Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 31 UMHVERFISIVIÁL í BANDARÍKJUNUM GEOFF Pampush styður hugmyndir um að Qarlægja íjórar virkjanir úr Snakeá, en það er talið kosta a.m.k. 13 milljarða króna. INDÍÁNAR hafa um aldir stundað laxveiðar í Columbiaá og gera það enn, en afrakstur veiðanna verður æ minni eftir því sem árin líða. að komast upp og niður þær en físk- urinn. Við allar stíflurnar eru skipa- stigar sem gera skipum kleift að sigla upp eftir ánum. Fjölmörg samtök berjast fyrir verndun og vexti laxastofna í Banda- ríkjunum. Pampush segir að um 75 samtök og hópar af ýmsu tagi berjist fyrir verndun laxastofna á vestur- strönd Bandaríkjanna. Eitt af því sem þessh' hópar hafa barist fyrir er að fá hina ýmsu laxastofna skil- greinda sem dýr í útrýmingarhættu. Þetta er gert á grundvelli laga sem sett voru árið 1973 um tegundir í út- rýmingarhættu. Lögin gera ráð fyrir að gerður verði listi yfír dýr og plönt- ur í útrýmingarhættu og að þau njóti sérstakrar verndar. Nú eru um 900 tegundir á þessum lista, þar af er um helmingur plöntur. Umhverfissam- tök hafa höfðað mörg dómsmál til að fá m.a. laxastofna dæmda inn á þenn- an lista. Laxinum verður ekki bjarg- að við það eitt að komast inn á list- ann, en hann veitir honum ákveðið skjól fyrir því að frekar verði að hon- um sótt. Þetta þýðir t.d. fyrir laxinn að timburfyrirtæki geta ekki stundað skógarhögg á árbökkunum. Þetta takmarkar ennfremur verulega möguleika til landbúnaðar við árnar. Rick Taylor segir ljóst að skógar- högg í nágrenni við árnar hafi mjög neikvæð áhrif á viðgang fiska í ánum og brýnt sé að takmarka skógar- högg í nágrenni við þær. Landbún- aður hafi einnig neikvæð áhrif á fiskinn. Víða láti nautgripabændur nautgripi vaða út í árnar til að drekka, en við það gruggist vatnið. Ljóst sé að nautgripir hafi unnið mikið tjón sumstaðai’ þar sem þeir hafi fengið að vaða óhindrað um við- kvæmar hrygningarstöðvar. Taylor segir ennfremur að maðurinn hafi haft margvísleg neikvæð áhrif á við- gang fiskistofna I ánum með búsetu sinni og iðnaðarífamleiðslu. Flestar árnar renni um þéttbýl svæði og um þær fari mikill fjöldi báta og skipa. Rætt um að fjarlægja fjórar stíflur úr ánni Pampush segir að flest bendi til að það sem eigi stærstan þátt í hruni laxastofnanna séu raforkuverin. Laxinn komist hreinlega ekki með auðveldum hætti upp árnar á hrygn- ingarstöðvamar og ef hann komist þangað eigi hann og seiðin mjög erfitt með að komast lifandi niður aftur. Nú hafa verið settar fram tillögur um að fjarlægja öll fjögur raforku- verin úr Snakeá, en laxastofninn í ánni er á lista yfir dýr í útrýmingar- hættu. Orkuverin fjögur framleiða samtals 3% af allri vatnsorku sem framleidd er í Columbiaá og þverám hennar. Stærsta virkjunin af þess- um fjórum framleiðir 100 MW. Til samanburðar má geta þess að Blönduvirkjun framleiðir 180 MW. Raforkufyrirtækin hafa sagt að kostnaður við að fjarlægja stíflurnar úr ánni sé á bilinu 35-60 milljarðar króna. Umhverfissamtök hafa mót- mælt því og í skýrslu, sem kom út snemma á þessu ári og samtökin hafa gjarnan vitnað í, er