Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ -- Guðjón Óskarsson í hlutverki hershöfðingjans í Don Giovanni Uppfærslan sögð viðburður ársins Mákí hf. stefnir að ' yfírtöku á Miklalaxi TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Aix-en- Provence í Frakklandi státar af einum mesta viðburði í óperuheim- inum á þessu ári ef ekki áratugn- um. Leikstjórinn heimsþekkti Pet- er Brook er maðurinn á bak við rómaða upp- færslu á Don Giovanni eftir W.A. Mozart sem frumsýnd var á dög- unum. Andrew Clark, gagnrýnandi The Fin- ancial Times, var gagntekinn og átti tæplega orð til að lýsa hrifningu sinni. Meðal söngvara er Guðjón Óskarsson bassa- söngvari og segir Cl- ark hann „...dásam- lega hnitmiðaðan". Peter Brook hefur ekki sviðsett Mozart- óperu í 50 ár og ekki komið nálægt óperu- húsum heimsins í 30 ár, eftir að hann lýsti þeirri skoð- un sinni að andrúmsloftið í stóru óperuhúsunum væri „...martröð líkast, blóðug barátta um endalaus aukaatriði". Á hinn bóginn hefur hann sviðsett rómaðar en mjög persónulegar uppfærslur á Car- men og Pelléas og Melisande í sínu eigin leikhúsi í París. Það kom því mjög á óvart að Brook skyldi hafa fengist til að sviðsetja Don Giovanni á Aix-hátfðinni. Gengið var að öllum skilyrðum hans, m.a. að flytjendur væru allir ungir og um ótakmarkaðan æf- ingatíma þar sem allir gætu unnið á eigin forsendum, haft endaskipti á verkinu og uppgötvað það að "u. ítarlegri sýningarskrá lýsir Brook skoðun sinni og hugmynd- um á bak við sviðsetninguna á hverju einasta atriði óperunnar. Gagnrýnandinn Clark segir að Iík- lega geti enginn tekið svo stórt upp í sig og staðið svo við það nema Peter Brook, sem eys þar af örlæti af áratuga reynslu sinni af leikhúsi, fólki, kvikmyndum og tónlist. „Skrif Brooks í sýningar- skrána eru listviðburður út af fyrir sig, „ segir Clark. Sviðsetning Brooks er framúr- skarandi einfóld og tónlistin nýtur Sneri við til Grænlands FLUGMAÐUR sem er á heims- flugi á lítílli fis-flugvél og ætlaði að leggja upp frá Kulusuk á Grænlandi til Reykjavíkur í gær varð að snúa við eftír klukku- stundarflug. Samkvæmt upplýsingum úr flugtuminum á Reykjavíkur- flugvelli er ekki vitað með vissu hvað kom upp hjá flugmannin- um. Líkur þykja benda til að hann ætli sér að bíða hagstæðari vind- áttar áður en hann leggur í flug- ið miili íslands og Grænlands. Tafír á Reykja- nesbraut VEGNA framkvæmda við Reykja- nesbraut á kaflanum milli Grindavík- urvegar og Njarðvíkur má búast við umferðartöfum þar næstu daga. Umferð verður að nokkru leyti stýrt um eina akrein á þessum kafla vegarins með ljósum og biður lög- reglan í Keflavík ökumenn að haga akstri og tímasetningum sínum með tillití til hugsanlegra tafa. sín til fullnustu, segir Clark. Sam- kvæmt skoðun Brooks er hinn leik- ræni þáttur fólginn f tónlist Moz- arts, úr henni sprettur atburðarás- in, andrúmsloftið og persónurnar. Engin sviðsmynd er notuð en nútimalegir búningar sem gefa skýra hugmynd um stöðu persónanna inn- byrðis. Flytjendur silja á skreyttum bekkjum umhverfis sviðið og hverfa aldrei út af sviðinu. Þrátt fyrir einfaldleikann tekst Brook að sögn gagn- rýnandans að gæða hveija hugmyndina á fætur annarri nýju lífí, bæði í tónlistinni og textanum. Flytjendur fá óskorað hrós fyrir frammistöðu sfna og einn íslenskur söngv- ari tekur þátt í uppfærslunni, Guðjón Óskarsson bassasöngvari, sem var „...dásamlega hnitmiðað- ur í hlutverki hershöfðingjans". Peter