Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 46
J»16 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Borðdúkar 1 5 stæröir Uppsetningabúðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. GÆÐA MURVORUR Á GÓÐU VERÐI SlDAH 1972 STEININGARUM MARGIR LITIR - GERUM TILBOÐ sl steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 ALOE VERA ALOE VERA GEL / NÝTT NÝTT a) Fljótandi sápa með pumpu. b) *Creme Xtreme* dag- og næturkrem. c) Lotion, 500 ml brúsi með pumpu. c^fe/la Bankastræti 3, sími 551 3635. . Póstkröfusendum 98% hreint ALOE VERA húðgel. Nærandi, styrkjandi og rakagefandi Naturlægemiddel MT nr. 6145493 Útsölustaðin Stella Bankastræti, Hygea Kringlunni, Laugavegi og Austurstræti, Kaupf. Skagfirðinga, Stjörnuapótek Akureyri, Hilma Húsavík, Vestmannaeyja- apótek, Laugamesapótek. Einnig fæst ALOE VERA sjampó fyrir hár og húð, krem, lotion, varasalvar, 2 gerðir og sólkrem. AÐSENDAR GREINAR Vill Alþýðubandalagið vera verkalýðsflokkur? ALÞÝÐUBANDA- LAGIÐ og fyrirrennar- ar þess í Sósíalista- flokki, Kommúnista- flokki og Alþýðuflokki áttu rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinn- ar. Hugsjónir hennar um jöfnuð og bræðralag allra manna voru grundvöllur þessara flokka hvað sem leið ágreiningi þeirra á milli að öðru leyti og jafnvel þótt hugsjónir þessar birtust stundum i ýms- um furðuformum kreddu og kennisetn- inga. Stjórnmálaklofningur verkalýðs- hreyfíngarinnar hér á landi hefur lengi verið stærsta böl hennar. Eg hygg að fólk í öllum aldurshópum hafi heyrt þessa kvörtun margsinnis og í marga áratugi: Hvers vegna þurfa vinstrimenn alltaf að vera sundraðir þegar hægrimenn standa sameinaðir? Það var vegna þessa stöðuga klögumáls margs alþýðu- fólks sem Kommúnistaflokkurinn og síðar Sósíalistaflokkurinn sáu sér leik á borði og buðu Alþýðuflokkn- um sameiningu. Ekkert varð úr sameiningu, en hins vegar tókst kommúnistum 1938 og sósíalistum 1956 að kljúfa Alþýðuflokkinn út á sameiningardrauminn, svo sterkur var hann. Á sama hátt hafa allmarg- ir einstaklingar farið frá Alþýðu- bandalagi til Alþýðuflokks á undan- förnum árum í von um að geta á þann hátt skapað sterkt mótvægi við Sj álfstæðisflokkinn. En reynslan hefur sýnt að klofningur og flutningur nokkurra einstaklinga úr einum verkalýðsflokki í annan breytir litlu um sundr- ungu vinstrimanna. Hvor flokkurinn um sig, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, held- ur í 10-20% kjósenda á landsmælikvarða og fer varla niður fyrir lág- markið eða upp fyrir hámarkið. Samtímis mótmælir hópur kjós- enda þessum klofningi með því að kjósa hvor- ugan flokkinn, við þekkjum öll dæmi þess. Aðeins samfylking flokkanna tveggja í alþingiskosningum með sameiningu síðar sem markmið get- ur eytt klofningi vinstrimanna. Nú hafa þau stórmerku tíðindi gerst að Alþýðuflokkurinn, sem áður hefur sýnt Alþýðubandalaginu mikla tor- tryggni, hefur tekið frumkvæðið í samfylkingarmálum. Þessari nýju stefnu ættu allir Alþýðubandalags- menn að fagna ef þeir eru trúir upp- runa hreyfingar sinnar. En Alþýðubandalagið er ekki að- eins verklýðsflokkui'. Hann er einnig flokkur mikillar þjóðernishyggju. Ailir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa verið þjóðernissinnaðir að vissu marki, lagt áherslu á að vernda beri íslenska tungu og menningu og stað- ið vörð um sjálfstæði landsins. Allt er þetta eðlilegt, ekki síst í landi lít- Á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins verður tekist á um það, staðhæfir Gísli Gunnarsson, hvort flokkurinn verður trúr verkalýðshefð sinni. illar þjóðar. En áherslumunur er samt hér nokkur og óneitanlega hafa staðið nokkrar deilur um það hvern- ig best sé að varðveita íslenskt þjóð- erni. Þjóðernishyggja getur þannig ver- ið ágæt hjá lítilli þjóð en hún getur eigi að síður snúist upp í þjóðernis- rembing og einangrunarhyggju. Allt sé gott sem íslenskt er og að minnsta kosti betra en það sem fá má í út- landinu. Nokkuð ber á þessari þjóð- ernishyggju hjá vissum kynslóðum alþýðubandalagsmanna, einkum þeim sem nær