Morgunblaðið - 15.07.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir ökuleyfíssviptingu til bráðabirgða
Andstæður úrskurði frá 10. júlí
í GÆR var staðfest með úrskurði í Héraðsdómi
Reykjavíkur ákvörðun lögreglustjórans í Reykja-
vík um sviptingu ökuréttar manns sem tekinn
var á 66 km hraða þar sem leyfilegur hámarks-
hraði er 30 km. Ökumaðurinn var sviptur öku-
réttindum til bráðabirgða í tvo mánuði en með
úrskurðinum er sviptingin stytt í einn mánuð
eins og lögreglustjóri óskaði staðfestingar á.
Þessi úrskurður er andstæður úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá því sl. fóstudag þar
sem ógilt var svipting lögreglunnar á ökurétti til
bráðabirgða þai- sem ökumaður hafði verið stöðv-
aður á 64 km hraða á Njarðargötu þar sem aka
má á 30 km hraða. Þann úrskurð kvað Hjörtur 0.
Aðalsteinsson upp.
Ökumaður var stöðvaður af lögreglunni í
Reykjavík í Hamrahlíð 16. júní eftir að bíll hans
var mældur á 66 km hraða úr kyrrstæðum lög-
reglubíl. Hámarkshraði á götunni er 30 km.
Kærði bar fyrir dómi að hafa eldð Hamrahlíðina
en ekki yfir leyfilegum hámarkshraða. Hann hafi
verið í öðrum gír en viðurkenndi að hafa ekki litið
á hraðamæli bílsins.
í úrskurði Arngríms ísberg héraðsdómara
segir m.a. „Samkvæmt 101. gr. umferðarlaganna
verður að telja það vítaverðan akstur, ef hann
sannast, að aka á meira en tvöföldum leyfilegum
hámarkshraða. Lögreglustjóra bar því sam-
kvæmt 103. grein umferðarlaganna að svipta
kærða ökuleyfi til bráðabirgða á grundvelli
hraðamælingar lögreglunnar. Gögn málsins bera
með sér að lögreglan hafi staðið að hraðamæling-
unni á venjubundinn hátt, prófað ratsjártækið
fyrir og eftir mælingar og hafa lögreglumenn
staðfest aðgerðir sínar með skýrslum og dagbók-
arfærslum. Gegn þessum gögnum er aðeins
framburður kærða um að hann hafi ekki ekið yfir
löglegum hámarkshraða.“
Ekki efni til að fella
sviptingn úr gildi
Segir héraðsdómari ekki efni til að fella úr
gildi sviptingu ökuréttarins til bráðabirgða og er
hún því staðfest í mánuð frá 16. júní.
Georg Kr. Lárusson, lögreglustjóri í Reykja-
vík, segir að þessir úrskurðir sýni nauðsyn þess
að fá efnislegan dóm í málum sem þessum, þ.e.
hvort svipta megi menn ökurétti til bráðabirgða
eftir að þeir hafa ekið á meira en tvöföldum há-
markshraða. I 101. grein umferðarlaga segir að
svipta skuli mann rétti til að stjóma vélknúnu
ökutæki sem ökuskírteini þarf til ef hann hefur
orðið sekur um mjög vítaverðan akstur slíks öku-
tækis.
Mikið
malbikað
„ÁÆTLANIR gerðu ráð fyrir
miklum malbikunarframkvæmd-
um í sumar og má því segja að
þurrviðrið hafi verið afskaplega
heppilegt," segir Valur Guð-
mnndsson, framkvæmdastjóri
Malbikunarstöðvarinnar Höfða,
sem sér um malbikun á götum
borgarinnar.
Hann segir framkvæmdir hafa
gengið vel, búið sé að malbika
mikið í Austurbænum en fram-
kvæmdirnar séu að færast í Vest-
urbæinn. Valur segir þá þurfa að
haga vinnu sinni töluvert eftir
aðstæðum, t.d. malbiki þeir
aldrei á stórum umferðargötum
á föstudögum og ef loka þurfi
álagsgatnamótum sé reynt að
gera j)að eftir klukkan 6 á kvöld-
in. Þeir reyni að nýta tímann vel
þegar álag er sem minnst en í
íbúðarhverfum sé ekki hægt að
malbika lengur en til 10 á kvöld-
in, þeir megi svo byrja hálfátta á
morgnana.
f gær var verið að malbika
einn áfanga á Sæbraut.