Mattei í titilhlutverkinu fær þá umsögn að söngur hans og persónusköpun sé með því besta sem sést hafl f þessu hlutverki, honum takist hvorttveggja í senn að vera hættulegur og heillandi. Melaine Diener fær mikið lof fyr- ir túlkun sína á hlutverki Elvíru og aðrir söngvarar einnig, s.s. Carmela Remigio, Lisa Larsson, John Mark Ainsley og Gilles CachemaiIIe. Stjórnandinn Daniel Harding, kornungur Breti, aðeins 22 ára að aldri, fær einnig ómælt hrós, en þess er getið að fram á sfðustu stundu hafl Claudio Abbado verið auglýstur aðal- stjórnandi en í raun verið í hlut- verki leiðbeinanda hins unga sljórnanda. Gagnrýnandinn Andrew Clark lýkur lofi sínu með þeim orðum að leikstjórinn Brook og hljómsveit- arsljórinn Harding hafi staðið frammi fyrir fjallháum væntingum og yfirstigið þær allar með glæsi- brag og þar með sýnt fram á að jafnvel í óperuheimi nútfmans séu ennþá til nokkur óuppgötvuð sann- indi. INGVARD Havnen, talsmaður norska utanríkisráðuneytísins, segir að munurinn á máli rússneska tog- arans, sem tekinn var á Svalbarða- svæðinu og sleppt aftur, og ís- lenzkra skipa sem færð hafi verið tíl hafnar í Noregi og sektuð, sé að rússnesk yfirvöld hafi sýnt mun meiri samstarfsvilja en íslenzk og beitt sér fyrir því að rússnesk skip yfirgæfu fiskvemdarsvæðið. Havnen var spurður álits á þeim ummælum Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í gær að norsk yfirvöld mismunuðu greinilega fiskiskipum, sem veiddu á Svalbarðasvæðinu í trássi við norskar reglur, eftir því frá hvaða ríki þau kæmu. „Við vísum því á bug að einhver mismunun eigi sér stað. Þegar atvik hafa komið upp, þar sem íslenzk skip áttu í hlut, hefur Noregur ít- rekað farið fram á það við íslenzk AÐ SÖGN Guðmundar Arnar Ing- ólfssonar, framkvæmdastjóra Máka hf. á Sauðárkróki, hefur verið tekin um það óformleg ákvörðun að Máki hefji rekstur fiskeldisstöðvarinnar Miklalax, Fljótum i Skagafirði, á nýjan leik en rekstur hennar hefur legið algerlega niðri í eitt ár. Eignir Miklalax eru í eigu Byggðastofnun- ar eftir að fyrirtækið var lýst gjald- þrota. Stefnt er að því að nýta stöð- ina til barraeldis eins og Máki hf. hefur staðið að undanfarin fimm ár. Máki hf. tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni um þróun endur- nýtingartækni, sem er sú tækni sem beitt er við barraeldi. „Þetta snýst um hreinsibúnað sem gerir okkur kleift að nota sama sjóinn aftur. Við erum með barraeldi en barri er alinn í 24 gráða heitum sjó. Barri er í miklum metum í Evrópu og fæst fyrir hann mjög hátt verð.“ Auk Máka hf. taka þátt í verkefn- stjómvöld að þau grípi inn í veiðar íslenzkra skipa, sem stunda ólögleg- ar veiðar í trássi við norskar reglur. íslenzk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn vilja til að grípa inn í veiðar togaranna og biðja þá um að yfir- gefa svæðið. Þetta er munurinn á þessum málum. Rússnesk stjórn- völd beittu sér fýrir því að rússnesk- ir togarar yfirgæfu svæðið," segir Havnen. „Það hefur ítrekað gerzt að norsk stjómvöld hafa snúið sér til ís- lenzkra ráðamanna og farið fram á að þeir hefðu áhrif á að íslenzk fiski- skip færa burt úr Smugunni og öðr- um svæðum, en án þess að íslenzk stjómvöld hafi gert nokkurn skap- aðan hlut til að stuðla að slíku. Þetta er munurinn, því að rússnesk stjórn- völd í Moskvu bragðust við og stuðl- uðu að því að skipin yfirgæfu svæðið með hraði,“ segir Havnen aðspurður um þetta. Fjölþjóðlegt samvinnuverkefni