Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 43* 1
FRÉTTIR
AÐSENDAR GREINAR
Ætlar forsætis-
ráðherra að banna fólki
að segja upp?
í Morgunblaðinu 1.
júlí er haft eftir Davíð
Oddssyni forsætisráð-
herra að í haust komi til
greina að setja lög sem
lúti að því „með hvaða
hætti kjarasamningar
eru virtir". Tekið skal
undir þá hugsun for-
sætisráðherra að mikil-
vægt sé að um sam-
skipti í vinnudeilum séu
skýrar reglur. En hitt
er rangt að deilumál af
þessu tagi verði leyst
með lagasetningu, að
ekki sé á það minnst að
lögin séu sett einhliða
og an samráðs.
I fyrsta lagi er vand-
séð í hverju lagasetning eigi að fel-
ast. Um er að ræða uppsagnir. Og
hvað deilu hjúki'unarfræðinga
áhrærir þá eru það einstaklingamir
sem segja upp. Að sönnu eru þeir
margir og greinilega um hópaðgerð
að ræða af þeirra hálfu en einstak-
lingsbundin engu að síður. Og varla
er ætlunin að banna einstaklingum
að segja upp störfum. Hitt er reynd-
ar annað mál að ríkisvaldið hefur
rétt til þess að fram-
lengja uppsagnarfrest-
inn í opinbera geiran-
um „ef til auðnar um
starfrækslu þar mundi
horfa...“ eins og það er
orðað í lögum um rétt-
indi og skyldur starfs-
manna ríkisins.
I öðru lagi skal árétt-
að að skýrar reglur um
verkföll og hvers kyns
vinnudeilur þurfa að
vera fyrir héndi, ekki
síst á vinnustöðum jafn
viðkvæmum og sjúkra-
húsin eru. Hitt er jafn
víst að reynslan sýnir
okkur að að ef ekki rík-
ir sátt um reglurnar
brýtur óánægja fólks sér farveg ut-
an hefðbundinna leiða einsog reynd-
ar nú hefur gerst. Fáum blandast
hugur um að einstaklingsbundnar
uppsagnir eru ekki heppileg eða
æskileg leið í kjarabaráttu hvorki
fyrir launamanninn né atvinnurek-
andann þegar til lengri tíma er litið.
En það er mikill misskilningur að
hinn félagslegi farvegur verið
treystur með lagaboði. Um það ber
Kemur það nokkrum
á óvart, spyr Ögmund-
ur Jónasson, að hjúkr-
unarfræðingar vildu
ekki bera skarðan
hlut frá borði?
þessi deila reyndar órækan vott.
I þjóðfélaginu almennt er að mín-
um dómi áhugi og skilningur á
nauðsyn þess að bæta kjör starfs-
fólks heilbrigðisþjónustunnar. En
sá skilningur er ekki einskorðaður
við lækna og hjúkrunarfræðinga
gagnstætt því sem skilja mátti á
Geir Haarde fjármálaráðherra í
fréttum Ríkisútvarpsins. Við skul-
um ekki gleyma því að boltinn byrj-
aði að rúlla þegar ákvörðun var tek-
in um að bæta kjör sjúkrahúslækna
nú fyrir skömmu. Hjúkrunarfræð-
ingar vildu ekki bera skarðan hlut
frá borði og sömu sögu er að segja
um aðrar stéttir. Kemur það nokkr-
um á óvart?
Höfundur er formaður BSRB.
Ögmundur
Jónasson
Kjartan Siguijónsson
Tónleikaraðir í
Hallgrímskirkju
KJARTAN Sigurjónsson, org-
anisti Digraneskirkju, leikur á
fyrstu hádegistónleikum sum-
arsins í Hallgrímskirkju í dag,
fimmtudag, kl. 12-12.30. Á efn-
isskrá Kjartans eru þrjú verk,
Cantilene eftir Josef Rhein-
berger, Fantasía í G-dúr eftir
César Franck og Kórall nr. 3 í a-
moll eftir Bach.
Kjartan er formaður Félags
íslenskra organleikara og hefur
gegnt organistastöðum víða um
land og haldið tónleika hérlendis
og erlendis. Hádegistónleikar í
Hallgrímskirkju eru haldnir á
vegum Sumarkvölds við orgelið
og verða hádegistónleikamir
alltaf á fimmtudögum í sumar.
Sumarkvöld við orgelið sem nú
er starfrækt sjötta sumarið í
röð, hefst síðan á sunnudags-
kvöldið 5. júh' kl. 20.30 en fyrsti
organistinn í tónleikaröðinni er
danski organistinn Karsten Jen-
sen.
