Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Þróunarsvið
Byggðastofn-
unar opnað á
Sauðárkróki
Morgunblaðið/Björn
HJÁ Byggðastofnun á Sauðárkróki var undirritaður samningur um notkun á fjarfundabúnaði.
FJÖLDI gesta víðsvegar að af land-
inu var viðstaddur athöfn í Bók-
námshúsi Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki í gær,
þegar forsætisráðherra Davíð
Oddsson opnaði „Byggðabrú" svo-
nefnda, en það er nýjung hérlendis í
fjarskiptabúnaði, myndsímakerfí
sem þegar er tengt 15 stöðum hér-
lendis og gefur notendum nýja og
fjölbreytta möguleika til samskipta.
Búnaðurinn á hverjum hinna 15
staða samanstendur af: Hágæða-
sjónvarpi með 29 þumlunga skjá
100 Mhz, Swift-side myndfunda-
kerfi frá PictureTel, myndavél og
hljóðnema ásamt fjarstýringu,
skjalamyndavél fyrir glærur og
skjöl, fjölrása tengibúnað fyrir
ISDN símalínur, þrjár ISDN línur
tryggja hraða og myndgæði, en
hraðinn er allt að 384 kb/s.
Kostnaður við fjarfundabúnaðinn
er 1.150 þúsund á hverjum stað en
auk þess kostar um 200 þúsund kr.
á mánuði að leigja sjálfa mynd-
brúna með ótakmörkuðum aðgangi
fyrir alla staði, auk þjónustu og for-
ganga að notkun hennar.
Athöfnin í Bóknámshúsinu hófst
á því að Álftagerðisbræður sungu
tvö lög, en einnig sungu þeir á milli
atriða í dagskránni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók fyrstur til máls og sagði: - „að
það spor sem nú væri stigið undir-
strikaði trú okkar á það að lands-
byggðin eigi framtíð fyrir sér“. Síð-
an lýsti Davíð því yfir að „Byggða-
brúin“ svonefnda væri þar með
formlega tekin í notkun, og síðan
birtust á skjánum fundargestir sem
tóku þátt í fundinum, en voru þó all-
fjarri, á Selfossi, ísafirði, Egilsstöð-
um, Reykjanesbæ, Akureyri og
Höfn í Hornafirði.
Örlitlir byrjunarörðugleikar voru
BREYTINGAR á lögum um at-
vinnuleysistryggingar tóku gildi í
gær, 1. júlí. Með breytingunum er
meðal annars verið að jafna rétt
starfsmanna í fiskvinnslu sem ekld
hafa rétt á kauptryggingarsamningi
og þeirra sem missa fullt starf en
eru ráðnir í hlutastarf. Auk þess er
fullum bótarétti þeirra sem verða
óvinnufærir af völdum sjúkdóma,
slysa eða fangelsisvistunar, kvenna í
fæðingarorlofi og annarra sem leita
að vinnu án milligöngu vinnumiðlun-
ar viðhaldið til lengri tíma en áður
þekktist. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Vinnumálastofnun.
Með breytingunum er gerð undan-
tekning á þeirri almennu reglu að
bótaþegi þurfí að vera skráður at-
vinnulaus í þrjá daga samfellt í byij-
un bótatímabils til að eiga rétt á at-
vinnuleysisbótum. Undantekningin
gildir einungis fyrir starfsmenn í
fiskvinnslu sem ekki hafa rétt á
kauptryggingarsamningi samkvæmt
kjai’asamningi VMSÍ og VSWMS.
Þetta er gert til að jafna rétt þeirra
sem ekki hafa rétt á kauptryggingar-
samningi við þá sem hafa þann rétt.
í myndsendingunni í fyrstu, og kom
á skjáinn inni á milli nafn Reykja-
víkur og þar með duttu út myndir
þeirra fundarmanna sem voru að
tala í það sinnið.
