Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Enn þrengt að Sameinuðu þjóðunum í Afganistan
Talibanar stefna
hjálparstarfi í hættu
New York. Reuters.
STARFSFÓLKI Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) reynist æ erfíðara að
sinna hjálparstarfi í Afganistan.
„Sameinuðu þjóðimar finna fyrir
auknum þrýstingi, ekki síst frá
þeim sem fjármagna hjálparstarf í
landinu, um að láta ekki hvað sem
er yfir sig ganga,“ sagði Lakhdar
Brahimi, erindreki SÞ í Afganist-
an. Einn starfsmanna SÞ segir að
haldi talibanar ekki samkomulag
sem gert var við SÞ varðandi stöðu
hjálparstarfsmanna, kunni samtök-
in hafa sig á brott frá Afganistan.
Brahimi greindi öryggisráði SÞ í
gær frá versnandi bardögum á
milli talibana og andstæðinga
þeirra sem ráða norðurhluta lands-
ins. í kjölfar fundarins gaf öryggis-
ráðið út yfirlýsingu þar sem stríð-
andi hópar í Afganistan eru hvattir
til þess að leggja niður vopn og tí-
unduð eru umkvörtunarefni þess,
sérstaklega við stjóm talibana.
Samkomulag
þverbrotið
Á morgun verður sérstaklega
rætt um stöðu hjálparstarfs í
Afganistan í höfuðstöðvum SÞ. I
maí síðastliðnum náðu SÞ sam-
komulagi við stjóm talibana um
starfsskilyrði í landinu. Það hafði
náðst eftir að talibanar höfðu reynt
að komu lögum yfir erlendar
múslímskar konur í störfum hjá
SÞ. Samkomulagið hefur verið
þverbrotið af hálfu talibana, sem
gefa út nýjar opinberar tilskipanir
um almenna háttsemi nær daglega.
„Annaðhvort framfylgja taliban-
ar gerðu samkomulagi við SÞ,
ellegar við pökkum saman og ein-
beitum okkur að hjálparstarfi ann-
ars staðar," sagði erindreki SÞ.
Hjálparstofnunum
skipað að flytja til Kabúl
Fleiri en 30 erlendum hjálpar-
stofnunum, sem margar hverjar
starfa náið með SÞ, hefur verið
sagt að flytja inn í niðurníddan
stúdentagarð í höfuðborginni Ka-
búl. Ólíklegt er að nokkur vilji láta
fé af hendi rakna til þess að gera
við stúdentagarðinn og því segjast
hjálparstofnanir neyðast til að
hætta störfum. Ef svo færi myndi
stórlega draga úr aðstoð við þá
sem minnst mega sín í Afganistan,
þótt óvíst sé að SÞ geti hætt störf-
um vegna þess hversu hrikalegar
afleiðingar það hefði fyrir almenn-
ing í landinu.
Nýlega létu talibanar loka öllum
einkaskólum fyrir stúlkur en áður
hafði þeim verið bannað að sækja
opinbera skóla, auk félags- og
starfsþjálfunarmiðstöðva, sem
reknar eru fyrir erlent gjafafé. Sa-
meinuðu þjóðimar eru hættar að
styðja við bakið á skólum vegna
kynjamismununar talibana.
Vopnasala
í trássi við bann
í yfirlýsingu öryggisráðsins er
bent á þær staðreyndir að ekkert
lát virðist vera á vopnasölu til
stríðandi hópa í Afganistan, friðar-
umræður beri engan árangur, rétt-
ur kvenna sé fótum troðinn og
ólögleg sala eiturlyfja látin óátalin.
Ráðið mótmælir einnig ákvörðun
talibana um að flytja aðsetur allra
hjálparstofnana tÚ Kabúl.
Stríðandi fylkingar í Afganistan
fá ný og fullkomin vopn eftir ólög-
legum leiðum þrátt fyrir vopna-
sölubann SÞ. „Því hefur lengi verið
haldið fram að Rússar hafi skilið
eftir vopnabirgðir til 50 ára í land-
inu,“ sagði Brahimi. „Þetta er ein-
faldlega goðsögn. Stríðið væri
ómögulegt án utanaðkomandi
stuðnings og vopna.“
Afram
Kohl
NÝTT kosningaveggspjald
Kristilega demókrataflokksins í
Þýskalandi, flokks Helmuts
Kohls kanslara, sýnir fíl baða sig
í vatninu Wolfgangsee í Austur-
ríki og slagorðið er á ensku:
„Keep KohI“, sem skilja má sem
hvatningu til kjósenda að vera
hressir og sem hvatningu til að
kjósa Kohl áfram í kanslaraemb-
ættið. Framkvæmdastjóri flokks-
ins, Peter Hintze, sagði fílinn
tákn um skynsemi og mikilvægi.
Stjómarandstæðingar hafa
gert grín að veggspjaldinu, sem
mun eiga að gefa í skyn að Kohl,
sem oft eyðir fríum sínum við
Wolfgangsee, sé eins og fíllinn,
skynsamur og mikilvægur.
V* VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21, sími 533 2020
www.mbl.is
Reuters
Schöne Urlnubigriiftc vomWolfg*»g«>«
EMU-könnun meðal evrópskra sérfræðinga
Ófá ESB-lönd verða
að taka sig betur á
Lundtínum. Reuters.