eingöngu hafa mótast pólitískt í bai'áttunni gegn herstöð- inni, NATO og öllum efnahags- bandalögunum. Stundum getur þessi þjóðernishyggja snúist gegn vinstri- stefnu inni í Alþýðubandalaginu sjálfu. Atburður á miðstjórnarfundi flokksins snemma á árinu 1997 varð mér og fleirum lærdómsríkur. Formaður flokksins, Margi'ét Frímannsdóttir, flutti ásamt fleirum ályktunartillögu um kjaramál þar sem bent var á þá staðreynd að margir Islendingar flýðu land vegna Gísli Gunnarsson þess að betri lífskjör væri að fá í út- löndum. Þingmaður flokksins, Hjör- leifur Guttormsson, lagði til að á þetta væri hvergi minnst þar sem hættulegt væri að halda fram ágæti útlanda í samanburði við Island og bar fram frávísunartillögu í þá veru. Annar þingmaður, Steingrímui' J. Sigfússon, studdi mjög þetta sjónar- mið Hjörleifs; tillaga þeirra féll með aðeins eins atkvæðis mun á fundin- um. Það vakti athygli mína að náinn samherji þeirra félaga, Svavar Gestsson, sat hjá við þessa atkvæða- greiðslu. Efnislega gat hann ekki stutt framangreind sjónarmið Hjör- leifs og Steingríms þótt hann brysti kjark til að snúast gegn þessum fé- lögum sínum í átökunum innan- flokks. Fleiri dæmi má nefna þar sem þjóðernishefð Alþýðubandalagsins og verkalýðshefð þess rekast á. Skýrast kemur það fram í þeirri andstöðu við samfylkingu sem eink- um er áberandi í þingflokknum. Raunar skýrist þessi andstaða einnig með þriðja þættinum: Sumir leiðtogar Alþýðubandalagsins hafa lengi litið á Framsóknarflokkinn sem eðlilegan bandamann sinn og óttast þeir mjög að náið samstarf við Alþýðuflokkinn gæti spillt sam- starfi við Framsóknarflokk, sem vonandi taki aftur upp baráttuna fyrir réttmætum þjóðlegum við- horfum og fari að starfa „til vinstri“. Á aukalandsfundi Alþýðubanda- lagsins um næstu helgi verður tekist á um það hvort flokkurinn verður trúr verkalýðshefð sinni og ákveði að taka þátt í samfylkingu með Al- þýðuflokknum eða hvort Alþýðu- bandalagið vilji umbreyta sér end- anlega í þjóðernissinnaðan og íhaldssaman flokk af Framsóknar- kyni. Höfundur er háskólnkcnnnri og varaformaður fuiitrúaráðs Alþýðu- bandalagsfélaganna í Reykjavík. Markaðsdýrkun i. EKKI alls löngu barst mér fregn þess efnis, að fjölmarg- ir breskir hagfræðingar hefðu sameinast um að skrifa blaðagrein, þar sem þeir deildu hart á kollega sína íyrir að reyna að gera sam- keppnina á markaðnum að eins konar trúar- setningu eða kreddu. Mér hefir stundum virst, að svipuð ofdýrk- un markaðsins sé við lýði hérlendis. Svo oft má heyra og lesa í fjöl- miðlum lofsöng sumra hagfræðinga og raunar fleiri aðila um ágæti samkeppninnar, er eigi að geta leyst nánast allan þjóðfélags- vanda og tryggt velferð. Minna fer fyrir hinu, hverjum takmörkunum markaðslögmálin eru háð, hverju þau fá áorkað og hverju ekki. Skal þetta skoðað ögn nánar hér á eftir. Skilyrði frjálsrar samkeppni. - Hvað er átt við með frjálsri sam- keppni? Hún er í nútíma hagfræði hugtak markaðs-formgerðar, sem lýtur fjórum skilyrðum: (I) Tala fyrirtækja þarf að vera svo há og markaðshlutdeild hvers og eins svo smá, að eitt þeirra geti ekki haft nein teljandi áhrif á verðið með því að breyta framboðinu. Verðið ákvarðast ópersónulega af markaðs- öflum framboðs og eftirspurnar. (II) Framleiðsluvör- ur fyrirtækjanna þurfa að vera sambærilegar að gæðum. (III) Aðgangur nýrra fyrirtækja að atvinnu- greininni þarf að vera heimill, einnig brott- hvarf starfandi fyrir- tækja, eins og mark- aðsaðstæður (gróði eða tap) bjóða. (IV) Neytendur þurfa að hafa fulla vit- neskju um gildandi verð, ef þeir eiga að geta keypt af þeim, sem best kjör bjóða. Takmarkanir. Frjáls samkeppni, eins og hún er skilgreind hér að pfan, er nánast hvergi fyrir hendi. Ástæður eru þessar: (I) Markaðurinn er oft ekki nægilega stór fyrir mörg fyrir- tæki, ef menn vilja nýta ávinning fjöldaframleiðslu. Svo er í smáríkj- um almennt og á Islandi sérstak- lega, þegar framleitt er fyrir innan- landsmarkað. (II) Enda þótt vörur séu sambærilegar að gæðum kaupa menn gjarnan eina vöru fremur en aðra vegna