Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VOR, akryl á léreft, 130 x 200 sm, 1998. Ingveldur Yr syng-ur sígild dæg- urlög í Kaffíleik- húsinu NÆSTU tónleikar í Sumar- tónleikaröð Kaffíleikhússins verða fímmtudaginn 16. júlí kl. 21. Þá syngur Ingveldur Yr Jónsdóttir „ perlur úr poppinu, sígild dægurlög úr ýmsum átt- um.“ I kynningu segir ennfremur m.a.:“Fluttir verða margir af vinsælustu slögurum seinni tíma og komið við á ólíkum stöðum. Ingveldur Yr hefur löngum verið þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í sögn- heiminum og nú stígur hún skrefí lengra og syngur marg- ar af þekktustu perlum popps- ins. Meðal laga á efnisskrá eru lög kennd við Marilyn Monroe, Bítlana, Billie Holliday og Chaplin. Undirleikarar hjá Ingveldi Yr eru Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Davíð Þór Jónsson sem leikur á pí- anó og saxófón og James 01- sen trommuleikari." Italskir nem- endatónleikar FJÓRIR ítalskir tónlistarnem- endur og einn kennari þeirra halda tónleika í Tónleikasal Söngskólans í Reykjavík - Smára, Veghúsastíg 7, fimmtudaginn 16. júlí kl. 20.30. Nemendurnir sem fram koma eru píanóleikararnir Simone Gallo og Daniele Fantozzi, Di- ego Pueei sem leikur bæði á pí- anó og harmóniku og mezzó- sópransöngkonan Alessandra Ongarello. Tónlistarmennimir eru í hópi sex Itala sem dvelja hér á landi á vegum Söngskólans í Reykjavík og stofnunar Dante Alighieri og koma frá „Accademia Nazionale d’Arte Musicale M. Mastrini" í Perugia á Italíu. Á efnisskrá tónleikanna má nefna aríur úr óperum eftir Rossini og Bizet, píanósónötur eftir D. Cimarosa og Mozart, ýmis verk leikin á harmóniku, m.a. „Flug hunangsflugunnar“ eftir Rimsky-Korsakoff, auk þess sem Mastrini leikur eigin tónsmíðar á píanó. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. List í húsi guðs MYNDLIST flallgrfmskirkja AKRYLMÁLVERK TRYGGVI ÓLAFSSON Opið alla daga á tímum kirkjunnar. Til ágústloka. Aðgangur ókeypis. LISTVINAFELAG Hallgríms- kirkju heldur áfram þeim ágæta sið að bjóða þekktum málurum að sýna nokkrar myndir í anddyri. Að þessu sinni hefur verið leitað út fyrir landsteinana, þótt listamað- urinn, Tryggvi Ólafsson, sé síst minni Islendingur hinum fyrri, þrátt fyrir að hafa í nær fjóra ár- tugi búið í borginni við Sundið. Það mun næsta öruggt, að fáa staði sækja útlendingar jafnal- mennt og Hallgrímskirkju, enda gnæfír hún yfir þarna á hæðinni með hina táknrænu styttu af Leifi heppna í forgrunni. Gjöf amerísku þjóðarinnar í tilefni þúsund ára af- mæli Alþingis 1930, er gert hefur hinn þekkti myndhöggvari Alex- ander Stirling Calder, sem var fað- ir Alexanders Calders (1898-1976) eins nafnkenndasta núlistamanns aldarinnar, sem var bæði rýmis- listamaður og grafíker. Afi hans, Alexander Milner Calder, var einnig vel metinn myndhöggvari svo þama hefur tilfinningin fyrir rúmtaki heldur betur gengið í ætt- ir. Það er þannig hvemig sem á er litið, drjúg auglýsing fyrir íslenzka málara að sýna í anddyrinu, eink- um yfir sumarmánuðina þegar um- ferð erlendra ferðalanga er mest. Væri lag fyrir ferðamálaráð að taka þátt í leiknum og kynna lista- mennina og Skólavörðuholtið enn rækilegar með veglegri sýningar- skrá. Mörgum þætti varið í að geta gengið að sögulegum heimildum og jafnframt myndum af Skóla- vörðunni, sem var listaverk í sjálfu sér, tákn og kennileiti sem ófáum þótti mikið vænt um á árum áður. Kemur fagurlega fram í eins konar ávarpi hagyrðingsins Jóns frá Hvoli, til hinnar horfnu byggingar: Mistruð gola menningar,/mein- gjarn rolu siður/þroskavolað þankafar/ það lét molna niður. Málverk Tryggva Ólafssonar eru öll gerð á þessu ári og fyrir þetta tilefni, hið sérstaka rými, með litríkt sumarið og umferð fugla himinsins í huga, jafnt úr holdi og blóði sem dauðum málmi. Þetta eru afar einkennandi verk fyrir listamanninn og í stíl sem hann hefur þrautunnið á undan- gengnum árum. Gengur út frá byggingu, jafnvægi, lit