kostnaður- inn áætlaður 13 milljarðar. Akvörðun um hvort stíflurnar verða fjarlægðar hefur ekki verið tekin, en ef stjórnvöld hafna fyrir- liggjandi tillögum má allt eins búast við að umhverfissamtök fari í mál við þau. Rökin verða væntanlega þau að laxastofninn í Snakeánni sé skilgreindur sem stofn í útrýming- arhættu og stjórnvöld verði lögum samkvæmt að bregðast við því. Árangursríkasta aðgerðin sé að fjar- lægja stíflurnar. Dýr og vonlaus barátta? Margh’ hafa orðið til að gagnrýna tillögurnar um að fjarlægja stíflurn- ar úr Snakeá. Patrick Beny, tals- maður Bonnevillevirkjunarinnar, segir alls óvíst að laxastofninn í ánni styrkist mikið við að fjarlægja stífl- urnar. Til að þessi aðgerð skili ár- angri þyrfti líklega að fjarlægja fleiri stíflur neðar í Columbiaánni sem laxinn þurfi að fara um áður en hann fer upp í Snakeá. „Það hefur tekið okkur 120 ár að koma laxastofnunum í ánum niður í þá stöðu sem þeir eru í núna. Ég held að það sé alveg ljóst að það taki okkur a.m.k. 120 ár að endurreisa stofnana, svo fremi sem þær aðgerð- ir sem við grípum til núna reynist réttar og fallnar til þess að styrkja stofnana. Við vitum í raun ekki hvað við þurfum að gera til að bæta ástandið. Margir vilja kenna virkjun- unum um hvernig komið er. Þær era stórar og auðvelt að benda á þær þegar menn leita að sökudólgi. Ég vil ekki bera á móti því að virkjan- irnar hafa skipt og skipta enn miklu máli í þessu sambandi, en ég er viss um að það er margt annað sem menn þurfa að taka með í reikninginn. Ég minni á að við vitum sáralítið um hvernig laxinum reiðir af í hafinu, en þar ver hann stórum hluta lífs síns. Það er ýmislegt sem bendir til að breytingar í hafinu, mengun o.fl. eigi hér meiri hlut að máli en menn vilja vera láta,“ segir Beny. Pampush segir að þessi rök séu aðeins tilraun til að vísa vandanum frá sér. Þegar menn skorti rök vísi þeir gjarnan á einhverja óvissu- þætti. Hann viðurkennir að margt sé óvíst um hvernig laxinum reiðir af í hafinu. Pampush viðurkennir einnig að það að fjarlægja stíflurnar úr Snakeá bjargi ekki eitt og sér stofninum, en það sjái allir að laxinn geti ekki lifað í ánni ef hann komist ekki um hana. Eins og staðan sé í dag komist laxinn ekki lifandi niður ána. Það sé útilokað að leysa það mál til frambúðar með því að flytja laxinn í tankskipum niður ána. Pampush setur allt sitt traust á tillögur John Kitzhaber, ríkisstjói’a í Oregon. Kitzhaber er laxveiðimaður og náttúruunnandi og mikill áhuga- maður um endurreisn laxastofnanna í Columbiaá og þverám hennar. Kitzhaber hefur ekki lýst opinber- lega yfir stuðningi við tillögur um að fjarlægja stíflurnar úr Snakeánni, en hann hefur lýst sig tilbúinn til að verja gríðarlega miklum fjái-munum til að efla laxastofnana. Kitzhaber berst nú fyrir endurkjöri sem ríkis- stjóri og áhersla hans á endurreisn laxastofnanna er málefni sem skiptir máli í kosningabaráttunni. A það hefur verið bent að sú orka sem raforkuverin fjögur í Snakeánni framleiða sé þrátt fyrir allt hrein í þeim skilningi að hún valdi ekki loft- mengun eins og t.d. raforka sem framleidd er