Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 43* 1 FRÉTTIR AÐSENDAR GREINAR Ætlar forsætis- ráðherra að banna fólki að segja upp? í Morgunblaðinu 1. júlí er haft eftir Davíð Oddssyni forsætisráð- herra að í haust komi til greina að setja lög sem lúti að því „með hvaða hætti kjarasamningar eru virtir". Tekið skal undir þá hugsun for- sætisráðherra að mikil- vægt sé að um sam- skipti í vinnudeilum séu skýrar reglur. En hitt er rangt að deilumál af þessu tagi verði leyst með lagasetningu, að ekki sé á það minnst að lögin séu sett einhliða og an samráðs. I fyrsta lagi er vand- séð í hverju lagasetning eigi að fel- ast. Um er að ræða uppsagnir. Og hvað deilu hjúki'unarfræðinga áhrærir þá eru það einstaklingamir sem segja upp. Að sönnu eru þeir margir og greinilega um hópaðgerð að ræða af þeirra hálfu en einstak- lingsbundin engu að síður. Og varla er ætlunin að banna einstaklingum að segja upp störfum. Hitt er reynd- ar annað mál að ríkisvaldið hefur rétt til þess að fram- lengja uppsagnarfrest- inn í opinbera geiran- um „ef til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa...“ eins og það er orðað í lögum um rétt- indi og skyldur starfs- manna ríkisins. I öðru lagi skal árétt- að að skýrar reglur um verkföll og hvers kyns vinnudeilur þurfa að vera fyrir héndi, ekki síst á vinnustöðum jafn viðkvæmum og sjúkra- húsin eru. Hitt er jafn víst að reynslan sýnir okkur að að ef ekki rík- ir sátt um reglurnar brýtur óánægja fólks sér farveg ut- an hefðbundinna leiða einsog reynd- ar nú hefur gerst. Fáum blandast hugur um að einstaklingsbundnar uppsagnir eru ekki heppileg eða æskileg leið í kjarabaráttu hvorki fyrir launamanninn né atvinnurek- andann þegar til lengri tíma er litið. En það er mikill misskilningur að hinn félagslegi farvegur verið treystur með lagaboði. Um það ber Kemur það nokkrum á óvart, spyr Ögmund- ur Jónasson, að hjúkr- unarfræðingar vildu ekki bera skarðan hlut frá borði? þessi deila reyndar órækan vott. I þjóðfélaginu almennt er að mín- um dómi áhugi og skilningur á nauðsyn þess að bæta kjör starfs- fólks heilbrigðisþjónustunnar. En sá skilningur er ekki einskorðaður við lækna og hjúkrunarfræðinga gagnstætt því sem skilja mátti á Geir Haarde fjármálaráðherra í fréttum Ríkisútvarpsins. Við skul- um ekki gleyma því að boltinn byrj- aði að rúlla þegar ákvörðun var tek- in um að bæta kjör sjúkrahúslækna nú fyrir skömmu. Hjúkrunarfræð- ingar vildu ekki bera skarðan hlut frá borði og sömu sögu er að segja um aðrar stéttir. Kemur það nokkr- um á óvart? Höfundur er formaður BSRB. Ögmundur Jónasson Kjartan Siguijónsson Tónleikaraðir í Hallgrímskirkju KJARTAN Sigurjónsson, org- anisti Digraneskirkju, leikur á fyrstu hádegistónleikum sum- arsins í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12-12.30. Á efn- isskrá Kjartans eru þrjú verk, Cantilene eftir Josef Rhein- berger, Fantasía í G-dúr eftir César Franck og Kórall nr. 3 í a- moll eftir Bach. Kjartan er formaður Félags íslenskra organleikara og hefur gegnt organistastöðum víða um land og haldið tónleika hérlendis og erlendis. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju eru haldnir á vegum Sumarkvölds við orgelið og verða hádegistónleikamir alltaf á fimmtudögum í sumar. Sumarkvöld við orgelið sem nú er starfrækt sjötta sumarið í röð, hefst síðan á sunnudags- kvöldið 5. júh' kl. 20.30 en fyrsti organistinn í tónleikaröðinni er danski organistinn Karsten Jen- sen. I UPPBOÐ 1 ÝMISLEGT Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 7. júlí 1998 kl. 11.00 á eftirfarandi eignum: Skattfrjálsar tekjur Þarft þú að stofna fyrirtæki? — Veldu þá rétta landið Nokkur lönd í heiminum innheimta ekki skatt af tekjum sem fyrirtækin afla utan landsins. Getur þú nýtt þér það? Bankastræti 3, eignarhl. gþ., Skagaströnd, þingl. eig. Gestur Arnarson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Bjargarstaðir, Fremri-Torfustaðahreppi, eignarhl. gþ., þingl. eig. Brynjólfur Jónsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík. Aðstoðum við: • Stofnun fyrirtækja og bankareikninga Ennisbraut 1, Blönduósi, þingl. eig. Hjörleifur K. Júliusson, gerðabeið- andi Tryggingamiðstöðin hf. Geitafell, Kirkjuhvammshreppi, þingl. eig. Jarðeignir ríkisins, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. erlendis: Liechtenstein, Isle of Man, Mauritius, Bahamas, British Virgin Islands, Cayman Islands o.fl. Og útvegum í viðkomandi landi: Hafnarbraut 8, eignarhl. gþ., Blönduósi, talin eig. Jóhannes Þórðarson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. • Stjórnunar- og bókhaldsþjónustu. • Lögfræðiþjónstu. Hrossafell, 3 Skagaströnd, eignarhl. gþ., þingl. eig. Eðvarð Ingvason, gerðarbeiðandi Höfðahreppur. • Bankaþjónustu. • Síma-, fax-þjónustu og framsendingu pósts. Lundur, norðurendi, eignarhl. gþ., Skagaströnd, þingl. eig. Vilhjálmur Kristinn Skaftason, gerðarbeiðandi Steypustöð Blönduóss ehf. Neðri-Þverá, íbúðarhús og lóð, Þverárhreppi, þingl. eig. Björn Viðar Unnsteinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Til að fá frekari upplýsingar, þá sendið inn nafn, heimilisfang og símatil afgreiðslu Mbl. fyrir 10. júlí merkt: „Offshore — 5221" eða sendið e-mail: offshore2001 @hotmail.com Neðri-Þverá, Þverárhreppi, þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, gerðarbeið- andi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Fullum trúnaði heitið. Skagavegur 15, efri hæð og bílskúr, Skagaströnd, þingl. eig. Einar B TILBOÐ/ÚTBOQ Ólafur Karlsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra og sýslumaðurinn á Blönduósi. E Landsvirkjun Útboð Skúlabraut39, Blönduósi, þingl. eig. Blönduósbær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi 1. júlí 1998. Endurnýjun rafala Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í verksamning vegna endurnýjunar rafala í Sogsstöðvar og Irafosstöð, í samræmi við út- boðsgögn SOG-17. TILKYNNINGAR 1 Verkið felst m.a. í deilihönnun, framleiðslu. Ð Félagið Heyrnarhjálp Skrifstofa félagsins Heyrnarhjálpar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 30. júní til 3. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Stjórnin. uppsetningu og prófun á nýjum sáturvefjum og pólvefjum fyrir 21 MVA rafala. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 2. júlí 1998 gegn óaft- urkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 2.000 með vsk. fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands- virkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnun- arföstudaginn 31. júlí 1998 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. C Landsvirkjun Útboð Byggingarvinna Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að byggja og fullgera hús yfir núverandi gas- aflstöð við Straumsvík, í samræmi við útboðs- gögn STR-01. Húsið er 675 m2 að grunnfelti og 6.676 m3 að rúmmáli. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.400 m3 Steypa 960 m3 Stálgrind 631 Korten stálkæðning 580 m2 Útveggjaklæðning 480 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 2. júlí 1998 gegn óaft- urkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 6.000 með vsk. fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Lands- virkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykjavík, til opnun- arföstudaginn 23. júlí 1998 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. BMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 2. júlí: Skógarferð í Elliðaárdal. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 20.00. Verð 500 kr. Hægt að mæta kl. 20.30 hjá félags- heimili Rafveitunnar. Munið Heklugöngu kl. 8.00 laugardaginn 4. júlt. Sjá ferð- ir á textavarpi bls. 619. Net- fang Ferðafélagsins: fi@fi.is. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma í umsjá Áslaugar Haugland. ÝMISLEGT Einkatímar í stjörnuspeki | hjá Gunnlaugi Guðmundssyni. Persónulýsing, framtíðarkort, i samskiptakort. Uppl. í síma 553 7075. Sendum í póstkröfu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.