Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Umboðsmaður barna um unga fanga hér á landi
Brot á bamasáttmála SÞ
UMBOÐSMAÐUR barna telur að
barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
sé brotinn með því að ungir fangar
sem aiþlána refsivist eru um þessar
mundir ekki aðskildir frá eldri
föngum heldur vistaðir á almennum
deildum afplánunarfangelsa og
njóta þar engrar sérstöðu.
Þetta telur umboðsmaður barna
brot á bamasáttmálanum og al-
þjóðasamningi um borgaraleg og
stjómmálaleg réttindi.
„Þegar í stað verður að gera ráð-
stafanir til að halda afplánunar-
föngum yngri en 18 ára aðskildum
frá eldri föngum. Tryggja verður
ungum fóngum sérfræðiþjónustu,
þ.á m. sálfræðiþjónustu, sem þeir
eiga skýlausan rétt til,“ segir í
Mál Sophiu Hansen
í Tyrklandi
Búist við
miklu fjöl-
miðlafári
RÉTTAÐ verður í máli sem Sophia
Hansen höfðaði á hendur barnsföð-
ur sínum, Halim Al, vegna um-
gengnisréttarbrota hans, kl. 06.00 í
dag, að íslenskum tima, í sakadómi
í Istanbul. Sophia og lögmaður
hennar, Hasip Kaplan, verða við-
stödd þinghaldið. Halim A1 verður
einnig í dómhúsinu ásamt lög-
manni sínum.
Búist er við miklu „fjölmiðlafári"
við dómhúsið í dag enda hefur mál
Sophiu verið mikið til umfjöllunar í
tyrkneskum fjölmiðlum að undan-
förnu í tengslum við fundi hennar
og dætra hennar á heimili Halims í
Divrigi í Tyrklandi.
Að sögn Sigurðar Péturs Harð-
arsonar, stuðningsmanns Sophiu,
er Sophia nú að jafna sig og safna
kröftum fyrir framhaldið og enn er
óvíst hvort eða hvar hún hittir dæt-
ur sínar aftur í sumar.
fréttatilkynningu frá umboðsmanni
bama.
Umboðsmaður bama telur að
bamavemdarnefndir hafi einnig
skyldum að gegna gagnvart þeim
ungmennum sem em í fangelsum
og segir að öllum tiltækum úrræð-
um eigi að beita til þess að koma í
veg fyrir að ungmenni, yngri en 18
ára, séu vistuð í fangelsum. Um-
boðsmaður vill að rýmkuð verði
heimild til að láta samfélagsþjón-
ustu koma í stað refsivistar þegar
ungmenni eiga í hlut.
„Umboðsmaður leggur þunga
áherslu á mikilvægi þess að þegar í
stað verði gripið til viðeigandi ráð-
stafana til að koma ungum afbrota-
mönum til bjargar frá þeirri al-
GUNNAR Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri stjórnsýslu hjá
Vegagerðinni, segist ekki líta á at-
hugasemdir Ríkisendurskoðunar
vegna vegaframkvæmda á árunum
1992-1995, sem áfellisdóm. Ríkis-
endurskoðun gagnrýnir m.a. til-
færslu á fjármunum til verka milli
ára, gerð kostnaðaráætlana og að
lengri fyrirvara þyrfti við útboð á
framkvæmdum.
„Þama eru ýmsar athugasemdir
og margar af þeim eru vafalaust
réttmætar, sem við munum taka til
skoðunar og eftirbreytni," sagði
Gunnar. Um þá gagnrýni Ríkis-
endurskoðunar að ekki væri heim-
ilt að færa fjármuni milli verka
sagði hann það alkunna að oft byðu
verktakar lægra í verk en verká-
ætlanir gerðu ráð fyrir. „Þá höfum
við í flestum tilvikum meira fé eftir
og síðan eru önnur verk sem kosta
heldur meira,“ sagði hann. „Þá hef-
ur eitthvað verið um það að pen-
gjöru glötun, sem ella blasir við
þeim, og bjóða þeim þess í stað úr-
ræði, sem haft geta í fór með sér
raunverulega betrun þeirra og
samfélagslega endurhæfingu í
samræmi við ákvæði alþjóðlegra
mannréttindasáttmála sem Island
er aðili að, segir í álitsgerð sem
Þórhildur Líndal, umboðsmaður
barna, hefur sent Þorsteini Páls-
syni dómsmálaráðherra.