Forsætisráðherra óskaði Byggða-
stofnun til hamingju með þann
áfanga sem nú væri náð og lýsti því
að nú væri brotið blað í fjarskipta-
sögunni með tilkomu hins nýja bún-
aðar. Lýsti hann þeirri von sinni að
hann nýttist sem best til aukinnar
samvinnu landsbyggðarinnar. Þá
sagði Davíð að eins og allir hefðu
séð, hefði verið um örlitla byrjun-
arörðugleika að ræða, Reykjavík
hefði alltaf verið að troða sér inn á
milli, - en slíkt væri nú þekkt í mál-
efnum landsbyggðarinnar, „en svo
fór þetta að lagast, og var orðið
gott, og þannig mun þetta verða“,
sagði Davíð.
Egill Jónsson, foi-maður Byggða-
stofnunar, tók næstur til máls.
Sagðist Egill oft hafa verið spurður
að því á síðastliðnum vetri hvers
vegna Byggðastofnun hefði ekki öll
verið flutt út á land fremur en einn
hluti hennar. Þessu sagðist Egill
gjama hafa svarað á þá leið að þeg-
ar ekki væri með öllu ljós leið
framundan og ekki með öllu greið-
fært heldur, þá væri farsælla að
hafa skrefin stutt og einnig að sjá
vel til kennileita. Síðan rakti hann í
stórum dráttum það sem nú er orð-
ið, að Þróunarsvið Byggðastofnunar
er flutt til Sauðárkróks.
Þá ræddi Egill um samvinnu við
Landssíma Islands um uppsetningu
þess búnaðar sem nú er tekinn í
notkun hérlendis í fyrsta sinn, og
lýsti ánægju sinni með að þrjár
stofnanir, Iðntæknistofnun, Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins og
Háskólinn á Akureyri, hefðu óskað
eftir aðild að „Byggðabrúnni", sem
Bætur í öðrum EES-ríkjum
í allt að þrjá mánuði
Breytingarnar fela einnig í sér að
veitt er heimild til að hverfa af inn-
lendum vinnumarkaði í allt að 24
mánuði, en halda samt sem áður
þeim bótarétti sem viðkomandi
hafði áunnið sér þegar hann varð
atvinnulaus. Með þessari breytingu
er atvinnulausum gefinn kostur á að
leita að nýrri vinnu án milligöngu
vinnumiðlunar, án þess að tapa
bótarétti sínum í allt að 24 mánuði.
Að þeim tíma liðnum fellur réttur-
inn hins vegar alveg niður. Þetta
gildir einnig um konur í fæðingaror-
lofi og geta þær til viðbótar sex
mánaða fæðingarorlofi geymt rétt
sinn í 18 mánuði, eða samtals 24
mánuði.
Atvinnulausir geta farið til ann-
ars EES-ríkis og leitað sér að vinnu
í allt að þrjá mánuði og haldið
óskertum bótarétti. Bætumar eru
greiddar í viðkomandi ríki, en ef
dvalið er lengur en þrjá mánuði fell-
ur rétturinn til atvinnuleysisbóta
niður.
hann kysi að nefna þennan nýja
búnað. Egill sagði faglega skipu-
lagningu um notkunina óráðna, en
taldi eðlilegt að Þróunarsetrið á
Sauðárkróki yrði í forsvari fyrir því
skipulagi.
Þá óskaði Egill Jónsson Skagfirð-
ingum til hamingju með hina nýju
stofnun og starfsmönnum hennar
velfamaðar og óskaði þess að störf
þeirra mættu verða öllum lands-
mönnum til farsældar og sagði síð-
an Þróunarsvið Byggðastofnunar
formlega tekið til starfa.
Guðmundur Malmquist fram-
kvæmdastjóri tók næstur til máls
og kynnti þá starfsmenn sem þegar
hefðu verið ráðnir til starfa á Sauð-
árkróki undir stjórn Bjarka Jó-
hannessonar forstöðumanns, en síð-
an tók hinn nýráðni forstöðumaður
til máls og gerði grein fyrir því
starfi sem væntanlega yrði unnið á
Sauðárkróki og kom þar inn á
marga málaflokka.
