdastjóra og Guðjóns Oddssonar kaupmanns í
Fjölmiðlun hf., móðurfélagi Islenska útvarpsfélagsins. Þremenningarnir Jó-
hann, Haraldur og Guðjón áttu samtals 22,73% í Fjölmiðlun hf. Að Sýn hf.
standa að mestu leyti aðrir hluthafar Fjölmiðlunar, þ.e. Jón Ólafsson,
stjórnarformaður Sýnar, Fjölmiðlunar og Islenska útvarpsfélagsins, Sigur-
jón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður, Sigurður G. Guðjónsson lögmað-
ur, Gunnar Þór Ólafsson útgerðarmaður og Stöðvar 3 hópurinn svokallaði.
Söluverð hlutabréfanna fæst ekki
gefið upp. Jón Ólafsson, Sigurjón
Sighvatsson, Sigurður G. Guðjóns-
son og Gunnar Þór Ólafsson eiga
nú samtals tæplega 70% hlut í Fjöl-
miðlun hf., Sýn á 22,73% og Stöðvar
3 hópurinn svonefndi innan við
10%.
I fréttatilkynningu frá íslenska
útvarpsfélaginu segir að þessi við-
skipti séu áfangi í stofnun öflugs ís-
lensks fyrirtækis á sviði margmiðl-
unai' og afþreyingai- sem gengur
undir vinnuheitinu Norðurljós.
Haft er eftir Jóhanni J. Ölafssyni
í fréttatilkynningu frá Islenska út-
varpsfélaginu að áhugavert og
skemmtilegt hafi verið að taka þátt
í uppbyggingu fyrirtækisins en nú
taki ný verkefni við og hann muni
sjálfsagt dreifa fjárfestingum sínum
víðar en áður.
Haraldur Haraldsson tekur undir
með Jóhanni í samtali við Morgun-
blaðið og segir að að baki séu átta
reynslurík og mjög skemmtileg ár
við að byggja upp Islenska útvarps-
félagið. „Það er að mestu leyti búið
að gera það sem þurfti að gera og
framtíð fyrirtækisins er björt. Ég
er mjög ánægður með verðið og
mun dreifa fjárfestingum mínum í
fleiri körfur."
Guðjón Oddsson segir enga sér-
staka ástæðu hafa verið fyrir söl-
unni. Hann hafi fengið gott tilboð í
hlutabréfin og ákveðið að ganga að
því. „Islenska útvarpsfélagið er á
góðu róli eftir kröftuga uppbygg-
ingu á undanförnum árum.“
Lærdómsríkt samstarf
Jón Ólafsson segir samstarfið við
þremenningana, sem nú hverfa á
braut, hafa verið afar lærdómsríkt.
„Þeir búa yfir mikilli reynslu og
hafa gegnt mjög mikilvægum trún-
aðarstörfum í íslensku viðskiptalífi.
Við munum halda uppbyggingu fé-
lagsins áfram og stefnum að því að
setja hlutabréf þess á markað hér-
lendis og erlendis innan tveggja
ára.“
Með fyrirhugaðri stofnun Norð-
urljósa verður Stöð 2, Skífunni,
Sýn, Regnboganum, Bylgjunni, ís-
landíu, Fjölvarpi, Stúdíó Sýrlandi
og Stjömunni steypt saman í eitt fé-
lag. Óskað hefur verið eftir áliti
Samkeppnisstofnunar á samruna
félaganna og er þess að vænta í lok
júlí.
Morgunblaðið/RAX
Halldór Guðbjarnason gagnrýnir greinargerð Jóns Steinars
Gunnlaugssonar og átelur bankaráð Landsbankans
Vill láta rannsaka tilurð
svarbréfa um laxveiðar
HALLDÓR Guðbjamason, fyrrver-
andi bankastjóri Landsbanka Is-
\~~Sftands, segist í svari við greinargerð
Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl.
um réttarstöðu fyrrverandi banka-
stjóra Landsbankans hljóta að fara
fram á að rannsakað verði hvernig
staðið var að svarbréfum Lands-
bankans um laxveiðiferðir til við-
skiptaráðherra. Halldór sendi for-
manni bankaráðs Landsbankans
svar sitt vegna greinargerðar Jóns
Steinars sl. þriðjudag. Gagnrýnh-
hann gi'einargerðina harðlega og
átelur einnig vinnubrögð bankaráðs-
ins fyrir að bh'ta greinargerðina at-
hugasemdalaust.
Villandi framsetning
Halldór segir margt í greinargerð
Jóns Steinars bæði villandi sett fram
og meiðandi fyrir sig, málsástæðum
sé snúið við og rangar ályktanir
dregnar.