Morgunblaðið/Arnaldur
Þrjú íslenzk
mál bíða
EFTA-dóms
ÞRJÚ íslenzk dómsmál eru nú til
meðferðar hjá EFTA-dómstólnum í
Lúxemborg, þar sem óskað hefur
verið eftir ráðgefandi áliti dómsins.
Dómstóllinn tók til starfa í ársbyrjun
1994 og barst honum engin ósk um
ráðgefandi álit frá íslandi fyrstu |
tæplega fjögui- starfsárin. Öll málin j
þrjú hafa borizt dómnum á undan-
förnum níu mánuðum.
Síðast var dómstólnum sent mál
frá íslenzkum dómstóli 26. júní síð-
astliðinn. Hæstiréttur óskaði þá eftir
ráðgefandi áliti í máli Fagtúns hf.
gegn byggingarnefnd Borgarholts-
skóla og þeim, sem að henni standa,
þ.e. ríkinu, Reykjavíkurborg og
Mosfellsbæ. Málið snýst um það
hvort tiltekin ákvæði í EES-samn-
ingnum banni að í verksamning séu
sett ákvæði um að við það verði mið-
að að þakeiningar séu smíðaðar á Is-
landi. Málið verður líklega sent
málsaðilum og ríkisstjórnum aðildar-
ríkja Ewópska efnahagssvæðisins í
þessum mánuði og gefst þá tveggja
mánaða frestur til að skila greinar-
gerðum.
I apríl síðastliðnum óskaði Hér-
aðsdómur Reykjavíkur eftir ráðgef-
andi áliti í máli Samtaka verzlunar-
innar - Félags íslenzkra stórkaup-
manna gegn heilbrigðisráðherra og
lyfjaverðsnefnd. I því máli er um það
að ræða að í desember 1996 tilkynnti
lyfjaverðsnefnd innflytjendum lyfja
að nefndin hefði samþykkt breyting-
ar á hámarksverði lyfja frá og með 1.
janúar 1997, sem talið var að myndu
lækka tekjur lyfjaheildsala um 46
milljónu króna miðað við óbreytta
heildarlyfjaveltu. Telja innflytjendur
ákvörðun nefndarinnar brjóta í bága
við EES-samninginn. Frestur aðila
málsins og ríkisstjórna EES til að
skila greinargerð í málinu er til 27.
júlí næstkomandi og verður mál-
flutningur líklega 1. október.
Þriðja málið barst EFTA-dóm-
stólnum í nóvember á síðasta ári og
varðar skaðabótakröfu starfsmanns,
sem sagt var upp hjá einkafyrirtæki,
á hendur ríkinu fyrir að hafa ekki
lagað íslenzk lög réttilega að EES-
samningnum. Málflutningur verður
17. september næstkomandi.
Kærir meinta ólögmæta handtöku lögreglu í Reykjavrk vegna umferðarlagabrots
Telur stjórnarskrárbund-
in mannróttindi brotin
LÖGMAÐUR í Kópavogi hefur
kært meinta ólögmæta handtöku
lögreglunnar í Reykjavík á öku-
manni sem tekinn var fyrir of hrað-
an akstur í Suðurhlíðum. Ökumað-
urinn var sviptur ökuréttindum til
bráðabirgða. Lögmaðurinn telur að
með „handtöku og frelsissviptingu
lögreglu í Reykjavík hafi verið brot-
in stjómarskrárbundin mannrétt-
indi á umbjóðanda mínum þar sem
handtökuheimOd hafi ekki verið fyr-
ir hendi“, segir m.a. í kæru lög-
mannsins til ríkissaksóknara.