og frásögn, á stundum fjarrænni og dulinni, sem sjáöldur skoðandans nema lönd í. Litimir hreinir, karlmann- legir og sterkir, burðargrind myndheildarinnar iðulega borin upp af lífrænum strikum sem flétt- ast um myndflötinn, styrkja hann og binda. Em laus við öll bein trú- arleg tákn og alla trúarvæmni, en neisti guðdóms í sjálfu sér eins og vel að merkja öll gild myndverk. Falla vel að rýminu og stuðla að upphafningu geðs úr jarðneskum dróma. Bragi Ásgeirsson. I dauðans böndum... TOJVLIST Skálliollskirkja SUMARTÓNLEIKAR Soffía Gúbajdúlína: Rejoice! sónata fyrir fiðlu og selló; Hugleiðing um sálmforleik Bachs Vor Deinen Thron tret’ ich hiermit fyrir strengjakvin- tett og sembal. Farran James, fiðla; James Bush, selló; Khali kvartettinn (Farran James, Sif Tulinius, fiðlur; Emma Lively, víóla; James Bush, selló); Guðrún Óskarsdóttir, semball; Dean Ferell, kontrabassi. Skálholts- kirkju, laugardaginn 11. júlíkl. 17. SEINNI laugardagstónleikamir í Skálholti vom helgaðir rússnesku tónskáldkonunni Soffíu Gúbajdúl- ínu (f. 1931), sem líkt og Schnittke og fleiri tónskáld frá ofanverðum áram Sovétríkjanna bárast fyrst vestrænum hlustum á síðastliðnum áratug. Gúbajdúlína færði sig um set eftir fall jámtjaldsins og býr nú í nágrenni Hamborgar, væntanlega frelsinu fegin. Þrjú verk hennar vora á dagskrá, sónatan Rejoice! íyrir fíðlu og selló, Strengjakvar- tett nr. II og Hugleiðing um sálm- forleik Bachs „Vor Deinem Thron tret’ ich hiermit“ fyrir strengjak- vintett og sembal. Meðal varhugaverðustu eigin- leika tónskálda í gömlu Sovét þótti valdhöfum að vera framsækinn og trúhneigður. Gúbajdúlína er hvort tveggja, og hafi það gert henni lífið leitt þar eystra á áram áður, var það á hinn bóginn ugglaust með- verkandi til að styrkja þá virðingu sem hún öðlaðist fyrir vestan þeg- ar með fiðlukonsertnum Offertori- um frá 1980. Það sem maður ber virðingu íyr- ir er ekki endilega alltaf manni hjartfólgið. Svo hefur verið sagt um jafnvel nokkur höfuðverk tón- bókmenntanna - eins og t.d. um Missa Solemnis (sem m.a.s. átti að vera „frá hjarta til hjarta") og Grosse Fuge Beethovens - að þau séu líklega meira virt en elskuð. Það tOtölulega litla sem undirritað- ur hefur kynnzt af tónlist SG fram að þessu hefur verið á svipuðum nótum. Maður skynjar undir niðri einhvern málstað, kraft og hugsun - en tónlistin snertir mann samt undarlega lítið. Partur af tilhöfðunarleysinu kann að stafa af þeirri uppákomu- blendnu „konseptúalísku" hugsun sem t.a.m. kemur fram í áður- nefndum fiðlukonsert, þar sem höf- undur kvað hafa byggt verkið á því að kippa tónapöram utan af Tóna- fórnarstefi Bachs koll af kolli frá byrjun og enda, unz komið var að mið Es-inu, hvar eftir athöfninni var snúið við. Slíkt ber óneitanlega keim af þeirri „pappírs-" eða „augnamúsík“ sem öðra hverju hefur skotið upp kolli í tónsögunni, síðast á 6.-8. áratug, enda þótt hvergi sæist hér aukatekið orð um verkin í tónleikaskrá og því óhægt að geta sér til um nálgun höfundar. Engu að síður var erfitt að verjast þeirri hugsun, að annarleg utanað- komandi sjónarmið væra að verki sem hefðu litla skírskotun til mús- íkupplifunar óbreyttra áheyrenda, þrátt fyrir vandaðan og innlifaðan flutning þeirra Farran James og James Bush, sem gerðu það sem hægt var til að viðhalda athygli hlustenda með svipmiklum og ofur- dýnamískum leik. Miðað við Kvartett nr. II, sem þrátt fyrir nærri 25 mínútna lengd var furðu tíðindalítill tilbrigðaleik- ur um liggjandi pedaltóna við ið- andi krómatískar „rakettu“-and- stæður, var þó hægt að hafa gaman af sumum effektum fyrsta verks- ins, t.a.m. „suðandi pas-de-deux fyrir tvær ofvirkar býflugur" [minn titill] í 2. þætti og glissando-hlát- urgusum kennimannsins í 3. („Rejoice, rabbi). Sömuleiðis var samspilið milli ofurveikra flautu- og náttúratóna í 4. þætti mjög fal- lega leikið, og í þeim 5. örlaði m.a.s. - í fyrsta (og síðasta) skipti - á