Fangelsi dýrara en
Harvard-háskóli
Umboðsmaðurinn telur sérstak-
lega ámælisvert að ungir gæslu-
varðhaldsfangar séu vistaðir á al-
mennum deildum innan um fanga
sem sumir eiga langan brotaferil
ingar hafa verið fluttir á milli og
við teljum okkur hafa haft tiltölu-
lega frjálsar hendur til þess en við
verðum að skoða það betur í ljósi
þessara athugasemda."
Gunnar sagði að eflaust mætti
vanda betur til gerð kostnaðará-
ætlana. Almennt væri talið að erf-
iðara væri að gera kostnaðaráætl-
un fyrir vegalagningu en vegna
byggingaframkvæmda, þar sem
óvissuþættir væru fleiri við vega-
gerð auk þess sem stundum kæmu
upp ófyrirsjáanleg atvik sbr.
vatnslekinn í Vestfjarðargöngun-
um.
Meiri fyrirvari
Ríkisendurskoðun telur í at-
hugasemdum sínum að bjóða þurfi
verk út með meiri fyrirvara. Sagði
Gunnar að það hefði valdið Vega-
gerðinni erfiðleikum. „Það sem við
höfum sjálfir fundið að og hefur
valdið okkur erfiðleikum gegnum
að baki. í þessu sambandi er minnt
á alþjóðlegar skuldbindingar
stjórnvalda um að vista ekki menn,
sem bomir eru sökum og ekki hafa
verið dæmdir fyrir brot, með þeim
sem afplána refsivist.
„Umboðsmaður barna bendir á
að hjá lítilli þjóð, eins og okkur Is-
lendingum, skiptir hver einstak-
lingur máli, jafnt frá sjónarmiði
mannúðar og þjóðarhags. Refsivist
er dýr kostur fyrir þjóðfélagið,"
segir í fréttatilkynningu umboðs-
manns, þar sem vitnað er til upp-
lýsinga um að fangavist eins fanga
kosti um þrjár milljónir króna á
ári, sem er hærri upphæð en skóla-
gjöld með uppihaldi við Harvard-
háskóla.
tíðina er hversu seint Alþingi sam-
þykkti vegaáætlun," sagði hann.
„Oft á tíðum hefur verið ákveðið
undir þinglok að vori hvaða fram-
kvæmdir skuli ráðast í um sumar-
ið. Við tökum því undir þessa gagn-
rýni ef þetta er það sem Ríkisend-
urskoðun á við en ef átt er við þann
tilboðsfrest sem verktakar hafa
sem er þrjár til fjórar vikur þá er
það frestur sem almennt er gert
ráð fyrir í útboðum."
Gunnar benti á að með tilkomu
nýrra laga um mat á umhverfisá-
hrifum þyrfti Vegagerðin að hafa
mun lengri tíma til undirbúnings
áður en verk væra boðið út eða eitt
til tvö ár. „Reyndar sjáum við fram
á bjartari tíma með samþykkt Al-
þingis á 12 ára langtímaáætlun í
vegagerð," sagði hann. „Ef staðið
verður við hana í meginatriðum þá
getum við farið að skipuleggja bet-
ur undirbúning framtíðarverk-
efna.“
ÍVAR Örn Jörundsson með
inaríufískinn sinn, 13 punda
hrygnu á spón úr Stórafossi í
Svalbarðsá.
Veiði glæðist
og er betri
en í fyrra
SOGIÐ er allt að koma til og nokkur
góð skot hafa komið þar á undan-
fórnum dögum, enda er besti tíminn
í ánni nú að fara í hönd. Gljúfurá,
sem byrjaði illa, hefur einnig tekið
vel við sér, lax fór að ganga í hana
eftir demburnar í síðustu viku, en
hafði áður farið huldu höfði í ós ár-
innarvið Norðurá.
A hádegi mánudags höfðu veiðst
27 laxar í Gljúfurá og er það mikil
bót, því rétt fyrir helgi voru innan
við tíu komnir á þurrt. Laxinn var að
veiðast vítt og breitt, var s.s. byrjað-
ur að dreifa sér um alla á. Þetta var
að mestu hefðbundinn Gljúfurárlax,
4-5 punda þungur.
Sogið lifnar við
Góður kippui’ er kominn í veiðina í
Soginu, sérstaklega í Ásgarði þar
sem 8 laxai’ veiddust á laugardaginn
og annað eins á mánudaginn. A há-
degi mánudagsins höfðu veiðst 19 í
Ásgarði, 19 í Alviðru, 5 í Bíldsfelli og
2 í Syðri Brú. Á þriðja hundrað
bleikjur hafa verið bókaðar á öllum
svæðum og er silungasvæðið í Ás-
garði sem fyrr besta svæðið. Stærsti
laxinn í Soginu var 15 pund, dreginn
í Alviðru, en annars er laxinn yfir-
leitt heldur smár.
