Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sérblöð í dag HM '98 á Netinu FRÉTTIR Sumarslátrun sauðfjár hafín Fyrstu lömbunum slátrað í Þykkvabæ í GÆR hófst sumarslátrun í slát- urhúsi Þríhyrnings í Þykkvabæ, en aldrei fyrr hefur verið byrjað jafnsnemma á slátrun sauðfjár. 42 dilkar fóru til sölu í verslun Nýkaups, en neytendur geta nú fengið ferskt lambakjöt sex mán- uði ársins. Að sögn Torfa Jónssonar slát- urhússtjóra Þríhyrnings hafa bændur verið hvattir til að lengja sláturtíðina, en Markaðsráð kindakjöts greiðir 1.200 krónur fyrir hvern sumarslátraðan dilk auk þess sem sláturhúsið greiðir 364 krónur fyrir kílóið í upphafi tímabilsins. Fara þessar tölur lækkandi eftir því sem nær dreg- ur haustinu, en þá fær bóndinn 241 krónu á kíióið. „Meðalvigtin í gær var nokkuð góð, eða 12 kíló, en þyngsti dilkurínn vó 15,6 kíló og kom frá Sigurjóni Pálssyni í Steinum undir Eyjafjöllum,“ sagði Torfí. Eftirspurn vaxandi „Við erum að selja þetta kjöt ferskt úr lgötborðinu hjá okkur til að byrja með, en seinna í sum- ar verður þessi vara komin í sjálfsafgreiðsluumbúðir. Verðið er það sama og á eldra kjöti, þannig að verslunin er að selja þetta með miklu lægri álagningu. En markmiðið er að vera með ferska vöru eins lengi og hægt er og nú getum við boðið neytend- um ferskt lainbakjöt frá júlíbyij- un fram undir jól,“ sagði Finnur Árnason framkvæmdastjóri Ný- kaups. ----------------------- ! Forsætisnefnd Alþingis um endurupptöku I Beiðni Sverris Her- mannssonar hafnað FORSÆTISNEFND Alþingis hafn- ^ aði í gær beiðni lögmanns Sverris Hermannssonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, um endurupp- töku á greinargerð Ríkisendurskoð- unar um Landsbankamálið og að skipaður yrði sérstakur ríkisendur- skoðandi til að annast meðferð þess. Forsætisnefndin samþykkti einnig á fundi sínum í gær að ganga frá end- ' urráðningu Sigurðar Þórðarsonar í j embætti ríkisendurskoðanda. i Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði forsætisnefndina ekki geta orðið við beiðni Sverris með til- vísan til laga um Ríkisendurskoðun, þar sem kveðið sé á um að sjálfstæði sé forsenda þess hlutverks sem Rík- isendurskoðun gegni í stjórnkerfinu. „Þar er líka skýrt tekið fram að Rík- isendurskoðun er engum háð í störf- um sínum og að ríkisendurskoðandi í njóti sjálfstæðis í starfi og sé ekki j bundinn af fyrirmælum um einstaka þætti. Þess vegna teljum við að það ' séu ekki forsendur fyrir þvi að for- sætisnefnd verði við þessum tilmæl- um,“ sagði Ólafur. ------»^4----- Heilsugæslan í Reykjavík Engin breyt- ing á af- | greiðslutíma ÁÐUR boðuð lenging á afgreiðslu- tíma heilsugæslustöðva í Reykjavík var afturkölluð í gær vegna breyttra forsendna, segir í frétt frá héraðs- lækninum í Reykjavík. Allar heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi verða opnar milli klukkan 8 og 19 alla virka | daga nema heilsugæslustöðvarnar í j Árbæ, Fossvogi og Hlíðasvæði sem eru opnar til klukkan 17. Óvíst hvort nýju sveitarstjórnarlögin hafa gengið f gildi Hugsanleg mistök könnuð HAFIN er athugun á því í félags- málaráðuneytinu hvort mistök hafi orðið við birtingu nýju sveitarstjórn- arlaganna, sem Alþingi samþykkti 28. maí sl., og hvort ákvæði laganna um gildistöku þeirra frá og með 1. júní sl. standist. Páll Sigurðsson, prófessor í lög- fi-æði við Háskóla Islands, bendir á í grein í Morgunblaðinu í gær að við formlega lögtöku, eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi, hafi átt sér stað augljós og afdrifarík mistök, sem telja verði að valdi þvi, að gildis- taka laganna frestist um allnokkra mánuði. Páll segir að þótt tekið sé fram í lögunum að þau öðlist gildi 1. júní 1998, fái sú dagsetning ekki staðist, því að forseti Islands og fé- lagsmálaráðherra hafi undirritað lög- in fyrst 3. júní og þau ekki verið birt í Stjórnartíðindum fyrr en 5. júní. Páll bendir einnig á að skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar öðlist lög fyrst gildi, eftir að forseti hefur staðfest þau með undirritun sinni og að stjómarskráin kveði einnig á um að birta skuli lög, sem jafnframt sé gildisskilyrði. Vegna þessa