Morgunblaðið - 15.07.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.07.1998, Qupperneq 8
i/FÍT/BO/ 06. 1998 8 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Það er mirnur á kroti og list ÞIÐ verðið fljót að sjá muninn, Iömbin mín. AHt sem er með mér og R-listanum er list, en X-D og Arni er bara ógeðslegt krot sem við verðum að hreinsa af. Það fyrsta sem þú tekur eftlr eru myndgæðin og glæsileg hönnun, -allt hitt kemur á eftir! Finlux FI71V1 • 28" Black-lnvar skjár ■ • 2x10 Rms W magnari • Textavarp • 100 Hz • 512 síðna minni • 2x Scart tengi • Sjálfvirk innstilling stööva Ntsc • 16:9 • Fjarstýring • Timarofi • Allar aðgerðir á skjá • (slenskur leiðarvisir .J—§Í9.T Finlux F171Z50 • 28" Biack-lnvar skjár - Ntsc • 2x10 Rms W magnari • Textavarp • lOsíðnaminni • 2x Scart tengi • Sjálfvirk innstilling stöðva • 16:9 Fjarstýring Tímarofi Allar aðgerðir á skjá (slenskur leiðarvísir 69.900,- stgr. Umboðsmenn: Vesturland Málningarþjónustan Akranesi. KF Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellisandi. Vestflrölr Geirseyrarbúðin Patreksfirði. Rafv Bolungarvlk. Straumur (safirði. Norðurland KF. V-Húnvetinga Hvammstanga. Verslunin Hegri, Sauöarkróki. Hljómver, Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavík. KEA, L Lónið Þórshöfn. Austuriand Vélsmiðja Hornarfjaröar. Versluninn Vík, Neskaupstað. K.F Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Djúpavogi. KF. Stöðfirðinga, S Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Suöurtand Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum Reykjanes. Ljósboginn Keflavik. Rafborg, Grindavík. 59.900. star. Finlux F163Y2 • 25" Black-lnvar skjár - Ntsc • 2x10 Rms W magnari • Textavarp • 10síðnaminni • 2x Scart tengi • Sjálfvirk innstilling stööva • 16:9 • Fjarstýring • Tímarofi • Allar aðgeröir á skjá • islenskur leiðarvísir Krabbamein, erfðir og umhverfi Flókin samverk- un margra þátta Anne-Lise Borresen- Dale ALLS tóku 76 vís- indamenn þátt í ráðstefnunni í Hveragerði, innlendir og erlendir. Bprresen-Dale fjallaði um erfðagalla sem valdið geta krabbameini, hve mismunandi næm við værum fyrir ýmsum um- hverfisáhrifum sem valdið geta sjúkdómnum og sam- verkun þar þá milli. ís- lenskir vísindamenn hafa m.a. gert rannsóknir á brjóstakrabbameini með tilliti til erfðaþátta. „Það hefur lengi verið ljóst að erfðaþættir hafa áhrif á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Bprresen. „Árið 1987 fór ég að rannsaka erfðir í tengslum við krabbamein. Um er að ræða annars vegar erfðaþætti sem verið hafa á kreiki í margar kyn- slóðir og gera suma móttæki- legri fyrir krabbameini þegar ákveðnar ástæður eru fyrir hendi í umhverfi og aðstæðum. Eg hef rannsakað þessa sam- verkun erfða og umhverfis. Hins vegar eru erfðaþættir í æxlum sem hafa breyst af völd- um umhverfisins. Kanna þarf hvernig þessir þættir hafa áhrif á sjúkdómsgreininguna og þá meðhöndlun sem ráðlögð er.“ - Hvaða gögn eru notuð við rannsóknirnar? „Við notum sýni úr æxlum sem tekin hafa verið úr krabba- meinssjúklingum, athugum hvernig meðhöndlun sjúklingur- inn hefur fengið. Einnig reynum við að kortleggja þær gena- breytingar sem við höldum að geti hafa haft áhrif á þróunina. Þannig er mögulegt að finna samhengi milli ákveðinna gena- breytinga og þess hvernig takast skal á við æxlið. Elstu sýnin sem við höfum notað eru frá því snemma á ní- unda áratugnum. Við getum þó farið lengra aftur í tímann þegar fengist er við tilvik þar sem vitað er um að krabbamein hefur ver- ið greint í nokkrum ættliðum. Skrá yfir slík dæmi með sýna- banka nær aftur til 1953.“ - Er munur á niðurstöðum rannsókna ykkar og hér á Is- lancli? „Já, við virðumst ekki finna sömu gen og hér hafa greinst og virðast eiga þátt í arfgengni brjóstakrabba. Það er ekki hægt að rekja þessi einkenni til Nor- egs þrátt fyrir skyldleika þjóð- anna.“ - Er margt sem bendir til að krabbamein sé orðið mun algengara nú en fyrir t.d. 100 árum? „Það er sennilega algengara en orsökina er erfitt að greina með vissu. Fólk lifir að jafnaði mun lengur en þá, krabbamein er al- gengara hjá öldruðum. En sé tekið tillit til þess er samt um að ræða aukningu og þá á ég við ákveðnar gerðir krabbameins, t.d. brjóstakrabba. Við vitum ekki hvað veldur, hvort það er eitthvað í umhverfinu eða lífs- háttum. Líkur eru á að ekki sé um tilviljun að ræða. Það sem við reynum að gera er að finna og afmarka hóp sem greinist með ákveðna gerð krabbameins. Við vonumst til að geta fundið hvaða sameiginlegir ► ANNE-LISE Borresen-Dale er fædd 1946, hún er sameinda- erfðafræðingur og prófessor við Radiumhospitalet í Ósló. Hún Iauk námi f lífefnafræði við Nor- ges Tekniske Hojskole 1970 og doktorsprófi í erfðalæknisfræði 1978 við Óslóarháskóla. Prófess- or varð hún 1992. Hún flutti fyrirlestur á ráð- stefnu samtaka norrænna krabbameinsfélaga sem haldin var á Hótel Örk í Hveragerði fyrir skömmu og fjallaði þar um rannsóknir á orsökum krabba- meins. Borresen-Dale er gift og á tvær dætur. erfðafræðilegir þættir það eru sem gera fólkið móttækilegra fyrir meininu en gerist hjá öðr- um. Þá yrði jafnframt hægt að huga að fyrirbyggjandi aðferð- um gegn sjúkdómnum áður hann verður óviðráðanlegur.“ - Hvort vegur þyngra, erfð- irnar eða umhverfið? „Hvorttveggja ræður ferðinni, það er misjafnt hver hlutföllin eru og auk þess skiptir máli hver aldur sjúklingsins er. Ég er vön að segja að því fyrr á ævinni sem meinið greinist þeim mun meiri líkur séu á að erfðaþættir hafi verið aðalorsökin.“ - Við erum alltaf að heyra um eitthvað sem sé óhollt og geti valdið krabbameini en síðan er bent á að eitthvað annað geti verið orsökin. „Þetta er erfitt og vandinn er ekki síst að eitthvað getur verið hættulegt fyrir suma en ekki alla. Þetta er flókið samspil margra þátta og ég segi fólki venjulega að huga að þeim öllum! Töfralausn er ekki til en margt hægt að gera til að draga úr líkunum. Við erum ein- staklingar, hver með sínum hætti og megum ekki ganga út frá neinu sem vísu, góðu eða slæmu. Sumir fá ofnæmi, aðrir ekki, sama á við um krabbamein. Fólk getur verið með krabba- meinsvald í genum en varið sig með heilsusamlegu líferni og sloppið við að verða veikt. Sé t.d. lungnakrabbi í ættinni er hægt að taka mið af því og sleppa reykingunum. Og auðvitað verð- ur líka að gera ráð, fyri að þeir sem ekki séu með þessi gen geti fengið krabba ef þeir haga sér illa.“ Munur á nið- urstöðum hér og í Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.