Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 64
í Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp JHnrgmmMalíit) S3.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes ÍTSI Premium Partner MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kókaín og kannabis- plöntur fundust LÖGREGLA hefur lagt hald á um 300 grömm af kókaíni, 160 grömm af hassi og 250 kannabisplöntur í fórum manns á þrítugsaldri sem aldrei herur komið við sögu fíkni- efnamála áður. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í viku vegna málsins en hefur nú ver- ið látinn laus og er rannsókn máls- ins á lokastigi og telst það upplýst eftir yfirheyrslur yfir allmörgum aðilum. I fréttatilkynningu frá lögregl- unni kemur fram að málið hafi kom- ið upp fyrir mánaðamót þegar um 150 g af kókaíni og 80 g af hassi fundust við leit í bifreið. Við fram- haldsrannsókn var lagt hald á ann- að eins magn, auk kannabisplantn- anna 250. Tekinn með tæpt kflö af fíkniefnum í Leifsstöð Þá hefur lögreglan frá því á þriðjudag unnið að rannsókn á máli sem kom upp þegar tollverðir í Leifsstöð fundu 800 grömm af hassi og um 130 g af amfetamíni í fórum manns sem var á leið til landsins. Um er að ræða mann um fertugt sem ekki hefur áður komið við sögu fíkniefnamála og telst málið upp- lýst. Féll í Illagil DRENGUR slasaðist á höfði er hann féll í Illagil, sem gengur upp úr Hestvík í Þingvallavatni við bæinn Nesjar, um hálftíu í gærkvöldi. Honum var bjargað upp úr gflinu af samferðafólki. Það kall- aði á aðstoð og fóru lögregla og sjúkrabfll á staðinn. Drengurinn var síðan fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans, en þau voru ekki sögð alvarleg. Morgunblaðið/Davíð Ólafsson YFIR Faxaflóa skein kvöldsólin á Milton, í baksýn er Reykjanesskaginn og álverið í Straumsvík. Breti í hnattflugi á físi lendir í Reykjavík eftir erfítt flug frá Grænlandi Hélt að mín hinsta stund væri upp runnin BRETINN Brian Milton lenti fisi sínu á Reykjavíkurflugvelli klukkan átta í gærkveldi eftir rúmlega átta klukkustunda flug frá bænum Kulusuk á Grænlandi og er hann fyrstur til að fljúga þessa leið á físi. Milton, sem hefur nærri lokið ferð sinni kringum hnöttinn, hreppti slæmt veður um miðbik leiðarinnar. „Ég hélt að mín hinsta stund væri upp runnin á Ieiðinni,“ varð Milton að orði þegar hann lenti. „Hraðinn var kominn niður í ellefu hnúta þegar verst var og um tíma var ég í 12 þúsund feta hæð en helst vil ég ekki fara hærra en 3000 fet, ég er frekar loft- hræddur,“ sagði Milton og hló við. Milton segir þessa ferð ekki þá verstu á leið sinni, flugið yf- ir Beringshaf hafí verið enn verra. „Þá var vélin um tíma öll þakin ís og ég reyndar Iíka.“ f dag er ferðinni heitið til Hafnar og þaðan til Bretlands. „Ég stefni á að vera kominn til London um helgina en þar hóf Morgunblaðið/Jim Smart Á ÁFANGASTAÐ á Reykjavíkurflugvelli eftir erfiða ferð. ég för mina fyrir 114 dögum," sagði Milton, sem upphaflega stefndi á að fara hringinn á áttatíu dögum en er kominn að- eins fram úr áætlun, aðallega vegna tafa í Rússlandi. Hugmyndir um að ísland aðstoði Eystrasaltsríkin við að undirbúa NATO-aðild Þjálfun strandgæzlu og’ flugumferðarstjóra rædd AÐ UNDANFÖRNU hafa verið ræddar hugmyndir um að ísland leggi sitt af mörkum til að aðstoða Eystrasaltsríkin þrjú við undirbún- ing aðildar að Atlantshafsbandalag- inu (NATO). Meðal hugmynda, sem eru til athugunar, er að strand- gæzluliðar og flugumferðarstjórar frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen sæki þjálfun hingað til lands, til Flugmálastjórnar annars vegar og Landhelgisgæzlunnar hins vegar. Atlantshafsbandalagið og einstök aðildarríki þess hafa að undanförnu veitt Eystrasaltsríkjunum margvís- legan stuðning við að styrkja vamir sínar og eftirlit með landamærum og landhelgi, í því skyni að þau verði í stakk búin fyrir NATO-aðild þegar þar að kemur. ísland hefur til þessa lagt lítið af mörkum til þessa starfs, en m.a. í samvinnu við Bandaríkin hafa íslenzk stjórnvöld leitað leiða til að leggja ríkjunum þremur lið. Bandarísk þátttaka hugsanleg Að sögn Hjálmars W. Hannes- sonar, skrifstofustjóra alþjóðaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, eru tvær hugmyndir til umræðu í þessu sambandi. Annars vegar hefur verið rætt að íslendingar aðstoði ríkin við uppbyggingu flugumferðarstjómar- kerfis. Hefur fulltrúi Flugmála- stjórnar farið til Eistlands og Lithá- ens til að skoða málið og er niður- staða hans sú að íslendingar gætu boðið flugumferðarstjórum frá Eystrasaltsríkjunum upp á þjálfun hér á landi. Bandaríkin hafa aðstoðað Eystra- saltsríkin við uppbyggingu flugum- ferðarstjórnarkerfis og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja bandarísk stjórnvöld að Island sé vel fallið til þjálfunar fyrir flugum- ferðarstjóra frá löndunum þremur vegna langs samstarfs hérlendra flugumferðarstjóra við bandaríska flugherinn. Hjálmar segir Banda- ríkin hafa látið í ljósi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni ef af verð- ur. Hins vegar hefur verið rætt um að ísland aðstoði Eystrasaltsríkin við uppbyggingu strandgæzlu og var sú hugmynd fyrst reifuð af liálfu Davíðs Oddssonar á fundi for- sætisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Hjálmar segir að í þeim efnum komi einnig til greina að strandgæzluliðar frá Eystrasaltsríkjunum komi hingað til lands til þjálfunar hjá Land- helgisgæzlunni. „Þetta eru verkefni, sem geta komið að gagni og þar sem Island getur lagt eitthvað til málanna," segir Hjálmar W. Hannesson. Hann leggur þó áherzlu á að enn sé aðeins um hugmyndir að ræða. Kuldi og knatt- spyrna draga úr umferð á hálendinu LANDVERÐIR í Herðubreiðar- lindum, Hvannalindum og í Kverk- fjöllum segja umferð á þeim slóðum töluvert minni en í fyrra. Um mán- aðamótin höfðu 134 gist í Kverk- fjöllum, á sama tíma í fyrra höfðu 165 gist þar. Þótti það heldur lélegt, að sögn Þórs Vilmundarsonar, land- varðar í Kverkfjöllum. Þau Þór, Kári Kristjánsson, land- vörður í Hvannalindum, og Inga Dagmar Karlsdóttir, landvörður í Herðubreiðarlindum, telja slæmt veður skýra dræma umferð en kalt hefur verið í veðri á þessum slóðum það sem af er sumri. Þór og Kári telja einnig að heims- meistarakeppnin í fótbolta hafi haft sitt að segja. „Umferðin tók a.m.k. kipp eftir að keppninni lauk og þá á ég við umferð ferðamanna sem ferð- ast á jeppum á eigin vegum, ekki skipulagðar ferðir,“ segir Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.