verði að beita ákvæðum laga nr. 64/1943 um birtingu laga og stjórnvaldserinda en skv. þeim verða lög fyrst bindandi fyrir alla „frá og með 1. degi þess mánaðar, er liðnir eru 3 almanaks- mánuðir hið skemmsta frá útgáfu- degi þess blaðs Stjórnartíðinda er fyrirmælin voru birt“. Telur Páll því ljóst að sveitarstjórnarlögin taki ekki gildi fyrr en 1. október nk. Sveitarstjómir vinna eftir nýju lögunum Sesselja Árnadóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, segir að þetta mál sé nú til athugunar í ráðu- neytinu. „Staðreyndir málsins eru þær að þessi lög voru samþykkt á Alþingi 28. maí, á fimmtudegi. Siðan kom hvítasunnuhelgi og 1. júní ber upp á annan í hvítasunnu. 2. júní bárust gögnin frá Alþingi til ráðu- neytisins. Þau voru send samdægurs til undirritunar forseta, sem undir- ritaði lögin 3. júní. Þau voru svo send Stjórnartíðindum og birtust 5. júní,“ segir hún. „Við höfum ekki sjálfkrafa fallist á rök Páls varðandi gildistöku laganna en við erum að skoða þetta mál,“ sagði Sesselja. Hún kvaðst ekki geta sagt til um hvernig brugðist yrði við. Sesselja sagði aðspurð að sveitar- stjórnir störfuðu nú þegar eftir nýju lögunum í einstökum atriðum, s.s. varðandi fundarboðanir o.fl. Hins vegar væri ekki farið að vinna eftir neinum stefnumarkandi atriðum lag- anna enn sem komið væri. Morgunblaðið/Aðalheiður ODDUR Þorsteinsson verkstjóri í sláturhúsi Þríhyrnings kannar vænleika lamba frá Sigurði bónda Jónssyni í Varmahlíð en hann sendi tuttugu Iömb til slátrunar í gær. VIDSIOFn AMNNULÍF REKSTUR SÍF hagnast SÍF boðar betri afkomu/B2 HLUTABREF Metsölu- dagur Selja 1% í íslandsbanka/BI Monica Seles tapaði óvænt á Wimbledon / C1 David Beckham baðst af- sökunar við heimkomu / C4 Um 90% hjúkrunarfræðinga tóku uppsagnir sínar aftur UM 90% þeirra hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land- spítalanum sem ætluðu að hætta störfum í fyrrinótt hafa dregið upp- sagnir sínar til baka. Að sögn Ernu Einarsdóttur, hjúkrunarforstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur, hafa um 30 manns af þeim 266 hjúkrunarfræðingum sem upprunalega sögðu upp hætt störf- um. Erna segist gera ráð fyrir að auglýst verði eftir nýjum starfs- mönnum strax um helgina. Hlutfallslega flestir hafa hætt störfum á lyflækninga- og endur- hæfingarsviði. Lyflækningadeild- irnar, sem eru þrjár, missa allar 2-3 starfsmenn. Á slysa- og bráðamóttöku hafa sex hjúkrunarfræðingar ekki snúið aftur til starfa, af rúmlega þrjátíu sem þar eru að jafnaði. Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri segir að missirinn sé sérstak- lega slæmur vegna þess að margir hafi einnig verið að hætta á síðustu mánuðum, allt frá áramótum. Flestir hafa hætt á barnalækningasviði Á Landspítalanum var hlutfall þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu aftur til starfa hæst á lyf- lækningasviði, eða 95%. Hlutfalls- lega flestir hafa hætt störfum á barnalækningasviði, eða 71%, en yfirmenn sjúkrahússins leggja áherslu á að ekki sé útilokað að fleiri af hjúkrunarfræðingum þar eigi eftir að snúa aftur. A öðrum Hlutfall hjúkrunar- fræðinga á Landspítala sem hafa dregið tilbaka uppsagnir sinar Lyflækningasvið 95% Bráðamóttaka 88% Handlækningasvið 86% Geðsvið 81% Kvenlækningasvið 80% Barnalækningasvið 71% 1 l sviðum var hlutfallið á bilinu 80-88%. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítala, segir að brottfall hjúkrunarfræðinga hafi verið mest á krabbameinslækn- ingadeild, en að öðru leyti hafi dreifingin verið tiltölulega jöfn á deildir. „Það eru mikið til ungir hjúkrunarfræðingar með tveggja ára starfsreynslu eða minna sem eru að hugsa sinn gang. Þeir hafa litlum réttindum að tapa og geta því tekið sér umhugsunarfrest og skoðað stöðuna.“ I fyrrinótt var lýtalækningadeild sjúkrahússins lokað vegna starfs- mannaskorts og sjúklingar fluttir annað, en gert er ráð fyrir að hún verði opnuð aftur í dag. Anna segir að vegna samanlagðra áhrifa uppsagnanna og sumarleyfa verði ekki full starfsemi á sjúkra- húsinu en útskriftir af deildum verði þó ekki fleiri en venjulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.