Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
PHILIPS Aloris
• 900 Mhz.
• Þyngd símtóls 170 g.
• Dregur allt að 100 metra innanhúss.
• Dregur allt að 300 metra utanhúss.
• íslenskur leiðarvísir.
^Steðgreitt: 1
PHILIPS
- hvergi ódýrara
PHIUPS Xalio
Þrjár gerðir
• Stafrænn sími.
• Þyngd símtóls 170 g.
• Dregur 100 metra innanhúss.
• Dregur 300 metra utanhúss.
• Ekkert suð, kristaltær hljómur.
• íslenskur leiðarvísir.
(p 17.900,-
DeTeWe TWINNY MAGIC
• Stafrænn sími.
• Þyngd talfæris 158 g.
• Dregur 50-100 metra innanhúss.
• Dregur 300 metra utanhúss.
• Ekkert suð, kristaltær hljómur.
• Möguleiki á 4 símtólum.
• íslenskur leiðarvísir.
^Steðgrett: 1 ))
• Aukasímtól: 9.900,-
_______________s
BOSCH Dect-Com 557
• Stafraenn sími.
• Ekkert suð, kristaltær hljómur.
• Þyngd talfæris 210 g.
• Dregur 50-100 metra innanhúss.
• Dregur 300 metra utanhúss.
• Hægt að bæta við 5 aukasímtólum.
^Steðgreitt: 1 4w900j—^)
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
Umboðsmenn um land allt
Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 1998
3,5 milljón-
um úthlutað
LOKIÐ er úthlutun styrkja úr
Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1998 og
þar með tuttugustu og fyrstu út-
hlutun úr sjóðnum.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs-
ins, nr. 361 frá 30. september 1977,
er tilgangur sjóðsins að veita
styrki til stofnana og annarra að-
ila, er hafa það verkefni að vinna
að varðveislu og vernd þeirra verð-
mæta lands og menningar, sem
núverandi kynslóð hefur tekið í
arf. Fjórðungur af árlegu ráðstöf-
unarfé sjóðsins skal renna til Frið-
lýsingarsjóðs til náttúruverndar á
vegum Náttúruvemdarráðs, annar
fjórðungur skal renna til varð-
veislu fornminja, gamalla bygg-
inga og annarra menningarverð-
mæta á vegum Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjóm
sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni
í samræmi við megintilgang hans,
og komi þar einnig til álita viðbót-
arstyrkir til þarfa, sem getið er
hér að framan.
Við það skal miðað, að styrkir úr
sjóðnum verði viðbótarframlög til
þeirra verkefna, sem styrkt eru,
en verði ekki til þess að lækka
önnur opinber framlög til þeirra
eða draga úr stuðningi annarra við
þau.
I samræmi við 6. gr. skipulags-
skrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar,
sem skipa skulu menn í stjóm
sjóðsins valið eftirtalda menn til
setu í henni fyrir yfirstandandi
kjörtímabil, sem hófst hinn 1. jan-
úar 1998 og stendur til ársloka
2001, en þeir eru:
Hulda Valtýsdóttir, blaðamaður,
formaður, skipuð af forsætisráð-
herra. Birgir Isl. Gunnarsson,
seðlabankastjóri, varaformaður,
tilnefndur af Seðlabanka íslands.
Jónína Michaelsdóttir, rithöfund-
ur, Hulda Kristinsdóttir, kjóla-
meistari, og Bjöm Teitsson, skóla-
meistari, sem kjörin vora af Al-
þingi. Ritari sjóðsstjómar er
Sveinbjöm Hafliðason, lögfræð-
ingur.
I samræmi við 5. gr. skipulags-
skrár sjóðsins vora styrkir aug-
lýstir til umsóknar í fjölmiðlum um
sl. áramót með umsóknarfresti til
og með 27. febrúar sl.
Til úthlutunar í ár koma allt að
7.000.000 þar af skal fjórðungur,
1.750 þús. kr., renna til Friðlýsing-
arsjóðs til náttúraverndar á veg-
um Náttúraverndarráðs og fjórð-
ungur, 1.750 þús. kr., skal renna til
varðveislu fornminja, gamalla
bygginga og annarra menningar-
verðmæta á vegum Þjóðminja-
safns, skv. ákvæðum skipulags-
skrár.
Allt að helmingi úthlutunarfjár á
hverju ári er varið til styrkja skv.
umsóknum og voru því allt að kr.
3.500.000 til ráðstöfunar í þennan
þátt að þessu sinni.
Alls bárast 92 umsóknir um
styrki að fjárhæð um 65,5 millj. kr.
Úthlutun styrkja
fyrir árið 1998
Þjóðminjasafn íslands, til tölvu-
skráningar safngripa, björgun
friðlýstra minja á Húsafelli og
uppskrift gamalla kopíubóka
safnsins, kr. 1.750.000 þús.