púlsrytma í fiðlu við langa undir- tóna sellósins, er minnti lauslega á gamaldags 6/8 gigue. Síðasta tónverk J.S. Bachs var sálmforleikurinn Vor Deinem Thron tret’ ich hiermit. Hvernig Hugleiðing Gúbajdúlínu var unnin út frá sálmalaginu var ekki gott að greina við fyrstu heyrn, og enn síð- ur ef maður þekkti það ekki vel, en heildartilfinning verksins samsvar- aði ágætlega alvöra tilefnisins, sem virtist í útleggingu tónskáldkon- unnar hafa verið ólgandi kvalafullt. Bent hefur verið á (Deryck Cooke o.fl.), að ómstrítt tónmál 20. aldar virðist í sinni hreinræktuðustu mynd vera einkar lagið að túlka sorg og sársauka; gleðin eigi þar erfiðara uppdráttar, og þá helzt í skrípamynd sem skens og skæting- ur. Kom hið fyrrtalda sterklega fram í þessu verki, sem undir lokin heyrðist beina huganum að píslum Krists og krossgöngu með „vand- arhöggum" í sembal og þungu kiknandi þrástefi í kontrabassa, sem „fimmta guðspjallamannin- um“, er samdi flest sín verk Guði einum til dýrðar, hafa efalítið verið hugstæðar á banalegunni. Hvað sem öðram dagskrárliðum líður, þá er ekki hægt að segja annað en að í mögnuðum flutningi þeirra sex- menninga hlyti niðurlag tónleik- anna alltjent að verða minnisstætt. Ríkarður Ö. Pálsson. Ungir tónlistarmenn á ferð um Norðurlönd TðlVLIST Háskólabfó UNGIR SINFÓNÍKERAR undir stjérn Paavo Jarvi, fluttu verk eftir Nielsen, Stravínskí og Sten- hammar. Föstudagurinn 10. júlf 1998. EF litið er til áhugasviðs fjöl- miðlafólks á sviði tónlistar, hvers konar tónlist það velur sér til fylgdar í þáttum sínum og hvað það telur til tíðinda á sviði tónlist- ar, er klassísk tónlist, og sú menntun er tengist henni, ekki til. Og svo virðist, að þessu sama fólki væri lítil eftirsjá í því þótt slík um- svif legðust af. Hvernig stendur þá á því að svo margir iðka klassíska tónlist og safnast saman í stórum hópum til að leika það besta sem samið hefur verið fyrir sinfóníu- hljómsveit? Eitthvað myndu fjöl- miðlamenn láta, ef saman söfnuð- ust 106 popp-hljóðfæraleikarar á sviðinu í Háskólabíói, þarf nú oft ekki svo mikið til að fjölmiðlamenn gangi af göflunum, því jafnvel kunnáttulausir krakkar era með- höndlaðir sem heimslistamenn, hvað þá ef þeir era orðnir svolítið frægir, jafnvel heimsfrægir á ís- landi. Klassísk tónlist byggist á gæð- um, sem útheimta langa og stranga þjálfun og yfirgripsmikla menntun. Norræna hljómsveitin „Orkester Norden" er sönnun þess, að enn telur ungt tónlistar- fólk sig eiga erindi við klassíska tónlist og flutningurinn, sem í heild var mjög góður, er glæsileg- ur vitnisburður um blómlega starf- semi tónlistarskólanna á Norður- löndum. Þessir eftirminnilegu tón- leikar hófust á fyrstu sinfóníunni eftir Carl Nielsen. Hljóm- og formskipan verksins er klassísk og að því leyti til er hún andstæð rómantíkinni, að mestu laus við allt krómatískt skrautferli og tón- ferlið oft sérvitringslegt, „skýrt en á köflum skrítið" sem þó venst vel. Þessar þverstæður lagferlis og formskipunar, sem samtímafólk Nielsens kunni ekki við, hafa á síð- ari áram haldið lífi í tónlist hans. Verkið var mjög vel mótað af Paavo Járvi, án þess að um nokkuð væri ofgert í hraða og styrk. Þetta góða jafnvægi, sem var á flutningi Nielsens, var og einkenn- andi fyrir meistaraverkið Vorblót eftir Stravínskí og að því leyti til fórnaði Paavo Járvi allri ofur- skerpu, fyrir skýran og vel yfir- vegaðan flutning. Það mátti heyra að unga tónlistarfólkið er vel á vegi statt til átaka við erfið verk- efni í framtíðinni og var sérstak- lega ánægjulegt að heyra fagran strengjahljóminn í millispili úr kantötunni Sángen eftir Sten- hammar. í heild vora tónleikar „Orkester Norden“ mjög góðir undir afburða stjórn Paavo Járvi. Hinir ungu sin- fóníkerar hafa á ferðalagi sínu haldið tónleika víða um Norður- lönd og luku ferð sinni með þess- um glæsilegu tónleikum í Reykja- vík. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.