Lögreglan í Reykjavík svipti um-
ræddan ökumann ökuréttindum til
bráðabirgða en honum var gefið að
sök að hafa ekið á 65 km hraða þar
sem hámarkshraði er 30 km/klst. á
Suðurhlíð. Ökumaður mótmælti ekki
hraðamælingu lögreglunnar en
benti á að merkingum um hámarks-
hraða væri ábótavant. Hafði hann
ekki veitt athygli skOti um hámarks-
hraða. í kæru lögmannsins segir að
lögreglumenn hafi lýst þeirri skoðun
sinni við yfirheyi’slu hjá varðstjóra
að það kæmi málinu ekki við, það
væri málefni Reykjavíkurborgar.
Þegar lögreglumenn höfðu til-
kynnt ökumanni ætlað brot var jafn-
framt tOkynnt að hann yrði hand-
tekinn vegna brotsins, fluttur á lög-
reglustöðina og þar yrði hann svipt-
ur ökuréttindum til bráðabirgða í
einn mánuð. Lögreglan neitaði boði
farþega ökumanns að hann æki hon-
um á lögreglustöð. Þegar þangað
var komið var tekin mynd af öku-
manni að lokinni skýrslutöku. Kærir
lögmaðurinn einnig þá háttsemi lög-
reglu og segir ekkert réttlæta slíka
myndatöku.
Þá segir í kæru lögmannsins: „Eg
tel að með framangreindri handtöku
og frelsissviptingu lögreglu í
Reykjavík hafi verið brotin stjórnar-
skrárbundin mannréttindi á um-
bjóðanda mínum þar sem handtöku-
heimild hafi ekki verið fyrir hendi.
Hér er einnig brotið gegn grundvall-
armannréttindum skv. Mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Með handtök-
unni og frelsissviptingu og eftirfar-
andi niðurlægjandi flutningi í lög-
reglubifreið á lögreglustöð var gróf-
lega brotið gegn meðalhófsreglunni.
Engar rannsóknarnauðsynjar lágu
til þess að handtaka umbjóðanda
minn og lögreglumönnum í lófa lagið
að kveðja umbjóðanda minn til
skýrslutöku á lögreglustöð á tiltekn-
um tíma. Ef þeirri kvaðningu hefði
ekki verið sinnt hefði aftur á móti
verið heimilt að handtaka hann.“
Segir lögmaðurinn jafnframt að
ekki séu uppfyllt skilyrði fyrstu
málsgreinar 97. greinar laga um op-
inber mál um nauðsyn handtöku.
Telur lögmaðurinn einnig að með
bráðabirgðasviptingu, sem var 3.
júní, hafi verið brotinn réttur á um-
bjóðanda sínum þar sem sviptingin
verði runnin út áður en fjallað verði
um málið af yfirvöldum.
Georg Kr. Lárusson, lögreglu-
stjóri í Reykjavík, segir þetta verk-
lag lögreglunnar aflagt, ekki sé
venjan að handtaka menn til
skýrslutöku á lögreglustöð og segir
að þetta hljóti að hafa verið mistök.
Hann segir mál sem þessi yfirleitt
útkljáð á vettvangi og mönnum bent
á að hafi þeir athugasemdir fram að
færa skuli þeir koma á lögreglustöð
og ræða við aðalvarðstjóra. Lög-
reglustjóri segh’ eima eftir af fyrri
lögum með þessu verklagi þar sem
heimOt hafi verið að færa menn á
lögreglustöð og hafi ekki verið litið á
sem handtöku. Sagði hann menn nú
ekki tekna á lögreglustöð nema
handtaka færi fram.
Sérblöð í dag
• Æ&l
► VERIÐ fjallar í dag meðal annars um aflabrögð af I
ýmsu tagi, í'slenskt fiskvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum, *
notkun rafeindamerkja við þorskrannsóknir og vinnslu á •
ufsa sem fluttur er á markað í Karíbahafinu. *
Sjálfsmynd
oghús
• Heimsmet • Scala til HBV, Leiftur
; í 1.500 m j Real j og Grinda-
• haupi : Madrid : vík áfram
• _____ • _________ • --------
! ci j ci j C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is