Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 29
ALOE VERA
ALOE VERA
GEL ,
1998 LINAN
FRÁ USA:
KL€IN
...er glæsilegri
og fullkomnari
en nokkru sinni fyrr.
Helstu útsölustaðir: Örnirtn Reykjavík, Hjóliö v/Eiöistorg Seltjarnarnesi, Músik og Sport Hafnarfirði, Stapafell Keflavík, Pípó Akranesi, Olíufélag útvegsmanna (safirði, Hegri
Sauðárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavík, Króm & Hvítt Höfn, Klakkur Vík, Skeljungsbúöin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hveragerði, Hjólabær Selfossi.
Barðastrandarsýsla
Hvítur sandur,
skeljar og kuðungar
VINIR veganna standa fyrir sand-
kastalakeppnum víðsvegar um
Barðastrandarsýslu í sumar.
Keppnisreglurnar eru einfaldar;
öllum heimil þátttaka, leyfð verk-
færi eru fata og skófla, og til
skrauts má nota allt það sem
finnst í fjörunni og næsta nágrenni
hennar.
Hvítar sandfjörurnar í Barða-
strandarsýslu eru óþrjótandi upp-
spretta sköpunargleði og sandur-
inn er fyrirtaks byggingarefni í
kastala og hvers kyns mannvirki af
öllum stærðum og gerðum. AU-
skyns skeljar og kuðunga er að
finna í fjörunni, svo auðvelt ætti að
vera að skreyta kastalana fagur-
lega.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjá
glæsilegustu kastalana, auk þess
sem allir fá viðurkenningarskjal
fyiir þátttökuna. Sandkastala-
kepnnir eru fyrirhugaðar á fimm
stöðum í sumar. Sú fyrsta fer fram
í Breiðuvík sunnudaginn 5. júh', þá
verður keppt á Rauðasandi 19. júh,
á Tálknafirði 26. júlí, í Flókalundi
2. ágúst og Hvestu í Arnarfirði 9.
ágúst. Vinir veganna taka þó fram
í tilkynningu að dagsetningar
þessar séu með fyrirvara um
breytingar vegna veðurs og/eða
sjávarfalla.
TREK 8QD SPORT, KVENREIÐHJÓL
Ein af fjölmörgum gerðum fjallahjóla fyrir
alla aldurshópa með ævilangri ábyrgð
á stelli og gaffli.
Öll varahluta- og verkstæðisþjónusta.
SKEIFUNNI 11, SÍMI 588-9890
Framkvæmdir vegna
ferðamála á Ólafsfírði
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
GRILLVEISLA á Hótel Ólafs-
firði var haldin til að fagna
Jónsmessunni.
ÖRHINNÍ
ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925
FYRIRTÆKIÐ Sæunn Axels ehf.
á Olafsfirði stóð fyrir Jónsmessu-
brennu sl. miðvikudagskvöld og
bauð starfsfólki sínu í grillveislu á
Hótel Ólafsfirði á eftir til að þakka
því fyrir vel unnin störf. Og við það
tækifæri var fyrsta skófiustungan
tekin að nýjum kjarna smáhýsa og
nýrri smábátahöfn, sem grafa á inn
af Ólafsfjarðarvatni. Það var Ás-
geir Asgeirsson, forstjóri Sæunnar
Axels ehf., sem tók skóflustung-
una.
Að sögn Kristjáns Ragnars As-
geirssonar ferðamálafulltrúa eru
þær framkvæmdir, sem fyrirtækið
er nú að ráðast í, ætlaðar til þess
að auka möguleika í ferðaiðnaði á
Ólafsfirði sem og að höfða frekar
til fjölskyldufólks. En einnig hefur
vantað gistirými fyrir stærri hópa,
þar sem hótelið getur einungis
hýst um 20 manns. „Nú þegar á að
hefja byggingu á fjórum smáhýs-
um, sem hvert hefur tvö herbergi
og snyrtingu og útbúa smábáta-
höfnina. En ætlunin er að hafa
kanóa, árabáta og sportbáta með
utanborðsmótor til afnota fyrir
gesti smáhýsanna, sem notað gætu
þá m.a. til fiskveiða á Ólafsfjarðar-
vatni en talsverð bleikjuveiði hefur
verið þar, sem og eitthvað um sjáv-
arfiska. I framhaldi af þessum
framkvæmdum er síðan ætlunin að
byggja fjóra stærri bústaði. Allir
bústaðirnir verða bjálkakofar inn-
fluttir frá Finnlandi. Stefnt er á að
fjögur fyrstu smáhýsin og höfnin
verði tilbúin í september nk.“
Kristján Ragnar sagðist vera
bjartsýnn á þessar framkvæmdir
því hótelið væri á uppleið hvað nýt-
ingu varðaði og bærinn virtist vera
að komast inn á kortið sem ferða-
mannastaður, einnig hefði fisk-
vinnslan gengið mjög vel og væri
það góðum mannskap og góðu
skipulagi að þakka en um eitt
hundrað manns starfa hjá fyrir-
tækinu. „Ætlunin er að Hótel
Ólafsfjörður muni árlega standa að
Jónsmessubrennu og tilheyrandi
til að vekja fólk til umhugsunar um
Jónsmessuna og gera þar með
þessum merkisdegi hærra undir
höfði.“
Sæunn Axels ehf. er fjölskyldu-
fyrirtæki sem hingað til hefur aðal-
lega verið í fiskiðnaði þ.e. saltfisk-
verkun, frystingu og þurrkun. En
fyrir rúmu ári festi fjölskyldan
kaup á Hótel Ólafsfirði og er það
rekstrarfyrirtækið Brimnes ehf.,
sem er í eigu sömu aðila, sem rek-
ur hótelið.
98% hreint
ALOE VERA húðgel.
Nærandi, styrkjandi
og rakagefandi
Naturlægemiddel
MT nr. 6145493
Útsölustaðir:
Stella Bankastræti, Hygea Kringlunni,
Laugavegi og Austurstræti, Kaupf.
Skagfirðinga, Stjörnuapótek Akureyri,
Hilma Húsavík, Vestmannaeyja-
apótek, Laugamesapótek.
Einnig fæst ALOE VERA
sjampó fyrir hár og húð, krem,
lotion, varasalvar, 2 gerðir og
sólkrem.
NÝTT NÝTT
a) Fljótandi sápa með pumpu.
b) *Creme Xtreme*
dag- og næturkrem.
c) Lotion, 500 ml brúsi
með pumpu.
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Póstkröfusendum