Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 7

Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 7 FRÉTTIR Islandsmótinu í svifflugi lauk um helgina Kristián Sveinbjörns- son Islandsmeistari KRISTJÁN Sveinbjörnsson bar sigur úr býtum á íslandsmótinu í svifflugi sem fór fram dagana 4. til 12. júlí á Helluflugvelli. Krislján flaug TF-SKG, LAK-12 svifflugvél, og hlaut alls 4742 stig. Sjö keppendur tóku þátt í mótinu, flogið var 6 daga og voru þar af 5 gildir. Að sögn Baldurs Jónssonar fram- kvæmdastjóra mótsins náðist góður árangur. Hann segir skil- yrði hafa verið mjög góð, bjart- viðri og gott hitauppstreymi. Það teljist mjög gott að ná flmm gildum dögum á móti, keppend- ur hafi samtals flogið rúmlega 3000 km og það sé óvanalega langt. Nýir leiðarreikningar voru notaðir á mótinu og keppendur fengu nákvæm kort af leiðunum með hnitum. Segir Baldur það hafa mælst mjög vel fyrir og verði framvegis hafður sá hátt- ur á. Keppendur þurfa svo að taka mynd innan ákveðins geira á hverjum enda eða hornpunkti. I þríhyrningsfluginu voru horn- punktarnir Búrfellsvirkjun, Skálholtskirkja og svo Hellu- flugvöllur. íslandsmet í þríhyrningsflugi Keppt er um þrjá farandbik- ara auk Islandsmeistaratitils- ins. Flogið var tvisvar sinnum í 100 km þríhyrningsflug, póst- flug, fram og til baka 50 km flug og fram og til baka 107 km flug. Sem fyrr segir er Kristján Sveinbjörnsson Islandsmeistari í svifflugi og hlaut Jóhannesar ISLANDSMEISTARINN i svifflugi 1998, Kristján Svein- björnsson. Hagan bikarinn. Fyrir bestan árangur í 100 km þríhyrnings- flugi er veitt Pfaffskálin, hana hlaut Steinþór Skúlason. Hann sló íslandsmetið í 100 km þrí- hyrningsflugi tvisvar en hann náði mestum hraða 101,41 km/klst í seinna fluginu. Stein- þór hlaut einnig Olísbik- arinn fyrir bestan ár- angur í póstflugi. Aldurs- for-setinn í hópi keppenda, Þórður Hafliðason hlaut svo ráðherrabikarinn fyrir bestan árangur í fram og til baka flugi. STEINÞÓR Skúlason sem sló Islandsmetið í þríhyrningsflugi á vél sinni TF-SIS. ÚTSALAN HEFST Á M0RGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.