með kolum eða olíu. Þess má geta að sú orka sem raf- orkuverin fjögur framleiða jafngildir því að að 3.000 bílar væru settir á götuna og keyrðu þar allan sólar- hringinn. Það má því velta því fyrir sér hvort menn séu að „bæta“ um- hveifið með því að fjarlægja stífl- urnar úr Snakeá. Sé þetta haft í huga og eins það að efnahagslega skiptir það sáralitlu máli hvort laxa- stofninn í Snakeánni lifir eða deyr þá má spyrja hvort það sé ekki brjálæði að ætla sér að leggja alla þessa fjármuni í að endurreisa hann. Eins má spyrja hvort það sé raunar hægt. Er yfirleitt hægt að bæta það tjón sem búið er að vinna á stofnin- um? „Já, það er hægt að endurreisa laxastofninn," segir Rick Taylor. „Við getum horft á skógana í Banda- ríkjunum og gráhvalastofninn í Kytrahafi og séð að við getum snúið þróuninni við. Þetta er ekki vonlaus barátta, en hún verður löng og eifið og mun kosta mikla fjármuni.“ Taylor og Pampush viðurkenna að endurreisn laxastofnanna sé ekki stórt efnahagslegt atriði fyrir Oregon eða Bandaríkin. „Þetta er hins vegar gríðarlega mikilvægt menningarlegt atriði. Laxinn er tákn fyrir hreina náttúra með sama hætti og skallaörninn er tákn fyrir Bandaríkin. Að gefast upp í barátt- unni fyrir viðreisn laxastofnsins væri merki um að við hefðum gefist upp í baráttunni fyrir hreinu um- hverfi og óspilltri náttúru. I okkar huga er spurningin um að gefast upp ekki til. Áhuginn á starfi okkar er gi-íðarlegur. Það kann að vera að fyrir laxinn sé botninum ekki náð, en okkur mun takast að bjarga hon- um,“ segir Pampush. Flest allar virkjanir á Islandi hafa verið reistar í jökulám þar sem lítil eða engin fiskigengd er. Bygging Steingiímsstöðvar í Soginu hefur þó haft sambærilegar afleiðingar fyrir urriðastofninn í Þingvallavatni og virkjanir fyrh’ laxastofnana í Col- umbiaánni og þverám hennar. Þegar virkjunin var byggð eyðilagðist mik- ilvægasti hiygningarstaður uniðans .í vatninu og stofninn hrundi. Á Islandi hefur ennfremur verið allmikil andstaða við vatnsaflsvirkj- anir vegna þess að þær kalla á að sökkva þurfi landi undir uppistöðu- lón. Columbiaáin er gríðarlega vatnsmikil og virkjanimar í ánni byggja á sjálfrennsli, en ekki uppi- stöðulónum. Aðstæðurnar á Islandi eru því um margt ólíkar því sem gerist í Bandaríkjunum. En sú um- ræða sem þar á sér stað núna um vatnsorkuver kann að valda því að þegar við segjum Bandaríkjamönn- um stoltir frá því að við framleiðum umhverfisvæna orku með vatnsafli horfi a.m.k sumir Bandaríkjamenn á okkur með tortryggni. RYMINGARSALA 0) 3 0 4) D 0 Kvenfatnaður Bolir....... 399,- Blússur..... 990,- Buxur....... 890,- Kjólar......1495,- Dargtir.... 2990,- Pils........ 495,- Peysur^^^^ 995,- Raftæki Samlokugrill.. 1690,- Djúpst.pottur.... 3995,- Brauðvél 9900,- Suðukanna..... 1495,- Gufustraujárn... 1595,- Ryksuga....... 5900,- Útvarpsvekjari . 1395,- ísvél........ 2995,- Saumavél 13900,- Ýmislegt Kínaskór......99,- Hnífasett 15stk. .. 1590,- Pottasett 8 stk . 2995,- BeautyBox 295,- o D 0 Verslunarhús Quelle Dalvegi 2 - Kópavogi - S: 564 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.