Þá fluttu ávörp og ámaðaróskir
Bjami Þór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra, Theodór
Blöndal talaði frá Seyðisfirði, Óli
Rúnar Astþórsson, Atvinnuþróun-
arfélagi Suðurlands, en síðan tók til
máls Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri, og sagði að á
þessum tímamótum samgleddist
hann Skagfirðingum og öðmm
landsmönnum með flutning hluta
Byggðastofnunar til Sauðárkróks.
Sagði hann HA eiga mikið undir því
að allir landsmenn byggju við sem
jöfnust skilyrði og hér væri stórt
skref stigið í þá átt. Háskólamenn
Ótímabundinn bótaréttur tekur
gildi fyinr óvinnufæra einstaklinga.
Sá sem verður óvinnufær af völdum
sjúkdóma, slysa eða er sviptur frelsi
sínu með dómi heldur þeim bóta-
rétti sem hann hafði áunnið sér þeg-
ar hann varð að hverfa frá vinnu.
Honum er gert að sanna óvinnu-
færni sína með læknisvottorði eða
dómsskjölum og heldur þannig rétti
sínum á atvinnuleysisbótum þegar
hann losnar úr fangelsi eða verður
heill heilsu.
Bótaréttur vegna
hlutastarfs
Einstaklingur sem missir starf
sitt að hluta og er ráðinn í fast
hlutastarf sem er minna en bóta-
réttur hans, getur fengið atvinnu-
leysisbætur sem eru mismunur
þess bótahlutfalls sem hann hafði
áunnið sér og þess starfshlutfalls
sem hann er ráðinn í með tilliti til
þeirra tekna sem hann ávinnur sér í
hlutastarfinu. Ennfremur kveða
lögin á um að ef samanlagðar tekj-
ur af hlutastarfinu og atvinnuleys-
isbótum umsækjanda að viðbættu
og byggðaþróunarmenn hefðu átt
litla samleið og sjaldnast talað sama
mál, sagði Þorsteinn, en með stofn-
un háskóla á Akureyri hefði þetta
nokkuð breyst, og um leið þakkaði
hann Agli Jónssyni fyrir það frum-
kvæði sem hann hefði haft um það
að skapa jákvæðan umræðugrund-
völl milli háskólamanna og þeirra
sem fjölluðu um byggðamál og með
frumkvæði að Byggðabrúnni hefði
opnast möguleiki meðal annars fyr-
ir Háskólann á Akureyri að hefja
kennslu í hjúkrunarfræðum á Isa-
firði, en þar mundu hefja nám 9
nemendur nú í haust sem annars
hefðu flust af staðnum til þess að
afla sér þessarar menntunar.
Þá tók til máls Rögnvaldur Ólafs-
son, dósent við Háskóla íslands, og
gerði grein fyrir tengslum skólans
út til hinna ýmsu staða á landinu, og
stofnun deilda sem tengdar eru há-
skólanum víðsvegar á landinu.
Guðmundur Bjömsson, forstjóri
Landssíma Islands, tók til máls,
skýrði tengingu hinna fimmtán
staða á landinu sem nú er þegar
komin á, og einnig hverjir þeir
möguleikar væru sem í þessu
fælust. Þakkaði hann stjórn
Byggðastofnunar ftumkvæði í
þessu máli.
Þá tóku til máls Tomas Liliendal
frá Svíþjóð og Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra og sr. Gísli Gunn-
arsson, forseti sveitarstjómar
Skagafjarðar. Ámuðu þeir nýrri
stofnun og starfsmönnum allra
heilla í starfi og að þeir ættu ham-
ingjuríka daga í Skagafirði. Þessu
næst vom undirritaðir samningar
frítekjumarki eru hærri en fullar
bætur umsækjanda skal skerða at-
vinnuleysisbætur hans um það sem
umfram er. Vegna tekjutengingar
verður að skila afriti af launaseðl-
um reglulega.
