Morgunblaðið - 15.07.1998, Blaðsíða 48
>
Drögum næst
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hágöngumiðlun
Morgunblaðið/RAX
LÓNIÐ hefur tekið miklum breytingum síðustu daga og verður á stærð við Mývatn þegar fullri hæð
vatnsborðs verður náð í haust. A minni myndinni sjást stíflumannvirkin standa við Hágöngu syðri (1.284)
en alls var áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar um 540 milljdnir krdna.
Aðstoð við
Norðurál heimil
EPTIRLITSSTOFNUN EFTA,
ESA, hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að ríkið hafi styi'kt álver-
ið á Grundartanga og að sá styrk-
ur sé í samræmi við kort ESA,
sem gefið var út árið 1996, um
byggðastyrki til fyrirtækja á ís-
landi. Samkvæmt kortinu má
veita byggðastyrki til fyrh'tækja
á öllu landinu utan höfuðborgar-
svæðis. I fréttatilkynningu stofn-
unarinnar kemur fram að tilgang-
urinn með ríkisstyrkjunum hafi
verið að efla Vesturland og það
réttlæti aðstoð ríkisins.
Til styrkja ríkisins til álversins
telur stofnunin skattameðferð
ríkisins á fyrirtækinu, auk þátt-
töku í fjármögnun framkvæmda á
Grundartanga og uppsetningar
hafnarmannvirkis. Leiga lands
undir álverið og samningur við
Landsvirkjun um raforkusölu
falla ekki undir ríkisstyi'k að mati
ESA.
Alls metur stofnunin að ríkið
hafi styrkt álverið um 430 milljón-
ir ísk. Það era um 3,6% af fjár-
festingarkostnaði álversins, sem
stofnunin metm- tæplega 13 millj-
arða ísk. Alls er ríkinu heimilt að
styrkja fyrirtæki, sem falla undir
reglm- EFTA með byggðastyrkj-
um, sem nema 17% af kostnaði
við fjárfestingu í verkefnum fyrir-
tækjanna.
Kaldakvísl stífluð
LOKAÐ hefur verið fyrir Köldu-
kvísl við syðri Hágöngu og far-
vegur hennar stíflaður. Að sögn
Hallddrs Ingdlfssonar, staðar-
stjdra Isafls ehf., seni sér um
framkvæmdir, hefur verkið geng-
ið mjög vel og var farveginum
lokað átta dögum fyrr en áætlanir
gerðu ráð fyrir. A þeim vikutíma
sem Iiðinn er frá því að ldninu var
lokað hefur það tekið miklum
breytingum og vaxið úr fjdrum
ferkíldmetrum í 14. Endanlega
verður ldnið um 37 ferkíldmetrar
eða álíka stdrt og Mývatn. Búist
er við að vatnsborðið muni ná
sinni endanlegu hæð í lok septem-
ber eða á sama tíma og fram-
kvæmdum Iýkur. Stíflugerð við
Hágöngu hdfst í júní í fyrra en
framkvæmdir lágu niðri í vetur.
Þær hdfust að nýju í vor og starfa
þar nú um 70 manns.
Unnu kapphlaupið
Við stíflugerð er viðkvæmasta
tímabilið fyrstu dagana þegar
verið er að fylla upp í frárennslis-
skurðinn. Þá er mikilvægast að ná
því að komast upp fyrir vatns-
borðið á sem fæstum dögum og að
sögn Halldörs tdkst það á met-
tíma. „Vegna þess hversu vatns-
rennsli hefur verið lítið úr jöklin-
um í sumar tdk það okkur aðeins
þrjá daga að fara fram úr vatn-
inu, sem ég held að hljdti að vera
met. Sjálfur stíflubotninn er í 792
metra hæð en ldnið er í 802 metra
hæð og kapphlaupið er að ná sem
mestu forskoti. Það hafa orðið
vandræði eins og gerðist í
Blönduvirkjun en þá náði vatnið
að brjdta sér leið í gegn og stíflan
brast.“
Verkið sem hdfst í júní í fyrra
skiptist í þrennt, þ.e. gerð
hjástíflu, aðalstíflu og 400 metra
langs yfirfalls sem ætlað er að
veija aðalstífluna í fidðum. Sjálf
aðalstiflan er stærsta fram-
kvæmdin en alls fara um 400 þús-
und rúmmetrar af efni í hana.
Miðlunin dregur nafn sitt af
tveimur strýtulaga fjöllum, Há-
göngu syðri og nyrðri en stíflu-
mannvirki eru við syðra fjallið.
