Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 57 FÓLK í FRÉTTUM Raunir einhleyprar konu Fullkomin ímynd (Picture Perfect)__ Róinanlísk gamanm.ynd ★★ Framleiðandi: Erwin Stoff. Leik- stjóri: Glenn Gordon Caron. Hand- ritshöfundar: Arleen Sorkin, Paul Sl- ansky og Glenn Gordon Caron. Kvik- myndataka: Paul Sarossy. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Jenni- fer Aniston, Kevin Bacon og Jay Mohr. (100 mín.) Bandarisk. Skífan, júlí 1998. Myndin er öllum leyfð. KATE Mosley er metnaðarfull, einhleyp ung kona sem sýnir mikla hæfni í starfi. Hún fær þó ekki verð- skuldaða stöðu- hækkun vegna þess að yfirmenn- imir telja hana óá- reiðanlega fyrst hún er laus og lið- ug en ekki bundin eiginmanni. Kate bregst ókvæða við en ákveður síðan að þóknast yfir- mönnum sínum, móður og samfélagi með því að þykjast vera trúlofuð pilti nokkrum sem hún hefur aðeins hitt einu sinni. Þegar yfirmennirnir vilja kynnast hinum lukkulega vandast málið og úr verður flækja sem fær þó góðan endi. Myndin er víða hnyttin og fer vel af stað en fljótlega taka gallar flétt- unnar að verða yfirþyrmandi. Gam- ansemin snýst aðallega um það hvernig lygin vindur upp á sig. Frá mínu sjónarhorni er þetta gaman heldur grátt, þar sem fylgst er með örvæntingu Kate við að hlaupa á eft- ir kröfunum sem gerðar eru til henn- ar sem konu. Þá er meðferð hennar á platkærastanum Nick svo hræðileg að maður glatar virðingunni fyrir þeim báðum. Flækjan er síðan leyst á mjög klisjukenndan máta og tekur jafnframt stefnu sem er í ósamræmi við hin hörðu lögmál sem í byrjun voru Kate fjötur um fót. Kate er leikin af Jennifer Aniston sem kemur hér fram í sínu fyrsta að- alhlutverki í kvikmynd. Sem Kate nær Aniston að skilja sig ágætlega frá Rachel, persónunni sem hún hef- ur leikið í sjónvarpsþáttunum „Vin- um“. Kate er sæt, töff og kröftug týpa sem ber myndina vel uppi. Þeg- ar síga fer á seinni hlutann í flétt- unni, tekur persónan að linast og verða væmnari. Dekurdúkku- og krúttutaktamir hennar Rachel gera þá vart við sig og verða satt best að segja ofnotaðir. „Fullkomin ímynd“ er ósköp létt og skemmtileg mynd og ágætlega gerð ef reynt er að horfa fram hjá þeim kreddum sem eru dæmigerðar fyrir svo margar Hollywood kvik- myndir. Heiða Jóhannsdóttir íslensk framleiðsla síðan 1972 FLOTMÚR 5 GERÐIR INNI 0G ÚTI GERUM TILBOÐ Si steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 DANA International var í kjól Jean-Paul Gaultier þegar hún söng sigurlagið í Eurovision fyrr á árinu. Tískan vék fyrir minningarathöfn ÍSRAELSKA söngkonan Dana International, sem sigraði í Eurovision söngvakeppninni fyrr á árinu, hætti við að taka þátt í tísku- sýningu franska hönnuðarins Jean- Paul Gaultier sem verður næsta sunnudag í París. Ástæðan fyrir forfóllum söngkonunnar er sú að sýningin er sama tíma og minning- arathafnir þar sem brottflutnings nasista á frönskum gyðingum er minnst. Simon Wiesenthal-stofnunin hafði beðið Gaultier að fresta sýn- ingu sinni en að sögn forráða- manna tískuhússins var ómögulegt að verða við þeirri bón því tísku- sýningin hafði verið undirbúin með margra mánaða fyrirvara. Það var því Dönu sjálfrar að ákveða hvorn atburðinn hún myndi velja og ein af athöfnunum sem verður á sunnudaginn verður skrúðganga að gömlum hjólreiða- leikvangi þar sem gyðingum var safnað saman hinn 16. og 17. júlí árið 1942 áður en þeir voru sendir í dauðabúðir nasista. Verð áður: 130 kr. Bananastykki (4 stk.), Froskar (6 stk.), Tittir (15 stk.) Brillant myndbönd, (240 mín.) 1, 2 eða 3 stk. Verð áður: 497 kr. Prince Polo (3 stk. í pakka), Toffee Crisp, (38 gr.), Remi súkkulaði. Verð áður: 450 kr. Verö áður: 245 kr. Verö áður: 149 kr. Verð áður: 398 kr. Pepsi Cola og Diet Pepsi Cola, 2 Itr., Langloka frá Sdma. E ! F i kO Basset lakkrís (400 gr.), Pik-Nik (113 gr.), Hob-Nobs súkkulaðikex (250 gr.) Ceramic steinar í gasgrill, grillkol/Eldsnögg, hraðgrill (einnota), Grillbursti kopar. Simoniz Back to Black og Max Wax bón Skrifaðu nafn þitt, heimili og sfma og skilaðu miöanum á næstu Olfsstöð. Glæsileg verölaun eru í boði fyrir heppna viðskiptavini: O Tvær 5 daga ferðir fyrir tvo til Minneapolis (flug og hótei innifatið). o 4 stórglæsileg gasgrill frá Olís. Dregiö veröur 21. ágúst. Gerðu sumarið þitt að gleðisumri! Nafn Heimili Simi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.