Halldór segir m.a. að niðurstaða
Jóns Steinars vai'ðandi ábyi-gð
^fcánkastjóranna fyrrverandi á því að
- bankinn sendi viðskiptaráðherra
röng svör um laxveiðar, sé ekki
studd lagalegum rökum. Hann
kveðst hafa verið í góðri trú um að
svarbréfin innihéldu réttar upplýs-
ingar er hann undirritaði þau ásamt
öðrum bankastjóra. Hann kveðst
vilja að rannsakað verði með hvaða
hætti bréfin voru tekin saman, hver
vann verkið, tilurð undirritunar sinn-
ar og hvers vegna hægt sé að full-
yrða að hlutur hans í þessu sé hinn
sami og kollega hans.
Halldór fer í svarinu einnig hörð-
um orðum um ályktanir og niður-
stöður Jóns Steinars um kostnað
vegna veiðiferða bankastjóranna og
um ferðakostnað. Hann segir að
uppsetning og orðalag virðist bein-
linis til þess fallið að draga hann að
ósekju inn í umræður um mál sem
ekki snerti störf hans eða persónu. í
umfjöllun um ferðakostnað virðist
sem hlutunum sé hreinlega snúið við
og reynt að gera þær skýringar, sem
hann hafi gefið, tortryggilegar og
flytja lagaskyldu bankaráðsins á
hans herðar.
í álitsgerð tveggja hæstaréttar-
lögmanna, Péturs Guðmundarsonar
og Hákonar Árnasonar, sem unnin
var að beiðni Halldórs Guðbjai'na-
sonar og fylgir svarbréfi hans, segir
að ekki verði séð að Halldór beri
starfslega ábyrgð á þeim mistökum
sem urðu við samantekt svarbréfa
bankastjóranna varðandi laxveiði-
kostnað.
Helgi S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, segist
telja álitsgerð lögfræðinganna mjög
athyglisverða. Helgi var ekki reiðu-
búinn í gær að tjá sig um svar Hall-
dórs Guðbjarnasonar en segist
reikna með að þessi mál verði tekin
fyrir á næsta fundi bankaráðsins.
Helgi segist aðspurður ekki geta litið
svo á að Halldór sé að fai-a formlega
fram á rannsókn á tiiurð svarbréfa
Landsbankans eins og hann orði þau
mál í svari sínu til bankai'áðsins. Ef
hins vegar komi fram bein ósk um
rannsókn verði hún tekin fyrir í
bankaráðinu.
■ Bréf Halldórs/14
■ Lögpersónan/15
74% hlutur í
Lýsi hf. seldur
ELLEFU innlendir fjárfestar hafa keypt 120 m.kr. hlut í Lýsi hf., undir
forystu Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, sem jafnframt er stærsti ein-
staki hluthafinn með 34,4% eignarhlut, að verðmæti 60 milljónir króna.
Stefnt er að skráningu á Aðallista Verðbréfaþings innan 3ja ára auk þess
sem Ijóst er að fyrirtækið mun flytjast til Grindavíkur í framtíðinni.
Styrktarsjóður frumkvöðulsins
Tryggva Ólafssonar og afkomendur
hans munu eiga 26% í fyrirtækinu.
Fimm fyrirtæki í Grindavík, Þor-
björn, Fiskanes, Gjögur, Stakkavík
og Vísir, eiga samanlagt 10,5% og
Sjóvá-Aimennar skráðu sig fyrir
9%. Aðrir hluthafar eru Bakkavör í
Reykjanesbæ, Nesfiskur í Garði,
Haraldur Böðvarsson á Akranesi og
verkfræðistofan Meka sem sinnir
aðallega hönnun og ráðgjafaþjón-
ustu í fiskiðnaði.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að það væri markmið
félagsins að taka þátt í vænlegum
verkefnum af þessu tagi. „Hér er
um að ræða fyrirtæki sem hefur
gengið í gegnum miklar breytingar
á 60 ára ferli sínum. Lýsismenn búa
að mikilli þekkingu á vinnslu lýsis
og fiskafurða sem má að stórum
hluta þakka framsýni Tryggva
Ólafssonar og fjölskyldu hans í
gegnum árin. í dag koma 75% af
tekjum fyrirtækisins frá erlendum
mörkuðum en félagið flytui' út vör-
ur og hráefni til rúmlega 30 landa".
Hann bætir því við að fyrirtækið
hafi skilað hagnaði á síðasta ári í
fyrsta sinn um nokkurt skeið auk
þess að hafa náð að auka stöðug-
leika í rekstri sínum með fjölgun
framleiðsluafurða á síðustu árum.
■ Ellefu aðilar kaupa/Bl
Morgunblaðið/Jim Smart
Styttist í nýjan
Laugaveg
NÚ STYTTIST óðum í að
vegfarendur á Laugavegi geti
notið endurbótanna sem þar hafa
staðið yfir. Framkvæmdum á að
ljúka hinn 15. þessa mánaðar og
það verða ekki síst kaupinenn við
Laugaveginn sem koma til með
að gleðjast yfir nýju útliti
götunnar.