staðsetningar fyrirtæk- isins, viðhaldsþjónustu eða ein- hverra efnislegra eiginda, þannig að seljandinn getur hækkað verðið án þess að glata allri sölunni. (III) I þriðja lagi eru margs konar hindr- anir á aðgangi nýrra fyrirtækja í greininni. Þær geta verið í formi Hvað er átt við með frjálsri samkeppni? Magni Guðmundsson segir að hún sé í nútíma hagfræði hugtak markaðs- formgerðar. fjármagnsskorts, einkaleyfisréttar, flutningserflðleika á hráefnum o.fl. (IV) Loks er full vitneskja neytenda engan veginn hin almenna regla. Fólk er oft fáfrótt eða kærulaust um verð og valkosti. Auk þess er smekk þess breytt með auglýsingum í fjöl- miðlum. Ágallar kerfísins. - Af ofanrituð- um ástæðum hafa velflest fyrirtæki eitthvert markaðsvald, öðru nafni einokunarvald. Nokkur samkeppni, sem lýðræðisþjóðir búa við, stund- um kölluð „viðunandi samkeppni", næst á markaði því aðeins, að hún njóti lögverndar og sívökullar verð- gæslu almennings. Megingalli er sá, að markaðskerf- ið hefir ekki staðið sig. Einn fremsti stjórnmálamaður síðari tíma í Vest- urheimi, Pierre Elliott Trudeau, tel- ur í nýlegri ævisögu, að markaðs- kerfið hafi brugðist gersamlega. Vitnar hann m.a. í atvinnuleysið, sem nú herjar á lönd beggja vegna Atlantshafsins og náð hefír svipuðu umfangi og á árunum eftir heimskreppuna miklu. Áróður fyrir óheftum markaðsbúskap jókst mjög við hrun stjórnarfars í kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu í lok 9. ára- tugarins. Það vill gleymast, að breytingarnar stöfuðu fremur af fé- lagslegum ástæðum en efnahagsleg- um. Vitað er og ekki véfengt, að fólk þar eystra hafði atvinnu, mat og húsaskjól, en mannréttindi voru ekki virt. 2. Formælendur frjálshyggjunnar hafa mjög hrósað Adam Smith upp WICANDERS i GUMMIKORK wicanders í metravís • Besta undiriagið fyrir trégólf og linoleum er hljoðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róargólfín nidur! ÞÞ &co Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ARMULA29 • PÓSTHÓLF 0360 • 128 REYKJAVÍK SiMI 553 8640 568 6100 Magni Guðmundsson á síðkastið. Hann var uppi 1723-90 og lagði vissulega margt nýtilegt til hagfræðinnar í bók sinni „Auðlegð þjóða“ (1776). Hann benti á gildi vinnunnar og ávinning af verk-skipt- ingu. Tvennt átti að hans mati mestan þátt í verðmætasköpun: (a) kunnátta og leikni vinnustéttanna, (b) framleiðinn hluti þeirra and- spænis lítt framleiðnum. (Skv. Smith stuðluðu þjónustugreinar ekki að raunverulegum auði.) Hag- kerfið var að hans áliti samstæð heild og þurfti lágmark opinberrar íhlutunar. Enda þótt sérhver ein- staklingur væri knúinn af síngirni, ynnu þeir að þjóðarheill, leiddir af hinni „duldu hendi“ samkeppninn- ar. Þó gerði hann sér grein fyrir öflum, sem skerða samkeppni: „Fólk úr sömu atvinnugrein hittist sjaldan, jafnvel til ánægju eða dægrastyttingar, að umræðan endi ekki í samsæri gegn almenningi eða einhverri hugkvæmni um að hækka verð“ (Bók I, Kafli X, Hluti 2). John Maynard Keynes olli straumhvörfum í hagfræði með bók sinni: „Almenn kenning um at- vinnu, vexti og peninga“ (1936). Hann sýndi fram á margfeldnisá- hrif eyðslu og getu ríkissjóðs til að útrýma atvinnuleysi í haglægð með framkvæmdaáætlunum. Stefna í þá átt varð ráðandi um tíma. Milton Friedman og peningahyggja hans (monetarismi) snerist gegn henni á 7. áratugnum með þeim rökum, að sérhver aukning á heildareftir- spurn, sem stjórnvöld kynnu að gera komið til leiðar, myndi innan tíðar gera vart við sig í hækkuðu verðlagi, en ekki meiri framleiðslu. Reynslan hefir hins vegar marg- sýnt, að unnt er að auka heildareft- irspurn án þess að eiga á hættu kaupgjalds- eða verðlagsskrúfu, ef fyrir hendi er ónotuð framleiðslu- geta í formi vinnuafls og tækja. Peningahyggju Friedmans var afar vel tekið í fjölmiðlum. Á sama tíma hefír verið hljótt um Keynes, nán- ast eins og reynt sé að þegja hann í hel. Það er enn skoðun margra mætra manna og hæfra, að Keynes sé merkasti hagfræðingur 20. ald- arinnar. Höfundur ev doktor í hagfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.