inu Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands, franskir fagmenn á þessu sviði frá fyrirtækinu Maritech og frá Evrópusambandinu eru tveir fulltrúar nýsköpunarsjóðs. Erlendir aðilar verkefnisins voru hér á dög- unum og segir Guðmundur að nið- urstaða funda sem þeir áttu með starfsmönnum Máka hf. hafi verið sú, að fyrirtækið væri í stakk búið að sinna því verkefni að taka við rekstri Miklalax. „Það hefur þó eng- in formleg ákvörðun verið tekin, stjóm og hluthafar þurfa að ráða ráðum sínum en það má segja að ákveðið vinnuferli sé farið af stað,“ segir Guðmundur. Auka þarf hlutafé Máka hf. vera- lega ef af yfirtökunni verður. „Fyrsta skrefið yrði að taka við NYTT hafnarsvæði er í byggingu í Hafnarfirði vestan við núverandi höfn. Búist er við að fyrsta áfanga verksins ljúki á næsta ári en kostn- aður við hann er um 7-800 milljón- ir króna að sögn Más Sveinbjöms- sonar, framkvæmdastjóra Hafnar- fjarðarhafnar. Aætlað er að þegar öllum fram- kvæmdum lýkur verði orðnir til 23 hektarar af nýju landi þar sem fyllt hefur verið upp. Nýr varnargarður mun rísa um 700 metram fyrir ut- an núverandi hafnargarða og reisa á 600 metra stálþil á svæðinu. Einnig verður búið til lægi fyrir flotkvíar. Óvíst hvenær heildarverki lýkur Verkefnið er unnið í áföngum og í fyrsta áfanga verður lokið við varnargarðinn og reknir niður 200 metrar af stálþili. Auk þess verður lægið fyrir flotkvíamar klárað, en þangað fara þær tvær flotkvíar sem nú era í Hafnarfjarðarhöfn. Óvíst er hve landfyllingin geng- rekstri seiðastöðvarinnar og þar er . um að ræða 50 milljónir. Hins vegar , er um að ræða að hanna eldisker og ( er gert ráð fyrir að það verkefni | taki fimm ár.“ Nýrra hluthafa leitað Kostnaður við yfirtöku alls Mikla- lax mun nema hundrað milljónum króna. „Fyrri hluti verkefnisins, yf- irtaka seiðastöðvarinnar, er ekki nýsköpun, það er framhald þess sem við höfum verið að gera hér en . seinni hlutinn er þróunarvinna sem mun taka um fimm ár,“ segir Guð- j mundur. | Að sögn Guðmundar verða núver- andi hlutafélagar burðarstoðir í yfir- töku seiðastöðvarinnar en auk þess sé verið að leita nýi’ra hluthafa. „Ýmsir aðilar hafa sýnt málinu áhuga en engar ákvarðanir hafi ver- ið teknar. Við reiknum með að málin skýrist á næstu tveimur mánuðum." ur hratt fyrir sig, að sögn Más, og | ekki er heldur víst hvenær hægt er | að gera ráð fyrir að framkvæmdum . ljúki við heildarverkið en það er I háð ásókn á svæðið. Ýmsir verktakar sjá um fram- kvæmdirnar en verkstjórn er i höndum hafnaryfirvalda. Að sögn Más er nýlega búið að opna tilboð i frágang fyrsta áfanga ölduvarna og gengið verður til samninga um það verk við verktaka á næstu . dögum. J Aðspurður um hvernig aðstöðu | verið sé að gera fyrir flotkvíarnar j segir hann að sérstaða þeirrar að- stöðu sé sú að kvíarnar þurfi 13-14 metra dýpi og því þurfi að dýpka höfnina fyrir þær sérstaklega. Eldri kvíin er nú í fullri starf- semi en sú nýrri er í innri höfninni á 6 metra dýpi og ekki hægt að nota hana þar. Auk þess bíður hún viðgerðar en hún skemmdist á leið j til landsins fyrr á þessu ári. Enn er, að sögn Más, óvíst I hvenær flotkvíarnar komast í nýju I aðstöðuna. ]• Morgunblaðið/Ami Sæberg Norska utanríkisráðuneytið Islendingar ekki sýnt samstarfsvilja FRÁ framkvæmdum við nýja hafharsvæðið í Hafnarfirði. Nýtt hafnarsvæði í Hafnarfírði Fyrsta áfanga lýkur 1999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.