Stóra Laxá enn slök
Enn er dauf veiði í Stóra Laxá í
Hreppum. Á mánudag vora aðeins
fjórir komnir á land af neðstu svæð-
unum og innan við tíu á miðsvæðinu.
17 voru veiddir á svæði fjögur, efsta
svæðinu. Efst í ánni sjá menn slatta
af fiski sem tekur afar illa.
Elliðaárnar betri en síðast
Að kvöldi 13. júlí nam veiðin í El-
liðaánum 173 löxum, en á sama tíma í
fyrra voru 128 veiddir. Um teljarann
höfðu farið sama dag 593 laxar, en
sama dag í fyrra 465 stykki. Sam-
kvæmt þessu hafa veiðst 1,2 laxai’ á
stangardag í Elliðaánum frá því að
veiði hófst og er það allgott í ljósi
þess hve slök veiðin var fyrstu dag-
ana. Laxveiðin er því ríflega 35%
betri í ár en í fyrra það sem af er og
laxagöngur 27,5% betri, samkvæmt
frétt frá Rafmagnsveitu Reykjavíkui’.
Vaxandi veiði í Eystri Rangá
Betri veiði er í Eystri Rangá en á
sama tíma í fyrra samkvæmt frétt
frá Sælubúinu á Hvolsvelli. Miðað
við 17. júlí voru komnir 214 laxar á
land, en sama dag í fyrra voru þeir
149 talsins. Þyngsti laxinn var 17
pund, en framan af var algengasta
þyngdin 8 til 13 pund. Nú er farið að
bera á smálaxi í bland.
Forstöðumaður fjárreiðudeildar
Eimskip starfar í alþjóðlegu umhverfí og rekur
nú 22 starfsstöðvar í 11 löndum. Hjá Eimskip
og dótturfyrirtækjum innanlands og erlendis
starfa um 1.200 manns. Mikil áhersla er lögð
á fræðslu og símenntun starfsmanna. Öflugt
gæðastarf á sér stað innan fyrirtækisins þar sem
hver og einn er virkjaður til þátttöku.
Fjárreiðudeild er ábyrg fyrir gerð greiðslu-
áætlana, innheimtum, útgreiðslum og lána-
stýringu Eimskips með það að markmiði að
lágmarka fjármagnskostnað og hámarka ávöxtun
fjármuna. Fjárreiðudeild heyrir undir
framkvæmdastjóra fjármálasviðs en hlutverk
fjármálasviðs er að annast innri þjónustu á sviði
fjármála, stjórnsýslu, upplýsingamála og
EIMSKIP
Sími 525 7373 • Fax 525 7379
Netfang: mottaka@eimskip.is
Heimasíða: http://www.eimskip.is
annarrar sameiginlegrar starfsemi. Sviðið miðlar
yfirstjóm fyrirtækisins upplýsingum og veitir
deildum þess aðhald og eftirlit. Fjármálasvið
hefur yfirumsjón með fjármálastjórnun og
fjármagnsstýringu og annast áætlanagerð,
upplýsingavinnslu, tryggingamál og fjárreiður,
ásamt starfsþróun og skrifstofuþjónustu. Sviðið
ber ábyrgð á fjárreiðum Eimskips og
dótturfyrirtækja þess og ábyrgist sem
hagkvæmasta stýringu á fjármunum fyrirtækisins
á hverjum tíma.
Leitað er að áhugasömum, kraftmiklum
einstaklingi sem á auðvelt með sjálfstæð
vinnubrögð og að sýna frumkvæði í starfi.
Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun á
sviði viðskiptafræði, verkfræði, hagfræði eða
sambærilega menntun. Framhaldsmenntun á
sviði fjármála og/eða reynsla af íslenskum
fjármálamarkaði er nauðsynleg.
í boði er fjölbreytt, vel Iaunað og krefjandi starf
með margvíslegum tækifærum til faglegs og
persónulegs þroska. Umsóknir sendist til
starfsmannastjóra Eimskips, Hjördísar Ásberg,
Pósthússtræti 2, 101 Reykjavík fyrir 20. júlí n.k.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með
þær sem trúnaðarmál.
Eimskip leggur áherslu á að auka hlut kvenna f ábyrgðarstöðum hjá
félaginu og stuðla þar með að því að jafna stöðu kynjanna á vinrumarkaði.
Vegagerðin um skýrslu Ríkisendurskoðunar
Ekki áfellisdómur