Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 40

Morgunblaðið - 15.07.1998, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BIRTAN ÓTRÚLEG Á ÍSLANDI Bandaríski ljósmyndarinn Ranjit Gewal var staddur fyrir skömmu hér á landi við tökur fyrir tískuritið Harper’s Bazaar. Rakel Þorbergsdóttir tók hann tali. HÓPUR á vegum tískurits- ins Harper’s Bazaar var við ljósmyndatökur í Vest- mannaeyjum og Bláa lóninu fyrr í mánuðinum. Æ algengara verður að erlendir aðilar leiti til Islands sem tökustaðar ljósmynda eða auglýsingagerðar og áhugavert að vita hver þróunin verður. Lands- lagið virðist vera helsta aðdráttar- aflið en sumarbirtan og vinalegar móttökur hafa þó sitt að segja. - Hvemig leist þér á að koma til íslands? „Mér fannst þetta frábær hug- mynd ogýg hafði heyrt mikið um ísland. Ég kynnti mér land og þjóð líka aðeins áður en ég kom. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sé „tungl“-landslag, mér líður eins og ég sé á annarri plánetu héma á íslandi.“ - Hvernig gengu tökurnar? „Mjög vel, Vestmannaeyjar eru einn besti tökustaður sem ég komið á. Það em ekki margir staðir í heiminum sem hafa hraun, sjó, kletta, gras og fjölskrúðugt plöntulíf á sama punktinum. Eg hef aldrei séð uppmnalegt lands- lag af þessu tagi áður á einni og sömu eyjunni." - Hvernig býrðu þig undir myndatöku af þessu tagi? „Við komum til landsins á und- an hinum í hópnum. Ég og Gina, aðstoðarmaður minn, fórum um Vestmannaeyjar í tvo daga og tókum Polaroid-myndir til að fá einhveija hugmynd um hvaða staðir kæmu til greina. Þegar stflistinn kom til landsins með föt- in fómm við yfír þau og settum saman föt og tökustaði. Það er mjög mikilvægt að undirbúa sig áður en tökur hefjast því þrátt fyrir að ákveðin hugmynd hafi verið í gangi áður en á tökustað er komið þá er henni venjulega fleygt til hliðar. Þess vegna þýðir lítið að skipuleggja áður en komið er á staðinn." - Var eitthvað sem kom þér á óvart á Islandi? „Það er fallegra en að öðra leyti eins og ég hafði búist við. Birtan, sem er næstum allan sólarhring- inn, er ótrúleg." - Er það ekki kostur fyrir ljós- myndara? „Við voram við tökur frá klukk- an átta á kvöldin fram undir morgun en venjulega hefur maður kannski um tvo tíma á dag fyrir myndatökur." - Heldurðu að ísland geti orðið vinsæll tökustaður? „Já, það er ekki spuming. Fólki verður kannski þrælað út í vinnu vegna birtunnar en þetta er al- gjörlega óuppgötvaður tökustað- ur. Island er ótrálegur staður, fólkið og landslagið er til fyrir- myndar." - Starfar þú sjálfstætt? „Já, ég var aðstoðarmaður ljós- myndara en hætti hjá honum í janúar og ákvað að reyna fyrir mér sjálfstætt." - Gengur vel? „Enn sem komið er en ég er svo nýbyrjaður að það er engin reynsla komin á það. Ég vona að ferill minn verði farsæll og ég kynntist mörgum þegar ég var að- stoðarljósmyndari í New York og þau sambönd nýtast mér vel. Jú, framtíðin er björt.“ -Hver er næsti áfangastaður þinn? „Ég fer héðan til New York og bý mig undir tökur í Pennsylvaniu fyrir Harper’s Bazaar.“ - Ei-tu eingöngu tískuljósmynd- ari? „Nei, ég vil verða góður ljós- myndari á öllum sviðum en ekki aðeins sem tískuljósmyndari. Það starf er hins vegar mjög gott því auk þess sem það gefiír vel í aðra hönd þá eru ekki mörg störf sem krefjast þess að maður þvælist um heiminn til að taka myndir af fal- legum konum. Til að verða góður tískuljósmyndari er nauðsynlegt að hafa almenna ljósmyndaástríðu. Mér finnst gaman að taka lands- lagsmyndir, nektarmyndir, tísku- ljósmyndir... Menn eins og Ric- hard Avedon og Irwin Penn urðu til dæmis frægir sem tískuljós- myndarar en era frábærir á öðram sviðum greinarinnar. Þeir höfðu gaman af öllu. Þetta era menn sem ég tek mér til fyrirmyndar.“ -Hver er uppáhaldstökustað- urinn þinn í heiminum, fyrir utan ísland? „Fjölskylda mín er upprana- lega frá Indlandi og ég held mildð upp á það. Marokkó er hins vegar fallegasti staður sem ég hef komið á, það er alveg ótrálegur staður." - Er ekki eyðimörk þar að mestu leyti? „Jú, en arkitektúrinn er ótrá- legur og skammt frá Marakesh er fjalllendi og fjölbreyttara lands- lag. Brasilía finnst mér hins vegar áhugaverð vegna fólksins sem er alveg frábært. Það er í raun erfitt að velja einn uppáhaldsstað, þeir era svo margir." -Kemst Island ofarlega á list- ann? „Það er engin spurning, það er komið í hóp þriggja áhugaverð- ustu landanna." (Þrátt fyrir hlátur leikur enginn vafi á að þetta er einlægt svar.) -Hvenær byrjaðirðu að taka myndir? „Ég byrjaði í menntaskóla en það var ekki fyrr en ég var kom- inn í háskóla að ég fór út í þetta af alvöra. Ég byrjaði í kjamorku- verkfræði í háskóla og valdi ljós- myndun sem valfag á fyrsta ári. A öðra ári var ég hættur að sækja tíma í kjarnorkuverkfræði og mál- in þróuðust þannig að ég fór til Kalifomíu og kláraði nám í ljós- myndun. Ég vann svo hjá Michael Thomson í New York í tvö og hálft ár áður en ég fór að starfa sjálfstætt." Spennandi keppni lauk á sveitaballi GRUNNSKÓLARNIR í Kópavogi luku annasömum vetri á sveitaballi með Sóldögg á Borg í Grímsnesi og var það lokahátíð Stigakeppni grunnskóla Kópavogs sem stóð yfir í allan vetur. Þetta var annað árið sem keppnin fór fram og lögðu allir skólar sitt af mörkum til að senda keppendur í allar greinar því gefin voru stig fyrir mætingu. Einnig voru gefín stig fyrir fjögur efstu sætin. Skólamir sem tóku þátt voru Smáraskóli, Hjallaskóli, Digranes- skóli, Snælandsskóli, Þinghólsskóli og Kópavogsskóli. Keppnin hófst á handboltakeppni hjá HK í haust og var síðan keppt í knattspyrnu á gervigrasinu í Smár- anum í hörkufrosti í desember, að sögn Dagnýjar Bjarkar Pjeturs- dóttur, tómstundafulltrúa Kópa- vogs. í janúar fór fram karókí- keppni í Ekkó og tóku sigurvegar- amir, Benjamín Magnússon og Pét- ur Rafnsson úr Hjallaskóla, þátt í karókí-keppni félagsmiðstöðva og höfnuðu í öðra sæti af 28. Keppni í frjálsum dönsum fór fram í Hjallaskóla í febrúar og voru sýnd 14 atriði. Þrír hópar og þrír einstaklingar unnu sér inn rétt til þátttöku í íslandsmóti félagsmið- stöðva í Tónabæ. Þar náði hópurinn Kúksarnir úr Hjallaskóla, sem skip- aður er Laufeyju Einarsdóttur, Anný Rós Ævarsdóttur, Sigríði Guðmundsdóttur, Maríu Kristjáns- dóttur og Guðlaugu Einarsdóttur öðru sæti en alls tóku 24 hópar þátt í keppninni. ^öökaupsveislur—úfísamkomur—skemmfanir—tónleikar—sýningor—kynntngar og fl. og fi. og fl. “\ 99 IaSr EkkJ 1 LJskÍDuleaaiaóeftii ..og ýmsir fylgihlutir r Ekki treysta ó veöriö þegar skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggiö ykkur oa leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. Digranesskóli bar sig- ur úr býtum í skákmóti Taflfélags Kópavogs í mars og mættu til leiks unglingalið frá öllum skólunum. Það hefur ekki gerst hjá Taflfélagi Kópavogs í mörg ár. Loks var haldin mynd- sköpunarkeppni undir yfirskriftinni Mannlífið í Kópavogi í umsjá Myndlistarskóla Kópa- vogs í apríl og körfu- boltamót á vegum Breiðabliks í maí. Verðlauna- og vor- hátíð grannskólanna í Kópavogi var svo haldin í maí og var yf- ir 800 unglingum úr Kópavogi ekið á sveitaball með Sól- dögg. Þar var afhent- sinni. In3björg,S'S'X?ÍngakePÍ)nÍna að 1>('SSU skd,a’ASSSL ymsum greinum úr skólanum °fUm ' FORMENN nemendaráða grunnskólanna í Kópavogi tog- ast á um bikarinn áður en úr- slitin voru kunngjörð, frá vinstri: Sólborg úr Digranes- skóla, Telma úr Smáraskóla, Guðmundur úr Snælandsskóla, Guðrún úr Þinghólsskóla, Ingi- björg úr Hjallaskóla og Birgir úr Kópavogsskóla. ur farandbikar Visa og einnig verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri grein. „Stefn- an með þessari stigakeppni er að hvetja alla unglinga í Kópa- vogi til að skoða það framboð sem er af góðri afþreyingu við allra hæfi, aðra en sjoppuna og vímuefnin og vonum við að til- gangingum sé náð með þessari keppni,“ sagði Dagný Björk um keppnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.