Frakkar vilja takmarka aðgang íslands og Noregs að lögregliisamstarfí í Schengen
Óttast áhrif á
lögreg’lusam-
starf ESB
.. FUNDI nefndar fastafulltrúa að-
ildarríkja Evrópusambandsins í
Brussel (COREPER) í dag verða
m.a. ræddar hugmyndir franskra
stjórnvalda um að í nýjum samn-
ingi við ísland og Noreg um þátt-
töku í Schengen-vegabréfasam-
starfinu verði þátttaka ríkjanna í
lögreglusamstarfi takmörkuð.
Önnur aðildarríki ESB reyna nú að
ná samkomulagi við Frakka um
umboð til viðræðna við Island og
Noreg um nýjan samstarfssamning
áður en sumarleyfi stofnana ESB
v hefjast í lok mánaðarins.
Þátttaka íslands og Noregs í
Schengen-samstarfinu felur í sér
að vegabréfseftirlit með fólki, sem
kemur frá ríkjum Evrópusam-
bandsins eða er á leið þangað, fell-
ur niður. Á móti er eftirlit með ytri
landamærum vegabréfssvæðisins
hert og á lögreglusamstarf að
~ styrkja það eftirlit.
I núverandi samstarfssamningi
íslands og Noregs við Schengen-
ríkin er kveðið á um margvíslegt
lögreglusamstarf, einkum að því er
varðar Schengen-upplýsingakerfið,
en þar er m.a. að finna upplýsingar
um eftirlýsta brotamenn, týnt fólk,
stolin farartæki o.s.frv.
Mörkin verða óskýrari með
innlimun Schengen í ESB
Evrópusambandsríkin, sem aðild
eiga að Schengen, taka nú annars
vegar þátt í lögreglusamstarfi á
grundvelli Sehengen-samningsins
og hins vegar lögreglusamstarfi á
vegum Evrópusambandsins, sem
ekki heyrir undir Schengen. Þegar
Schengen-samstarfið verður hluti
af starfsemi Evrópusambandsins,
eins og stefnt er að, verða mörkin
þarna á milli óskýrari en verið hef-
ur. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins óttast Frakkar að Is-
land og Noregur hafi áhrif á allt
lögreglusamstarf ESB, verði þátt-
taka ríkjanna í lögreglusamstarfi
Schengen með sama hætti og kveð-
ið er á um í núverandi samstarfs-
samningi.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins er óumdeilt í hópi ESB-ríkja að
ísland og Noregur verði að eiga
aðild að því lögreglusamstarfi, sem
tengist upplýsingakerfinu. Frakk-
ar telja hins vegar að ákvarðanir
um aðgang ríkjanna tveggja að
öðrum hlutum lögreglusamstarfs-
ins, sem ríkin eiga aðild að sam-
kvæmt núverandi samstarfssamn-
ingi, þurfi að taka sérstaklega.
Af hálfu Islands og Noregs er
lögð áherzla á að aðgangur að lög-
reglusamstarfi verði óbreyttur frá
núverandi samstaifssamningi; slíkt
sé forsenda þess að ríkin geti tekið
þátt í Schengen-samstarfinu. Segja
íslenzkir og norskir embættismenn
að löndin hafi ekki í huga að seilast
til áhrifa í þeirri lögreglusamvinnu,
sem nú heyrir einvörðungu undir
ESB.
New Bedford
Vilja reisa
verksmiðju
FYRIRTÆKIÐ Atlantic Coast Fish-
eries, sem er að meirihluta í eigu Is-
lendinga, hefur sótt um leyfi borgar-
yfirvalda í New Bedford í Massachu-
setts til að byggja fiskimjölsverk-
smiðju.
Atlantic Coast, sem rekur fisk-
vinnslu í New Bedford, er að 80% í
eigu fyrirtækisins Uthafssjávarfangs
ehf. en hluthafar í því era Samherji,
SR-mjöl, Síldarvinnslan og Eignar-
haldsfélagið Alþýðubankinn. Uthafs-
sjávarfang á einnig hlut í útgerð
tveggja fiskiskipa sem hafa veiði-
heimildh' í bandarískri lögsögu.
Björgólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir að
meginmarkmiðið með fjárfestingun-
um sé að nýta síldar- og makríl-
stofna í bandarísku lögsögunni en
þeir séu nú nánast ekkert nýttir.
■ Sótt á slóðir/C3