Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vel búnir á bæjarrölti ÚRHELLI virtist lítið snerta fé- lagana Hauk Gunnarsson og Jó- hann Ara Jóhannsson, enda mættu þeir óvenju vel búnir á bæjarröltið í gærdag. Höfðu þeir vænar hlífar til að skýla sér fyrir regni sem helltist niður í miklum mæli fram eftir degi. Sumarið er nú hálfnað og hugsa margir norðanlands sér gott til glóðar- innar nú á síðari hluta þess og telja fullvíst að breyting verði á ; til batnaðar, en fram til þessa | hefur veðrið fremur leikið við þá : . sem búa sunnar á landinu. Ferðafélag Akureyrar Ódáða- hraun og Brúar- • • O* oræri FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar um Ódáðahraun eftir svonefndum Öskjuvegi, frá Herðubreiðarlindum að Svartár- koti dagana 17. til 23. júlí. Lagt verður af stað á morgun, föstudag, og ekið í Herðubreiða- lindir og gist þar, en daginn eftir verður gengið á Bræðrafell og gist. Á sunnudag verður gengið í átt til Dyngjufjalla og gist í Dreka. Á mánudag verður farið í Öskju og gist aftur í Dreka. Geng- ið verður yfír Dyngjufjöll á mánu- dag og yfir í Dyngjufjalladal og gist í Dyngjufelli. Næsta dag verður gengið sem leið liggur nið- ur að Suðurárbotnum og gist í Botna, nýjum skála Ferðafélags Akureyrar. Síðasta dag ferðarinn- ar verður gengið um Suðurár- botna í Svartárkot. Fararstjóri er Ingvar Teitsson. Um komandi helgi býður Ferða- félag Akureyrar einnig upp á öku- ferð um Brúaröræfi. Ekið verður frá Akureyri sem leið liggur austur á Brúaröræfí og m.a. komið við i Hafrahvömmum og Laugavalladal. Gist verður í skálanum við Snæfell. Á sunnudag verður ekið um eyja- bakka og heim um Fljótsdal. Skrifstofa félagsins á Strand- götu 23 verður opin í dag, fimmtu- dag, frá kl. 16 til 19 og verður heitt á könnunni. Gestir geta kynnt sér þær ferðir sem framundan eru og einnig það að finna ýmis göngu- leiðakort og Árbók Ferðafélags Is- lands er þar til sölu. POLLINN Fimmtudagur Inga Eydal og co. Föstudagur Inga Eydal og co. Laugardagur Inga Eydal og co. Verið velkomin Grunnskólakennarar hjá Akureyrarbæ Tæpur helmingur dreg- ur uppsagnir til baka TÆPUR helmingur þeirra grunn- skólakennara, sem sögðu upp störf- um hjá Akureyrarbæ í vor, hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Alls sögðu um 80 kennarar upp störfum samtímis skömmu fyrir kosningar í vor, en áður höfðu einhverjir sagt störfum sínum lausum. Uppsagn- ii-nar taka gildi 1. september næst- komandi. Ingólfur Armannsson, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Akur- eyrarbæjar, sagði að síðustu daga hefðu kennarar verið að draga upp- sagnir sínar til baka, en það gengi nokkuð rólega um þessar mundir, enda margir í fríi utanbæjar. Vildi hann hvetja kennara að gera upp hug sinn sem íyrst, það væri nauð- synlegt fyrir skólastjórnendur að vita tímanlega hversu margir myndu skila sér til baka vegna und- irbúnings skólastarfs næsta vetur. Vonum að fleiri skili sér „Staðan er auðvitað slæm ef fleiri kennarar skila sér ekki,“ sagði Ingólfur Armannsson. „Við höldum þó enn í vonina um að fleiri kennarar ætli að koma aftur til starfa." I sumum grunnskólanna er þegar ráðið í allar stöður, en eitt- hvað vantar af kennurum í nokkra skóla að sögn Ingólfs. í kjölfar þeirrar stöðu sem upp var komin vegna uppsagna kenn- ara samþykkti bæjarstjóm Akur- eyrar fyrir nokkru að bjóða þeim kennurum sem áfram vilja starfa við gi’unnskóla bæjarins kjarabæt- ur, en þeir sem nýjastir eru í starfi fá greidda 7 yfirvinnutíma á mán- uði næsta skólaár, þeir sem starfað hafa í 6-10 ár fá 10 yfirvinnutíma og þeir kennarar sem hafa starfað lengur en 10 ár fá 12 yfirvinnutíma greidda. Þórey sýnir á Hjalteyri ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í kaffihúsinu „Hótel Hjalteyri“ á Hjalteyri á laugardag, 18. júlí kl. 14. Sýningin stendur yfii- í 10 daga og er opin frá kl. 14 til 18 og 20 til 22 alla dagana. Þórey sýnir myndvefnað, textílverk og myndir á sýning- unni sem er sjöunda einkasýn- ing hennar. Fyrr á þessu ári hefur hún haldið tvær einka- sýningar í Noregi. Fyrri sýn- ingin var í Hofi í Vestfold, en Þórey starfar þar sem uppeld- is- og sálfræðiráðgjafi, en síð- ari sýningin var í Gallerí Leikveri í Norfjerden. Lista- fólk þaðan hélt þrjár sýningar á Islandi vorið 1997, á Húsavík, Akureyri og Reykjavík. Þá mun Þórey halda