Morgunblaðið - 15.07.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.07.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 41 ^ FÓLK í FRÉTTUM New York LEIKARINN Barry Cassin vinnur hjá írska þjóðleikhúsinu Abbey Theater, en í „Stranded" leikur hann elsta munkinn. IKVÖLD verður frumsýnd írska stuttmyndin „Stranded" í Tribeca Film Center í New York. Myndin sem er 26 mínútur að lengd fjallar um nokkra írska einsetumunka sem settust að á Islandi fyrir landnám. Leikstjóri myndarinnar er Ian FitzGibbon en bróðir hans sem skrif- aði handritið, Brian FitzGibbon, hef- ur verið búsettur á Islandi í þrjú ár. Handritið skrifaði Brian upp úr eigin leikriti „The Papar“ sem frumsýnt var í írska þjóðleikhúsinu síðasta sumar. Einungis einn Islendingur kemur að myndinni, en það Sverrir Guðjónsson tónlistarmaðm- sem lagði til hluta tónlistarinnar. Lítið vitað um papana Brian segir myndina hafa hafa verið eina af fimm stuttmyndum, valdar úr hópi níutíu stuttmynda til að fá verð- laun í formi styrks frá „Irish Arts Council“. „Stuttmynd er eiginlega hálfgert fjölskylduverkefni, þannig að við höfðum mjög takmarkaðar fjárupp- hæðir til framleiðslunnar. Eftir upp- tökur sýndum við Arts Council það sem við vorum að gera, en þeim leist svona vel á það og styrkurinn gerði það að verkum að við gátum klárað myndina." Áður en Brian hófst handa við að skrifa leikritið reyndi hann að rann- saka menjar munkanna og það sem skrifað hefur verið um þá, og varð hissa á hversu lítið er til. „Það kom sér samt ekki illa fyrir mig, því sem leikritaskáldi var ég að búa til nýjan heim en ekki að byggja á sannindum eða að koma með nýjar kenningar um tilvist papanna. Eg ímynda mér að munkarnir hafl viljað algjöra einangrun fyrir sínar trúarlegu iðkanir og þess vegna komið til Islands. Aðalpersónurnar eru þrír munkar og það gerist að einn þeirra fær heimþrá.“ Myndin tek in á Irlandi Mörgum kann að finn- ast það undarlegt að stuttmyndin er ekki tekin upp á Islandi. „Við höfðum svo litla peninga til verksins að strákamh; gátu ekki komið til Islands að fyr- ir upptökurnar og ég gat ekki heldur verið viðstaddur upptökurn- ar á írlandi. Eg sagði þeim að velja stað þar sem væru engin tré, og það kemur bara mjög vel út.“ En hafa Brian og Ian bróðir hans í huga að gera fleiri myndir um sam- band Ira og Islendinga? „Já, við voium einmitt að sækja um þróunarstyrk hjá Media áætlun- inni til að skrifa og undirbúa kvik- mynd í fullri lengd um papana, en það yrði þá algjörlega ný saga. Frið- rik Þór hefur líka í hyggju að gera mynd um þá, og ég býst við að við yrðum þá í einhverju samkrulli. En fyrst er að bíða og sjá hvort við fáum styrkinn," sagði Brian FitzGibbon rétt áður en hann fór út úr dyrunum til að halda til New York. Þjóðvegur [ 1 ) undir Hvalfjörð Veglykill sparar fé og flýtir för um göngin Sala áskriftarferða um Hvalfjarðargöng er hafin Askrifendur kaupa ferðir með allt að 40% afslætti og nota veglykla sem tryggja þeim rétt til aö aka um gjaldhliðið án þess að nema staðar. Væntanlegir áskrifendur ganga frá samningum og fá veglykla afhenta á þjónustustöðvum Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. á Ártúnshöfóa og OLÍS við Sæbraut í Reykjavík og einnig á þjónustustöðvum olíufélaganna á Akranesi og í Borgarnesi. Eigi áskrifandi og maki hans tvo eða fleiri bíla er hægt aÖ tengja alla veglykla einum áskriftarreikningi. j 1 ■f Fyrirtækjum og stofnunum, sem vilja gera heildarsamning um áskriftarferðir I fyrir marga bíla í einu, er vinsamlega bent á að hafa samband við Spöl ehf. | í símum 587 5400 í Reykjavík og 431 5900 á Akranesi frá og með fimmtu- i deginum 16. júlí. | | GSM 12.900kr. aðeins t verslunum Hagkaups við Smáratorg í Kópavogi Það gerist ekki betra I nýrrí og glæsilegrí verslun Hagkaups við Smáratorg ÍKópavogi bjóðum við nú hreint ótmlegt GSM-opnunartilboð. ■ Motorola d160 GSM sími ■ Leðurtaska * Bílhleðslutæki ■ TALkort Allt þetta færð þú fyrir aðeins 12.900 kr. Nánari upplýsingar isíma 570 6060. þú átt orðið Alttaf betri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.