OFA aðildarlönd Evrópusambands-
ins (ESB) verða að leggja enn harð-
ar að sér í öguðum ríkisfjármálum ef
þau eiga að geta uppfyllt í raun hin
efnahagslegu skilyrði fyrir aðild að
Efnahags- og myntbandalaginu
(EMU) og nokkrir „tossanna" eru
væntanleg kjarnaríki myntbanda-
lagsins. Þetta er niðurstaða víðtækr-
ar könnunar meðal efnahagsmála-
sérfræðinga, sem Reuters-frétta-
stofan stóð fyrir
og birt var í gær.
Yfirgnæfandi
meirihluti hag-
fræðinga, sem
inntir voru álits í
könnuninni, sögðu
að fjárlög í vænt-
anlegum EMU-
ríkjum væru enn of losaraleg. Fyrst
og fremst á þetta við um jaðarröci á
borð við Spán og írland, en sumir
töldu þetta líka eiga við um Þýzka-
land og Frakkland, kjarnaríki mynt-
samrunans, en án þátttöku þeirra
yrði ekkert af myntbandalaginu.
Tveir áhrifamestu bankamennirn-
ir í undirbúningi myntbandalagsins
- Wim Duisenberg, aðalbankastjóri
Evrópska seðlabankans nýstofnaða,
og Hans Tietmeyer, aðalbankastjóri
þýzka seðlabankans Bundesbank -
hafa lýst áhyggjum af því að stefna
nokkurra ríkisstjórna í ríkisfjármál-
um sé of óöguð með tilliti til þess að
myntbandalaginu
verður hleypt af
stokkunum um
næstu áramót.
í mánaðarlegri
könnun Reuters á
skoðunum evr-
ópskra sérfræð-
inga á framvindu
undirbúnings fyrir EMU sögðust í
þetta sinn 34 hagfræðingar í ESB-
löndunum auk Sviss vera samsinntir
seðlabankastjórunum í þessu mati,
en aðeins átta voru því ekki sammála.
Hugðust
myrða
Clinton
með kakt-
usþyrnum
Brownsville. Reuters.
ÞRÍR menn, sem tengjast aðskilnað-
arhreyfmgu í Texas, lögðu á ráðin
um að myrða Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta og fleiri bandaríska
embættismenn með því að skjóta í
þá kaktusþyrnum með veirur sem
valda alnæmi eða öðrum sjúkdóm-
um, samkvæmt dómskjölum sem
birt voru á þriðjudag.
Mennirnir voru handteknir fyrir
hálfum mánuði og ákærðir fyrir að
hafa ætlað að beita sýklavopnum
gegn bandarískum emþættismönn-
um. Samkvæmt dómskjölunum eru
mennirnir sakaðir um að hafa ætlað
að breyta kveikjurum þannig að
hægt væri að nota þá til að skjóta
þymum með veirur sem valda al-
næmi, miltisbrandi, bótúlíneitrun
eða hundaæði í fómarlömbin.
Á meðal þeirra sem mennirnir
ætluðu að ráða af dögum eru Janet
Reno dómsmálaráðherra og Louis
Freeh, yfirmaður bandarísku alríkis-
lögreglunnar FBI, auk Clintons.
Morðhótanir í tölvupósti
I eiðsvarinni yfirlýsingu lögreglu-
manns í FBI, Franklins Sharkey,
kemur fram að mennimir sendu
Clinton og fleiri embættismönnum
skjal með yfirskriftinni „Stríðsyfir-
lýsing" í tölvupósti 12. júní.
Nokkm síðar fékk Freeh eftirfar-
andi tölvuskilaboð: „Starfsmönnum
þínum hjá FBI og fjölskyldum
þeirra verður tortímt í hefndarskyni.
Við, fólkið í landinu, erum bálreið og
getum ekki látið misréttið viðgang-
ast lengur.“
Clinton og fleiri embættismönnum
vom sendar svipaðar hótanir.
„Líma átti sprautunál í gatið á
kveikjaranum og koma þar fyrir
kaktusþymi. Þessi þymir átti að
vera einhvers konar sýklavopn,"
sagði Sharkey.
Lögreglumaðurinn bætti við að
mennirnir hefðu sagt vitni í málinu
að þeir væra félagar í hreyfingunni
„Lýðveldið Texas“, sem telur að
Texas hafi verið innlimað í Banda-
ríkin með ólöglegum hætti árið 1845
og ætti að vera sjálfstætt ríki.
Leiðtogi hreyfingarinnar, Richard
McLaren, var handtekinn í fyrra og
dæmdur í 111 ára fangelsi fyrir
ýmsa glæpi eftir vikulangt umsátur
lögreglunnar um fjallakofa hreyfing-
arinnar í Texas.
Embættis-
maður
rekinn
Strassbourg. Reuters.
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Evrópusambandsins greindi
frá því á þriðjudag að hún
hefði vikið úr starfi embætt-
ismanni sem grunaður væri
um svik í tengslum við hjálp-
arstarf sambandsins í fyrr-
verandi Júgóslavíu og Af-
ríku.
Anita Gradin, sem fer fyrir
baráttu framkvæmdastj órn -
arinnar gegn spillingu, sagði
málið varða samninga er
voru undirritaðir 1993 og
1994 og hefur rannsókn stað-
ið yfir síðan í fyrrahaust en
hefúr nú verið falin sljórn-
völdum ákveðinna ríkja.
Framkvæmdastjórnin hef-
ur ekki vald til að sækja mál
á hendur starfsmönnum sín-
um formlega og eru mál því
falin yfirvöldum í einstökum
ríkjum, oftast Belgíu þar eð
flestir embættismenn Evr-
ópusambandsins eiga heima í
Brussel.
í
(
'
t
.
í
í
(
r
i
t
E
e
í