I UPPBOÐ 1 ÝMISLEGT
Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 7. júlí 1998 kl. 11.00 á eftirfarandi eignum: Skattfrjálsar tekjur Þarft þú að stofna fyrirtæki? — Veldu þá rétta landið Nokkur lönd í heiminum innheimta ekki skatt af tekjum sem fyrirtækin afla utan landsins. Getur þú nýtt þér það?
Bankastræti 3, eignarhl. gþ., Skagaströnd, þingl. eig. Gestur Arnarson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi.
Bjargarstaðir, Fremri-Torfustaðahreppi, eignarhl. gþ., þingl. eig. Brynjólfur Jónsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík. Aðstoðum við: • Stofnun fyrirtækja og bankareikninga
Ennisbraut 1, Blönduósi, þingl. eig. Hjörleifur K. Júliusson, gerðabeið- andi Tryggingamiðstöðin hf. Geitafell, Kirkjuhvammshreppi, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. erlendis: Liechtenstein, Isle of Man, Mauritius, Bahamas, British Virgin Islands, Cayman Islands o.fl. Og útvegum í viðkomandi landi:
Hafnarbraut 8, eignarhl. gþ., Blönduósi, talin eig. Jóhannes Þórðarson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. • Stjórnunar- og bókhaldsþjónustu. • Lögfræðiþjónstu.
Hrossafell, 3 Skagaströnd, eignarhl. gþ., þingl. eig. Eðvarð Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur. • Bankaþjónustu. • Síma-, fax-þjónustu og framsendingu pósts.
Lundur, norðurendi, eignarhl. gþ., Skagaströnd, þingl. eig. Vilhjálmur Kristinn Skaftason, gerðarbeiðandi Steypustöð Blönduóss ehf. Neðri-Þverá, íbúðarhús og lóð, Þverárhreppi, þingl. eig. Björn Viðar Unnsteinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Til að fá frekari upplýsingar, þá sendið inn nafn, heimilisfang og símatil afgreiðslu Mbl. fyrir 10. júlí merkt: „Offshore — 5221" eða sendið e-mail: offshore2001 @hotmail.com
Neðri-Þverá, Þverárhreppi, þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, gerðarbeið- andi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Fullum trúnaði heitið.
Skagavegur 15, efri hæð og bílskúr, Skagaströnd, þingl. eig. Einar B TILBOÐ/ÚTBOQ
Ólafur Karlsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og sýslumaðurinn á Blönduósi. E Landsvirkjun Útboð
Skúlabraut39, Blönduósi, þingl. eig. Blönduósbær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna.
Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi 1. júlí 1998.
Endurnýjun rafala Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í verksamning vegna endurnýjunar rafala í Sogsstöðvar og Irafosstöð, í samræmi við út- boðsgögn SOG-17.
TILKYNNINGAR 1 Verkið felst m.a. í deilihönnun, framleiðslu.
Ð Félagið Heyrnarhjálp Skrifstofa félagsins Heyrnarhjálpar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 30. júní til 3. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Stjórnin. uppsetningu og prófun á nýjum sáturvefjum og pólvefjum fyrir 21 MVA rafala. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 2. júlí 1998 gegn óaft- urkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 2.000 með vsk. fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands- virkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnun- arföstudaginn 31. júlí 1998 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina.
C
Landsvirkjun
Útboð
Byggingarvinna
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í
að byggja og fullgera hús yfir núverandi gas-
aflstöð við Straumsvík, í samræmi við útboðs-
gögn STR-01.
Húsið er 675 m2 að grunnfelti og 6.676 m3 að
rúmmáli.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 1.400 m3
Steypa 960 m3
Stálgrind 631
Korten stálkæðning 580 m2
Útveggjaklæðning 480 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá
og með fimmtudeginum 2. júlí 1998 gegn óaft-
urkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 6.000 með vsk.
fyrir hvert eintak.
Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands-
virkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnun-
arföstudaginn 23. júlí 1998 kl. 14.00. Fulltrúum
bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina.
BMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Fimmtudagur 2. júlí:
Skógarferð í Elliðaárdal.
Brottför frá Mörkinni 6 kl.
20.00. Verð 500 kr. Hægt að
mæta kl. 20.30 hjá félags-
heimili Rafveitunnar.
Munið Heklugöngu kl. 8.00
laugardaginn 4. júlt. Sjá ferð-
ir á textavarpi bls. 619. Net-
fang Ferðafélagsins: fi@fi.is.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma
í umsjá Áslaugar Haugland.
ÝMISLEGT
Einkatímar
í stjörnuspeki
| hjá Gunnlaugi
Guðmundssyni.
Persónulýsing,
framtíðarkort,
i samskiptakort.
Uppl. í síma 553 7075.
Sendum í póstkröfu.