Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 13
FRÉTTIR
á milli lögregluembættanna og
engin breyting fyrirhuguð þar á.“
Oddvitar fóru í heimsókn
Sigurði Valgeirssyni, oddvita
Leirár- og Melahrepps, finnst að
endurskoða megi umdæmi lögregl-
unnar á svæðinu. „Hún er ákaflega
óeðlileg þar sem Borgameslög-
reglan nánast fer á Akranes til að
sinna sínum skyldustörfum. Minn
hreppur liggur mitt á milli og það
breytir ekki öllu fyrir okkur. Hins
vegar tel ég að svæðið sunnan
Skarðsheiðar væri betur komið í
höndum Akraneslögreglunnar sem
ein heild. Fyrir nokkrum árum fór-
um við oddvitarnir til lögreglunnar
og sýslumanns í Borgarnesi til að
athuga hvort Akraneslögreglan
gæti sinnt okkar svæði og fékk sú
hugmynd ákaflega lítinn hljóm-
grunn," sagði Valgeir.
Oddvitinn í Innri-Akranes-
hreppi, Anton^ Ottesen, tekur í
sama streng. „Eg teldi eðlilegra að
Akraneslögreglan sæi um löggæslu
hér þar sem hreppurinn liggur al-
veg að Akranesi. Það hefur
nokkrum sinnum komið fyrir að
lögreglan á Akranesi hefur ekki
fengið leyfi frá Borgamesi til að
sinna útkalli en þó aldrei ef slys
era á fólki. Að mínu mati er það
vegalengdin sem skiptir máli og
það hefur oft gerst að lögreglan í
Borgarnesi hefur keyrt í gegnum
Akranes til að sinna okkur,“ sagði
Anton.
Itreka ályktanir
Að sögn Gísla Gíslasonar bæj-
arstjóra hefur svarbréf ríkislög-
reglustjóra verið tekið fyr-
ir á bæjarráðsfundi. Niður-
staða þess fundar var að ít-
reka fyrri ályktanir um að ríkis-
lögreglustjóri kæmi málefn-
inu í viðunandi horf en jafn-
framt að bíða eftir niðurstöð-
um af fundum sýslumanna.
Framkvæmdir eru í gangi þar sem þrjár brýr leysa eina af hólmi í Grafarvogi
: • =•: 1.
, Morgunblaðið/ Árni Sæberg
GULLINBRU og nágrenni. Þrjár brýr verða komnar í stað einnar 1. júh' á næsta ári ef áætlanir standast.
Vegir breikkaðir við Gullinbrú
UNNIÐ er að breikkun tengivega frá
Stórhöfða að GuIIinbrú og frá brúnni
Grafarholtsmegin upp að Hallsvegi. Verk-
ið hefur gengið samkvæmt áætlun og er
stefnt að því að ljúka framkvæmdum
Grafarholtsmegin nú í haust en verkinu í
heild 1. júlí á næsta ári. Þá er ætlunin að
búið verði að lagfæra brúna sem fyrir er,
byggja nýja tveggja akreina brú og
göngubrú að auki.
Háfell sér um breikkun veganna en brú-
argerðin er farin í útboð og er tilboða beðið
að sögn Baldurs Jóhannessonar á Verk-
fræðistofunni Hnit sem hefur umsjón með
framkvæmdununi fyrir Reykjavíkurborg.