sýningu á slóðum Ingólfs Amarsonar í Sunnfjerd í Noregi í mars á næsta ári og í Bergen í maí. 3 herbergí (skrifstofur) tll IbIbu ð basta (auglýslnga) stað ð Akureyrl. Jón Bjarnason úrsmiður, Kaupvangsstræti 4. Svalbarðskirkja Sumartónar í Svalbarðs- kirkju TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson oreglleikari koma fram á tónleikum í Sval- barðskirkju í Þistilfirði í kvöld, fímmtudagskvöldið 16. júlí, en þefr hefjast kl. 21. Tónleikamir eru liður í Sumar- tónleikum á Norðurlandi og era þessir tónleikar haldnir í tilefni þess Gunnar Haukur Kvaran Guðlaugsson að Svalbarðskirkja á 150 ára afrnæli um þessar mundir. Á efnisskránni verða verk eftir Hándel, Bach, Clé- rambault, Boccherini, Wagner, Sa- int-Saéns og Squire. Aðgangur er ókeypis og era allir velkomnir. Hríseyingar efna til hátíðar Fj ölskylduhátíð fullveldisins FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldis- ins í Hrísey verður haldin um komandi helgi, dagana 17., 18. og 19. júlí, og er þetta í annað sinn sem Hríseyingar efna til fullveldis- hátíðar fyrir fjölskylduna, en sú fyrri þótti takast einkar vel. Allfr þeir sem leggja leið sína í Hrísey þessa daga fá afhent vega- bréf um leið og farmiðai’ í ferjuna Sævar eru keyptir. Hátíðin verður formlega sett á laugardag kl. 11. Ymis leiktæki verða sett upp, m.a. go-cart-bílar, markaðstorg verður opið og þá verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um eyna. Bátaleiga verður í sandfjörunni. Myndlist- arfólk úr Hrísey opnar málverka- sýningu í Sæborg og Kvenfélagið verður með kaffisölu í hátíðar- tjaldi. Gestum gefst kostur á að fylgjast með sýningu á gömlum aðferðum við fiskverkun á plani við frystihúsið og Snæfell verður með matvælakynningu. Auk þess sem farið verður í skipulagðar gönguferðir með leiðsögn verður boðið upp á ökuferð út í vita á dráttarvélum. Ökuferðir á drátt- arvélum verða á klukkustundar- fresti frá kl. 11 til 16 báða dag- ana. Undir kvöld á laugardag verður kveikt upp í grillinu og efnt til kvöldvöku sem lýkur með varðeldi og flugeldasýningu. Hljómsveitin Tvöfóld áhrif leikur fyrfr dansi fram á nótt. Akstursleikni á dráttarvélum Á sunnudag verður stangveiði- keppni á bryggjunni, helgistund, barnaskemmtun og efnt til söngv- arakeppni bai’na, þá verður keppt í akstursleikni á dráttarvélum sem og í kvartmílu. Einnig verður rat- leikur um eyna, en á sunnudag verður líka hægt að bregða sér í ökuferð með dráttarvélum, fara í gönguferðir, skoða sýningar og bragða á matvælum í hátíðartjaldi. Kútter Jóhanna verður í Hrísey alla helgina og fer í stuttar sigling- ar, en hægt verður að renna fyrir fisk í ferðinni. Krókódffl- inn leikur DJASSKVINTETTINN Krókódíllinn leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni, Kaup- vangsstræti, í kvöld, fimmtu- dagkvöldið, 16. júlí kl. 21.30. Krókódíllinn hefur Ieikið víða að undanförnu og hlotið góða dóma, en tónlistin ein- kennist af samruna rythma- og blústónlistar, m.a. verða flutt lög eftir Eddie Harris, Hank Crawford og Lou Don- aldson. Kvintettinn skipa Sig- urður Flosason, á altsaxófón, Sigurgeir Sigmundsson, gítar, Þórir Úlfarsson, hljómborð, Róbert Þórhallsson, rafbassa, og Halldór G. Hauksson á trommur. Jazzklúbbur Akureyrar efn- ir til djasstónleika á hverju fimmtudagskvöldi og eru þeir liður í Listasumri á Akureyri. Túborg styrkir þessa fimmtu- dagstónleika, en aðgangur að þeim er ókeypis. Kristni- boðsmót KRISTNIBOÐSMÓT á vegum Kristniboðasambandsins verð- ur haldið á Löngumýri í Skaga- firði um helgina. Mótið byrjar annaðkvöld, föstudagskvöldið 17. júlí, með samkomu, en þar talar Sigríður Halldórsdóttir. Bibliulestui’ í umsjá Benedikts Amkelssonar verður á laugardagsmorgun og síðdegis verður kristniboðssam- koma sem sr. Kjartan Jónsson kristniboði sér um. Um kvöldið verður vitnisbm-ðarsamkoma. Kl. 11 á sunnudag verður haldið á Hofsós og þar sem verður messa í Hofsóskirkju, sr. Guð- mundur Guðmundsson héraðs- prestur prédikar. Lokasamvera ki’istniboðs- mótsins verður kl. 14 á sunnu- dag. Skráning er hjá Margréti á Löngumýri. Aksjón Fimmtudagur 16. júlí 21.00 ►Sumarlandið Þáttur íýrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 158. tölublað (16.07.1998)
https://timarit.is/issue/130750

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

158. tölublað (16.07.1998)

Aðgerðir: