Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 11 Óvenjumikil frjódreifing í júní í Reykjavík SÚ blíða sem var á suðvesturhorn- inu í júní hafði óvenjumikla frjó- dreifingu í fór með sér og hefur frjómagn ekki mælst jafnmikið frá árinu 1988 er mælingar hófust. Því má búast við háum frjótölum á þurrviðrisdögum í júlí og vanh'ðan þeirra sem haldnir eru frjóofnæmi. Frjótala er mælieining fyrir magn frjókorna í andrúmslofti og segir hver meðalfjöldi frjókorna var í ein- um rúmmetra lofts viðkomandi sól- arhring. I yfirliti Náttúrufræðistofnunar íslands kemur fram að grasfrjó hafa verið í loftinu frá 7. júní og frá 20. hefur magn þeirra aftur og aftur hækkað, frjókorn túnsúru og hundasúru hafa hagað sér á svipað- an hátt en þessir tveir hópar jurta, gras og súrur eru algengasta ástæða frjóofnæmis hérlendis. A Akureyri var frjómagn mælt í fyrsta sinn nú í ár. Þar var júní- mánuður kaldur og það endurspegl- ast í lágum frjótölum júnímánaðar en strax og hlýnar í lofti má búast við að frjótala grasa rjúki upp. Bandaríska tímaritið Forbes fjallar um Islenska erfðagreiningu Segir áhugann verk Kára Stefánssonar BANDARÍSKA tímaritið Forbes fjallar um Islenska erfðagreiningu í síðasta tölublaði sínu og segir að fyrirtækið hafi í raun einkaleyíl á erfðafræðilegum upplýsingum á Is- landi og svo virðist sem sá einka- réttur hljóti á næstunni staðfest- ingu stjórnvalda. A grundvelli þess hafi svissneska lyfjafyrirtækið Hoffman-LaRoche gert 200 millj- óna Bandaríkjadala, um 15 millj- arða króna, samning við íslenska erfðagreiningu. I tímaritinu segir að áhuga erfða- fyrirtækja á genasamsetningu Is- lendinga megi þakka einum manni, Kára Stefánssyni, sem stofnaði ís- lenska erfðagreiningu í Reykjavík fyrir tveimur árum. Kári hafi verið sjálfsagður maður í starfið, sem prófessor í taugalækn- ingum við læknadeild Harvard-há- skóla hafi hann rannsakað MS-sjúk- dóminn. Hann hafi leitað erfðavísa sem hafi áhrif á sjúkdóminn meðal íslenskra sjúklinga vegna þess hve greinargóðar upplýsingar séu hér um fjölskyldusögu og vegna eins- leits erfðamengis þjóðarinnar. Ættfræði sé eitt helsta áhugamál íslensku þjóðarinnar og Kári geti sjálfur rakið ættir sínar þau 1000 ár sem liðin eru síðan Islendingar tóku kristna trú og farið var að halda kirkjubækur yfir fæðingar og skírn- ir. Við þann gagnagrunn hafi stjórn- völd bætt miklum upplýsingum með læknaskýrslum allt frá 1915. Stuðningur íslendinga við ÍE íslendingar séu einnig heppilegir þátttakendur í rannsóknunum. Heilbrigðiskerfið sé þannig að að- gangur að upplýsingum sé góður. Skoðanakönnun sem Gallup gerði á vegum Islenski-ar erfðagreiningar sýni að 63% þjóðarinnar séu hlynnt ósk fyrirtækisins um einkaleyfi á notkun þeirra upplýsinga en til þess taki Alþingi afstöðu í október. Síðan segir að keppinautar ís- lenskrar erfðagreiningar séu m.a. íyrirtæki sem rannsaki lokuð sam- félög í Finnlandi og Costa Rica og Mormóna í Utah í Bandaríkjunum. Upplýsingar um þá hópa séu ekki eins góðar og á íslandi. 600.000 fslendingar frá árinu 900 Ahættufjárfestar í Bandaríkjun- um hafi fallist á hugmynd Kára og lagt fram nú þegar 12 milljónir Bandaríkjadala, sem varið hafi ver- ið til þess að setja upp gagnabanka með upplýsingum um 600.000 ís- lendinga allt aftur til ársins 900. Til að vernda hagsmuni einstak- linga annist tölvunefnd dulkóðun nafnanna. íslensk erfðagreining vinni með læknum að því að skrá upplýsingar um sjúklinga. Rakið er að við rann- sóknir á sjúkdómnum ættlægum skjálfta hafi John Benediktz tauga- læknir tekið sýni frá 116 sjúklingum og 400 ættingjum þeirra, sem síðan voru dulkóðuð áður en íslensk erfðagreining tók við og fann genið sem sjúkdóminum olli. „Það tók sex mánuði en hefði tekið tvö ár í sundurleitara samfélagi," segir Kári Stefánsson í samtali við Forbes. FRETTIR Baldur Heiðar Magnússon Petta var björgun á síð- ustu stundu BALDUR Heiðar Magnússon, sem átti stærstan þátt í að bjarga lífi fjögurra manna fjölskyidu í Grafar- vogi aðfaranótt laugardags þegar eldur kom upp í fbúðinni, segir að ef hann hefði komið heim örfáum mínútum síðar hefði björgun tæplega verið mögu- leg. Tilviljun ein réð því að Baldur kom heim á þeim tíma þegar eldurinn var að læsa sig um íbúð- ina.^ „Eg fór út með vini mínum á föstudagskvöldið, en varð viðskila við hann niðri í bæ. Eftir að hafa leit- að að honum um stund rakst ég á systur mína og bað hana að skutla mér heim. Þegar ég steig út úr bfinum heyrði ég í reykskynjaranum. I fyrstu taldi ég að hávaðinn kæmi frá þjófavörn í bfl. Þegar ég kom inn í stigaganginn var hljóðið orðið háværara og ég fór að kanna málið. Eg fann fljótlega út að það kæmi úr þessari íbúð sem kviknaði í. Ég gat greint sterka brennisteinslykt frá hurðarkarmin- um. Mín fyrstu viðbrögð voru að hamast á dyra- bjöllunni. Fór inn í brennandi íbúðina Eftir að hafa hamast á dyrabjöllunni um stund opnaði konan sem býr á móti dymar, en lokaði þeim strax aftur. Ég bankaði upp á hjá henni og spurði hvort hún greindi ekki brunalykt. Hún játaði því. Ég hljóp því næst út og klifraði upp svalirnar og fór inn í svefnherbergið og öskraði á fólkið að það væri kviknað í. Stelpumar tvær vöknuðu strax, en þær sváfu báðar uppi í rúmi hjá móður sinni. Ég tók þær upp og hljóp með þær fram á gang þar sem nágrannakona mín tók á móti þeim. Ég bað hana að hringja strax á slökkviliðið og fór aftur og reyndi að vekja hjónin, þau Hafna og Helenu. Þau vöknuðu og ég hjálpaði þeim út. Af einhveijum orsökum skelltist hurðin í lás eftir að við komum út. Lögreglan var þá komin og Hafni hljóp til móts við hana. Lögreglan kom með lítið handslökkvitæki, en ég sagði strax að þetta myndi ekki duga. Hafni talaði stöðugt um börnin sín, en hann vissi ekki að þau vora komin út. Ég hélt að hin börnin fjögur væra enn inni í íbúðinni og þess vegna fór ég aftur inn í hana gegnum svalirnar. Ég fór í gegnum þrjú svefnherbergi og leitaði að þeim. Þegar ég kom að íjórða svefnherberginu, sem er við útihurðina, var ég orðinn svo rænulítill að ég Morgunblaðið/Jim Smart BALDUR Heiðar Magnússon hefur að mestu náð sér eftir björgunarafrekið, en hann fékk reykeitrun og var fluttur illa haldinn á sjúkrahús. ákvað að opna og láta lögregluna leita í síðasta her- berginu frekar en að fara inn í það og komast kannski ekki til baka. Ég var síðan dreginn út þar sem ég kastaði upp og var í framhaldi af því fluttur upp á sjúkrahús." Hiti og þykkur reykur Baldri og Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur, sem býr í íbúðinni á móti Hafna og Helenu, ber ekki fullkom- lega saman um atburðarásina, en Helga segist hafa farið inn í íbúðina eftir að Baldur vakti hana og náð í börnin. Baldur sagðist ekki geta skýrt þennan mis- mun á frásögninni. Hann sagðist ekki hafa orðið var við að Helga færi inn í brennandi íbúðina. Baldur sagði að svefnherbergisdyrnar hefðu ver- ið hálflokaðar, en engu að síður hefði talsverður reykur verið kominn inn í herbergið og fjölskyldan orðin sljó af hans völdum. „Fyrst þegar ég kom inn í íbúðina var hægt að sjá úth'nur luísgagnanna og hitinn var ekki neitt rosa- legur. I seinna skiptið var reykurinn orðinn mjög þykkur og hitinn svakalegur. Hefði ég komið heim fímm mínútum síðar hefði björgun verið afar erfið. Og ef ég hefði ekki tapað af vini mi'num niður í bæ hefði ég ekki farið strax heim. Það mátti því ekki miklu muna að verr færi,“ sagði Baldur. Eini lífeyrissjóðurinn sem býður allt þetta er ALVÍB: • val um verðbréf til ávöxtunar. • verðmæti inneignar uppfært daglega. • upplýsingar um inneign á nóttu sem degi á netinu. Inneign í ALVÍB er þín séreign en jafn- framt tryggir ALVÍB sjóðfélögum eftir- laun til æviloka samkvæmt nýjum lögum um lífeyrissjóði. Um allt þetta og fjölmargar tryggingar sem í boði eru í gegnum ALVÍB fœrðu allar upplýsingar í Litlu bókinni um lifeyrismál hjá VÍB á Kirkjusandi eða í útibúum íslandsbanka um allt land. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.