Náttúraverndarráð vegna Frið-
lýsingarsjóðs. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Náttúrarverndarráði
auglýsti það hinn 14. desember
1997 eftir hugmyndum um verk-
efni til styrkveitinga úr Friðlýs-
ingarsjóði og rann umsóknarfrest-
ur út 1. febrúar 1998. Tvær um-
sóknir bárast en vegna ófullnægj-
andi upplýsinga tók stjórn Frið-
lýsingarsjóðs ekki afstöðu til
þeirra á síðasta fundi sínum. Hún
mun leita frekari hugmynda og
afla gagna um verkefni til styrk-
veitinga úr Friðlýsingarsjóði og
veita síðan styrki í samræmi við
reglur sjóðsins. Kr. 1.750.000.
Úthlutun styrlq'a skv. umsókn-
um: Hljóðbókagerð Blindrafélags-
ins, til að ljúka heildarútgáfu Is-
lendingasagna á hljóðbók, kr.
250.000 þús. Djúpavogshreppur,
vegna endurbyggingar húss frá
1840 sem byggt var sem íbúðarhús
fyrir verslunarstjóra Löngubúðar
svokallað ,,Kaupmannshús“;
Landsbókasafn Islands - Háskóla-
bókasafn, til lúkningar viðgerða á
um 75 innrömmuðum Islandskort-
um í eigu safnsins; Sigríður D.
Kristmundsdóttir, Rannsókn á ævi
og verkum dr. Bjargar C. Þorláks-
son (1874-1934); Hið íslenska bók-
menntafélag, Útgáfa mannanafna-
skrár Annála 14-1800, kr. 200.000
þús. Byggðasafn Rangæinga og V-
Skaftfellinga vegna flutnings og
endurbyggingar barnaskólahúss
frá Litla-Hvammi í Mýrdal sem
byggt var árið 1901; Héraðsnefnd
Barðstrendinga, vegna lokaáfanga
nýbyggingar minjasafns á Hnjóti;
Ljósmyndastofa Reykjavíkurborg-
ar, vegna varðveislu ljósmynda-
safns Óskars Gíslasonar, ljós-
myndara og kvikmyndagerðar-
manns; Viðar Hreinsson vegna rit-
unar ævisögu Stephans G. Steph-
anssonar; Jón Ásgeirsson vegna
vinnu til útgáfu safns ísl.
söngdansa (ísl. þjóðlög); Hvala-
miðstöðin á Húsavík til að setja
upp upplýsinga- og fræðslumið-
stöð um hvali og og lífríki þeirra
hér við land; Nína Margrét Gríms-
dóttir vegna hljóðritunar á píanóv-
erkum dr. Páls Isólfssonar og
Vestfirska félagið vegna kynning-
ar á sögu Jóns Sigurðssonar, for-
seta, bæði hér heima og erlendis
hlutu 150.000 þús. kr. styrk. 100
þús. króna styrk hlutu: Framfara-
félag Flateyjar og Minjaverndar
vegna lokaátaks til endurhleðslu
og og lagfæringa á gömlum sjó-
minjum við norðurströnd Flateyj-
ar á Breiðafirði; Islenski lúðu-
bankinn ehf., til að útbúa sérhæfða
kennslustofu í náttúrafræðum o.fl.,
Byggðasafn Hafnarfjarða vegna
tækjakaupa til tölvuskráningar á
ljósmyndasafni byggðasafnsins;
Leikfélag Reykjavíkur til að skrá-
setja og flokka muni og minjar í
vörslu Leikfélags Reykjavíkur,
Collegium Musicum, Landsbóka-
safni, vegna tölvuskráninga upp-
lýsinga um hinn íslenska tónlistar-
arf 1500-1800; Einar E. Sæ-
mundssen, vegna úrvinnslu upp-
mælinga og frekari rannsókna á
görðum að Skriðu í Hörgárdal og
Múlakoti í Fljótshlíð; Kvenfélagið
Iðja vegna ýmsissa framkvæmda
við skógræktar- og útivistarsvæð-
ið Asdísarlundur í Miðfirði; Kar-
ólína Hulda Guðmundsdóttir
vegna könnunar á gróðurfari í
mýrlendi í landi Fitja í Skorradal;
Kvikmyndaverstöðin ehf., vegna
heimildarkvikmyndar um sambúð
manns og lands: „Bújörðin ís-
land“; „Voces Thules“, vegna
framkvæmda á upptöku „Þorláks-
tíða“ og Lífsmynd, vegna heimild-
armyndar um lífríki og mannlíf við
Þingvallavatn. Fuglaverndarfélag
Islands til verndunar íslenska arn-
arins hlaut 90.000 þús. kr. styrk
og Ragnheiður Viggósdóttir vegna
tölvuskráningar og tölvumyndun-
ar íslenskra póst-korta frá fyrri
hluta þessarar aldar kr. 60.000
þús.