Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BLÖNDALSBÚÐ, skógarhús Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Blöndalsbúð, skógar- hús Skógræktarfélags Austurlands, vígð Vaðbrekku, Jökuldal - Skógarhús Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi var vígt síðastlið- inn sunnudag og hlaut það nafnið Blöndalsbúð til heiðurs Sigurði Blön- dal fyrrverandi skógræktarstjóra. Vígslan var í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Húsið stendur á 100 hekt- ara landsvæði úr landi Eyjólfsstaða á Völlum sem Guttormur Pálsson fyrsti skógarvörður á Hallormsstað og fyrsti formaður Skógræktarfé- lags Austuriands keypti fyrir félagið árið 1994 til friðunar og skógræktar. Plöntun í iandið hófst ekki að marki fyrr en um 1957 undir stjórn Sigurðar Blöndal þáverandi skógar- varðar á Haliormsstað. Nú nýverið, fjörutíu árum seinna, sá Sigurður einnig um grisjun í skógarreitnum og voru þá meðal annars felld hvít- grenitré er plantað var árið 1957 og nú eru 11 — 12 metra há og voru bolir þeirra notaðir í þrjár flaggstangir við húsið Smíði hússins hófst árið 1996 og var að mestu unnin í sjálfboðavinnu meðlima félagsins á lóð Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og var húsið síðan flutt upp í Eyjólfsstaðaskóg. Húsið er 40 fermetrar að grunnfleti á tveim hæðum, 66 fermetrar alls. Athöfnin byrjaði með að Sigurður Blöndal fór með gesti í skógargöngu og sýndi árangur plöntunar og grisj- unar í skóginum sem hann hefur að mestu haft umsjón með. Sigurður Blöndal lagði því næst hornstein að húsinu og sett var brík yfir útskorin af Skúla Magnússyni yfir með áletr- un um vígsiudag. Síðan flutti pró- fasturinn Einai- Þorsteinsson á Eið- um ávarp og bæn og tilkynnti nafn hússins sem er Blöndalsbúð eins og áður er getið. Fjöldi manns flutti ávörp við þetta tækifæri og flutti fé- laginu kveðjur og gjafir við þessi merku tímamót í sögu þess. Að end- ingu voru léttar veitingar á boði Skógræktarfélags Austurlands í húsinu og á verönd þess en sólskin og blíða var á vígsludaginn. Morgunblaðið/Silli GUÐNI Halldórsson, sagnfræðingur, og Marit Áhlén, fornleifafræð- ingur, fluttu erindi um Garðar Svavarsson og um rúnasteina á Norð- urlöndum. Á sloðum Garð- ars Svavarssonar Húsavík - Að tilhlutan Norðursigl- inga ehf. á Húsavík var haldið upp á dag Garðars Svavarssonar hinn 27. júní sl. á Húsavík. Dr. Marit Áhlén, fomleifafræðing- ur frá Svíþjóð, flutti íyrirlestur um rúnasteina á Norðurlöndum og hvaða sögu þeir segja um ferðir vík- inga. Glöggt má af hinum mikla fjölda þeirra steina er finnast sjá að á tímum víkinganna ferðuðust menn ótrúlega víða og langt en slíkir stein- ar eru jafnan minnisvarðar og ekki síst um þá sem létust í fjarlægum löndum. Guðni Halldórsson, sagnfræðing- ur, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík, flutti erindi um útrás nor- rænna manna, einkum á 9. og 10. öld, siglingar þeirra og skipakost. Fjallaði hann nokkuð um frásagnir Landnámabókar um landkönnun Garðars Svavarssonar svo og land- nám Náttfara. Fyrirlestramir vora haldnir í Gamla-Bauk en um kvöldið var siglt út undir Víkurfjöll þar sem á að hafa verið svæði Náttfara. Þegar Sunn- lendingar kanna slóðir Ingólfs kanna Húsvíkingar slóðir Garðars Svavars- sonar sem þar hafði vetursetu fjór- um áram áður en Ingólfur nam land. BJÖRGUNARÞYRLAN TF-Líf var notuð í björgunaræfingunni. Umfangsmikil björg- unaræfíng á Vesturlandi Grundarfirði - Umfangsmikil björg- unaræfing fór fram á norðanverðu Snæfellsnesi hjá björgunarsveitum SVFI sl. laugardag. Um 100 manns tóku þátt í þessari æfingu og var hér um að ræða björgunarsveitarfólk allt frá Þorlákshöfn til ísafjarðar. Hópurinn hafði aðsetur í björgunar- skólanum á Gufuskálum og komu þátttakendur seinnipart föstudags en fóra heim á sunnudag. Æfingin var hugsuð fyrir björg- unarsveitir á vesturhluta landsins og var skipulögð sem björgunar- bátaæfing. Sautján bátar og skip komu að æfingunni sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Upphaflega var gert ráð fyrir að æfingin ætti sér stað fyrir framan Hellissand og Rif en af því gat ekki orðið þar sem norðanáttin var allt of mikil og var þá verið að taka tillit til ungling- anna sem léku sjúklingana. Var því brugðið á það ráð að hafa æfinguna UMFANGSMIKILL búnaður er oft notaður í köfunarstarfi. í Grundarfirði þar sem sú vindátt stjórn á svæði 5 skipulagði æfing- nær sér ekki eins upp þótt auðvitað una, en formaður hennar er Baldur hafi verið nokkuð hvasst. Svæðis- Gíslason. Skógræktarfelag Austurlands 60 ára Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BJÖRN Bjarnason og Sigurður Blöndal með heiðursfélagaskjölin sem að sjálfsögðu eru römmuð inn í afurðir skógarins. Rammarnir eru unnir úr lerki af Hlyn og Fddu á Miðhúsum. Heiðurs- félagar útnefndir Vaðbrekka, Jökuldal - í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfé- lags Austurlands voru við hátíð- arkvöldverð í Hótel Svartaskógi tveir heiðursfélagar útnefndir af formanni félagsins Orra Hrafnkelssyni. Nafnbótina hlutu þeir Sigurður Blöndal fyrrverandi skógarvörður og skógræktarstjóri, og Björn Bjarnason bóndi og skógrækt- arfrömuður í Birkihlið í Skrið- dal. Sigurður Blöndal hefur starfað með skógræktarfélag- inu mest allan aldur þess og verið óþreytandi við að að- stoða félagið á allan hátt auk þess sem Sigurður er mikill hugsjónamaður um skógrækt og framgang hennar allan bæði hér austanlands þar sem vagga skógræktar stendur sem og um land allt, auk þess sem Sigurður er mikilvirkur hvað alla fræðslu og útbreiðslu „fagnaðarerindis" skógræktar varðar. Björn Bjarnason bóndi í Birkihlíð í Skriðdal hefur búið þar 51 ár og allan þann tíma unnið að skógrækt í iandi sínu og er frumherji hvað bænda- skógrækt varðar hér á Austur- landi en nú hefur Björn fengið sporgöngumenn í bændaskóg- ræktinni. Frá 1982 hefur allt land Birkihlíðar verið afgirt og friðað til skógræktar. Björn er aldursforseti Skógræktarfé- lagsins og hefur starfað með því svo lengi sein elstu menn muna. Þeir Sigurður Blöndal og Björn Bjarnason eru einarðir hugsjónarmenn hvað allan framgang skógræktar á Aust- urlandi varðar, hafa eytt í hana ómældum tíma og aldrei spurt um daglaun að kveldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.