Svipuð regla tekur gildi um at-
vinnuleysisbætur þeirra sem njóta
elli- eða örorkulífeyris frá Trygg-
ingastofnun ríkisins eða lífeyris-
sjóðum. Þær munu skerðast á mán-
aðargrundvelli um það sem er um-
fram frítekjumark tekjutryggingar
einstaklinga á hverjum tíma.
Grannlífeyiir almannatrygginga,
sem nú er 15.123 kr. mun ekki leiða
til skerðingar á atvinnuleysisbótum,
nema viðkomandi hafi jafnframt
tekjur af föstu starfí.
Síðasta breytingin sem gerð var á
lögunum kveður á um að úthlutun-
arnefndir atvinnuleysisbóta starfi í
umboði stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs og undir eftirliti
hennar. Þetta þýðir að stjórn At-
vinnuleysistryggingasjóðs hefur
vald til að samræma störf úthlutun-
arnefnda og hafa eftirlit með störf-
um þeirra.
Byggðastofnunar og Landssímans
um þriggja ára leigu Byggðastofn-
unar á fjarfundakerfi og um for-
gangsrétt til notkunar þess. Einnig
var undirritaður samningur milli
Byggðastofnunar, Landssímans,
Háskólans á Akureyii og atvinnu-
þróunarfélaganna um þróunarverk-
efni vegna notkunar fjarfundakerf-
isins.
Stjórnandi samkomunnar var
Stefán Guðmundsson alþingismaður
og varaformaður stjórnar Byggða-
stofnunar.
Að dagskrá lokinni var fundar-
gestum boðið til kaffisamsætis í boði
Byggðastofnunar, en því næst var
hið nýja og glæsilega húsnæði stofn-
unarinnar, í Stjómsýsluhúsinu við
Skagfirðingabraut 17-21 skoðað.
L.A. Times fjallar
um íslenska
málvernd
Bjóða
Microsoft
birginn
EKKERT jafnast á við hina
hörðu afstöðu bandaríska
dómsmálaráðuneytisins til hug-
búnaðarfyrirtækisins Microsoft
nema ef vera skyldi afstaða Is-
lenskrar málstöðvar, segir í
frétt bandaríska blaðsins The
Los Angeles Times 30. júní sl.
Haft er eftir Ara Páli Kristins-
syni, starfsmanni stöðvarinnar,
að Microsoft sé á góðri leið með
að eyðileggja það sem byggst
hafi upp á Islandi undanfarnar
aldir.
Það sem Microsoft hafi til
saka unnið, segir Mary Willi-
ams Walsh, fréttamaður blaðs-
ins, sé að vilja ekki þýða nýja
stýrikerfið, Windows 98, á ís-
lensku. Skýring fulltrúa fyi-ir-
tæksins, Erin Brewers, sé sú,
að vegna smæðar markaðarins
verði Windows 98 ekki þýtt á
íslensku, þótt það hafi verið
þýtt á um 30 tungumál, m.a.
slóvensku og katalónsku.
Walsh bendir á í frétt sinni
að enskukunnátta sé útbreidd
meðal ungs fólks, og það sé í og
með ástæðan fyrir því að
Microsoft vilji ekki standa að
þýðingu; það er rétt eins hægt
að selja íslendingum stýrikerf-
ið á ensku. Ari Páll segir í við-
tali við blaðið að þetta sé „stór-
slys“. Microsoft sé valdamesta
tölvufyrirtæki í heiminum og
geti ráðið því í hvaða átt tölvur
þróist.
Nefnt er í fréttinni að íslensk
yfirvöld hafi beðið Microsoft um
leyfi til þess að þýða kerfið yfir
á íslensku en fengið synjun.
Þýðing sé aðeins tæknilega
möguleg með því að veita að-
gang að undirstöðuþáttum
kerfisins, og það sé Mierosoft
ekki reiðubúið að leyfa utanað-
komandi-aðilum.
Bdtaréttur vegna hlutastarfs meðal breytinga á lögum um atvinmileysistryggingar
Kostur verður á fiillum bóta-
rétti í allt að 24 mánuði